Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
27
Mið-Ameríka:
Samkomulag undimtað
um frið í E1 Salvador
San Salvador. Reuter.
STJÓRNVOLD í E1 Salvador og vinstrisinnaðir skæruliðar skrifuðu
undir samkomulag um frið í landinu á gamlársdag og er vonast
til, að með því verði bundinn endi á stríðið í landinu, sem staðið
hefur í 12 ár og kostað 75.000 manns lífið. George Bush, forseti
Bandaríkjanna, og margir aðrir frammámenn hafa fagnað þessum
tíðindum.
Samkomulagið, sem undirritað
var á gamlársdag, er ekki endan-
legt en samkvæmt því eiga stjórn-
völd og skæruliðar að ganga frá
því að fullu fyrir 10. janúar. Ef
það tekst ekki munu hvorirtveggju
hlíta úrskurði nýs framkvæmda-
stjóra Sameinuðu þjóðanna, Bout-
ros Ghalis, um ágreiningsatriðin.
Fyrsta stigið í friðaráætluninni er
vopnahlé, sem tekur gildi 1. febrú-
ar nk.
Skæruliðar FMLN-hreyfingar-
innar fögnuðu samkomulaginu í
stöðvum sínum með því að skjóta
upp í loftið og vinstrisinnaðir
stjómmálamenn og verkalýðsleið-
togar kölluðu það upphaf „lýðræð-
islegrar byltingar" í E1 Salvador.
í borgunum var þó fréttinni tekið
með nokkru áhugaleysi enda veit
almenningur varla hveiju hann á
að trúa eftir mannvíg og morð og
aðra óáran í landinu í meira en
áratug. Er einna helst óttast, að
öfgasinnaðir hægrimenn reyni að
beijast gegn samkomulaginu.
Ekki voru liðnar nema nokkrar
klukkustundir frá undirritun sam-
komulagsins þegar til átaka kom
milli stjórnarhersins og skæruliða
og kenndu hvorir öðrum um upp-
tökin. Ekki er þó talið, að þetta
muni spilla fyrir samkomulaginu.
Perez de Cuellar, sem lét af
stöðu framkvæmdastjóra SÞ á
gamlársdag, var að vonum ánægð-
ur með þetta síðasta verk sitt í
embætti enda má segja, að með
samkomulaginu hafi verið brotið í
blað í sögu Mið-Ameríkuríkjanna.
Einræði hershöfðingja í Guate-
mala, Honduras, E1 Salvador og
Panama er horfið en við hefur tek-
ið lýðræði og „þjóðarsátt“. Hefur
margt stuðlað að þessu, meðal
annars aukinn þrýstingur Banda-
ríkjamanna á bandamenn sína
meðal stjórnvalda í ríkjunum, og
einnig endalok kalda stríðsins og
aukið samstarf austurs og vesturs.
Alfredo Cristiani, forseti E1
Salvadors, telur, að um tvo millj-
arða dollara þurfí til að bæta að
nokkru fyrir skaðann, sem stríðið
hefur valdið í efnahagslífinu, en
ríkisstjórnin á ekkert fé aflögu.
Vonast er til, að fá megi þetta fé
í styrkjum og lánum erlendis en í
E1 Salvador hafa menn af því
áhyggjur, að atburðirnir í Sovét-
ríkjunum fyrrverandi verði til að
landið gleymist.
Sameinuðu þjóðirnar:
Ghali tekur við emb-
ætti af de Cuellar
Samemuðu þjoðunum. Reuter.
JAVIER Perez de Cuellar, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóð-
anna, sem er frá Perú, lét af embætti um áramótin og við tók
Boutros Boutros Ghali, fyrrum aðstoðarforsætisráðherra Egypta-
lands, 69 ára að aldri. Hann verður sjötti framkvæmdastjóri samtak-
anna.
Síðasta embættisverk de Cuell-
ars var að taka þátt í að ganga
frá friðarsamningum milli ríkis-
stjórnar E1 Salvadors og þarlendra
skæruliðasamtaka. Þrátt fyrir að
hann sé á 72. aldursári hefur hann
boðist til að leggja stofnuninni
áframhaldandi lið, meðal annars
með því að ljúka samningum vegna
fanga sem enn eru í gíslingu í Lí-
banon.
Ekki var búist við miklu af de
Cuellar, þegar hann tók við emb-
ætti. Kosning hans var málamiðl-
un, þegar ekki reyndist unnt að
ná samkomulagi um aðra fram-
bjóðendur, og starf Sameinuðu
þjóðanna var þá í mikilli lægð.
Með þolinmæði og seiglu hefur
honum hins vegar tekist að auka
veg samtakanna á þeim áratug
sem hann hefur gegnt fram-
kvæmdastjóraembættinu.
De Cuellar segist hafa náð best-
um árangri með þátttöku sinni í
samningagerð vegna sjálfstæðis-
töku Namibíu og við friðargerð
milli írans og íraks eftir styijöldina
milli landanna 1980-88. Hann
þakkar árangur sinn í starfi slökun
í samskiptum risaveldanna.
Það kemur nú í hlut Egyptans
Boutros Boutros Ghali að halda
þeim skriði sem Sameinuðu þjóð-
irnar hafa náð undir forystu de
Cuellars. Hans bíður meðal annars
að halda áfram því starfi sem unn-
ið hefur verið í Kambódíu og
Afganistan, hann stendur frammi
fyrir sundrungu í Júgóslavíu og
upplausn Sovétríkjanna.
Ghali segir að helsta viðfangs-
Boutros Boutros Ghali.
efni sitt í byijun verði að hefjast
handa við að endurskipuleggja
starfsemi Sameinuðu þjóðanna og
dótturstofnana þeirra og draga úr
skriffinnsku.
Hann segir að skipun Afríku-
manns í framkvæmdastjórastól hjá
Sameinuðu þjóðunum geti blásið
nýju lífi í viðleitnina til að leysa
vandamál landa Þriðja heimsins.
Uppreisnarmenn við öllu búnir fyrir utan höfuðstöðvar sínar skammt
frá þinghúsinu í Tbilisi í gær.
Georgía:
Stj órnarandstæð-
ingar segjast taka
völdin í sínar hendur
Tbilisi. Reuter.
UPPREISNARMENN í Georgíu sögðust í gær hafa myndað bráða-
birgðastjórn undir forystu Tengiz Sigua og hefði hún gefið Zviad
Gamsakhurdia forseta sólarhrings frest til þess að biðjast lausnar
fyrir sig eða sæta ellegar valdi. Forsetinn og stuðiiingsmenn hans
hafa verið í herkví í þinghúsinu í Tbilisi í 11 daga og sagði Temal
Koledziani, einn helsti ráðgjafi Gamsakhurdia, í gær að ekki kæmi
til greina að semja við uppreisnarmenn en í fyrradag höfnuðu þeir
tilboði um friðarviðræður.
„Við tölum ekki við stigamenn,"
sagði Koledziani og hét því að
stuðningsmenn forsetans myndu
vinna fullnaðarsigur á sveitum upp-
reisnarmanna innan tveggja sólar-
hringa. Bendir allt því til þess að
framundan sé blóðugt uppgjör
stuðningsmanna Gamsakhurdia og
uppreisnarmanna. Ríkisstjórn upp-
reisnarmanna lýsti yfir valdatöku
sinni frá klukkan 19 að ísl. tíma í
gærkvöldi.
Að sögn óháðu fréttastofunnar
Yprinda boðaði stjórn uppreisnar-
manna útgöngubann í Tbilisi í nótt.
Uppreisnarmenn saka Gamsakhur-
dia um einræðislega stjórnarhætti
og margir af helstu stuðningsmönn-
um forsetans hafa yfirgefíð hann á
undanförnum mánuðum og tekið
undir kröfur stjórnarandstæðinga
um að hann segði af sér..
Um áramótin sögðust uppreisn-
armenn hafa náð yfirhöndinni í
bardögum um þinghúsið þar sem
Gamsakhurdia hefur verið í herkví
og fullyrtu að það væri tímaspurs-
mál hvenær þinghúsið félli. Menn
sem málum eru kunnugir töldu þó
í gær litlar líkur á að önnur hvor
fylkingin ynni skjótan sigur. Báðar
réðu yfir nægum vopnum til að
halda úti stríði enn um sinn.
Af opinberri hálfu er sagt að
a.m.k. 71 maður hafi beðið bana
af völdumn átakanna um þinghúsið
og 350 særst en talið er að raun-
verulega hafi mun fleiri særst eða
fallið.
■ ALGEIRSBORG - Háværar
kröfur hafa komið fram í Alsír að
undanförnu þar sem þjóðin hefur
verið hvött til þess að sporna gegn
uppgangi ofsatrúarmanna og
vilja sömu aðilar að seinni umferð
þingkosninganna verði aflýst. I
fyrri umferðinni hlaut fylking heit-
trúarmanna (FIS) 188 sæti af 430
og 45% atkvæða, en 16. janúar
verður kosið um 200 sæti sem ekki
tókst að ráðstafa í fyrri umferðinni
á öðrum í jólum. Hafa leiðtogar FIS
heitið því að koma á klerkaveldi
nái samtökin meirihluta í kosning-
unum. Líklegt þykir að herinn, sem
er sagður andsnúinn heittrúar-
mönnum, muni skerast í leikinn og
koma í veg fyrir klerkastjórn.
Heimsráðstefna vísindamanna um hollustn hvítlauks var haldin í Washington D.C., Bandaríkjunum.
Á ráðstefnunni var, að undanskildum hráhvítlauk, aðeins ein unnin hvítlauksafurð til umfjöllunar, nefni-
lega KYOLIC hvítlaukurinn. Mikil athygli beindist að KYOLIC,
endá var vísindalega staðfest að KYOLIC
hefði meiri virkni en hráhvítlaukur.
2ja ára kælitæknivinnsla KYOLIC íjarlægir alla lykt en eykur
og viðheldur öllum hinum frábæru eiginleikum. Ræktun og fram-
leiðsla sem á engan sinn líka í veröldinni.
Hylki, hylki með lesitíni eða töflur
Fljótandi, bæði með og án hylkja
Sáningoguppskera er handunnin til að varð-
veita öll næringarefni.
Kælitæknivinnsla KYOLIC ferað hluta fram
í vísindalega hönnuðum, ryðfríum stálkerjum.
KYOLIC er látinn gangast undir ströngustu
framleiðslukröfur sem þekkjast.
—m
Framleiðendur KYOLIC hafa yfir að ráða
hátækni rannsókna- ogtilraunastofum.
Heildsölubirgðir: LOGALAND heildverslun, sími 12804.