Morgunblaðið - 03.01.1992, Side 18

Morgunblaðið - 03.01.1992, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANLIAR 1992 ■ ■ ■ ^Os ■ »£*<*> Jóhannes Stefánsson kennarí - Mhming " bosfCri>s°f ^L' Vs *> 5» -o *”",<Í4CW4> / v0i„ SKRIFSTOFUTÆKNI Skrifstofutækni er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar og viðskiptagreinar í skemmtilegum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3-4 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. Vandað nám og námsgögn sem hafa verið að þróast síðastliðin 5 ár. Reyndir leið- beinendur. Einn nemandi um hverja tölvu. Greiðslukjör t.d. skuldabréfalán til allt að tveggja ára. Sjón er sögu ríkari. Komdu til okkar í Borgartún 28 og líttu á aðstöðuna og námsgögnin eða hringdu í síma 687590 og fáðu sendan bækling. Innritun fyrir vorönn er hafin Tölvuskóli Reykiavíkur Borgartúni 28, símí 91-687590 Fæddur 10. okt. 1950 Dáinn 21. des. 1991 í gær var hjartkær frændi minn Jóhannes lagður til hinstu hvílu við hliðina á henni Láru ömmu sinni sem hann unni svo mjög, enda hafði hann alist upp með hemni frá fæð- ingu, þangað til hún dó. Hún bjó lengst af með foreldrum hans. Jó- hannes frændi minn var einkabarn foreldra sinna, Katrínar Jóhannes- dóttur og Stefáns Hermannssonar. En svo er Guði fyrir að þakka, að hann átti fimm ára dreng, Stefán að nafni. Hann lýsir nú upp tilver- una hjá ömmu og afa í þeirra djúpu sorg. Jóhannes Stefánsson var fæddur 10. október 1950 í húsi við Laugar- nesveg sem Viðvík hét. Það hús byggði afi hans og nafni ásamt Láru ömmu 1927. Það voru ekki stórar stofur í þessu húsi, hæðin var alls 45 fm., svo það var náið samband ijölskyldunnar þegar drengurinn litli kom í heiminn. Það er því ekki óeðlilegt að mér og okk- ur öllum hafi þótt vænt um Jóhann- es, enda góður drengur. Ég reyndi það svo sannarlega sjálf þegar ég missti manninn minn fyrir rúmum tveimur árum. Alltaf var hann tilbú- inn að rétta mér hjálparhönd þegar ég þurfti þess með, enda átti hann ekki langt að sækja það. Guð gefi ykkur styrk. Við geym- um minninguna um góðan dreng. Við hugsum til hans hljótt í bæn okkar, hveija nótt. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (Sig. Kr. Pétursson) Gunna frænka Fimmtudaginn 2. janúar var til moldar borinn elsku frændi okkar, Jóhannes Stefánsson kennari. Jó- hannes var sonur hjónanna Stefáns Hermannssonar og Katrínar Jó- hannesdóttur. Hann átti við van- heilsu að stríða undanfarið. Jóhann- es er lagður til hinstu hvílu við hlið ömmu okkar Láru Sigurðardóttur og þykir okkur vænt um það. Nú þegar Jóhannes er dáinn DANSSKOLI JÓNS PÉTURS og KÖRU ffþ ^ ^ Q tom 1992 INNRITUN í SIMUM ALLA DAGA 36645 og 685045 3. og 4. jan. kl. 12 - 19 5. og 6. jan. kl. 16 - 23 FÍD - Fólag íslenskra danskennara DÍ - Dansráö íslands Nýir nemendur velkomnir: Börn - Unglingar Einstaklingar - Pör og hjón Starfsmannahópar Félagasamtök Byrjendur - Framhald - Hóptímar Einkatímar Kennum alla dansa: Samkvæmisdansa: standard og su&ur-amerískir Barnadansar og Gömlu dansana. Æfingasalur opinn sjö daga vikunnar Erlendir gestakennarar <4 Kennum einnig úti á landi -4 Seljum hina frábæru SUPARDANCE dansskó 4 KENNSLA HEFST Skírteini afhent í Bolholti 6: Eldri nemendur 3. og 4. jan kl. 12 - 19 Nýjir nemendur 5. og 6. jan kl. 16 - 23 5. janúar 1992 IT visa La SflHHHI BOLHOLTI 6 - REYKJAVfK ■ i. 9 1 -3664 5 og 666045 iAÐCRCIÐSLUR hrannast upp minningar frá æsku- árunum á Hrísateigi 43, en þar ól- umst við upp. Foreldrar okkar byggðu þetta hús ásamt Láru ömmu og er það okkur sannkallað- ur minningabanki, ekki síst núna á jólunum. A Hrísateigi bjuggu þijár systur með fjölskyldur sínar, amma Lára var til heimilis hjá Kötu og Stebba. Á Hrísateigi var oft líf og fjör, innangengt um allt hús og hægt að skjótast á milli hæða og er þetta okkur ómetanlegt í minn- ingunni, ekki síst núna þegar eitt okkar frændsystkinanna er fallið frá. Jóhannes var einkabarn foreldra sinna og syrgja þau hann nú sárt en Jóhannes lætur eftir sig lítinn sólargeisla sem er sonur hans, Stef- án 5 ára. Móðir hans er Sigrún Jóhannsdóttir. Amma og afi eiga eftir h'tinn glókoll sem þau hafa mikil samneyti við.° Samverustundum okkar frænd- systkinanna fór fækkandi eins og gengur með aldrinum, því við geng- um í sitthvora áttina út í lífið en óijúfanleg tengsl hafa alla tíð verið á milli fjölskyldna okkar. Elsku Kata frænka, Stebbi og Stebbi litli, Guð gefí ykkur styrk í ykkar miklu sorg. Þökkum Guði að eiga minningar um góðan dreng. Þótt kveðji vinur einn og einn og aðrir týnist mér, ég á þann vin, sem ekki bregzt og aldrei burtu fer. Þótt hverfi árin, líði líf, við líkam skilji önd, ég veit, að yfir dauðans djúp mig Drottins leiðir hönd. í gegnum líf, í gegnum hel er Guð mitt skjól og hlíf, þótt bregðist, glatist annað allt, hann er mitt sanna líf. (Sb. 1945 - Margr. Jónsd.) Frændsystkini Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á rit- stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni höfundar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.