Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
37
Jazzdans,
inodcni ballett
í Dansstúdíói
Sóleyjar í vetur
Byrjum 13. jan.
Fyrir börn 10 ára og eldri,
unglinga og fullorðna.
Flokkar fyrir byrjendur og
framhald.
Takib eftir:
I vetur ætlum við að hafa tima
fyrir eldri nemendur. Það verða
tímar fyrir þá sem dönsuðu á
sínum'sokkabandsárum" en hættu
einhverra hluta vegna. Við
vitum að ykkur langar til að
dansa og okkur langar til að fá
ykkur í tíma.
ÁSTRÓS MARGRÉT Aa,A
verðum öll að lúta vilja þess sem
öllu ræður. Þó oft sé erfitt að sætta
sig við það.
Ég votta Sigríði, börnum Ólafs
og öðrum aðstandendum hans mín-
ar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi hann hvíla í friði.
Kristófer Tómasson
Ég vil minnast góðs manns, Ólafs
Jónatanssonar, sem hún amma mín
giftist fyrir um tuttugu og fjórum
árum, en hann lést 21. desember
sí. á sjötugasta og þriðja aldursári.
Allt frá því að þau kynntust fyrst
voru þau samhent í öilu því sem
þau tóku sér fyrir hendur og það
var ánægjulegt að fylgjast með því
hve samband þeirra varð sterkt með
árunum.
Ég átti því láni að fagna á mínum
unglingsárum að búa á heimili
þeirra hjóna í nokkur ár og reynd-
Olafur Þ. Jónatans-
ist Óli mér vel í alla staði á þessum
árum. Hann var hæglætismaður en
um leið hinn mesti vinnuþjarkur og
ósérhlífínn. Mér er það minnisstætt
á þessum tímamótum að hann út-
vegaði mér mína fyrstu vinnu hjá
Slippnum, en þar hafði hann unnið
um árabil. Sem unglingur reyndist
mér það mjög erfítt að fylgja honum
eftir fyrstu dagana í vinnunni. Hann
var mér góð fyrirmynd um gildi
vinnuseminnar. Óli var afar barn-
góður maður og hændust börnin
mjög að honum þegar þau komu í
heimsókn til þeirra hjóna. Barn-
gæska fólks vitnar ætíð um gott
hjartalag þess og Óli tilheyrði þess-
um hópi manna. Óla afa verður
sárt saknað.
Um leið og ég kveð hann Óla í
hinsta sinn vil ég votta nánustu
ættingjum hans samúð mína. Bless-
uð sé minning hans.
Stuart og fjölskylda
Kennarar:
Ásta, Sóley, Bryndís
og Hanna Stína.
Hafnarfjörður
Sömu kennslu bjóðum við í Hafnarfirði fyrir stelpur
og stráka á aldrinum 5 til 12 ára.
Kennum við jazzdans og Turtlesdansa og 13 ára
og eldri jazz og funk.
Kennari: Helena Jónsdóttir.
Innritun hefst mónudnginn 6. jun.
í símn 687701 og 687801.
s
son - Minning
Fæddur 27. júní 1919 af að ræða um en knattspyrnu, þar
Dáinn 21. desember 1991 Var hann betur heima en margur
Ég vil að lokum þakka Óla fyrir
ánægjulega samfylgd, sem ég hefði
gjarnan kosið að yrði lengri. En við
8 fcóli
börll
Skóli fyrir stelpur og stráka
á aldrinum 2\a til 9 ára.
Jazzdans er skemmtileg og þroskandi hreyfing
fyrir hugann og líkamann; tími sem byggir
á upphitun, dansi og leikrænni tjáningu.
Tímar einu sinni í viku á föstudögum
Afi er dáinn.
Elsku afi minn, sem mér þótti
svo vænt um er allt í einu farinn
svo snöggt og óvænt, rétt þegar
jólahátíðin var að ganga í garð með
alla sína jóladýrð, væntingar og
gleði.
Mig langar að minnast afa míns,
sem var mér svo góður og einlæg-
ur, enda gekk ég a lagið og notaði
mér það óspart að hringja og biðja
um að fá að koma og gista. Afi
átti erfitt með að segja nei og ekki
var amma síðri, æ lofum honum
að koma, voru oft hennar úrslitaorð.
Hjá þeim átti ég mitt herbergi
og dót, afi kenndi mér að spila og
tefla, hann fór með mér í bæinn
og meira að segja í bíó.
En ekki er hægt að tala um afa
án þess að minnst sé á ömmu, kon-
unnar hans afa sem var mér sem
besta ammá alla tíð.
Þau báru svo mikla umhyggju
og elsku til mín, sem ég fæ ekki
þakkað. Ég þakka öll árin, sem ég
átti með afa mínum.
Guð blessi ömmu mína í sorg
hennar.
Hvað skal segja sorgin þung er mætir?
- Guðs sonur þerrar tár og raunir bætir,
að fela honum sig og alla sína
er sælan mesta, harmar lífs þá dvína.
Hver minning vermiá geislum Guðs frá hjarta
þeir geislar hrekja raunamyrkrið svarta,
þau verða að björtum brosum sorgartárin,
því blessun Drottins fegrar liðnu árin.
(G.G.)
Afadrengur
Þegar ég fékk þær dapurlegu
fréttir að Olafur væri kominn yfír
móðuna miklu, setti mig hljóðan.
Ósjálfrátt reikaði hugurinn til þeirra
góðu stunda sem ég átti með Ólafi.
Óli, eins og okkur sem þekktum
hann var tamara að kalla hann,
fæddist á Akureyri 29. júní 1919.
Hann fór ungur til sjós, og stund-
aði sjómennsku í fjölmörg ár, lengst
af sem háseti á togurum og einnig
í nokkur ár á varðskipum. Uppúr
1960 flutti Óli suður til Reykjavíkur
og nokkrum árum síðar fór hann í
land og vann almenna verkamanna-
vinnu upp frá því, lengst af hjá
Fóðurblöndunni og einnig hjá Lýsi
hf.
Árið 1967 kynntist Óli seinni
konu sinni Sigríði Kristófersdóttur
frá Klúku í Arnarfirði. Hún lifír
mann sinn. Þeim var ekki barna
auðið, enda voru þau bæði komin
yfir miðjan aldur þegar þeirra fund-
um bar saman. Börn Óla frá fyrra
hjónabandi eru fjögur. Elst er Guð-
björg, gift Eyjólfi Guðmundssyni
hún á fjögur börn. Ingi, kvæntur
Helgu Svavarsdóttur, þau eiga fjög-
ur böm. Ólafur, kvæntur Ágústu
Kjartansdóttur, þau eiga tvo syni.
Yngstur er Oddur, hans kona heitir
Gréta og eigá þau tvö börn.
Óli verður þeim er þetta ritar um
margt eftirminnilegur. Ég var ekki
hár í loftinu þegar ég varð þess
áskynja hvað þarna var ljúfur mað-
ur og hlýr, þó ekki bæri hann sínar
tilfinningar á torg. Hann virtist allt-
af sáttur við allt og alla. Óli var
einkar skemmtilegur viðræðufélagi.
Hann var vel inni í þjóðmálunum
hyeiju sinni og alltaf var gaman
að heyra hans viðhorf. Það leyndi
sér ekki hvaða lit hann valdi í póli-
tíkinni. Fátt hafði Óli meiri ánægju
annar.
Það reyndist Óla og Sigríði gæfu-
spor að ganga í hjónaband. Sambúð
þeirra var farsæl. Þau sýndu hvort
öðru hlýju og velvild. Þau hjón voru
ákaflega gestrisin. Þeirra heimili
stóð alltaf opið fyrir vinum og ætt-
ingjum og fáum hef ég kynnst sem
hafa sýnt sínu fólki eins mikla
tryggð og þau hafa gert. Ég kann
þeim mínar bestu þakkir fyrir allar
þær ferðir sem þau lögðu á sig til
að heimsækja okkur í Helludal. Ein
slík ferð var fyrirhuguð þegar kall-
ið kom.
Morgunblaðið tekur afmæl-
is- og minningargreinar til
birtingar endurgjaldslaust.
Tekið er við greinum á rit-
stjórn blaðsins á 2. hæð í Aðal-
stræti 6, Reykjavík og á skrif-
stofu blaðsins í Hafnarstræti
85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að
greinar verða að berast með
góðum fyrirvara.