Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 29
28
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
29
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakur h.f., Reykjavík
Flaraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið.
Baráttuþrek í stað
bölmóðs
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, og for-
sætisráðherra, Davíð Oddsson,
fluttu þjóðinni boðskap sinrí í
sjónvarpi og hljóðvarpi um ára-
mótin, svo sem hefð stendur
til. Ávörp þeirra eru birt hér i
blaðinu í dag. Það var sá sam-
hljómur í máli forseta og for-
sætisráðherra, að íslendingar
eigi ekki og megi ekki láta
tímabundna erfiðleika, sem við
er að etja í þjóðarbúskapnum,
eða svartsýni og bölmóð þeim
tengdum, slæva baráttuþrek
sitt og trú á framtíðina. Þjóðin
búi að þeim vopnum í lífsbar-
áttu sinni, menntun, þekkingu,
tækifærum og þrautseigju, að
hún sé fær um að vinna sig
út úr erfiðleikunum og treysta
kostnaðarlega undirstöðu vel-
ferðar í landinu.
Forseti íslands, frú Vigdís
Finnbogadóttir, komst svo að
orði í nýársávarpi sínu:
„Það eru forréttindi að eiga
þetta land sem enginn getur
skipað okkur að láta af hendi,
eiga þessa tungu sem enginn
getur frá okkur tekið nema þá
við sjálf í andvaraleysi. Að eiga
saman, einmitt á íslenskri
tungu, minningar og þjóðararf.
í rás aldanna hefur íslensk
þjóð tekist á við margs konar
þrengingar og sigrast á þeim.
Við eigum þolgæði og festu
liðinna kynslóða það að þakka
að nú á dögum eru fáar þjóðir
jafn auðugar og við. Því er
undrunarefni að hinir tíma-
bundnu erfiðleikar sem við eig-
um nú við að etja skuli upp-
vekja slíkan bölmóð sem raun
ber vitni, jafnvel á ólíklegustu
stöðum. Bölmóður leiðir af sér
doða, doði fæðir af sér fram-
taksleysi. Bölmóður er háska-
legur sálarheill barna og ungl-
inga sem heyra meira en okkur
grunar og trúa öllu sem sagt
er. Kviða þeirra er ekki eins
auðvelt að uppræta og til hans
að sá.
Látum ekki leiðast í þann
vítahring sem verður til af virð-
ingarleysi manna fyrir þeim
sjálfum.
Við erum dugmikil þjóð.
Örðugleikar okkar nú um
stundir blikna í samanburði við
þrengingar formæðra okkar og
forfeðra. Við munum sigrast á
þeim með birtu hugans, afli
handanna ogauðlegð andans.“
Davíð Oddsson, forsætisráð-
herra, sagði í áramótaávarpi
sínu, að fjarri sé því að við
þurfum að afsala okkur því,
sem við búum nú að, eða byrja
upp á nýtt „á þeim reit sem
afar okkar og ömmur stóðu í
upphafi aldarinnar, með tvær
hendur tómar en hjartað fullt
af trú á framtíðina ... Við þurf-
um eingöngu að slá af ferðinni
um stund, hægja aðeins ögn
á, uns áfram verður haldið. Það
er allt og sumt. Við sjáum
framundan margvísleg jákvæð
tákn, ef við kunnum að taka
á. Við höfum fjölmörg tilefni
til tilhlökkunar um þessi ára-
mót. Við erum sannfærð um
að ísland er enn land tækifær-
anna.“
Ástæða er til að taka undir
framangreind orð forseta okk-
ar og forsætisráðherra. Það
kann að vísu ekki góðri lukku
að stýra að stinga höfðinu í
sandinn eða loka augum fyrir
aðsteðjandi vanda vegna afla-
samdráttar, versnandi við-
skiptakjara, samdráttar í þjóð-
artekjum, hallans í viðskiptum
við umheiminn og hallans í rík-
isbúskapnum, eða þeirri þróun
sem fyrirséð er í efnahagslegu
umhverfi hérlendis og erlendis.
Það er þvert á móti nauðsyn-
legt að glöggva sig á þessum
vandamálum til þess að hægt
sé að takast á við þau og leysa.
Það er samt sem áður engin
ástæða til þess að mikla vand-
ann um of fyrir sér með svart-
sýnissíbylju, þann veg, að böl-
móðurinn vaxi okkur yfir höf-
uð, eða dragi úr frumkvæði og
framtaki einstaklinga og fyrir-
tækja í þjóðarbúskapnum. Það
þarf fyrst og fremst að virkja
þá auðlegð, sem í þjóðinni býr,
heildinni og einstaklingunum,
menntun þeirra, þekkingu og
framtaki; styrkja rekstrar- og
samkeppnisstöðu íslenzkra at-
vinnvega og þróa þá að efna-
hagslegu umhverfi í veröldinni.
Ef við kunnum fótum okkar
forráð að þessu leyti getum við
treyst kostnaðarlega undir-
stöðu velferðar í landinu í verð-
mætasköpun atvinnuveganna
og viðskiptakjörum við um-
heiminn, bæði í samtíð og
framtíð.
Tímabundnir örðugleikar
mega ekki draga okkur niður
í víl og vonleysi. „Bölmóður
leiðir af sér doða, doði fæðir
af sér framtaksleysi,“ eins og
forseti okkar komst réttilega
að orði í nýársávarpi sínu.
„Við skulum takast á við vand-
ann með köldu höfði en hlýju
hjarta,“ eins og forsætisráð-
herra komst að orði. Vanda-
málin eru að vísu til staðar en
þau eru viðráðanleg með þjóð-
arsátt og einhug landsmanna.
MORGÚNÉLÁÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
+
Bírta hugans,
auðlegð andans
og afl handanna
• *
Nýársávarp frú Vígdísar Finnbogadóttur forseta Islands
Góðan dag, góðir áheyrendur.
Ég óska okkur íslendingum gleði-
legs nýárs og færi samtíðarmönnum
mínum um landið allt þakkir fyrir
gjöfult samstarf og góðar samveru-
stundir á liðnum árum.
Við sérhver áramót er okkur ein-
att ofarlega í huga hve margir eiga
við söknuð og sáran harm að glíma.
Við erum með ýmsum hætti á það
minnt hve brothætt mannlegt líf er.
Náttúran landsins er okkur brosmild
þegar best lætur, en ber með sér
banvænan háska í hamförum sínum,
- og óviðbúin skynjum við svo oft
hvernig tíminn snýst snögglega til
þungrar sorgar. Við skulum hugsa
til þeirra sem eiga um sárt að binda
á þessari stundu, landa okkar sem
séð hafa á bak þeim er næst þeim
stóðu. Við sýnum þeim þá samhygð
sem betra er að eiga en að vera án.
Áramótahugleiðingar okkar
hljóta að vera með einum eða öðrum
hætti tvíþættar, — fela í sér bæði
ugg og von.
Hannes skáld Pétursson lýsir
þessum andstæðukenndum þegar
hann yrkir:
Tvær atómsprengjur fenpm við
í fermingargjöf
frá heiminum, við
sem hófumst í tölu manna
’45
friðarárið mikla.
Enn er mér því tamt
sém áður að setja
framtíð, þetta orð
í ósýnilegar gæsalappir.
Vonirnar lifa samt.
Nú vorar hér við goinn.
Og utan úr geimnum
eldurinn kemur, sveigður í Ijós.
Hér verður vonin óttanum yfír-
sterkari og eldurinn, sem oft getur
verið eyðandi afl, hverfíst í ljós
hækkandi sólar. Nú er dag farið að
lengja og tími til kominn að birta
fái að leika um sinni okkar mann-
anna að nýju.
í hugum okkar snýst framtíðar-
von oft og tíðum um hamingju, -
hamingju okkar hvers og eins, en
jafnframt sameiginlega auðnu okk-
ar, sjálfa þjóðarhamingjuna.
Við finnum þá að lán okkar er
ekki síst fólgið í því að hafa gert
það sem í okkar valdi stendur til
þess að allir megi njóta Iífs síns eft-
ir því sem aðstæður fremst geta
leyft, að allir fái með einum eða
öðrum hætti öðlast hlutdeild í sam-
eiginlegum gæðum lands og þjóðar.
Hamingjuna telja allir eftirsókn-
arverða. En hver er sú hamingja sem
við hvert og eitt leitum að? Er hún
fólgin í því að komast yfir sem flesta
veraldlega hluti? Er hún eltingar-
leikur við það sem við sjáum í hilling-
um á næsta leiti en færist ekki
nær? Eða er hamingjan draumur
sem aldrei rætist vegna óraunsæis
og óskhyggju?
Þegar við skoðum hug okkar, vit-
um við ■ að í þessu er hamingjan
ekki fólgin. Hún fæst ekki með lífs-
gæðákapphlaupi þar sem fólk kepp-
ist svo við daglegt amstur að það
gefur sér ekki tíma til að rækta hið
dýrmætasta sem við eigum, auðinn
í mannverunni sjálfri, því án hans
tækist okkur ekki að nýta umhverfi
okkar til afkomu.
Framtíð og hamingja tengjast
óijúfanlega von um velferð barna
okkar, - hinnar vaxandi kynslóðar.
Að því höfum við áður leitt hugann
við áramót. Við megum enga stund
gleyma því að hvenær sem við spyij-
um hvar við erum á vegi stödd og
hvert stefnir, erum við að spyija um
hag barna. í þeim býr framtíðin.
Þau eru stolt okkar og við þau bind-
um við vonir. Þegar við nú stöldrum
við, verða ýmsar spurningar áleitn-
ar: Veitum við börnum okkar næga
athygli? Ggfum við þeim nægan
tíma? Næga fræðslu, næga alúð?
Reynum við að skjóta okkur undan
ábyrgð með því að gauka að þeim
snöggsoðinni skemmtun og afþrey-
ingu? Færum við þeim steina í stað
brauðs?
Svo yfirþyrmandi getur afþrey-
ingin orðið að hugurinn sljóvgast,
frumkvæðið dofnar og mörgum
reynist um megn að hafa ofan af
fyrir sér og öðrum af eigin ramm-
leik.
Það er fátt sem lærist sjálfkrafa.
Aftur á móti er auðvelt að apa það
eftir sem fyrir er haft. Börnum þarf
að kenna að ekki er alltaf gaman.
Ef lífið væri sífelld skemmtun yrði
það óbærilegt fyrr en varði. Ekki
er hægt að gera sér dagamun öllum
stundum. Þá yrði til einskis að
hlakka.
Og enn má spyija: Gerir þjóðfé-
lagið allt sem það getur fyrir börn-
in? Þeirri spurningu verður því mið-
ur að svara neitandi, og á ég þá
ekki einungis við þau börn sem búa
við auðmýkingu fátæktar og van-
rækslu. Börn eru víða hornreka líkt
og þau ættu ekkert sameiginlegt
með fullorðnum.
Við megum minnast þess að öll
höfum við verið börn, - þó sumir
kunni að vilja gleyma því. Bernsku-
minningar fyrnast þó aldrei alveg
og bemskuhamingja er drýgsta
veganestið til lífsgæfu. Hvað úr
okkur verður megum við þakka leið-
sögn og heilræðum til fararheilla,
og því ekki síst að fyrir okkur hafi
Frú Vigdís
Finnbogadóttir.
verið brýnt að við skyldum láta gott
af okkur leiða.
Börn þurfa öryggi, þau þurfa
kærleika, þau þurfa aga. Börn þarf
að fræða og mennta til starfa og
þeim þarf að vísa til vegar svo að
þau megi skyggnast um í heiminum
með raunsæjum augum og sjálf-
stæðum huga. Þá læra þau að glíma
við vanda og finna svör við torræð-
um gátum.
Börn þurfa ekki síst að öðlast
virðingu fyrir sjálfum sér og um-
hverfi sínu. Með þeim hætti einum
tileinka þau sér virðingu fyrir öðrum
og þá háttvísi sem er aðal siðmennt-
aðra þjóða. Séu þau þráfaldlega
skilin eftir einsömul eða með öðrum
börnum einvörðungu, víkkar ekki
sjóndeildarhringur þeirra og árin
færa þeim ekki eðlilegan þroska.
Ef við, hin fullorðnu, sinnum ekki
þörfum barna okkar, eigum við ekki
á góðu von þegar þau eru vaxin úr
grasi og þurfa að sinna skyldum sem
lagðar eru á þegna sjálfstæðrar
þjóðar.
. Börn samtímans verða foreldrar
þegar fram líða stundir. Okkur ber
skylda til að búa þau til framtíðar-
verka sem best úr garði. Það gerum
við best með því að gefa þeim kær-
leika, festu og aga í farteskið. Og
trausta fræðslu. Það ætti ekki ein-
ungis að vera okkur keppikefli að
standa jafnfætis grannþjóðum okkar
í menntun og uppeldi barna, heldur
ættum við að kappkosta að til okkar
verði litið sem fyrirmyndarþjóðar á
þessu sviði.
Efnahagsumræður eru nú um
stundir frekar til athygli og byrgja
oft sýn til hinna mannlegu þátta.
Víst er það svo að við þurfum traust-
an fjárhagslegan grundvöll til að
dafna. Lítum þó ekki framhjá því,
að velmegun er ekki markmið í
sjálfu sér, heldur gerir hún okkur
kleift að ná þeim markmiðum sem'
við höfum sett okkur. Efnahagsleg
velmegun er forsenda þess að við
getum eflt menntun og rannsóknir
og tryggt þróun þekkingar í land-
inu. Velmegun og velfarnaður þjóð-
arinnar grundvallast svo aftur á
menntun og þekkingu, að öðrum
kosti verður hún aflvana. Þannig eru
hringrásir í lífi þjóðar.
Á hveiju ári leiðum við hugann
að tíðindum og spurningum um sam-
búð lands og þjóðar, manns og
náttúru.
Öll eigum við okkur þá ósk að
sjá landið prúðbúið í grænni slikju
gróðurs, sem er tákn hagsældar og
hamingju þegna sem úr kunna að
vinna. Og skammt er þá til þeirrar
framtíðarsýnar að íslendingar geti
orðið forystuþjóð, sem að kveður, á
sviði umhverfismála. Enda þótt að
mörgu sé að hyggja í umhverfísmál-
um hér á landi og ekki sé allt eins
og best verður kosið, búum við enn
í lítt spilltu landi.
Ég er þess fullviss að með fram-
takssemi og dugnaði getum við
hreinsað landið og komið í veg fyrir
að frekar verði spillt því sem fyrir
er. Þjóð sem þekkir kosti lands síns
og leggur kapp á að rýra þá ekki -
heldur rækta - nýtur virðingar. Sé
slíkri stefnu fylgt með ráðum og dáð
getum við heilshugar talað svo rödd
okkar heyrist á alþjóðavettvangi.
Nú má spyija: Hvers geta Islend-
ingar vænst af því að eiga umhverf-
ishreina rödd meðal þjóða heims?
Því er til að svara að víða um lönd
leiða menn ekki hugann að íslandi
nema við eigum við þá erindi. Nemi
menn rödd okkar kæra þeir sig koll-
ótta um íbúafjölda landsins. Reisn
þjóðar fer ekki eftir stærð hennar.
Minnumst þess líka að sífellt
eykst umhyggja manna fyrir gjöfum
náttúrunnar og góðri heilsu. Það er
forn viska og sígild að í hraustum
líkama býr heilbrigð sál.
Fá lönd búa yfir jafn fjölbreytileg-
um heilsulindum og ísland. Hér er
vatnið hréint og loftið tært. Þeirra
ómetanlegu gæða njóta land og þjóð.
Víðs vegar um heim þráir fólk ekk-
ert fremur en hreinleika þessara
náttúruauðlinda. Þess vegna eru
fáar þjóðir betur til þess fallnar en
við íslendingar að reisa heilsustöðv-
ar þar sem við sjálf og erlendir gest-
ir okkar ættum þess kost að efla
heilbrigði til líkama og sálar.
í ljóðinu sem ég vitnaði til í upp-
hafi máls míns var ort um stríð og
birtu vonarinnar. Á hinu viðburða-
ríka ári sem nú er liðið vorum við
margfaldlega minnt á hve fallvölt
bygging heimsins getur verið. Fyrir
ári var uggvænleg styijöld í nánd.
Hún verður lengi í minnum höfð,
ekki síst vegna þess að meðan á
henni stóð fluttu fjarskiptatæki nú-
tímans rimmur hennar jafnharðan
inn í stofur okkar, - án þess þó að
við skynjuðum beinlínis þær hörm-
ungar sem stríði fylgja.
Persaflóastríðið var einnig dap-
urieg áminning um að ekki er friður
tryggður þótt risarnir í austri og
vestri hafi tekist í hendur.
Hörmuleg styrjöld í Júgóslavíu,
þar sem bræður beijast, vekur ugg
og efa um að sáttfýsi og bræðralag
fylgi í kjölfar þess sem við köllum
framfarir nú í lok tuttugustu aldar.
Ennfremur erum við vitni að því
að stórveldið Sovétríkin leysist upp
á örskammri stundu og verður að
sambandi sjálfstæðra ríkja. Á sama
tíma leitast þjóðir Evrópu við að
sameinast að hluta til og þurrka út
landamæri.
Þessi tíðindi vekja blendnar til-
finningar sem vonlegt er. Erfitt er
að spá um framvindu mála en samt
skulum við vænta þess að núverandi
óvissa breytist í von og velfarnað
þeirra þjóða sem hlut eiga að máli,
hvort heldur miðflóttaöfl eða mið-
sækin öfl ráða ferð.
Heimsmynd margra hefur gjör-
breyst. Er von að einhver spyiji:
Hvar er öryggi að finna?
Tíðindi sem þessi snerta okkur
íslendinga ekki síður en aðra. Við
veltum því fyrir okkur hvernig sam-
skiptum okkar við bandalag evr-
ópskra þjóða verður háttað og hvort
breytinga sé að vænta á samstarfi
Norðurlanda, sem okkur hefur þótt
standa okkur næst um langan aldur.
Óvissa um framtíð þjóða og þjóða-
heilda er áleitin við þessi áramót.
Hún hefur áhrif á hugleiðingar okk-
ar um stöðu íslensku þjóðarinnar
og framtíð hennar. Þegar eitthvað
bjátar á hjá okkur sjálfum kyndir
þetta ástand undir öryggisleysi og
kann að verða til þess að sumum
þyki vandfetað fram á veg.
Það hefur lengi verið sagt að
enginn sé búmaður nema hann beiji
sér. Samt er það svo að við látum
bæði vanda heimsins og örðugleika
heima fyrir magna kvíða og svart-
sýni svo mjög að við liggur að þjóð-
in sé dregin niður í vonleysi.
Góðir Islendingar.
Það eru forréttindi að eiga þetta
land sem enginn getur skipað okkur
að láta af hendi, eiga þessa tungu
sem enginn getur frá okkur tekið
nema þá við sjálf í andvaraleysi.
Að eiga saman, einmitt á íslenskri
tungu, minningar og þjóðararf.
í rás aldanna hefur íslensk þjóð
tekist á við margs konar þrengingar
og sigrast á þeim. Við eigum þol-
gæði og festu liðinna kynslóða það
að þakka að nú á dögum eru fáar
þjóðir jafn auðugar og við. Því er
það undrunarefni að hinir tíma-
bundnu örðugleikar sem við eigum
nú við að etja skuli uppvekja slíkan
bölmóð sem raun ber vitni, - jafn-
vel á ólíklegustu stöðum. Bölmóður
leiðir af sér doða, doði fæðir af sér
framtaksleysi. Bölmóður er háska-
legur sálarheill barna og unglinga
sem heyra meira en okkur grunar
og trúa öllu sem sagt er. Kvíða
þeirra er ekki eins auðvelt að upp-
ræta og til hans að sá.
Látum ekki leiðast í þann víta-
hring sem verður til af virðingar-
leysi manna fyrir þeim sjálfum.
Við erum dugmikil þjóð. Örðug-
leikar okkar nú um stundir blikna
í samanburði við þrengingar for-
mæðra okkar og forfeðra. Við mun-
um sigrast á þeim með birtu hug-
ans, afli handanna og auðlegð and-
ans.
Gleðilegt nýtt ár.
Megi farsæld og guðsblessun
fylgja íslandi og íslenskri þjóð á
árinu sem nú fer í hönd og um alla
framtíð.
Heildarsala hlutabréfa í des-
ember um 667 milljónir króna
Samdráttur rakinn til takmarkana á skattalegnm fríðindum
HEILDARSALA á hlutabréfamarkaðnum í desember nam alls rúmum
667 milljónum króna samkvæmt upplýsingum verðbréfafyrirtækjanna
samanborið við um 1.200 milljónir á sama tíma í fyrra. Þennan sam-
drátt í sölu má að miklu leyti rekja til takmarkana á skattalegum
friðindum einstaklinga vegna hlutabréfakaupa en einnig ríkti deyfð
á hlutabréfamarkaðnum síðari hluta ársins. Yfir árið í heild virðist
veltan á markaðnum vera nálægt 5,4 milljörðum en þar af er reikn-
að með að nýtt hlutafé í útboðum að fjárhæð 1.500 milljónir hafi
verið selt án milligöngu verðbréfafyrirtækja. Veltutölum ber þó að
taka með fyrirvara þar sem í einhveijum tilvikum gæti sala verið
tvítalin.
Velta með hlutabréf hjá Verð-
bréfaviðskiptum Samvinnubankans
nam alls um 266 milljónum á sl.
ári samanborið við 270 milljónir
árið áður. I desember seldust bréf
fyrir 45 milljónir og milli jóla og
nýárs var salan um 32 milljónir.
„Það kom á óvart hversu lengi
margir biðu til loka ársins að kaupa
hlutabréf í stað þess að kaupa fyrr
í desember þegar minni spenna var
á markaðnum," sagði Þorsteinn
Ólafs forstöðumaður. „Þá hefði
hugsanlega verið hægt að gera betri
kaup. Á milli jóla og nýárs seldust
upp hlutabréf í Olíufélaginu og Eim-
skip en auk þess seldust bréf í hluta-
bréfasjóðunum vel.“
Þorsteinn sagði aðspurður að
ekki væri byijað að skrá kaupgengi
og hefði ekki verið ákveðið hvenær
af því yrði þar sem búast mætti við
lítilli eftirspurn eftir hlutabréfum á
næstu vikum. „Þessi markaður hlýt-
ur að byggjast meira upp á tilboðum
en verið hefur áður og þróast í svip-
aðan farveg og á tilboðsmarkaði
Kaupþings.“
Hjá Verðbréfamarkaði íslands-
banka seldust hlutabréf fyrir um
175 milljónir í desember en þar af
135 milljónir milli jóla og nýárs. Á
árinu í heild nam salan rúmlega 1
milljarði samanborið við 1.450 millj-
ónir í fyrra. „Salan í desember tók
miklu betur við sér en við þorðum
að gera okkur vonir um eftir frekar
dræma haustmánuði,“ sagði Svan-
bjöm Thoroddsen deildarstjóri. „Það
er einnig mjög athyglisvert að í lok
desembermánaðar keyptu nokkrir
lífeyrissjóðir hlutabréf m.a. í Flug-
leiðum. Þeirra þátttaka sem hefur
verið ákaflega lítil að undanförnu
jókst í desember sem gefur tilefni
til bjartsýni um þátttöku sjóðanna
í hlutabréfaviðskiptum á þessu ári.
Svanbjörn sagði að stefnt væri
að því að hefja skráningu á kaup-
gengi að nýju í dag og kvaðst hann
ekki eiga von á breytingum á geng-
inu frá því sem var fyrir áramót.
Þessi skráning væri hins vegar ætl-
uð fyrir viðskipti með smærri fjár-
hæðir. „Við munum eiga viðskipti
með stærri flárhæðir gegnum til-
boðskerfi sem verður samtengt kerfi
Kaupþings og stefnum að því að
öll viðskipti með stærri flárhæðir
verði í gegnum tilboðskerfið.“
Hjá Kaupþingi var salan í des-
ember 150 milljónir króna og yfir
árið í heild nam salan um 600 millj-
ónum. I desember var mikið selt
af bréfum í Flugleiðum og Eimskip
en einnig seldust hlutabréf í útboði
Marels fyrir 28 milljónir. Að sögn
Jóns Snorra Snorrasonar deildar-
stjóra fór salan rólega af stað í
desember og tók ekki við sér fyrr
en milli jóla og nýárs. Hann sagði
að reynslan af tilboðskerfi fyrirtæk-
isins fyrir hlutabréf væri góð og
væri fyrirhugað að búa til hluta-
bréfavísitölu með upplýsingum úr
kerfinu.
„Hjá Landsbréfum var salan um
170 milljónir í desember og yfir
árið í heild er hún um 940 milljón-
ir. Salan hjá okkur í desember er
um 60-65% af því sem hún var í
fyrra og það er mjög í líkingu við
það sem við áætluðum,“ sagði Sig-
urbjöm Gunnarsson deildarstjóri.
„Framan af mánuðinum var salan
mjög svipuð og í fyrra en hins veg-
ar voru síðustu dagarnir mun lak-
ari, sérstaklega gamlársdagur. Við
erum þó ánægðir því yfir árið í
heild jukust hlutabréfaviðskipti
Landsbréfa um 85% frá árinu áð-
ur.“ Hann sagði að af einstökum
hlutafélögum hefði ágæt sala verið
í hlutabréfum Eimskips, Skag-
strendings og Eignarhaldsfélags
Alþýðubankans.
Verðbréfamarkaður Fjárfesting-
arfélagsins seldi hlutabréf í desemb-
er fyrir 127 milljónir en þar af var
sala milli jóla og nýárs um 101
milljón. Yfir árið í heild var veltan
um 1.050 milljónir, að sögn Agnars
Jóns Ágústssonar hagfræðings.
Sólríkt var í júní og júlí.
Veðrið árið 1991:
Hiti yfir meðallagi
ÁRIÐ 1991 var meðalhiti í höfuðborginni um 5° sem er 0.7° yfir
meðallagi árannna 1961-1990. Meðalhiti á Akureyri var á sama tíma
4.5° sem er 1.3° yfir meðallagi ofangreindra ára. Úrkoma var 20%
yfir meðallagi í Reykjavík og tæplega 40% yfir ineðallagi á Akur-
eyri. Sólskinsstundafjöldi í Reykjavík var í meðallagi og einnig nálægt
því á Akureyri.
Samkvæmt bráðabirgðayfirliti
Veðurstofunnar var veturinn 1990-
1991 fremur hlýr. Isingaveður gerði
í byrjun janúar, en mikið óveður
gekk yfir 3. febrúar. Tjón í veðrinu
er talið nema hátt í einn milljarð
króna. Talið er að vindhraði hafi
komist upp í 66 metra á sekúndu.
Fremur hlýtt var í mars en kalt
í apríl. Tíðarfar var þó gott í báðum
mánuðunum. Maí var óvenju þung-
búinn og úrkomusamt var um sunn-
an- og vestanvert Iandið. Tók þá við
óvenju þurr og sólríkur júnímánuður
og júlí fylgdi í kjölfarið óvenju hlýr.
Hitabylgju gerði fyrstu viku mánað-
arins og fór hiti upp í 29° eða meir
á nokkrum stöðum. Nokkuð vætu-
samt var í ágúst þó hiti hafi hins
vegar verið í góðu meðallagi. Sept-
ember, október og nóvember voru
fremur kaldir og varð nóvember
kaldasti mánuður ársins í flestum
landshlutum. Desember var fremur
hlýr en umhleypingasamur.
Árið 1987 var ívið hlýrra á land-
inu en árið 1991. Víðast var einnig
hlýrra árið 1972.
Mikill urgnr í sjó-
mannastéttínni
- segir Öskar Vigfússon formaður
Sjómannasambands Islands
MORG sjómannafélög í landinu hafa á undanförnum dögum haldið fundi
þar sem stjórn og trúnaðarmannaráðum hafa verið gefnar heimildir til
að boða vinnustöðvun. Að sögn Óskars Vigfússonar, formanns Sjómanna-
sambands Islands, er verið að taka saman hvaða félög hafi nú þegar
haldið fundi og hverjar samþykktir þeirra hafi verið.
„Það fer ekki hjá því að það er
mikill urgur í sjómannastéttinni, sér-
staklega eftir þessa löggjöf um skerð-
ingu á sjómannaafslætti. Flest sjó-
mannafélögin hafa mótmælt skerð-
ingu sjómannaafsláttar harkalega en
það á eftir að koma í ljós hver við-
brögð sjómanna verða,“ segir Óskar.
Hann segir að ef hvorki gangi né
reki geti komið til þess að gripið verði
til aðgerða en það sé enn ekki ljóst
hvað verði.
Guðmundur Hallvarðsson, formað-
ur Sjómannafélags Reykjavíkur og
þingmaður Sjálfstæðisflokksins, seg-
ist vel skilja mótmæli sjómanna og
meðal annarra hafi hann haft áhrif
á að skerðing sjómannaafsláttar yrði
ekki meiri en raun bæri vitni. Jafn-
framt segir hann að með því að leggja
málinu lið innan Alþingis megi segja
að eins konar varnarsigur hafi verið
unninn. „Ég gerði allt sem í mínu
valdi stóð til að leiðrétta það sem
hægt var. Það voru uppi háværar
raddir um að afnema sjómannaaf-
sláttinn alveg og ég átti meðal ann-
ars þátt í því að svo fór ekki og taldi
mig því hafa unnið það verk, sem
hægt var að vinna. Margir hafa talað
um að eðlilegra hefði verið að ég léti
sjómannaafsláttinn afskiptalausan.
Ég er hins vegar kjörinn á þing til
að hafa áhrif og taldi því eðlilegt að
standa að þessum málum eins og ég
gerði, með því að draga úr þeim
þunga, sem upphafleg tillaga fjár-
málaráðherra gerði ráð fyrir," segir
Guðmundur.
Skipstjórafélag Norðlendinga er
eitt af mörgum félögum, sem mót-
mælt hefur skerðingu sjómannaaf-
sláttarins. Á fundi, sem félagið hélt
nýlega komu fram hörð mótmæli við
skerðingunni og þáttur ýmissa þing-
manna og forystumanna sjómanna
við afgreiðslu málsins á Alþingi harð-
lega gagnrýndur. Fundarmenn sam-
þykktu að veita stjórn og trúnaðar-
mannaráði félagsins umboð til verk-
fallsboðunar.
Sjómannafélagið Jötunn fordæmir
einnig skerðinguna og átelur harðlega
þá menn, sem eru í forsvari fyrir sjó-
menn og greiddu atkvæði með skerð-
ingu sjómannaafsláttarins og skorar
á þá að segja af sér störfum fyrir
sjómenn.