Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
19
Asgerður Guðmunds-
dóttír - Minning
Fædd 11. maí 1914
Dáin 23. desember 1991
Nú er hún Ása amma farin frá
mér. Amma sem var svo óeigin-
gjörn, ósérhlífin, blíðlynd og hafði
svo góða kímnigáfu. Þær voru
ófáar stundirnar sem ég var hjá
henni og afa niðri á Víðvöllum,
þar sem þau bjuggu á meðan afi
lifði. Amma hafði alltaf tíma fyrir
mig, þó ég hafi nú örugglega oft
verið fyrir þegar hún var eitthvað
að gera, þá lét hún mig aldrei finna
það. Mér fannst ég alltaf jafn vel-
komin til hennar. Hún hafði alltaf
tíma til að gefa mér að drekka
og hlusta á mig, og nú í seinni tíð
sátum við oft saman í Víðilundin-
um, drukkum kaffi og ræddum
um daginn og veginn og hún sagði
mér frá hvernig það hafi verið í
gamla daga, það var gaman að
hlusta á ömmu segja frá, hún gat
hlegið þessi lifandi ósköp að ein-
hveiju sem hún var að segja mér
frá og þó ég þekkti ekki til eða
kannaðist ekki við fólkið þá hló
ég líka, því amma hafði svo smit-
andi hlátur að ekki var annað
hægt en að hlægja með henni.
En nú er hún amma farin frá
mér. Ég mun alltaf minnast henn-
ar sem glæsilegrar konu, hún var
alltaf svo vel til höfð og fín. Orðin
hennar hafa verið mér gott vega-
nesti á lífsleiðinni.
Með söknuði og trega kveð ég
ömmu og bið Guð að varðveita
hana. En í sorginni sé ég einn ljós-
an blett, og það er að þau afi
munu hittast aftur eftir 10 ára
aðskilnað, og ég veit að þau munu
gleðjast á endurfundunum.
Ömmu þakka ég fyrir allt og
allt.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem)
Guðrún Jóhannsdóttir
í stofunni hennar Ásu voru
mörg blóm. Falleg, blómstrandi
blóm, sem hugsað var um af alúð.
Hún lagði alúð við allt sem hún
gerði, við heimilið, við barnahópinn
sinn myndarlega, alla fjölskylduna.
Hún lagði alúð við alla hlutina
smáu sem eru þó svo stórir og
skipta máli, mynda heild. -
Ég kom fyrst til Ásu móðursyst-
ur minnar, Hallgríms og barnanna
þeirra, lítil stúlka með foreldrum
mínum. Unglingur átti ég þau að
á menntaskólaárum. Þau voru fjöl-
skylda mín þá. Vinkonur og skóla-
systur fengu þá oft að njóta sam-
vista við þau því heimili þeirra stóð
svo sannarlega undir nafni. Það
andaði hlýju sem laðaði og dró að.
Það var lifandi. Síðar voru eigin-
maður og börn með í för og alltaf
vorum við velkomin, móttökurnar
hlýjar og alltaf sama rausnin og
myndarskapurinn í viðurgjörningi.
Það var gestkvæmt á þessu
heimili. Þar komu ættingjar, vinir
og vandalausir í kaupstaðarferð í
ýmsum erindagerðum. Sumir
dvöldust lengi, aðrir stutt. Sumir
voru að njóta lífsins og gleðinnar,
aðrir veikir að leita lækninga. Sum-
ir ungir, aðrir gamlir. Þótt húsrými
væri ekki ýkja mikið var ætíð nóg
hjartarúm og nóg til af gestarúm-
fötum og öllu því sem gestur hafði
hugsanlega not fyrir. Meðal ann-
arra dvaldist móðir mín, systir
Ásu, þijá vetur á heimilinu og auk
þess vetrarlangt rúmliggjandi
vegna Akureyrarveikinnar svoköli-
uðu. Fyrir hana hafði Ása tíma og
alúð þótt hún ætti nýstofnað heim-
ili, mann og barn.
I stofunni innan um blómin vel
hirtu, húsgögn, bækur og myndir,
sem römmuðu inn heimili Ásu og
Hallgríms, var margt rætt og leyst
úr mörgum vandamálum. Stundum
gerðust umræðurnar stórpólitískar
— og Hallgrímur fór á kostum. Þau
voru þannig gerð bæði að geta
velt upp björtu hliðum hlutanna,
og alltaf var tilveran betri en áður
eftir slíkar samræður. Þau voru
skemmtileg hjón og skildu svo
margt.
Nú á jólunum klæddist eldri dótt-
ir mín pilsi sem Ása saumaði mér
fyrir næstum aldarfjórðungi. Þetta
pils hefur ekki fengið að liggja inni
í skáp og gleymast heldur er það
alltaf tekið fram öðru hveiju og
notað, enda í fullu gildi, vel sniðið
og saumað, vandað að allri gerð.
Þannig eru verkin hennar Ásu. Þau
gleymast ekki og endast vel.
Hún Ása var lágvaxin og fíngerð
kona, alltaf vel klædd og vel snyrt,
gjarnan í fötum sem hún hafði
saumað sjálf, enda menntuð á því
sviði. Brúna hárið hennar hafði
kastaníuiitan blæ og yfir henni var
glæsileiki. Hún hafí afskaplega
gaman af ferðalögum og hefur
áreiðanlega viljað fara og skoða
miklu meira en henni var kleift.
í nokkurn tíma var vitað að
hveiju stefndi. Hún bognaði oft en
reis upp aftur, sinnti blómunum og
tók þátt í lífi og starfi fjölskyldunn-
ar sinnar myndarlegu og stóru.
Hún kvartaði ekki. í sumar afsak-
aði hún útlit blómanna sinna fyrir
okkur, þótti hún ekki hafa hirt
nógu vel um þau, enda veik. En
lífinu tók hún þátt í og nokkrir
hlátrar hljómuðu um stofuna.
Á Þorláksmessu, þegar daginn
er örlítið tekið að lengja og undir-
búningur jólanna er í hámarki, lést
Ásgerður Guðmundsdóttir. Hún
hafði lokið sínum undirbúningi.
Þessi jól hefur hún væntanlega átt
með Hallgrími. Ég trúi að liann
hafí beðið hennar.
Ég er þakklát fyrir að hafa átt
þau að, Ásu og Hallgrím. Þau voru
gott fólk, sem bættu í heiminn
blómum, bæði þeim sem sjást og
svo hinum sem í bijóstum gróa.
Ég sakna þeirra.
Jósefina Ólafsdóttir
Kammertónleikar í Hafnarborg
Kammertónleikar verða
haldnir í Hafnarborg sunnudag-
inn 5. janúar klukkan 20.30.
Þar munu leika þau Áshildur
Haraldsdóttir flaugurleikari, Auður
Hafsteinsdóttir fiðluleikari, Guð-
mundur Kritmundsson lágfiðlúleik-
ari, Bryndís Halla Gylfadóttir selló-
leikari og Snorri Sigfús Birgisson
píanóleikari.
Á efnisskrá verður píanótríó opus
1 númer 1 eftir L. van Beethover,
tveir kvartettar í D og A-dúr fyrir
flautu og strengi eftir W. A. Moz-
art og tríó í G-dúr fyrir flautu, selló
og píanó eftir J. Haydn.
EIMSKIP
VIÐ GREIÐUM RÉR LEIÐ
BRÚIN er nafn á nýjung í
flutningaþjónustu. Hun tryggir
viðskiptamönnum EIMSKIPS
tölvuaðgang að öllum þeim
upplýsingum sem snerta flutn-
inga þeirra með félaginu. í einu
vetfangi fær viðskiptamaður
svar við hvaða sendingar eru á
leiðinni, hvaða sendingar eru
ósóttar, hvar sendingin er
stödd og hver reikningsupp-
hæðin er. Einnig má fá upp-
lýsingar um ferðir allra skipa
EIMSKIPS og áætlun þeirra,
gengistöflu og gjaldskrár. Á
þennan hátt og margan annan
st)dtir BRÚIN viðskiptamönn-
um EIMSKIPS leið og sparar
þeim tíma og fyrirhöfn.
Nánari upplýsingar eru gefnar
hjá EIMSKIP í símum 697111 og
697243.
BRUIN
- TIL FRAMTÍÐAR