Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 03.01.1992, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 33 Miklar skemmdir urðu Morgunblaðið/Rúnar Þór íbúð í fjölbýlishúsi í Múlasíðu á nýársdag. * Ibúð skemmdist mik- ið í eldi á nýársdag ELDUR kom upp í íbúð í fjöl- býlishúsi við Múlasíðu 7 um kl. 17 á nýársdag. Talið er að kviknað hafi í út frá sjón- varpi. Enginn var í íbúðinni er eldurinn kom upp, en hún er mikið skemmd af völdum hita og sóts. Gísli Kristinn Lórenzson slökkviliðsstjóri sagði að greiðlega hefði tekist að slökkva eldinn, en hann hafði náð að breiðast mikið út. Ibúðin var hins vegar full af reyk og var hann byrjaður að læðast út á stigagang. Fólk sem leið átti um sá reyk koma út um glugga í íbúðinni og lét vita. Mikl- ar skemmdir urðu í íbúðinni, en hús og innbú voru tryggð. Slökkviliðið á Akureyri var kall- að út 84 sinnum á nýliðnu ári, tveir eldsvoðar skáru sig úr hvað tjón varðar. Annar varð er íbúðar- húsið á Klöpp á Svalbarðsströnd brann 30. mars og hinn er ljós og hlaða í Gullbrekku í Eyjaíjarð- arsveit brunnu til kaldra kola 27. ágúst. Á árinu voru famir 1.110 sjúkr- aflutningar, þar af 173 utan bæjar og 184 vegna bráðatilfella. Sjúkra- flutningar urðu nokkru færri á árinu 1991 en árinu á undan, eða 35 talsins, en brunaútköll voru 8 fleiri. Gísli Kristinn sagði að mikið forvamastarf hefði verið unnið á liðnu ári, m.a. var farið í 55 heim- sóknir í skóla og víðar, kvikmynd- ir sýndar og kennt um meðferð slökkvitækja. Fimm óku of greitt FIMM menn voru teknir fyrir of hraðan akstur á Ólafsfjarð- arvegi í gær, en lögreglumenn á Dalvík og Ólafsfirði voru við hraðamælingar i skamman tíma. Allir fóru ökumennirnir vel yfir hámarkshraðann, sem er 90 km á klukkustund, og sá er greiðast ók mældist á 131 kílómetra hraða. Sævar Ingason, lögreglumað- ur á Dalvík, sagði að menn hefðu ekið fremur rólega undanfarið og fáir verið teknir fyrir að aka of hratt á Ólafsfjarðarvegi, sem er þjóðvegur númer 82 frá Ákur- eyri um Dalvík til Ólafsfjarðar. „Við vorum við radarmælingar í tvo klukkutíma og á þeim tíma voru fimm ökumenn sem óku of hratt og flestir þeirra mjög greitt." Rólegt var hjá lögreglu á DaU vík og Ölafsfirði um áramótin. Á Akureyri var einnig rólegt hjá lögreglunni um áramótin og eng- in veruleg óhöpp áttu sér stað, hvorki í umferðinni né vegna flugelda. Grímsey: Ingibjörg Sveinsdóttir gigtarsjúklingur: Ætlar að ganga 1.992 km í tilefni norræns gigtarárs INGIBJÖRG Sveinsdóttir gigt- arsjúklingur á Akureyri ætlar í tilefni af norrænu gigtarári að ganga 1.992 kílómetra á árinu. Þetta ætlar hún að gera til að vekja athygli á málefnum gigtarsjúklinga og til að fá þá sjálfa til að vera með og hreyfa sig. Þá ætlar hún einnig að kaupa 1.992 trjáplöntur sem hún ætlar að gefa Gigtarfélagi Norðurlands eystra. „í tilefni af gigtarárinu fór ég að hugsa um hvað ég sjálf gæti lagt af mörkum til að minna al- menning á okkar málefni og þá kom þessi hugmynd upp. Það er gigtarsjúklingum mikilvægt að hreyfa sig og ég mun á árinu reyna að fá þá til að ganga með mér og ég vona að sem flestir hafi samband við mig, hringi eða skrifi mér,“ sagði Ingibjörg. Gönguna hóf hún þegar á ný- ársdag, að lokinni messu í Akur- eyrarkirkju, en alls gekk hún rúma 6 kílómetra þann dag. Að jafnaði mun hún ganga 5'/2 kíló- metra á dag. Markmið göngunn- ar sagði Ingibjörg vera að safna félögum í Gigtarfélag Norður- lands eystra, en ætlunin er að blása í það auknum krafti á ár- inu. Auk göngunnar ætlar Ingi- björg að kaupa 1.992 tijáplöntur sem hún mun síðan gefa félag- inu. Ekki hefur verið ákveðið nánar hvar plönturnar verða gróðursettar. Ingibjörg segist vera nokkuð góð af gigtinni um þessar mund- ir, en svo hafi langt í frá alltaf verið. „Ég geri allt sem ég get til að halda mér gangandi og það * * í v ‘f Morgunblaðið/Rúnar Þór Ingibjörg Sveinsdóttir með sonardóttur sinni, Kolbrúnu Sigurðar- dóttur, á leið úr messu í Akureyrarkirkju á nýársdag. Ingibjörg ætlar að ganga 1.992 kílómetra á þessu ári til að vekja athygli á norrænu gigtarári. verðum við að gera, það er því miður svo mikil hætta á að fólk lokist inni og verði sambands- laust þegar það er veikt af gigt. Það sem ég ætla að gera á árinu er að fá fólk til að vera jákvætt og virkt og taka þátt í þessu með mér, það er mjög mikilvægt." Sláturhús KEA: Þrjú hundruð nautgripir voru á biðlista um áramót Slátrun á 1000-1200 kúm eykur á árlegan vanda Ytri-Tjömum. hjá bændum á Eyjafjarðar- svæðinu um 300 nautgripir sem bíða slátrunar, þ.e. 100 kýr og 200 ungneyti. AÐ SÖGN Óla Valdimarssonar, sláturhússtjóra hjá sláturhúsi Kaupfélags Eyfirðinga, eru enn Þrír drengir fæddust á síð- astliðnu árí, en engin stúlka Grímsey. ÞRÍR drengir fæddust i Grímsey á síðasta ári, en engin stúlka. í maí- mánuði 1990 fæddust tvær stúlkur í eynni, en þá höfðu eingöngu fæðst drengir frá því í desember árið 1982. Á þeim tímá, frá desember 1982 til maí 1990 fæddust 14 drengir í eynni. Stúlkan sem fæddist í desember 1982, Vilborg Sigurðardóttir, er nú eina stúlkan í yngri deild barnaskól- ans og verður eini kvenmaðurinn í skólanum ef ekki kemur hér aðkomu- fólk með stúlku á skólaaldri. Reynd- ar fæddist einnig stúlka í desember ári siðar, eða 1983, en hún er nú flutt í land. Svo skemmtilega vildi til að þessar desemberstúlkur fædd- ust báðar á sama degi, 19. desember. Eingöngu hafa fæðst hér drengir frá þessum tíma og eru þeir fjórtán. Þykir ljóst að er drengir þessir eld- ast þurfi þeir að leita á önnur mið en Grímseyjar er þeir fara að huga að kvonfangi. Þá hafa eyjarskeggjar rætt um að taka upp kennslu í glímu í stað danskennslunnar. Þrátt fyrir að stúlkur séu hér fáar mun ekki koma til þess að í skólanum verði eingöngu drengir, því þegar Vilborg verður 13 ára og fer til náms í landi koma stúlkumar tvær sem fæddust í maí 1990 inn í skólann. -HSH Undanfarin ár hefur tekist að klára þennan biðlista fyrir ára- mót, en langt er frá að slíkt tæ- kist nú. Óli sagði að ástandið væri svipað um allt land og langt væri síðan hann hefði haft uppi aðvörunarorð við æðstu menn í kerfinu, en það bákn sem bændur hefðu hlaðið yfir sig væri mjög þunglamalegt og má segja að ekkert gerðist í þessum málum. Oddur Gunnarsson, formaður Félags eyfirskra nautgriparækt- enda, sagði að þessi mikli íjöldi sláturgripa nú væri til kominn vegna tilboðs sem ríkið gerði bændum um leigu á 5 milljónum lítra af mjólk, en margir bændur hefðu nýtt sér það og því komið mun fleiri kýr til slátrunar en við venjulegar aðstæður. I kjölfar þessa tilboðs þurfa bændur að slátra um eitt þúsund til tólf hundruð kúm, en gleymst hafi að gera áætlun um hvernig losna ætti við þær. Þetta veldur offramboði og öðrum erfiðleikum á nautakjötsmarkaðnum. Oddur gat þess í lokin að sam- þykkt hefði verið á aðalfundi Landssambands kúabænda að sá hluti af fóðurbætisskatti sem er endurgreiddur bændum og verður til vegna nautakjötsframleiðslu^ verði notaður til verðuppbóta á ungkálfakjöti þannig að færri kálfar verði settir á. Einnig var samþykkt á aðalfundinum að nota umræddar endurgreiðslur til markaðssetningar á nautakjöti. Sagðist Oddur vona að þessar aðgerðir kæmu að gagni til að ná jafnvægi að nýju í nautakjöts— framleiðslunni. — Benjamín

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.