Morgunblaðið - 03.01.1992, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
VEÐUR
IDAGkl. 12.00
Haimild: VeOurstola fslands
(Byggt á veðurspá kl. 16.151 gær)
Helstu dánarorsakir
íslendinga 1986-1990
Heila-
blæðíng
Annað 16%
Krabbamein 25%
44 dóu úr inflúensu árið 1988
DÁNARTÍÐNI, þ.e. fjöldi dauðsfalla á hverja 100.000 íbúa á ári
hverju, hefur lækkað um 1% árlega árin 1986-1990. Að meðaltali
létust 1.700 íslendingar á ári á þessu tímabili, 900 karlar og 800
konur. Dánartíðni lækkaði minna þessi ár en áratugina á undan
og má skýra það að hluta með því að erfitt er að draga meira úr
ungbarnadauða en orðið er. Jafnframt hefur náðst töluverður árang-
ur í slysavörnum. Þetta kemur fram í grein eftir Jónas Ragnarsson
í nýjasta hefti tímaritsins Heilbrigðismála.
Hjarta- og æðasjúkdómar eru Um 8% dauðsfalla voru af völd-
algengasta dánarorsök íslendinga. um lungnabólgu. Flestir, sem deyja
Á tímabilinu 1986-1990 voru 46%
allra dauðsfalla af þeirra völdum.
Þó fækkaði dauðsföllum vegna
þessara sjúkdóma um 15% frá
næsta fímm ára tímabili á undan.
Krabbamein er næstalgengasta
dánarorsökin. íjórðungur þeirra,
sem létust á umræddu tímabili, var
með krabbamein. Lungnakrabba-
mein er mannskæðast, en úr því
deyja um 80 manns á ári, tvöfalt
fleiri en fyrir 10 árum. Dauðsföllum
vegna krabbameins hefur fjölgað
hlutfallslega.
úr lungnabólgu, eru yfir áttræðu
og aðeins örfáir undir sextugu. Að
meðaltali létust 83 á ári af slysför-
um 1986-1990. Þar af létust 26 í
umferðarslysum, 15 í sjóslysum og
drukknunum og 15 við slysafall eða
byltu. Síðastliðin tuttugu ár hefur
tíðni banaslysa lækkað um nærri
helming og munar þar mest um
fækkun sjóslysa, þótt hlutfallslega
hafi slysum af völdum falls eða
byltu fækkað meira. Tíðni um-
ferðarslysa er hins vegar svipuð.
Árið 1988 létust 1.818 íslend-
ingar og hafa ekki fleiri látizt á
einu ári síðan á síðustu öld. Dauðs-
föllum fjölgaði um 94 frá árinu
áður. Mest var fjölgun dauðsfalla
hjá áttræðum og eldri árið 1988
og var að miklu leyti bundin við
sjúkdóma í öndunarfærum. Inflú-
ensa hjó talsvert skarð í þennan
aldurshóp og var talin bein dánar-
orsök í 44 tilfellum það árið. Inflú-
ensufaraldurinn 1988 var því sá
mannskæðasti síðan 1959.
Lungnabólga 8%
Aðrir
5%
Kransæða-
sjúkdómar 28%
Hægir á lækk-
un dánartíðni
VEÐURHORFUR í DAG, 3. JANÚAR
YFIRLIT: Skammt vestur af Reykjanesi er 965 mb lægð sem þok-
ast austur en vaxandi hæðarhryggur er yfir Grænlandi.
SPÁ: Norðan- og norðaustanátt, sums staðar allhvöss, él vestan-,
norðan- og austanlands.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg norðan- og norðvestanátt
með éljum austantil á landinu, en sunnan gola og dálítil snjómugga
suðvestan- og vestanlands. Annars staðar hægviðri og úrkomulít-
iö. Frost 6 til 11 stig.
HORFUR Á SUNNUDAG: Sunnan- og suðvestanátt, víðast fremur
hæg. É1 eða snjókoma sunnan- og vestanlands. Úrkomulítið eða
úrkomulaust í öðrum landshlutum. Frost 2 til 4 stig.
Svarsími Veðurstofu íslands - Veðurfregnir: 990600.
TÁKN:
Heiðskírt
Léttskýjað
Hálfskýjað
Skýjað
Alskýjað
x Norðan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
r r r
r r r r Rigning
r r r
* r #
r * r * Slydda
/ * /
* * *
* # * * Snjókoma
# # #
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
SJ Skúrir
*
V E'
= Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
Akureyri Reykjavik hiti +5 +2 veður skýjað úrkomafgrennd
Bergen 9 súld
Helsinki 2 léttskýjað
Kaupmannahöfn 8 aiskýjað
Narssarssuaq +23 léttskýjað
Nuuk +15 léttskýjað
Ósló 0 skýjað
Stokkhótmur 3 rigning
Þórshöfn 6 skúr
Algarve 15 léttskýjað
Amsterdam 8 Þokumóða
Barcelona 12 mlstur
Berlín 7 alskýjað
Chicago 3 Þokumóða
Feneyjar 2 þokumóða
Frankfurt 2 súld
Glasgow 10 rignlng
Hamborg 8 skýjað
London 11 skýjað
Los Angeles 14 alskýjað
Lúxemborg +1 hrímþoka
Msdríd 10 hálfskýjað
Malaga 16 hálfskýjað
Mallorca 14 skýjað
Montreal +13 skýjað
NewYork vantar
Orlando 17 alskýjað
París 1 alskýjað
Madeira 17 skýjað
Róm 11 þokumóða
Vín 12 skýjað
Washington vantar
Winnipeg +2 þokumóða
Breytingar á bílatryggingum;
Heildariðgjöld
breytast lítið
SÚ NÝBREYTNI Skandia ísland að bjóða vátryggingartökum
eldri en 30 ára lægri iðgjöld af bifreiðatryggingum frá því sem
nú er mun væntanlega ekki hafa í för með sér neina verulega
breytingu á heildariðgjöldum bifreiðatrygginga í landinu, að
sögn Ragnars Ragnarssonar lijá Tryggingaeftirlitinu. „Þarna
er einungis um tilfærslur og fínstillingu á iðgjaldaskránni að
ræða, þar sem til viðbótar verður tekið tillit til aksturslengdar
og aldurs vatryggingartaka,
Ragnar sagði í samtali við
Morgunblaðið að á móti lækkun
iðgjalda þeirra tryggingartaka
sem væru 30 ára og eldri kæmi
hækkun iðgjalda þeirra sem yngri
væru, og þannig yrði rúmlega 40%
hækkun á iðgjaldi þess sem væri
undir þrítugu, ætti stóran bíl og
æki meira en 25 þúsund kflómetra
á ári.
„Það nálgast að vera heimspeki-
leg spuming hversu langt á að
ganga í þá átt að gera greinarmun
á iðgjöldum eftir því hversu góðar
„áhættur" menn eru. Það má ekki
gleyma því að vátryggingastarf-
hann.
semi byggist á því að menn taka
áhættu sameiginlega. Ef hins vég-
ar er hægt að benda á ákveðna
hópa sem greiða í þennan sameig-
inlega sjóð og eru verri áhættur
en aðrir, þá veldur það auðvitað
óánægju hjá hinum. Út frá því
sjónarmiði að æskilegt sé að þeir
greiði meira sem valda tjónunum,
þá er aðeins um fínni stillingu á
iðgjaldaskránni að ræða, og að því
leyti kannski spor fram á við. Það
er svo aftur spurning hversu lengi
hægt er að flokka menn niður á
svona litlum markaði,“ sagði
Ragnar.
Kona orðin félagi í ís-
lenskum rótarýklúbb
Akranesi.
FYRSTA konan, sem gengur í íslenskan rótarýklúbb, var
boðin velkomin á fundi Rótarýklúbbs Akraness í gær. Hún
heitir Sigrún Pálsdóttir, 36 ára vélaverkfræðingur í járn-
blendiverksmiðjunni á Grundartanga.
Rótarýklúbbar voru lengi vel
karlaklúbbar eingöngu. Fyrir
nokkrum árum féll hins vegar
dómur í Bandaríkjunum, þar sem
niðurstaðan var sú, að ekki væri
stætt á því að banna konum
þátttöku. Á þeim árum, sem lið-
in eru, hafa konur gengið til liðs
við klúbbana í flestum löndum,
þar sem þeir starfa. Þannig eru
konur nú í klúbbunum á hinum
Norðurlöndunum.
„Þegar ég flutti til Akraness
frá Reykjavík fyrir ári þekkti ég
fáa, svo ég þáði með þökkum
þegar vinnufélagarnir buðu mér
með á fund hjá klúbbnum,“ sagði
Sigrún. „í haust buðu þeir mér
svo að ganga í klúbbinn,"
Þess má geta, að Sigrún var
fyrsta konan sem lauk prófi í
vélaverkfræði frá Háskóla ís-
lands.
- JG
Bolungarvík:
Bæjarsjóður endurlán
ar E.G. 100 milljónir
BÆJARTSTJÓRN Bolungar-
víkur hefur ákveðið að endur-
lána Einari Guðfinnssyni hf. 100
milljónir króna að uppfylltum
ákveðnum skilyrðum. Ölafur
Kristjánsson, bæjarsljóri í Bol-
ungarvík, segir að með þessu
sé vonast til að fyrirtækið kom-
ist yfír erfiðasta hjallann.
Á gamlársdag var ákveðið að
bæjarsjóður endurlánaði E.G. 50
milljóna króna lán sem sjóðurinn
hafði fengið frá Byggðastofnun.
Og í þessum mánuði mun annað
50 milljóna króna lán frá Lands-
bankanum verða endurlánað til
E.G.
Samkvæmt upplýsingum frá
Ólafí Kristjánssyni fóru um 10
milljónir króna af láninu á gaml-
ársdag í að gera upp viðskipta-
skuldir við bæjarsjóð og hafnar-
sjóð og hluti af láninu fór í að
borga skylduspamað starfsfólks
og skuldir hjá bæjarfótgeta.
„Við vonum að með þessum
aðgerðum svo og fyrirgreiðslu til
fyrirtækisins hjá Fiskveiðasjóði,
Byggðastofnun og Landsbankan-
um hafí fyrirtækinu tekist að kom-
ast yfír erfiðasta hjallann," segir
Ólafur Kristjánsson bæjarstjóri.
„Atvinnuástand hér í Bolungarvík
er nú gott og vinna hafin af fullum
krafti eftir áramótin. Það er ekki
annað hægt að segja en við séum
bjartsýn nú í upphafi árs.“
-----» ♦ ♦----
Mjólkurvör-
ur í verslanir
fyrir hádegi
SEX sólarhringa löngu verkfalli
nyólkurfræðinga lauk á miðnætti
í nótt, og að sögn Vilhelms And-
ersen, framkvæmdastjóra fjár-
málasviðs Mjólkursamsölunnar í
Reylqavík, verða mjólkurvörur
væntanlega komnar í allar versl-
anir á höfuðborgarsvæðinu fyrir
hádegi í dag.
Vilhelm sagði að erfítt væri að
meta áhrifin af verkfalli mjólkur-
fræðinga, en hann teldi þau þó vera
í algjöru lágmarki. „Það voru aðeins
tveir og hálfur vinnudagur á þessu
sex daga tímabili sem verkfallið
stóð, og í sjálfu sér var engin harka
í því. Mjólkurfræðingar voru aðeins
að undirstrika kröfur sínar með
þessu, og það var ekkert verið að
gera þetta erfíðara en efni stóðu
til,“ sagði hann.