Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 „ Við skulum takast á við vandann með köldu höfði en hlýju hjarta“ Áramótaávarp Davíðs Oddssonar forsætisráðherra Góðir íslendingar — gleðilega hátíð. Á þessu kvöldi gerum við hvort tveggja í senn, lítum yfir genginn vel og hugum að morgundeginum, framtíðinni. Þetta er rétta stundin til hugleiðinga af því tagi. Árið, sem senn er liðið, hefur ekki verið nein- um tveimur mönnum eins. Það sem einum hefur verið mikilvægt skiptir annan litlu eða engu máli. Sumir hafa misst náinn ættingja eða kær- an vin á þessu ári og sakna nú sárt. Þetta ár hefur fært öðrum nýjan ástvin eða aðra gleði stóra eða smáa, sem honum þykir rík ástæða að þakka. Þannig eigum við, hvert og eitt okkar, miklar persónulegar minningar bundnar þessu ári, sem senn kveður. Fæst- um þeim minningum deilum við með öðrum en okkar nánustu. Aðr- ir atburðir ársins snerta á hinn bóginn sérhvern Islending og sumir þeirra reyndar heimsbyggðina alla. Við lifum nú síðasta áratug tuttug- ustu aldarinnar, aldar sem er engri annarri lík, ein mesta umbrotaöld hinnar þekktu mannkynssögu. Þessi síðasti áratugur aldarinnar ætlar ekki að verða neinn eftirbátur hinna. Hann er þegar orðinn stór- brotinn þótt skammt sé á hann lið- ið. Heimurinn sem næstur okkur er skiptist til skamms tíma í tvo hluta með járntjöldum og steinmúr- um, gaddavír og girðingum. Sitt hvoru megin þessara ógnartjalda ijölgaði vopnum jafnt og þétt og eyðileggingarafl þeirra jókst og virtist engin takmörk sett. Úr þess- um ógöngum voru ekki margar leið- ir færar. Ein var leið óttans. Hún var byggð á því, að svo mundu hin- ar andstæðu fylkingar óttast sam- eiginlegan eyðileggingarmátt sinn, að á hann yrði aldrei látið reyn^. Helgreipar óttans yrðu að duga og ógn hans mundi aukast dag frá degi. Önnur var leið stríðsins og þá um leið tortímingarinnar. Fáir, ef nokkur, sáu fyrir þriðju leiðina, þá leið sem varð ofan á í því mikla umróti, sem orðið hefur. Hin mikla spilaborg, sem reist hafði verið með kortunum úr kenningakerfi kom- múnismans og sósíalismans hrundi nánast í einu vetfangi fyrir augum okkar, án manndrápa og blóðsút- hellinga. Allt í einu búum við í gjör- breyttum heimi. Heimi sem enginn spekingur, fræðaþulur, vísindamað- ur eða völva gat séð fyrir. Við ís- lendingar tökum þessum miklu breytingum fagnandi, en hvorki við né aðrir sjáum þó enn fyrir endann á þeim. Heimsveldið mikla sem hrundi hefur enn ekki gert upp sín mál. Hungurvofan og hamslaust hatrið sem áratuga harðstjóm byggði upp geta leyst úr læðingi öfl, sem ekki verða beisluð, og leitt til skelfilegra atburða. Þessar vik- urnar sjáum við sýnishorn af slíku í því landi sem áður hét Júgóslavía, þar sem borgarar hennar beijast af mikilli grimmd, heift og hörku. Við íslendingar höfum tekið af- stöðu í þeim deilum rétt eins og við gerðum þegar Eystrasaltslöndin þrjú reyndu að endurheimta glatað sjálfstæði. í báðum tilvikum höfum við farið að með varúð, um leið og við hlustuðum grannt á ákall þess- ara þjóða um viðurkenningu á sjálf- stæðiskröfum sínum. Við vildum tryggja að ekkert skref væri stigið sem gæti skaðað þær þjóðir, sem við ætluðum að leggja lið. Við gát- um auðvitað setið lengur hjá. Það , hafa aðrar þjóðir gert. En okkur íslendingum finnst, að það frelsi og sjálfstæði sem við, sem fámenn þjóð, höfum notið, leggi okkur ríkar skyldur á herðar. Okkar atbeini verður aldrei annar en táknrænn stuðningur, en við finnum glöggt að sá stuðningur er mikils metinn. Síðasti Sovétleiðtoginn, Mikhail S. Gorbatsjov, vék úr sínu starfi fyrir fáeinum dögum'. í raun átti hann engan annan kost. Það stór- veldi sem hann stýrði var ekki leng- ur til. Hann .var sem skipstjóri án skips, bóndi án jarðar, forseti án ríkis. Gorbatsjov er maður mikilla örlaga og um leið mikill örlagavald- ur. En það hefðu orðið breytingar í Sovétríkjunum án hans. Grund- völlur Sovétríkjanna var brostinn. Það var engin fjöður, enginn drif- kraftur lengur í því mikla gang- verki, sem mennirnir bjuggu til. En hætt er við að breytingarnar hefðu orðið enn sársaukafyllri en raun varð á án Gorbatsjovs. Gorbatsjov er hugrakkur og óttalaus maður. Hræddir menn, hversu reyndir og hæfir sem þeir eru, gera mistök. Hræddir menn fremja heimskupör. Það var mikil gæfa að slíkur maður skildi verða skiptaráðandi í hinu mikla sovéska þrotabúi við gjald- þrot kommúnismans. Þess vegna er okkur rétt að leggja nú við hlust- ir, þegar einmitt hann, Gorbatsjov, segist. óttast, já, óttast, það sem kunni að gerast í hinum gömlu Sovétríkjum á næstu misserum. Við Islendingar höfum aldrei, búið við þá hlekki harðstjórnar og kúgunar, sem lönd Austur-Evrópu eru að Jirjsta af sér um þessar mundir. í okkar sögu hefur auðvitað á ýmsu gengið. Farsóttir og annað fár hafa dunið yfir og fátæktin lengstum verið okkar fylgja allt fram til miðbiks þessarar aldar. Auðvitað vorum við Islendingar á eftir í velferðar- og menningar- TAEKWOIM - DO sjálfsvarnarídrdtt m Kwon-do deild 1. Eykur sjálfstraust 2. Eykur sjálfsaga 3. Sjálfsvörn 4. Líkamlegursveigjanleiki 5. Fyrir bæði kynin 6. Sálfræðilegt jafnvægi Ný námskeið að hefjast í íþróttahúsi ÍR, Túngötu v/Landakot. Börn 6-12 ára: 8. jan. kl. 18.50. Byrjendur: 6. jan. kl. 19.40. Þjálfari Michael Jorgensen 4. dan. Upplýsingar í símum 38671 Michael og 622423 Kolbeinn/Einar. Skráning á staðnum. kapphlaupinu fram eftir öld, sem kannski var von. Við höfðum þá afsökun, sem á var bent, að við þurftum að ganga uppi aðrar þjóðir á tveim til þrem mannsöldrum. En síðustu þijátíu árin hefur lífskjara- samanburður okkar við aðrar þjóðir oftast verið okkur í hag. Heldur hefur þó sigið á ógæfuhlið undanf- arin 5 ár. Við höfðum látið undir höfuð leggjast að nýta góðærin til að búa svo í haginn að við gætum, sæmilega undirbúin, mætt stundar- samdrætti. Ég veit, að margir segja að um slíka hluti eigi ekki að tala. Menn eigi að forðast að draga þrótt og þrek úr þjóðinni með því að láta hana standa framrni fyrir óþægileg- um staðreyndum. Ég er ósammála þessu. Allir þeir, sem eitthvað er í spunnið, vilja fremur heyra sann- leikann sagðan þótt hann láti illa í eyrum, en vera án hans. Þá fá menn ráðrúm til að bregðast við og það hafa íslendingar einmitt verið að gera á síðustu misserum. Jafnt ríki sem einkafyrirtæki hafa að undanförnu litið í eigin barm og spurt hvar megi spara, hvar megi hagræða svo hægt sé að ná ár- angri og afrakstri, þrátt fyrir erfið- ari ytri aðstæður. Sjávarútvegsfyr- irtækin út um landið hafa leitað kosta til að takast á við erfiðleik- ana. Fyrirtæki hafa sameinast víða og komið innri málum í betra horf og það er ljóst að margir munu ná miklum árangri í næstu _ framtíð með þessum aðgerðum. íslenskir bændur hafa leitað leiða til að laga sig að markaðsaðstæðum og jafn- framt hafa þeir beint kröftum sín- um að greinum, sem áður þóttu utan hefðbundinna verkefna þeirra, svo sem að íslenskri ferðaþjónustu, sem þeir hafa tekið þátt í af miklum myndarbrag upp á síðkastið. Sveit- arfélög vítt um landið hafa kannað möguleika á sameiningu eða sam- vinnu til þess að verða færari um að veita íbúum byggðarlaganna öfluga þjónustu með minni tilkostn- aði en hingað til. Ríkið sjálft, sem er því miður seint í svifum og mun þyngra í vöfum en fyrirtæki ein- staklinganna, fetar einnig sömu braut um þessar mundir. Það mun á næstunni leitast við að auka svig- rúm atvinnulífsins en minnka eigið olnbogarými og Qármagnsþörf. Ef þetta gengur eftir munu vextir í landinu smám saman lækka og at- vinnulífið þá eiga þess kost að fá fjármagn til uppbyggingar á viðun- andi kjörum. Allar þessar aðgerðir munu gera tvennt í senn. Annars vegar milda það högg, sem erfiðar ytri aðstæður veita okkur, og hins vegar gera okkur kleift að njóta strax ávaxt- anna af batnandi efnahagslegu ár- ferði, þegar það kemur. Það er því mjög áríðandi að við höldum okkar striki. Leggjum ekki eyrun við orð- um úrtölumanna, sem segja sem svo: Látum eins og ekkert sé, sláum bara fleiri og stærri erlend lán og treystum því að betur standi á þeg- ar kemur að skuldadögum. Slík lausn, ef lausn skyldi kalla, kann að láta vel í eyrum einhverra í dag, en hún mun mæta okkur í miklu verri mynd á morgun. Við skulum Davíð Oddsson takast á við vandann með köldu höfði en hlýju hjarta. Með því að beita kaldri skynsemi skulum við forðast að ýta vandamálunum á undan okkur, en jafnframt skulum við kappkosta að hlifa þeim við verstu áföllunum sem lakast standa. Kjarasamningar hafa verið lausir um hríð, og að nýjum samningum hlýtur að draga snemma á næsta ári. Þeir, sem fara með forystu beggja vegna samningaborðsins, hafa lagt góðan grunn að því að verðbólga er á niðurleið í landinu. Þeir eru nú í lykilstöðu til þess að varðveita þann árangur. Þessum forystumönnum er auðvitað ljóst, sem og öllum öðrum, að verðbólgu- ástand er ekki bara efnahagslega óhollt. Verðbólgan er sannkallaður siðspillir, hún skekkir verðskyn manna, hún eyðileggur öryggi kja- rasamninga og hún ýtir undir spá- kaupmennsku og brask. Verðbólg- an er engra vinur, ekki einu sinni spákaupmanna og braskara, þegar til lengri tíma er horft. Það er ekki gorgeir eða hetjulegt tal á hátíðar- stundu, þegar fullyrt er að íslend- ingar hafi sýnt að þeir séu seigir og harðir af sér, þegar á móti blæs. Fyrir því er margföld reynsla. Land- ið sjálft svo harðbýlt sem það var, og varnarlaust er náttúruöflin sýndu klærnar er óljúgfróðasta vitnið í þeim efnum. Við finnum og skynjum, íslendingar, að við erum samskipa í Iífsins ólgu sjó. Við erum öll á sama báti, nú er straumurinn á móti og við þurfum að koma okk- ur í gegnum brimgarðinn. Við þær aðstæður verða allir að.leggjast á árarnar og róa í takt. Það er oft bent á, að við íslendingar séum þrætubókarmenn góðir og þras- gjarnir á köflum. Gamansamur maður fullyrti að við hefðum kjaft- að okkur undan dönsku krúnunni og áratuguni síðar beitt sömu að- ferð til að koma handritunum heim. Eiginleiki þessi hefur því reynst okkur vel í samskiptum við aðrar þjóðir. Það er áríðandi að við beitum honum ekki með sama hætti hvert gegn öðru. Nú þurfum við á sam- stilltu átaki að halda, og nauðsyn- legt er að vísa sundrungarfjandan- um út í horn. Þjigar svo stendur á eins og nú, er brýnt að heildarhagsmunir þjóð- arinnar sitji í öndvegi við ákvarð- anatöku en ekki þröngir sérhags- munir. í sérstaklega athyglisverðri bók, Iðnbylting hugarfarsins, eftir Ólaf Ásgeirsson, sagnfræðing, er rakin stjórnmálasaga landsins frá aldamótum til ársins 1940, með alveg nýjum hætti. Venjulegri flokkatogstreitu er vikið til hliðar og eins persónubaráttu einstakra stjórnmálaforingja. Þess í stað skyggnist höfundurinn eftir því hvaða viðhorf mótuðu afstöðu ein- stakra stjórnmálamanna til þeirra miklu breytinga sem starfsemi þjóð- félagsins tók. Greining hans gengur þvert á rótgrónar kenningar um hægri og vinstri og þvert á hefð- bundna flokkapólitík. Afþeim niður- stöðum má einnig ráða að gagnrýn- islausir hagsmunagæslumenn, sem í góðri meiningu gengu mest fram hafi gert þjóðinni mikið ógagn og reyndar einnig þeim sem þeir ætl- uðu að þjóna. Óneitanlega kemur lesandanum í hug að sumir burt- reiðarsveinar hagsmunagæslunnar hefðu gott af því að glugga í þá bók. Sérfræðingar okkar í efnahags- málum segja að þjóðin hafi orðið fyrir áfalli. Hagvöxtur hafi minnkað og þjóðartekjur dregist saman. Hvað þýðir þetta á mæltu máli? Er einhver að segja okkur að við verðum að afsala okkur flestu því sem áunnist hefur og byrja upp á nýtt, á byijunarreit? Á þeim reit, sem afar okkar og ömmur stóðu í upphafi aldarinnar með tvær hend- ur tómar en hjartað fullt af trú á framtíðina. Nei,-ekkert slíkt er að gerast. Við þurfum eingöngu að slá af ferðinni um stund, hægja ögn á uns áfram verður haldið. Það er allt og sumt. Við sjáum framundan margvísleg jákvæð tákn ef við kunnum að taka á. Við höfum fjöl- mörg tilefni til tilhlökkunar úm þessi áramót. Við erum sannfærð um að ísland er enn land tækifær- anna. Þessi þjóð er rúmlega ellefu alda gömul í sögulegum skilningi. Hugsun hennar og tilfinningalíf eiga sér þó enn dýpri rætur. Hingað sóttu menn, sem vildu fá að búa að sínu, óþjakaðir af ofstýringu og miðstýringu. Þessi vilji er greiptur flestum íslendingum í merg og bein. Þeim er illa við óþarfa afskipta- semi, hafa illan bifur á þeim, sem vilja segja þeim fyrir verkum í stóru og smáu. En þeir hafa líka önnur einkenni, svo áberandi og sem svo hafa gengið í gegnum íslenska sögu, að þau verði að teljast þjóðar- einkenni. Það er hin ríka samkennd með náunganum og hjálpsemi við þá, sem hallar á. Þjóð sem hefur þessi einkenni og býr jafnframt yfir nægjanlegu sjálfstrausti og sjálfsvirðingu, er rík að menntun og menningu, horfir bjartsýn til nýs árs og til nýrrar aldar. Hún gengur óhrædd á móti því sem óþekkt er og framtíðin býr henni. Hún gengur óhrædd til samkeppni og samstarfs við aðrar þjóðír. Hún þekkir sögu sína og dregur þaðan lærdóm og styrk. Hún stendur jafnfætis þeim þjóðum, sem fremstar standa í samtíð sinni. Hún hefur kjark og kraft til að færa sér í nyt þau tæki- færi sem framtíðin ber í skauti sér. Dagur ér risinn, öld af öld er borin aldarsól ný er send að skapa vorin. Árdegið kallar, áfram liggja sporin. Enn er ei vorri framtíð stakkur skorinn. Hitt er og víst, að áfram, áfram miðar. Upp, fram til ljóssins tímans lúður kliðar. Öldin oss vekur ei til værðar - friðar. Ung er hún sjálf, og heimtar starf án biðar. Starfið er margt, en eitt er bræðrabandið, boðorðið hvar sem þér í fylking standið, hvernig sem striðið þá og þá er blandið, það er: Að elska, byggja og treysta á landið. Við skulum, góðir íslendingar, hugsa til næsta árs með hugarfari Hannesar Hafsteins í byijun þessar- ar aldar sem senn lýkur. Hann var maður nýrrar aldar, hann var mað- ur kjarks og krafts. Hann bjó yfir þeim einkennum þessarar þjóðar, sem við erum stoltust af. Við höfum alla burði til þess að gera árið 1992 að góðu ári. Það ár getur gefið okkur viðspyrnu inn í framtíðina og veitt okkur svigrúm til að búa í haginn fyrir betri tíð. Ég óska ykkur öllum gleðilegs nýs árs. Slysadeild: Minna um brunasár en áður ÞÓTT erilsamt hafi verið að venju á slysadeild Borgarspítal- ans um þessi áramót var minna um brunasár en áður. Samkvæmt upplýsingum frá Brynjólfi Mog- ensen yfirlækni á slysadeiid voru færri tilfeili aðfaranótt nýárs- dags en áður þar sem fólk þurfti að leita aðstoðar vegna meiðsla af völdum flugelda eða blysa. Brynjólfur segir að mestur erill- inn hafi verið sökum þess að öivað ungt fólk var að leita sér aðstoðar vegna meiðsla sem það hafi hlotið vegna pústra eða slagsmála. í lang- flestum tilfellum var um minnihátt- ar meíðsli að ræða.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.