Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
35
Hjónaminning:
Viggó Bachmann
Þóra Þórðardóttír
Viggó
Fæddur 4. september 1904
Dáinn 23. desember 1991
Þóra
Fædd 21. júlí 1912
Dáin 26. mars 1976
Viggó Bachmann lést að morgni
Þorláksmessu á Hrafnistu í Reykja-
vík, 87 ára að aldri. Þar hafði hann
verið vistmaður í meira en áratug,
en dvaldi síðasta mánuðinn á
sjúkradeild. Hann var jarðsunginn
í gær, 2. janúar, frá Fossvogskirkju.
Hann var kvæntur föðursystur
minni, Þóru Þórðardóttur, og þegar
ég lít til baka á kveðjustund finnst
mér eðlilegt að minnast þeirra sam-
eiginlega — svo samtengd eru þau
í minningunni og svo samrýnd voru
þau, að komi manni annað þeirra í
hug fylgir hitt fast á eftir.
Viggó ólst upp á Hellissandi, var
sonur hjónanna Benedikts Bach-
mann og Sigurborgar Jónatansdótt-
ur. Þau bjuggu í húsi sem Valhöll
hét og hýsti einnig símstöð staðar-
ins, sem þau höfðu umsjón með.
Auk þess var faðir hans barnakenn-
ari og stundaði einnig sjóinn þegar
færi gafst. Valhöll er nú horfin,
þufti að víkja fyrir gatnagerð nú-
tímans og mun nú malbik þekja
staðinn, þar sem Viggó sleit bams-
skónum. Hann sagði mér eitt sinn
að eftir þessar framkvæmdir hafí
honum þótt sem hann ætti ekkert
erindi lengur vestur og fór þangað
aldrei síðan.
Hann var af þeirri kynslóð, sem
uppeldisfræðingar telja að hafi
fengið heldur nauman tfma til að
vera börn en kynnst vinnu þeim
mun fyrr. Ellefu ára gamall hóf
hann sjóróðra með föður sínum og
stundaði sjó eftir það á vertíðum
en var í símavinnuflokki þess á
milli. Tækifæri til mennta fékk
hann ekki utan barnaskóla enda
ekki runnin upp sú tíð að menn
gætu valið úr á þeim vettvangi. Þó
grunar mig að hugur hans hafi stað-
ið til náms, og þrátt fyrir stutta
skólagöngu hafði hann rithönd svo
fagra að ég hef ekki enn séð aðra
slíka. Árið 1932, í kreppunni miðri,
fluttist hann ásamt foreldrum sín-
um suður til Reykjavíkur eins og
svo margir aðrir. Þá gerðist Viggó
bílstjóri, fyrst hjá Steindóri við
fólksflutninga en seinna hjá Olíufé-
laginu Skeljungi, þar sem hann
starfaði óslitið í 34 ár. Hann ók
einum af þessum gulu tankbílum,
sem margir muna, á þeim tíma sem
ferð austur á Rangárvelli gat tekið
heilan dag. Eftir átta ár við olíu-
flutninga var hann ráðinn einkabíl-
stjóri forstjóra fyrirtækisins og ók
nú glæsivagni með glæsibrag.
Viggó var hávaxinn maður, sér-
stakt snyrtimenni og fas hans ein-
kenndist af lipurð og virðuleika í
senn. Fórst honum starfið vel úr
hendi og mér er kunnugt um að
ýmsir erlendir gestir fyrirtækisins
sýndu honum þakklæti í verki þó
ekki skildu þeir tungumál hvor ann-
ars. Þessu starfi gegndi hann þar
til hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir, þá sjötugur.
Þóra var frá Ölfusvatni í Grafn-
ingi, næstyngst sex systkina sem
upp komust og eina systirin. For-
eldrar hennar voru Guðbjörg Þor-
geirsdóttir frá Núpum í Ölfusi og
Þórður Gíslason bóndi á Ölfusvatni.
Guðbjörgu, ömmu minni, kynntist
ég ekki, hún var látin fyrir mitt
minni, en ég hef heyrt sögu henn-
ar. Á unga aldri, eftir nokkurra ára
hjúskap og barneignir, barðist hún
við alvarlega meinsemd í fæti. Um
það er þeirri glímu lauk hafði hún
misst annan fótinn ofan við hné.
Ekki þótti forlögunum nóg að gert
því skömmu síðar lagðist bóndi
hennar banaleguna, þá fertugur að
aldri. Hér stóð því uppi ekkjan unga
með fötlun sína og börnin sex, það
yngsta tveggja ára. Þetta var vita-
skuld fyrir tíma Tryggingastofnun-
ar og annarrar opinberrar samfé-
lagsaðstoðar og úrræði fá, en nú
komu tíl sögunnar systur Guðbjarg-
ar, þær Núpasystur, og tóku hver
sitt barnið til fósturs við gott at-
læti sem sín eigin börn væru. En
þó að vegalengdir væru ekki langar
á nútíma mælikvarða voru sam-
göngur sttjálar og systkinin frá
Ölfusvatni hittust sjaldan og ef til
vill báru samskipti þeirra alla tíð
merki aðskilnaðarins í bernsku.
Guðbjörg flutti nokkru seinna til
Hafnarfjarðar þar sem hún keypti
hús og hafði ofan fyrir sér með
saumaskap og leigði einnig út her-
bergi. Þá flutti Þóra aftur til henn-
ar og skildu þær mæðgur ekki eft-
ir það.
Þóra og Viggó giftust árið 1941.
Nokkrum árum seinna keyptu þau
íbúð á Skúlagötu 60 í Reykjavík
og bjuggu þar allan sinn búskap.
Hjá þeim var Guðbjörg til æviloka
og annaðist Þóra móður sína af
mikilli umhyggju. Eftir að hún lést
árið 1951 kom á heimili þeirra Sig-
urborg, móðir Viggós, og átti þar
skjól síðustu æviár sín, en Benedikt
var þá látinn. Svona leysti þessi
kynslóð verkefnið sem orðið hefur
að vandamáli á síðari árum, það
er umönnun aldraðra. Þó áttu þau
aldrei stærri íbúð en tveggja her-
bergja og sannaðist hér sem oftar
að þar sem er hjartarúm þar er
húsrúm.
Mér eru í barnsminni heimsóknir
Þóru og Viggós á heimili foreldra
minna, þeim fylgdi einhverskonar
hátíðlegur framandleiki án þess þó
að við krakkarnir yrðum feimin.
Við skynjuðum hlýjuna milli systk-
inanna, pabba og Þóru, án orða,
því að sýna tilfinningar sínar var
aldrei sterka hlið þessarar fjöl-
skyldu, og með móður minni og
Þóru var einlægur vinskapur meðan
báðar lifðu. Þóra og Viggó eignuð-
ust ekki börn en fylgdust vel með
frændfólki sínu af yngri kynslóð-
inni, sem naut rausnar þeirra og
nærveru á hátíðarstundum í lífínu.
Á unglingsárum eignaðist ég
óverðskuldað vináttu þessara heið-
urshjóna. Þá kynntist ég hjartahlýju
og hógværu fólki, sem lagði sig
fram við verk sín, hver sem þau
voru, en taldi ekki ástæðu til að
blása í lúðra. Þau voru þesskonar
þegnar sem hvert þjóðfélag getur
síst án verið. Þau voru ákveðin á
sinn hæverska hátt, en mild í dóm-
um og ég minnist ekki að hafa
heyrt þau hallmæla nokkrum
manni. Á heimili þeirra var gott að
koma, þar vitnaði allt um reglusemi
og snyrtimennsku, hannyrðir Þóru
skipuðu þar veglegan sess og klukk-
an tifaði á stofuskápnum. Þau
höfðu lag á að taka á móti mér
eins og mín hafi verið vænst lengi,
Viggó sló upp veislu og þjónaði
okkur frænkunum til borðs með
spaugsyrði á vörum. Þau fylgdust
með skólagöngu minni og sýndu
öðru bardúsi mínu á þessum árum
lifandi áhuga og stuðning á ýmsan
máta. Þó að einhverjum hafi sýnst
hún dul og fáskiptin og hann eilítið
sérvitur, voru undir niðri skemmti-
legar manneskjur með ríka kímni-
gáfu og samskipti við þau urðu mér
eftirsóknarverð.
En þegar minnst varði tók heilsu
Þóru að hraka. Rúmlega fimmtug
fékk hún langvinnan illvígan sjúk-
dóm, sem fá ráð voru gegn. Hann
vann sitt verk hægt og bítandi og
var oft sárt að sjá hve hart þessi
góða kona var leikin. Hún tók örlög-
um sínum af karlmennsku og kvart-
aði aldrei, enda hafði hún í ríkum
mæli þá eiginleika sem mér hefur
Krislján Bjarna-
son - Minning
Fæddur 18. maí 1971
Dáinn 21. desember 1991
Sunnudaginn 22. desember feng-
um við þá sorgarfrétt að Stjáni vin-
ur okkar væri dáinn. Maður fyllist
reiði og á erfitt með að trúa því
að strákur eins og hann skuli deyja
svona snemma á lífsleiðinni. Stjáni
var alltaf góður vinur og tók okkur
alltaf vel. Okkur eru minnisstæðar
þær stundir sem við sátum saman
í herberginu hans og spjölluðum
um allt milli himins og jarðar, en
þangað vorum við alltaf velkomnar.
Stjáni var alltaf hress og átti það
til að stríða manni þegar maður
átti síst von á. í hjörtum okkar
munum við geyma minninguna um
góðan vin og félaga eins og Stjáni
var okkur.
Við vottum fjölskyldu hans og
vinum dýpstu samúð með þessum
fátæklegu orðum. Guð blessi minn-
ingu hans.
Þú skalt ekki hryggjast, þegar þú skilur við
vin þinn, því að það, sem þér þykir vænst
um í fari hans, getur orðið þér ljósara í fjar-
veru hans, eins og fjallgöngumaður sér fjall-
ið best af sléttunni. (Khalil Gibran).
Arnheiður, Linda Heide
og Ólöf.
Okkur bárust þær sorgarfréttir
22. desember að hann Stjáni vinur
okkar væri látinn. Við eigum mjög
erfitt með að trúa því að þessi lífs-
glaði ungi drengur, gleðimaðurinn
sjálfur eins og hann var oft nefndur
í vinahópi, sé farinn frá okkur.
Margar góðar minningar leita á
hugann og munu þær ylja okkur
um hjartarætur um ókomna tíð. Það
eru minningar um góðan dreng með
breitt bros og spékoppa. Dreng sem
hafði ætíð tíma fyrir vini sína og
gat auðveldlega sýnt manni björtu
hliðarnar á lífinu. Hann var alltaf
tilbúinn til að rétta öðrum hjálpar-
hönd. Stjáni var mjög barngóður
og mátti oft sjá hann með vinkonum
sínum og börnum þeirra. Honum
þótti vænt um foreldra sína og
systkini og talaði.aldrei öðruvísi en
fallega um þau.
Vinahópurinn er stór og samheld-
inn og í hann hefur verið hoggið
stórt skarð sem aldrei jafnar sig
því Stjáni er farinn yfir móðuna
miklu og bíður þar eftir okkur sem
sitjum nú og syrgjum góðan vin.
Megi hann í friði fara.
Við vottum foreldrum hans,
systkinum, ættingjum og öðrum
ástvinum okkar dýpstu samúð og
megi guð styrkja ykkur í þessari
miklu sorg.
Ég sakna þín, ég syrgi farinn vin,
í sálu þinnig fann ég dýpsta hljóminn,
er hóf sig yfir heimsins dægur-glys.
Á horfna tímans horfi ég endurskin,
ég heyri ennþá glaðan, þýða róminn,
frá hreinni sál með hárra vona ris.
(Steinn Steinarr)
Eiki, Jórunn, Ási, Ella,
Guðrún, Lilja og Siggi Már.
Það er erfitt að átta sig á, að
okkar ástkæri vinur sé horfinn yfir
móðuna miklu, og enn erfiðara að
sætta sig við það.
Kristján Friðbjörn var ungur og
í blóma lífsins, rólegur, með ákveðn-
ar skoðanir á hlutunum. Hann var
eins og kletturinn í hafinu, traustur
og góður vinur, sem gott var að
leita til. Hann gaf -sér alltaf tíma
til að hlusta og var tilbúinn til að
hjálpa þeim sem þurfti.
Hann átti líka stóran hóp vina,
sem sakna hans sárt og mun minn-
ingin um hann ávallt lifa í hjörtum
þeirra.
Kristján bjó í húsi foreldra sinna
í Breiðholtinu, þar sem við hittumst
oft vinirnir og áttum saman margar
ánægjulegar stundir.
Nú þegar við komum saman til
að skrifa þessi minningarorð, finn-
um við hvað það vantar mikið, þeg-
ar hann er ekki lengur á meðal
okkar. Við munum ávallt minnast
með ánægju þess tíma sem við átt-
um með Stjána.
Eftir er að segja allt og ég mun ekki
fá það sagt. En man í flöktandi birtunni
eftir lifandi andliti þínu, kviki þínu, þrám þínum,
það verður hjá mér á vegferð minni. Þökk.
(Agneta Pleijel - þýðandi Þóra Jónsdóttir.)
Við vottum Ástu, Bjarna, Svein-
eyju og Brynjari okkar dýpstu sam-
úð. Guð veiti ykkur styrk á þessari
erfiðu stund.
Helena, Hákon, Jónsi,
Kata, Villi Maggi, Berg-
lind, Ari, Kristín, Grímur,
Svanur, Sævar, Linda og
Baldvin.
Okkur er þungt um hjartarætur
er við kveðjum okkar kæra systur-
son og frænda Kristján Friðberg
Bjarnason sem jarðsettur verður í
dag. Hann var fæddur í Reykjavík
18. maí 1991, elstur þriggja barna
Ásthildar Hilmarsdóttur frá
Reykjavík og Bjarna Kristjánssonar
frá Tindum á Skarðsströnd. Á Tind-
um bjuggu Ásthildur og Bjami sín
fyrstu búskaparár en fluttust síðar
til Reykjavíkur.
Kristján gekk í barnaskóla og
lauk grunnskólaprófi. Hann var
mjög skýr og átti auðvelt með að
læra og hefði auðveldlega getað
lagt fyrir sig frekara skólanám, en
ýmsar aðstæður og áhrif verða oft
til þess að freista ungs fólks út á
vinnumarkaðinn allt of fljótt, en því
fylgir mikil ábyrgð og álag á erfið-
um tímum í þjóðfélagi okkar. Hann
starfaði lengst af hjá Olíufélagi ís-
lands og stundaði vinnu sína af
samviskusemi og dugnaði og var
vel liðinn í starfi.
Kristján var mjög barngóður og
elskulegur ungur maður og er hans
sárt saknað af yngri systur sinni
og bróður. Hann var einnig einstak-
lega vinamargur og vinsæll. Hann
átti þó sérstakan vin í Sævari. Einn-
ig var hann tengdur tveim frænd-
systkinum sínum nánum vináttu-
böndum, þeim Boga og Kolbrúnu,
og er óhætt að segja að söknuður
þessa unga fólks í dag er mikill.
Okkur setur hljóða við slíka sorg-
fundist einkenna föðurfrændur
mína úr Grafningi, það er skapfestu
og æðruleysi. Allan þennan tíma
annaðist Viggó konu sína af ein-
stakri natni uns þar kom að hún
varð að fara á sjúkrahús, enda hafði
þá enn bæst á sjúkdómsbyrði henn-
ar. Hún dvaldi síðustu mánuðina á
Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík
og lést þar árið 1976, 64 ára að
aldri.
Eftir lát.Þóru undi Viggó ekki á
Skúlagötunni og fór eins og áður
sagði á Hrafnistu. Þar dvaldi hann,
lengst af við bærilega heilsu, og tók
á móti manni af sama höfðings-^
skapnum og fyrr, og sendi sonum
mínum ungum góðar gjafir, sem
hann hafði sjálfur saumað, ofið eða
hnýtt. Okkur hjónunum var hann
hjálpsamur og greiðvikinn enn sem
fyrr. Það fór þó ekki hjá því að
hinn langi ævidagur setti mark sitt
á hann, sjónin dapraðist mjög og
þegar ég heimsótti hann síðustu
mánuðina fannst mér ég öðlast
nýjan og fyllri skilning á orðinu
ellimóður. Frændfólk hans, systkin-
in Elín og Jóhann Jónatansbörn,
sýndu honum mikla ræktarsemi afla
tíð og hjálp eftir að heilsan bilaði.
Fyrir það var hann afar þakklátur
og mat vináttu þeirra mikils.
Nú eru þau bæði horfin, Þóra og
Viggó, og það hefur þegar fokið í
sporin þeirra. En það góða sem þau
gerðu gleymist ekki þeim er nutu.
Blessuð veri minning þeirra.
Þjóðbjörg Þórðardóttir
arfregn, sem lát Kristjáns var, og
ósjálfrátt streymir að okkur sú
hugsun hversu lífgæðakapphlaupið
og daglegt amstur er lítilfjörlegt á
móti hamingju barnanna okkar og
að aldrei megum við gleyma því að
þau eru líf okkar og bjartasta franir.
tíðarvon, sem við verðum að hlúa
að eins og viðkvæmum og dýrmæt-
um gróðri. Og nú þegar við sitjum
hljóð og full saknaðar og spyijum
okkur hvers vegna hann var kallað-
ur burt svo ungur verðum við að
treysta á að Guð og forsjónin hafi
einhvern tilgang með því að leggja
svo mikla sorg á herðar foreldrum
hans, systkinum og öðrum nánum
ættingjum og vinum sem kveðja
Kristján í dag.
Að lokum viljum við þakka Krist-
jáni samveruna og biðja algóðan
Guð sem bætir öll mein að blessa
hann og varðveita á nýjum vegum
og gefa foréldrum hans, systkinum
og öðrum er næst honum stói&r
styrk til þess að standa af sér þessa
miklu sorg.
Blessuð sé minning Kristjáns.
Ó, faðir, gjör mig lítið ljós
um lífs míns stutta skeið,
til hjálpar vetjum hal og drós,
sem hefur villzt af leið.
(Matth. Joch.)
Tedda, Hildur og Ingi.
Hér eru nokkur kveðjuorð til
elsku Kristjáns.
Far þú í friði
friður Guðs þig blessi
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði
Guð þér nú fylgi
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Ásta, Bjarni, Bryiyar^
Sveiney, Bryndís og Lintía
Björk.
Guð gefi aðstandendum styrk í
raunuru sínum.