Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 24
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
24
58 Islendingar
létust af slysför-
um á síðasta ári
FIMMTÍU og átta íslendingar létust af slysförum á síðasta ári,
einum fleiri en árið 1990, samkvæmt yfirliti um banaslys sem Slysa-
varnafélag íslands hefur tekið saman. Þar af létust fimm erlend-
is. Flestir létust í umferðarslysum, eða 30, á móti 28 árið áður.
13 fórust í sjóslysum eða drukknuðu, jafn margir og árið 1990. í
öðrum slysum létust 15 Islendingar. Enginn lést í flugslysi á árinu.
Banaslys urðu í öllum mánuðum
ársins. Flest urðu þau í nóvember-
mánuði, er ellefu létust, en fæst
í janúar og september en tveir lét-
ust af slysförum í þeim mánuðum.
Flest banaslys í umferðinni urðu
við árekstur bifeiða eða bifhjóla,
11 talsins. Sex létust er ekið var
á vegfarendur, ijórir létust í um-
ferðarslysum erlendis, þrír við bif-
reiðaveltu, tveir létust við útaf-
akstur og tveir við vélhjólaveltu
eða árekstur. Þá lést einn í dráttar-
vélaslysi á vegi og annar eftir
áverka í umferðarslysi árið 1976.
Flest sjóslys/drukknanir urðu þeg-
ar skip fórust en við það létust
átta íslendingar, þrír drukknuðu
í ám, vötnum, lóni eða potti, einn
drukknaði er hann féll útbyrðis
og einn í höfnum, við land eða við
köfun.
Enginn lést í flugslysi á síðasta
ári en fjórir árið áður. Fimmtán
létust í ýmsum slysum sem flokkuð
eru saman. Þar af létust fjórir í
vinnuslysum, þrír af byltu, hrapi
eða falli, þrír urðu úti eða týnd-
ust, þrír létust af bruna, reyk, eitr-
un eða raflosti, einn í snjóflóði og
einn lést er hann klemmdist í spili.
Tveir útlendingar létust af slys-
förum hér á landi á síðasta ári.
Kólumbísk kona lést í umferðar-
slysi og ungur Þjóðveiji hrapaði
til bana.
Brautskráning frá VMA
Brautskráning var frá Verkmenntaskólanum á Akureyri föstu-
daginn 20. desember síðastliðinn. Brautskráðir voru frá skól-
anum sjúkraliðar, fólk með almennt verslunarpróf úr dagskóla
og öldungadeild, iðnaðarmenn, 6 vélstjórar á 3. stigi og einn
stúdent.
Morgunblaðið/Þorkell
Við úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, Jónas
Krisljánsson, formaður stjóðsstjórnar og rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir og Björn Th.
Björnsson.
Steinunm og Birni veittur
höfundastyrkur útvarps
VIÐ árlega úthlutun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins á gaml-
ársdag hlutu að þessu sinni tveir rithöfundar styrki, hvor um sig
350 þúsund krónur, eða sömu upphæð og hægt var að veita einum
á sl. ári. Formaður sjóðsstjórnar, Jónas Kristjánsson, tilkynnti
að venju við hátíðlega athöfn að viðstöddum Vigdísi Finnbogadótt-
ur forseta, Ólafi G. Einarssyni menntamálaráðherra og fleiri
gestum að einróma hefði verið samþykkt að styrkina skyldu
hljóta Björn Th. Björnsson og Steinunn Sigurðardóttir.
í þakkarávarpi sagði Steinunn
m.a.: „Það eru góðir dagar hjá
okkur skrifborðseinyrkjum þegar
við sjáum merki um.að einhveijir
líti svo á að iðja okkar sé ekki
alveg óþörf — og við tvö sem
höfum fengið slíka merkjasend-
ingu frá Rithöfundasjóði Ríkisút-
varpsins á þessum gamlárdegi
þökkum fyrir." Þau Bjöm og
Steinunn em bæði útvarpshlust-
endum kunn fyrir utan önnur störf
þeirra á ritvelíinum. í stuttu sam-
tali við Steinunni kom fram að
hún ætlar að fara að lesa í útvarp-
ið framhaldssöguna Dem-
antstorgið eftir kanadísku skáld-
konuna Merce Rodereda í þýðingu
Guðbergs Bergssonar. Þessi saga
hefur hefur verið þýdd á 15
tungumál og var nýlega lesin í
sænska ríkisútvarpinu. En ókomin
er út nýleg þýðing Steinunnar á
sögunni Svarti prinsinn eftir Irish
Murdoch. í ár kom út eftir Stein-
unni ljóðabók en á sl. ári skáldsag-.
an Síðasta orðið. Spurð að því
hvort þessi styrkur breyti ein-
hverju fyrir hana, svaraði hún að
af 350 þúsund krónum væri hægt
að lifa í 2-3 mánuði og það gæfi
færi á að búa til fimmtung til
fjórðung úr skáldsögu, sem hún
væri einmitt nú með í takinu.
Bjöm Th. Bjömsson á sem
kunnugt er á fjölunum hjá Leikfé-
lagi Reykjavíkur leikritið Ljón í
síðbuxum. Og nú er í Ríkissjón-
varpinu verið að ganga frá mik-
illi dagskrá hans um listmálarann
Mugg. Ber hún heitið „í fótspor
Muggs“. Sagði Bjöm í stuttu sam-
tali að víða hefði verið farið að
leita fanga á þeim stöðum þar sem
Muggur dvaldi, til Nissa í Frakk-
landi, Cannes sur Mer og Genúa,
þar sem Muggur var hjá Gunnari
Egilssyni og Guðrúnu systur sinni
þegar hann gerði Dimmalimm.
Einnig var farið í fótspor Muggs
til Kaupmannahafnar og New
York. „Við rekjum feril hans í
dagskrAmeð ívafi, samspili hans
við listakonumar Kristínu Jóns-
dóttur og Júlíönu Sveinsdóttur
o.fl. og sýnt er brot úr gömlu
kvikmyndinni Sögu Borgarættar-
innar, sem Muggur lék í.“ Ekki
sagði Bjöm að þessi styrkur
breytti miklu um vinnu manns á
hans aldri, hann væri m.a. með í
takinu skáldsögu sem hann hefði
lengi unnið að. Slíkur styrkur
væri fyrst og fremst uppörvun.
Rithöfundasjóðurinn eflist
í ávarpi sínu sagði Jónas Krist-
jánsson þau tíðindi að Rithöfunda-
sjóðurinn, sem myndaður er af
fymtum ritlaunum af efni sem
flutt hefur verið í Ríkisútvarpinu,
hefði aukist vemlega að raungildi
hin síðari ár. Þessi þróun væri
einkum rannin af tveimur rótum:
„Þjóð vor hefur stækkað og eflst
smátt og smátt, og þar með stöfn-
un sú sem fóstrar og elur rithöf-
undasjóðinn. Dagskráin lengist,
útvarpsrásum fjölgar — og þar
með hækka einnig rithöfundalaun
sem Ríkisútvarpinu ber að greiða
en „höfundar finnast eigi að“. Og
í annan stað má þakka það að
vegna viturlegra umbóta á efna-
hagslífi þjóðarinnar er nú unnt
með forsjálni að ávaxta sparifé,
svo að ýmsir ágætir sjóðir fitna
nú í stað þess að megrast."
Rýmkaðar reglur um útivist varnarliðsmanna;
Allir varnarliðsmenn með
ferðafrelsi í frítíma sínum
REGLUR um ferðir varnarliðsmanna út fyrir varnarsvæði voru rýmk-
aðar um áramót. Allir varnarliðsmenn hafa fengið ferðafrelsi í frí-
tíma sínum. Reglurnar eru til reynslu í sex mánuði. Ef einhver varn-
arliðsmaður brýtur af sér falla hinar rýmkuðu reglur úr gildi og
fyrri reglur um útivist taka gildi fyrir allt varnarliðið.
Róbert Trausti Árnason, skrif-
stofustjóri varnarmálaskrifstofu ut-
anríkisráðuneytisins, segir að und-
anfarin tvö ár hafi vamarmála-
nefnd, að ósk yfírmanna vamarliðs-
ins, rýmkað reglur um útivist
ýmissa hópa vamarliðsmanna. Á
síðasta ári hafi verið búið að veita
slíkar undanþágur fyrir aðra liðs-
menn en óbreytta og undirforingja
og hefðu breytingamir reýnst vel.
Þann 20. desember samþykkti vam-
armálanefnd beiðni yfirmanna
vamarliðsins um rýmkun á útivist-
arreglum fyrir lægst settu liðsmenn
vamarliðsins. Reglumar gilda til
reynslu í sex mánuði og verða þá
endurskoðaðar, að sögn Róberts
Trausta.
Samkvæmt áður gildandi reglum
þurftu menn að sækja um sérstaka
heimild til að fara út af varnarsvæð-
um í einkaerindum í sínum frítíma.
Þess er ekki krafist í þeim reglum
sem tóku gildi um áramót. Þá
þurftu menn að vera komnir til
baka fyrir miðnætti en það ákvæði
hefur einnig verið afnumið.
Róbert sagði að rýmkun útivist-
arreglnanna væri háð því skilyrði
að varnarliðsmenn brytu ekki af
sér. Ef einn maður gerðist brotlegur
við íslensk lög eða reglur varnarliðs-
ins gengju fyrri útivistarreglur í
gildi gagnvart öllum varnarliðs-
mönnum.
Róbert Trausti taldi að þær
félagslegu breytingar sem orðið
hefðu í vamarliðinu væra helsta
ástæðan fyrir því að vamarmála-
nefnd hefði orðið við beiðni vam-
arliðsins um rýmkaðan útivistar-
tíma. Áður hefði vamarliðið ver-
ið að stórum hluta skipað ein-
hleypingum eða fjölskyldumönn-
um sem komið hefðu hingað til
stuttrar dvalar. Á undanförnum
tíu árum hefðu orðið miklar
breytingar á skipan liðsins. Nú
væri kjami þess atvinnuhermenn
og fjölskyldumenn sem byggju í
íbúðum á Keflavíkurflugvelli.
Þeir og fjölskyldur þeirra sýndu
aukinn áhuga á að kynnast landi
og þjóð betur en mögulegt hefði
verið. Þá vonaðist Róbert Trausti
til að viðhorf íslendinga til vam-
arliðs hefðu einnig breyst.
Þær útivistarreglur fyrir vam-
arliðsmenn sem hingað til hafa
gilt eru frá árinu 1954 þegar
gert var samkomulag um fram-
kvæmd vamarsamnings íslands
og Bandaríkjanna. Var þetta
samkomulag gert að kröfu ríkis-
stjómar íslands. Annað megin-
atriði samkomulagsins var að
bandarískir verktakar og verka-
menn hættu starfi hér en íslensk-
ir aðalverktakar stofnaðir til að
annast verktakastarfsemi fyrir
vamarliðið. Hitt meginatriði
þess snerti persónulega sambúð
við vamarliðsmenn. í bók Bene-
dikts Gröndals, Öryggi íslands,
sem út kom nú fyrir jólin er
þeirri breytingu lýst þannig:
„Ákveðið var að girða dvalar-
svæði þeirra og takmarka ferðir
út fyrir það. Þetta þýddi, að liðið
var lokað innan girðingar og
varnarliðsmenn máttu ekki fara
út fyrir hana nema samkvæmt
stranglega skömmtuðum leyfum.
Þessi skipan er óbreytt enn 35
áram síðar. Hefur þetta alla tíð
verið vamarliðsfólki viðkvæmt
og alvarlega spillt góðum hug
þess í garð íslendinga að vera
hér fangar innan girðingar.
Þetta eru strangari reglur en
þekkst hafa annars staðar og
hefur án efa verið það atriði
samninganna, sem erfiðast var
fyrir Bandaríkjamenn að
kyngja."
í bók sinni segir Benedikt frá
tilraun sem hann gerði árið 1979,
þegar hann var utanríkisráðherra,
til að veita vamarliðsfólki svipað
frelsi og erlendir ferðamenn njóta
á íslandi. „Út af þessu varð pólitísk
háreysti og leyndi sér ekki, að Al-
þingi var ekki reiðubúið að sam-
þykkja ákvörðun ráðherrans.
Imynduð pólitík hefur alltaf verið
mikilvægari en sanngirni, heilbrigð
skynsemi og mannréttindi. Málið
féll því aftur í sama farveg,“
segir Benedikt í bókinni.