Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 Minning: Garðar Bjarnason Hann elsku afi okkar er dáinn. Hvernig verða jólin án hans afa okkar? Hvemig verður að koma í sumarbústaðinn og Snælandið og enginn afi? Já, okkur dettur svo margt í hug þegar við hugsum um afa, hann var alltaf svo góður við okkur. Og skól- inn, alltaf var afi að spyija okkur um skólann, hvemig okkur gengi. Okkur fannst afi alltaf vera svo ánægður með okkur og við áttum vísan stuðning frá honum þegar við -^teituðum til hans með áhugamál okkar, t.d. þegar við báðum for- eldra okkar um hund, kött, vasa- hníf, hest — eða bara eitthvað. Hann var alltaf svo glaður þegar við bömin komum til þeirra ömmu og afa í Snælandið eða í bústaðinn á Þingvöllum. Alltaf var hann afi tilbúinn að hjálpa okkur, hvort sem var við veiðiskap, að finna til verk- efni fyrir okkur eins og að smíða, höggva í eldinn, slá blettinn, aðeins að við hefðum nóg fyrir starfí og væmm ánægð. Ekki megum við gleyma öllum fallegu flugunum, sem hann hnýtti í frítíma sínum á veturna, til þess að gefa okkur þeg- ar við týndum okkar, sem var æði 7 oft. Elsku amma, við vitum að þú saknar hans afa mikið, en við emm hér hjá þér. Guð blessi þig og minninguna um hann afa okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfí Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfír mér. (H. Pétursson.) Með kveðju frá barnabörnunum í dag, 3. janúar, verður jarðsung- inn frá Fossvogskirkju tengdafaðir okkar, Garðar Bjamason, sem lést á Landspítalanum 22. desember sl. eftir harða baráttu við krabbamein. Garðar fæddist 3. júní 1932 í Sigmundarhúsum við Reyðarfjörð. Móðir hans var Kristín Sigríður Ottósdóttir, Magnússonar bónda í Sigmundarhúsum og konu hans, Bjargar Pétursdóttur. Faðir Garð- ars var Bjarni Bjarnason vega- vinnuverkstjóri, Jónssonar bónda í Langey í Dalasýslu. Auk Garðars áttu Kristín og Bjami soninn Ottó Eið en hann lést 4. júní 1982. Þau bjuggu á Grettisgötu 57, Reykjavík, þar til leiðir þeirra skildu árið 1942. Garðar giftist 15. ágúst 1953 Jóhönnu Júlíusdóttur frá Höfn, Hornafirði. Börn þeirra em: Svein- björn, f. 1953, hans kona er Björg Stefánsdóttir, eiga þau tvær dætur; Kristín Sigríður, f. 1956, hennar maður er Steingrímur G. Stein- grímsson, eiga þau 3 börn; Guðný Júlíana, f. 1959, hennar maður er Þráinn Óskarsson, eiga þau 3 böm; Eiríkur Ingi, f. 1963, hans kona er Sigurlaug Baldursdóttir, eiga þau einn son; og Snorri Freyr, f. 1972. Garðar og Jóhanna bjuggu lengst af í Kópavogi eða til ársins 1969 en þá fluttu þau til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan. Garðar hóf ungur störf hjá Ofnasmiðjunni hf. og vann þar í u.þ.b. 20 ár, þar af sem verkstjóri um árabil. Þá hóf hann störf hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og starfaði þar til dauðadags. Jafnhliða gegndi hann hlutastarfí við dyravörslu á Hótel Sögu og síðustu 10 árin húsvarðar- stöðu hjá Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. Tengdafaðir okkar var maður sem bar ekki tilfinningar sínar á torg og án efa hafa þessir síðustu mánuðir verið honum erfiðir. Ávallt þegar hann var spurður hvernig hann hefði það, var svarið það sama: „Ég hef það bara gott.“ Nú þegar hann svo skyndilega hefur verið hrifínn frá okkur, koma upp í hugann ótal minningar og þá fyrst og fremst hversu vel hann tók á móti okkur inn í fjölskylduna. Frá unga aldri hafði Garðar mikinn áhuga á ættfræði og í seinni tíð skráði hann tölu ættar sinnar allt til landnámsaldar. Þá voru íslend- ingasögurnar honum ákaflega hug- leiknar og höfum við ekki kynnst eins fróðleiksríkum manni á þeim sviðum. Landið sitt þekkti hann mjög vel og ferðaðist hann mikið um það á sínum yngri árum. Þá var hann mikill áhugamaður um taflmennsku og veiðiskap. Sumar- bústaðurinn þeirra á Þingvöllum veitti þeim mikla gleði og ánægju. Þar voru þau öllum stundum yfír sumarið og ekki ósjaldan var þar saman komin öll fjölskyldan við leik og störf og voru það yndislegar stundir. Ofarlega í huga okkar var hin mikla væntumþykja hans fyrir börnum okkar og var hún sannar- lega gagnkvæm. Ljúf er minning okkar þegar mynd þeirra beggja kemur upp í hugann. Var hjónaband þeirra ákaflega farsælt og var óeig- ingjarn stuðningur hennar í veik- indum hans honum mikils virði og var umhyggja hennar fyrir eigin- manni sínum okkur lærdómsrík. Viljum við með þessum orðum þakka Garðari samfylgdina og biðj- um algóðan Guð að styrkja ástkæru tengdamóður okkar. Björg, Þráinn og Steingrímur. í dag er til moldar borinn góður vinur okkar, Garðar Bjarnason, sem látinn er fyrir aldur fram eftir stutta en erfíða sjúkdómslegu. Kynni okkar hófust fyrir u.þ.b. 17 árum er nokkrir vinnufélagar fóru að hitast reglulega til að sinna sameiginlegu áhugamáli sínu, skák- Iistinni. Smám saman þróaðist fé- lagsskapur þessi og varð að „fjöl- skylduskákklúbbi", þar sem allir íjölskyldumeðlimir komu saman hálfsmánaðarlega yfír vetrartím- ann. Áhuginn að koma saman var slíkur að jafnvel verstu óveður gátu ekki hindrað þessar kvöldstundir okkar. Allir sinntu þar hugðarefn- um sínum en mest bar þar á skákköppum. Yfir góðum kaffisopa í hléi voru helstu þjóðmálin rædd og leyst. Þannig hefur þetta gengið síðastliðin 15 ár og aldrei borið skugga á vináttu þessara hjóna. Það að hittast svona reglulega og njóta ánægjulegra samvista var fastur punktur í tilveru okkar en fátftt má telja að hópur með þessi áhugamál bindist svona sterkum böndum. Nú sjáum við best hve þessi ár hafa verið okkur ómetan- leg. Garðar var frekar dulur að eðlisfari, en naut sín vel í góðum vinahópi og var góður vinur vina sinna. 2. febrúar síðastliðinn héld- um við hátíðlega upp á 200. skák- klúbbinn okkar og þar var Garðar hrókur alls fagnaðar að vanda, ásamt hinum lukkuriddurunum sem hann nefndi þá vinina. Þar voru einnig börnin sem verið höfðu í skákklúbbnum, sum komin með eig- in fjölskyldu og gátu þau rifjað upp betnskubrekin og allar ánægju- stundirnar. Engan renndi grun í að þetta væri síðasti klúbburinn með þessu sniði eða það sem á eftir kom. Þrem vikum síðar fengum við þær slæmu fréttir að Garðar gengi ekki heill til skógar og skömmu seinna staðfestist að greinst hefði hjá honum hinn illvígi sjúkdómur, krabbamein. Lengi vorum við bjart- sýn um bata en verðum nú að sætta okkur við þessi endalok. Alltaf var gaman að fá í skák- klúbbnum fréttir af velferð barna þeirra og barnabarna, þó að við hittum þau ekki oft eftir að þau uxu úr grasi og fluttu að heiman. Þar var á ferðinni sameiginlegt áhugamál þeirra hjóna, Garðars og Jóhönnu. Auk skákáhugans hafði Garðar yndi af veiðiskap og útivist hvers konar, einnig undi hann sér vel í sumarbústað þeirra hjóna og var hann þar kominn vel á veg með ræktun. Hann hafði einnig ánægju af lestri góðra íslenskra bókmennta, sérstaklega frá fyrri tíð. í veikindum Garðars hafa börn þeirra staðið við hlið Jóhönnu móð- ur sinnar og var ánægjulegt að hann gat dvalið svo Iengi heima við, enda var öll ijölskyldan sam- taka um að létta honum stundina. Á miðju sumri tók Jóhanna sér frí frá vinnu sinni og helgaði sig umönnun manns síns, stóð hún við hlið hans sem klettur, styrkti hann og hjúkraði. Alltaf var ánægjulegt að koma á heimili þeirra hjóna í gegnum árin og þótt það tæki okk- ur sárt að sjá hve heilsu hans hrak- aði undanfarið var okkur alltaf vel tekið. Þá sáum við hve Garðar mat mikils að hafa konu sína sér við hlið og var þakklátur fyrir umönnun hennar og stuðning. Elsku Jóhanna og fjölskylda, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð. Við vitum að hin sterka trú ykkar mun hjálpa ykkur að komast yfir þennan mikla missi ástvinar. Við hjónin kveðjum hér góðan vin. Blessuð sé minning hans. Jón, Margrét, Eiríkur, Jóhanna og fjölskyldur. Fæddur 3. júní 1932 Dáinn 22. desember 1991 Mig langar með nokkrum orðum að minnast tengdaföður míns, Garðars Bjarnasonar. Hann var kvæntur Jóhönnu S. Júlíusdóttur, oftast kölluð Lilla, og eiga þau fimm böm, Sveinbjörn, Kristínu, Guðnýju, Eirík og Snorra, allt vel gert myndarfólk. Kynni mín af Garðari hófust árið 1987 þegar ég kom ný inn í fjöl- skylduna. Fyrir mig þá 22ja ára var þetta heljarmikið þrekvirki að heilsa og kynnast tilvonandi tengdafor- eldrum, en svo sannarlega hefði ég ekki þurft að kvíða því, því mér leið strax vel í návist þeirra og þau létu mig finna að ég væri velkomin á þeirra heimili. Tveimur árum seinna átti enn betur eftir að reyna á góðvild þeirra í okkar garð, mín og Eiríks sonar þeirra, þá vorum við að kaupa okkar fyrstu íbúð og vorum í húsnæðisvandræðum í eina fimm mánuði áður en við gátum flutt inn. Þá buðu þau okkur að búa hjá sér og er ég þeim ævinlega þakklát fyrir það. Það eru margar góðar minningar frá þeim tíma. Garðar og Lilla byggðu sumarbú- stað á Þingvöllum með góðri aðstoð barna sinna og tengdasona og voru það mestu sælustundir Garðars að vera í sumarbústaðnum og dvöldu þau hjónin þar langdvölum á sumr- in. Mér er mjög minnisstætt þegar við Eiríkur eignuðumst son okkar Sævar Inga í ágúst 1990, þegar þau Garðar og Lilla komu til mín á fæðingardeildina og varð hann klökkur þegar hann sá sonarsoninn, þarna sá ég alveg nýja hlið á Garð- ari. En eftir að hafa eignast barn sjálf fann ég hversu góður afi Garð- ar var barnabörnunum sínum. Hafði hann mjög gaman af þegar allur fjöldinn var samankominn í Snæ- landinu, börnin, tengdabörnin og barnabörnin. Af sínum alkunna myndarskap sá þar Lilla um Ijúfar og góðar veitingar handa öllum ijöldanum. Þau hjónin Garðar og Lilla stóðu alltaf vel saman og var Lilla honum dyggileg stoð og stytta allt fram á síðasta dag. I bjargfastri trú bið ég góðan Guð að blessa og gæta Garðars, styrkja Lillu og alla ástvini hans. Drottinn vakir, Drottinn vakir daga’ og nætur yfír þér. Blíðlynd eins og bezta móðir ber hann þig í faðmi sér. Allir þótt þér aðrir bregðist, aldrei hann á burtu fer. Drottinn elskar, - Drottinn vakir daga’ og nætur yfir þér. (S. Kr. Pétursson) Sigurlaug Björg Baldursdóttir Fullkomin Júdó Byrjendanámskeib Aðalþjálfarar: Michal Vachun 6. Dan Bjarni Friðriksson 5. Dan .. Líkamsrækt GYM 80 tækjasalur Dynavit þrektæki Lifestep þrekstigar Sjálfsvörn Jiu - Jitsu Þjálfari: Elín Þórðardóttir 1 Kyu Líkamsrœkt • 500 ferm. glæsilegt húsnæði, ab Einholti 6 « Mánaðarkort kr. 3.900.- • 3 mánaða kort kr. 8.800.- 3 mánaða kort (dagtímar frá kl. 10-16) kr. 6.800.- Upplýsingar oq innritun alla virka daga frá kl. 10-22 í síma 627295 eoa frá kl. 11-Í6 laugardaga og sunnudaga. ARMANN JÚdÓ GYM Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting- ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á 2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn- arstræti 85, Akureyri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.