Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 9
9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
VELKOMINÍ TESS
Útsalan hefst í dag
40% AFSLÁTTUR
Opið virka daga f rá kl. 9-18.00 - Laugardag f rá kl. 10-14
TKSS
NEÐST VIÐ
r
NÝTT SÍMANÚMER OKKAR ER: kjj
67 66 t ^ 1917-1992
/ vy / 3
Óskum félagsmönnum okkar og landsmönnum öllum friðar og farsældar á nýju ári. VERSLUNARRÁÐ ÍSLANDS Hús verslunarinnar 103 Reykjavík
Músíkleikfimin
hefst fimmtudaginn 9. janúar
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur á
öllum aldri.
Byrjenda- og framhaldstímar.
Kennsla fer fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Kennári Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022 um
helgar og virka daga í sama síma eftir kl. 16.
BASAMOTTUR
Áratuga reynsla á Islandi !
Einar mest notuðu básamotturnar landsins!
Níðsterkar og einangra !
H ÁRIVIÚLA 11
F S S1-BB1500
Myndir sem birtast í Morgunblaðinu,
teknar af Ijósmyndurum blaösins
fást keyptar, hvort sem er
til einkanota eöa birtingar.
UÓSMYNDADEILD
„SALA MYNDA“
Aöalstrœti 6, sími 691150
101 Reykjavík
bv
Wma&r W Frji
FrjáiJst.óháO dagblaö
Timinn
Tímabundnir erfiðleikar .
Erfiðu ári er að ljúka. Sagt er að samdráttunnn í
iúfiarhúi islendinoa-ciá-mRÍri um þessar uiundir en
MÁLSYUU FTIJÁLSLYNEHS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU
Ár óvissunnar
IHlVillllllHHll ÞjÓÐVIIJlNN
^m I Msigagn sósialisma Þióóltelsis og .etkalyóshteyltnga.
, UM ÁRAMÓT Víð áramót
Áramótaleiðarar dagblaðanna
Áramótaleiðarar dagblaðanna fjalla bæði um ástand og horfur í
heimsmálum og þjóðmálum. Staksteinar birta í dag kafla úr þessum
forystugreinum þar sem vikið er að stöðu mála á þjóðarheimilinu.
Ár óvissunnar
fer í hönd
Tímiun segir í forystu-
grein á gamlársdag:
„Þótt með öðrum hætti .
sé en gerizt á vettvangi
heimsmála hefur liðandi
ár verið viðburðaríkt á
íslandi að því er tekur
til flestra sviða atvimiu-
og menningarlifs og
stjórnmála. Hvað sljórn-
málin varðar sérstaklega
m-ðu stjórnarskipti að
loknum alþingiskosning-
um þar sem hm nýkapít-
alísku öfl í Sjálfstæðis-
flokki og Alþýðuflokki
náðu saman. Þessi sam-
staða tók þegar að birt-
ast í verki i skipulegri
aðför stjórnvalda að vel-
ferðarkerfinu og áhuga-
leysi á viðhaldi þjóðarein-
ingar um efnahags- og
kjaramál.
Nú bætist það við að á
síðari hluta ársins hafa
komið í ljós einkenni
áframhaldandi saindrátt-
ar í landsframleiðslu,
þvert ofan í vonir manna
um aukinn hagvöxt eftir
margra ára samdráttar-
timabil. En eins og við-
horf núverandi ríkis-
sljórnar eru um sljómar-
hætti er allt í óvissu um
hvernig við þessum
vanda verður brugðizt.
Þegar samstöðu er þörf
er spilað á sundrunguna.
A Islandi fer ár óvissunn-
ar í hönd.“
Þörf er rétt-
látari leik-
reglna
Alþýðublaðið segir
m.a.:
„Síðasta ár hefur verið
atburðarikt, hérlendis
jafnt sem erlendis. Þjóð-.
arsátt hefur ríkt um kjör
og sátt á vimiumarkaði.
Úrelt hugtök um stétta-
baráttu hafa vikið fyrir
heildarvelferð allra;
skynsemin hefur lagt of-
stækið að velli.
Ný ríkisstjórn tók til
starfa á árinu, sljórn
Sjálfstæðisflokks og Al-
þýðuflokks undir forystu
Davíðs Oddssonar. Þótt
hin nýja ríkisstjóni liafi
setið að völdum í stuttan
tima, hefur hún þegar
lagt grumiinn að miklum
og nauðsynlegum breyt-
ingum i þjóðfélaginu.
Ekki sízt hefur ríkis-
stjórn Davíðs Oddssonar
breytt hugarfari lands-
maima hvað varðar sjálf-
virkni í ríkisútgjöldum
og vakið almenning til
umhugsunar um meðferð
ríkisms á skattpeningum
launafólks. Nú þegai-
hefur ríkisstjómin gert
nauðsynlega uppstokkun
á ríkiskei'finu, ekki sízt
í heilbrigðismálum. Emi
em stór óunnin verkefni
framundan: gjörbreyting
á undirstöðuatvinnu-
gremum landsmanna,
uppstokkun í hinu spillta
og óréttláta kvótakerfi
fiskveiða og frekari nið-
urskurður á framlagi
ríkisins til landbúnaðar-
mála. Áfram þarf að
stefna til frelsis og
framfara; iniimka umsvif
ríkisins og stjórnmála-
manna í atvimiulífi, ríkis-
sýslan, stofnunum sem
opinbemm fyrirtækjum.
Koma þarf á réttlátum
leikreghnn þar sem ríkið
og einkafyrirtæki eiga í
samkeppni, til að mynda
á lánsfjár- og verðbréfa-
inarkaði."
Nýfijálshyggj-
an ræður ferð
Þjóðviljinn segir m.a.:
„Nýir stjórnarhættir
og gjörbreytt stjómar-
stefna liafa þegar haft
alvarlegar afleiðingar
fyrir allt launafólk í land-
inu og fátt bendir til ann-
ars en að á nýju ári bíði
barátta við fjandsamlegt
ríkisvald fyrir sómasam-
legum kjörum, barátta
launamanna fyrir lífs-
marki. Þjóðmálaumræð-
an í sumar og haust hef-
ur einkeimst af svartsýni
og bölmóði. Það er held-
ur engin ástæða til að
gera lítið úr því að við
blasa erfiðleikar í efna-
hags- og atvinnulífi. Við
slíkar kringumstæður er
þó mikilvægai’a en
nokkru sinni að ríkis-
valdið hafi dug og vilja
til að draga eins og hægt
er úr áhrifum samdrátt-
ar. Umfram allt þarf að
jafna byrðunum þamiig
að þeir sem bezt em af-
lögufærir Ieggi mest af
mörkum og heldur verði
stutt við bakið á þeim
sem minna mega sín. Það
kallar á öflugt velferðar-
kerfi og réttlátara skatt-
kerfi. Núverandi ríkis-
s^jórn er því miður ekki
lildeg til að bregðast við
vandanum með þeim eina
liætti sem dugai- á erfið-
leikatímum. Við liöfum
þegar fengið forsmekk-
inn af lækningaaðferðum
nýfijálsliyggjunnar í
Sjálfstæðisflokknum og
Alþýðuflokknum og
megum því vita hvaða
veðra er von.“
íslendingar
eru vel sjálf-
bjarga
DV segir:
„Verst er þó að fjár-
hagsstaða rikissjóðs hef-
ur magnað upp kröfur
um uppstokkun á vel-
ferðarkerfinu, skólum og
sjúkrahúsum og hafa
þeir sem lengst vilja
ganga seilst til spamaðar
hjá þeim sem sízt skyldi.
Slíkar ráðagerðir valda
óhug. Ýmislegt er vissu-
lega athugavert í rekstri
slíkra stofnana en neyðin
má vera mikil ef þjóðin
þarf að krakka í sam-
hjálpina og gera upp á
milli þegai- kemur að
námi og hjúkmn. Jafn-
rétti í þeim efnum á að
vera liafið yfir efnahag
og þjóðfélagsstöðu ...
Þótt hér á landi stefni
flest í öfuga átt við þró-
unina annars staðar í
efnaliagslegu tilliti er
engin ástæða til að ör-
vænta. Breytt heims-
mynd býður upp á marga
möguleika og Islending-
ar em vel meimtaðir og
vel f'ærir um að bjarga
sér. Tímabundnir erfið-
leikar mega ekki draga
kjarkimi úr okkur. Við
liöfum öll skilyrði til að
standa af okkur smáskcll
og rétta úr kútnum. Þar
er hver sjálfum sér næst-
ur.“
Spá Byggðastofnunar:
Samdráttur verður í at-
vinnulífi víða um land í ár
BYGGÐASTOFNUN gerir ráð fyrir miklum samdrætti í atvinnulifinu
víða um land á nýbyrjuðu ári, cinkurn á stöðum sem háðir eru sjávarút-
vegi vegna minnkandi afla og bylgju hagræðingaraðgerða. Þó bendir
stofnunin á að á ýmsum þéttbýlisstöðum megi búast við áframhaldandi
vexti og að atvinnuhorfur þar verði því að teljast nokkuð góðar. Þetta
kemur fram í mati Byggðastofnunar á atvinnuliorfum í einstökum land-
hlutum fyrir Húsnæðisstofnun, vegna umsókna uin lán til félagslegra
íbúða á armu.
Byggðastofnun telur að þrátt fyrir
horfur á samdrætti víða um landi
megi búast við áframhaldandi vexti
í Borgarnesi, á Sauðárkróki, Akur-
eyri, Dalvík, Egilsstöðum, Höfn og
á nokkrum þéttbýlisstöðum á Suður-
landi, þar sem atvinnulíf er í mikilli
uppstokkun, sem muni hugsanlega
skila því sterkara til framtíðarinnar.
Bent er á, að Sauðárkrókur sé
einn þeirra staða á landsbyggðinni
þar sem fólki hefur fjölgað á undan-
förnum árum og ekki sé ástæða til
að ætla annað en sú þróun muni
halda áfram. Einnig megi búast við
að fólki muni halda áfram að fjölga
á Akureyri, m.a. vegna uppbygging-
ar í opinberri þjónustu, þrátt fyrir
erfiðleika í ýmsum iðngreinum.
Byggðastofnun telur að fólki muni
halda áfram að fjölga á Dalvík og
atvinnuhorfur þar séu góðar. Oðru
málrgegni hins vegar um Húsavík.
„Á Austurlandi er að finna tvo af
vaxtarstöðum landsbyggðarinnar,
Egilsstaði og Höfn. Þarna má búast
við áframhaldandi vexti. Vonandi er
það versta að baki í atvinnulífi Seyð-
isfjarðar. Atvinnulíf stendur nokkuð
traustum fótum á Neskaupstað þrátt
fyrir mikinn hlut sjávarútvegs," seg-
ir í bréfi Byggðastofnunar.
Byggðastofnun bendir á í bréfi
sínu að atvinnuleysi hafi aukist á
Suðurnesjum. Nálægðin við höfuð-
horgarsvæðið geri þó mögulegt að
sækja þangað vinnu en erfitt kunni
að verða um aukin atvinnutækifæri
ef almennur samdráttur haldi áfram.
Stofnunin telur að ekki þurfi að
hafa áhyggjur af atvinnuástandi á
þeim stöðum á Vesturlandi sem sótt
hafa um lán vegna félagslegra íbúða,
að Akranesi og Ólafsvík undanskild-
um, þar sem verulegt atvinnuleysi
hefur verið um langa hríð.
Fjöldi umsókna frá Vestfjörðum
er lítill ef undan eru skildar umsókn-
ir frá ísafirði og Reykhólasveit.
Byggðastofnun telur að miðað við
ótryggt ástand og fjölda íbúa á Reyk-
hólum verði að telja l'jölda umsókna
þaðan of mikinn. Framtíðarhorfur á
Bíldudal og Hólmavík séu og óviss-
ar. Atvinnuhorfur á ísafirði séu hins
vegar betri vegna jarðagangagerðar
á Vestfjörðum.
Þá bendir Byggðastofnun á, að á
Heilu og Hvolsvelli hafi orðið mikill
vöxtur atvinnu og telur að umsóknir
þaðan vegna félagslegra íbúða séu
of fáar sé tekið tillit til þess að hús-
næðisskortur standi í vegi fyrir að
fleiri af starfsmönnum Sláturfélags
Suðurlands geti flutt þangað en fé-
lagið flutti starfsemi sína á Hvol-
svöll á nýliðnu ári.