Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 38
38
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
Minning:
Gísli Þ. Magnússon
frá Leirvogsvatni
Fæddur 13. maí 1907
Dáinn 19. desember 1991
Kaldan desemberdag var vatnið
meira og minna bundið í klaka-
bönd. Þá kvaddi hann þennan heim,
maðurinn sem einmitt var kenndur
við þetta einkennilega efnasamband
sem við köllum vatn.
Ég kynntist Gísla á Vatni þegar
' ég var að alast upp í Mosfellsdal.
Þá bjó Gísli á Leirvogsvatni,
stundaði þar búskap og einnig
lausamennsku á ýmsum bæjum,
ekki síst í Dalnum. Gísli var eftir-
sóttur til vinnu enda hamhleypa til
allra erfíðisverka.
Hann lá hvergi á liði sínu og
þótt erfítt væri að halda uppi sam-
ræðum við hann vegna slæmrar
heyrnar var hann alls staðar auf-
úsugestur.
Hann var einn af þeim sem gat
auðgað umhverfí sitt með nærver-
unni einni saman.
Seinna þegar hann brá búi og
settist að í litlu húsi á Varmá var
hann um árabil daglegur gestur í
VaiTnárskóla.
Oft varð mér hugsað til þess
hvað þessi öðlingur kenndi börnun-
um mikið með nærveru sinni og þá
eitthvað sem bækur og kennarar
eru aldrei fær um að kenna.
Það voru líka margir sem lögðu
lykkju á leið sína til Gísla. Þrennt
var það sem einkenndi heimsóknirn-
ar: ómælt kóka-kóla, stopular sam-
ræður og spilamennska, stundum
ilmandi vindlareykur í kaupbæti.
Og nú er þessi ljúflingur ekki
lengur á meðal okkar en minningin
lifir um góðan dreng.
Frosthörkumar sem drápu allt
vatn í dróma fyrir jólin dugðu ekki
lengi.
A jólanótt þiðnaði og vatnið tók
að streyma óhindrað. Þannig er og
um minningarnar um Gísla á Vatni.
Þær verða aldrei lengi bundnar í
klakabönd hjá því fólki sem kynnt-
ist honum.
Bjarki Bjarnason
Það var vordag einn í maí á fyrsta
áratug þessarar aldar að báti var
. siglt eða róið úr Reykjavík inn
Hvalfjörð og lent í fjöru þar sem
hið forna höfuðból Saurbær í Kjal-
ameshreppi stendur, yst á mar-
bakkanum. I bátnum var farþegi,
fársjúk kona komin að barnsburði
sem leitaði sér líknar hjá bænda-
höfðingja sem þá bjó í Saurbæ,
Eyjólfí Runólfssyni. Ekki veit sá
sem þetta ritar hveijar orsakir lágu
til þess að þau hjón, Guðrún Finns-
dóttir og Magnús Bjarnason leituðu
í þessum nauðum sínum til Eyjólfs
bónda, er konan var að ala þeirra
yngsta barn — aðrar en þær að
Eyjólfur var ekki eirungis kunnur
að hjálpsemi við þá sem erfitt áttu
— heldur einnig mjög heppinn yfír-
setumaður sængurkvenna — tók á
móti um sexhundruð börnum um
sína daga og heppnaðist ætíð vel.
Fátítt var að karlar inntu af hönd-
um slík líknarstörf og þótt íslensk
tunga eigi ein tungumála hið óvið-
jafnanlega hugtak ljósmóðir — á
hún ekki jafn hugljúft orð yfír þá
karlmenn sem þessu hlutverki hafa
gegnt á liðnum öldum.
Kona þssi fór burt er henni var
batnað og orðin léttari en svein-
bamið sem hún ól 13. maí 1907,
varð eftir, eitt af mörgum börnum
sem þau Saurbæjarhjón tóku í fóst-
ur og átti þar gott atlæti sem önn-
ur fósturböm þeirra hjóna.
Þetta eðallyndi gagnvart um-
komulitlu fólki gekk í arf því Ólafur
sonur Eyjólfs, bóndi í Saurbæ eftir
föður sinn, og Guðlaug Jónsdóttir
kona hans, ólu einnig upp og komu
til manna mörgum bömum vanda-
lausra og fengu vart annað fyrir
en verðskuldað þakklætið, en þau
vom barnlaus sjálf.
Saurbær í Kjalameshreppi var —
eins og alþjóð veit — höfðingjasetur
frá upphafi Islandsbyggðar, kirkju-
staður og stórbýli meðan enn var
búið á Islandi að hefðbundnum
hætti fornra búskaparhátta. Þar var
jafnan margt fólk og mikið umleik-
is. Eyjólfur stundaði auk búskapar
sjósókn frá heimræði enda oft mik-
ill fískur innfjarðar á þeim tíma og
stutt að róa. Gísli vandist því frá
blautu barnsbeini við öll sveitar-
störf og undi sér best í slíku starfí
meðan starfsorka entist, og alla
ævi hafði hann mikið yndi af hvers
kyns veiðiskap og var ótrúlega físk-
inn. Oft sagði hann frá því hvað
fóstri hans hefði sent hann víða um
sveitina, á marga bæi sem ekki
áttu útræði með þungar byrðar af
físki til gjafar eftir að Eyjólfur var
kominn að úr vel heppnuðum róðri.
Það verður vart sagt að heilladís-
irnar hafí verið örlátar um of er
þær stóðu við vöggu þessa vor-
bams, en kannski áttu veikindi
móðurinnar við fæðinguna sinn
þátt í að Gísli varð af mörgum þeim
gjöfum sem flestum hlotnast, þótt
í misríkum mæli sé. Hann komst
því lítt til þess þroska sem af bóka-
mennt hlýst. Átti hann þó til gáfu-
manna og hæfíleikafólks að telja í
báðar ættir. En þær gjafír þáði
hann þó umfram marga ástmegi
guðanna, sem öfundsverðar mega
teljast — gott hjartalag sem sýndi
sig þegar á reyndi og heilsuhreysti
sem var með slíkum fádæmum, að
vart mun hann hafa legið rúmfastur
heilan dag frá æsku fram í háa
elli og því fylgdi bæði seigla og þol
til erfíðustu starfa. En ekki er vafí
á að þar hefur hann búið að því
góða atlæti sem hann fékk hjá fóst-
urforeldrum sínum.
Eftir að Gísli yfírgaf æskuheim-
ili sitt, ungur maður, varð hann
ársmaður á heimili föður míns í
tólf ár — og ári betur þó, ef allt
er talið. Þá kom oft í ljós einn
hæfíleiki Gísla. Störfum verkmanna
í sveit á þeim árum, ekki síst í
fjallabyggðum, fylgdu óhjákvæmi-
lega margvísleg ferðalög á öllum
tímum í alls konar veðrum, smala-
mennska og fjárgæsla, auk annars.
Það var sama hvort Gísli þurfti að
reka smalafé í haustmyrkri, leita
kinda í kafaldsbyljum, fara í óhjá-
kvæmilegar sendiferðir til allra
átta, eða fylgja ferðamönnum um
vegi sem vegleysur, jafnt í sólskini
sem svartaþoku, óskeikul ratvísi
hans brást aldrei.
Að loknum þessum kafla ævinnar
yfírgaf Gísli æskusveit sína í fyrsta
sinn, en fór þó ei Iangt, heldur flutti
sig suður yfir Leirvogsá og gerðist
fjárbóndi í Mosfellssveit, á litlu
grasbýli sem hann nefndi Leirvogs-
vatn. Þar rættist draumur hans um
að verða sjálfstæður maður og eig-
in herra. Þar kom hann upp snotru
fjárbúi en stundaði jafnframt
íhlaupavinnu hjá öðrum bændum í
Mosfellssveit eða vegavinnu hjá sín-
um fyrri húsbónda.
Það hafði einatt verið óska-
draumur margra ungra, eignalítilla
vinnumanna og lausamanna á þeim
árum sem Gísli var að alast upp —
að eignast bú og verða sjálfstæður
maður. En nú var þessi búskapur
Gísla kannski orðinn tímaskekkja.
Sá tími var brátt í vændum að flest
annað þótti meiri hagvísindi en að
eija jörð og framleiða matvæli. Að
lifa um efni fram á útlendu lánsfé,
falbjóða útlendingum landsréttindi
var sá boðskapur sem skyldi blífa
hjá þjóð sem hafði etið skóbætur í
neyð fyrir tæpum tvö hundruð
árum. Þó hygg ég vafalaust að
þennan rúma aldarfjórðung sem
Gísli bjó eigin búi hafí hann lifað
sín hamingjusömustu ár þó ekki
væri af miklu efnahagslega að taka.
Mosfellsveitarmenn eru flestir
drengskaparfólk, góðir í raun. Þeir
tóku þessum frumbýlingi vel og
þegar leið á ævi Gísla, og hann
varð að hætta bolloki sínu á Leir-
vogsvatni er starfsþrekið dvínaði,
sáu þeir ætíð til þess að hann fengi
þau störf er hann gat innt af hendi
og unnið samfélaginu gagn án þess
að þurfa að þiggja. Hér verða ekki
nefnd nöfn þeirra heiðursmanna er
að þessu studdu, enda áreiðanlega
ekki í þökk þeirra að þau séu borin
á torg. Þeirra umbun er sú ein áem
meistarinn mikli orðaði svo endur
fyrir löngu: Það sem þér gerið ein-
um minna minnstu bræðra, það
hafíð þér og mér gjört. Hér fylgja
að leiðarlokum hinstu kveðjur til
hins látna og þakkir fýrir liðnar
samverustundir í blíðu og stríðu.
Egill J. Stardal
Það var haustið 1982. Þá fyrst
kynntist ég Gísla á Vatni, afabróður
mínum, er ég fluttist í Mosfellssveit-
ina. Eftir að fundum okkar bar
saman, þá um haustið, var ég bara
nefndur frændi. Nafn mitt heyrði
ég hann aldrei segja. Það sem skipti
miklu máli fyrir gamla manninn,
sem af einhveijum ástæðum ólst
upp hjá vandalausum, var að eiga
ættingja, sem leit til hans öðru
hveiju. Það gladdi hann þó mest
af öllu, ef stelpurnar mínar voru
með í förum, þá var alltaf konfekt
og kók á boðstólum og ef „frændi"
þáði ekki brennivínstár og vindil,
þá mislíkaði honum. Hann var
nefniiega höfðingi í lund.
Ég man alltaf eftir þeirri stund
er hann innti mig fýrst eftir því,
hvort ég þyrfti ekki bráðum að
„skreppa suður“. Ég áttaði mig
ekki strax á því hvað hann ætti
við, en auðvitað var það kaupstað-
arferð, hann átti erindi til Reykja-
víkur. Suðurferðirnar urðu fljótlega
fastur punktur í tilverunni. I fyrstu
var hann alltaf með í för og ræddi
þá mikið um landsins gagn og nauð-
synjar, veðurútlit, heyskap, veiði-
mennsku og kartöflur. Já, allt sem
snerti landið. Hann var nefnilega
náttúrubam, svolítið öðruvísi, hluti
af sveitinni. Það er ef til vill engin
tilviljun hvað hann átti marga vini
og hve margir reyndust honum vel.
Vil ég þar fyrst og síðast nefna
starfsfólkið við Varmárskóla, það
reyndist honum betur en enginn.
Öllum virtist þykja vænt um Gísla
og er of langt mál að nefna alla
þá er heimsóttu hann, tóku í spil
og styttu honum stundir á ýmsa
aðra vegu, honum og þeim sjálfum
til ánægju.
Kynni okkar voru ekki löng, en
ég þakka forsjóninni fyrir að hafa
fengið að kynnast Gísla frænda
þessi ár.
Fátæklegri verður Mosfellssveit
án Gísla á Vatni, en svona er lífið.
Helgi R. Einarsson
Gísli Þórarinn Magnússon, Gísli
á Vatni, eins og hann var kallaður,
fæddist í Vík á Skagaströnd, sonur
hjónanna Guðrúnar Finnsdóttur og
Magnúsar Magnússonar bónda þar.
Magnús fluttist til Reykjavíkur
stuttu eftir að Gísli fæddist og var
honum komið í fóstur aðeins
ársgömlum til hjónanna á Saurbæ
á Kjalarnesi, Vilhelmínu og Eyjólfs
Runólfssonar. Gísli dvaldi hjá þeim
fram yfír tvítugsaldur og vann alla
almenna vinnu við búskapinn. Þótti
honum þó mest til koma að gæta
fjár og kunni það verk vel, eins var
hann góður sláttumaður og beitti
ljánum af mikilli leikni. Hann vann
einnig við vegavinnu þegar hún
gafst og fór til sjós tvívegis, bæði
til Vestmannaeyja og í Hafnir á
Reykjanesi.
Gísli var óskaplega kappsamur
við vinnu og fengi hann hrós efidist
hann allur svo um munaði. Skóflan
var honum sérstaklega töm og var
það mörgum ráðgáta hvað hann var
fljótur að grafa skurði eða moka
út úr fjárhúsum, enda var hann oft
fenginn til þeirrar vinnu af sveit-
ungum sínum.
Gísli var léttur á fæti, fremur
smár vexti. Sem dæmi um það hve
fótfimur hann var þá fór hann
stundum í smalamennsku upp í hlíð-
ar Esju og eltist við óþægar rollur
og hafði sem fótabúnað klofstígvél
sem hann gekk reyndar á mest allt
sumarið.
Frá Saurbæ fór Gísli til Kolbeins
í Kollafírði og var þar í tvö ár en
fór þaðan að Stardal til Jónasar
Magnússonar og Kristrúnar Ey-
vindsdóttur. Hjá þeim á því myndar-
heimili dvaldist hann yfír tuttugu
ár eða þar til hann fluttist að Leir-
vogsvatni _ sem var næsti bær við
Stardal. Á þessum tíma kynntist
hann Sigríði Bjarnadóttur, sem var
ættuð frá Akranesi, og því var það
að Gísli keypti gamla húsið á Leir-
vogsvatni, reif það og byggði lítið
hús á grunninum. Þetta gerði hann
með aðstoð Jónasar og annarra
góðra manna. Þau hófu búskap
saman Gísli og Sigga, og áttu upp
frá því sitt eigið heimilið. Ekki var
jörðin nú grösug, smáblettur kring-
um húsið sem lítið gaf af sér til
fóðrunar fjölda fjár sem Gísli kom
sér upp; eða níutíu ær þegar mest
var á húsum. Svo kom gamaveikin
og bændur urðu að skera niður
góðan fjárstofn, það varð Gísli líka
að gera.
Eg kynntist Gísla og Siggu þegar
þau bjuggu á Vatni eins og sagt
var. Mér fannst þau sárafátæk og
húsið varla íbúðarhæft að sumri
hvað þá á veturna. Gísli hafði sára-
litla vinnu og alls enga allan vetur-
inn enda erfítt að komast til og frá
til daglaunastarfa.
Ég var því beðinn um að líta til
með þeim og sjá til þess að þau liðu
engann skort. Því var það að ég fór
að hitta. Gísla. Mér fannst hann
fornmannlegur í útliti og háttum.
Ég náði litlu sambandi við hann,
því hann var nær heyrnarlaus. Ég
bauð honum vinnu við byggingar-
framkvæmdir á Varmá en hann gaf
lítið út á það.
Svona var upphafið að þijátíu
ára kynnum og samstarfi okkar
Gísla. Það leið ekki á löngu þar til
hann varð fastur starfsmaður
Fæddur 4. febrúar 1911
Dáinn 21. desember 1991
Mig langar til að kveðja elsku
afa minn með örfáum orðum. Hann
lést á Landspítalanum, rétt áður
en jólin gengu í garð, okkur öllum
að óvörum, áttræður að aldri, eftir
tæplega sólarhringslegu.
Ég ætla ekki að rekja hér ævi
hans heldur aðeins stikla á stóru.
Hann fæddist í Hafnarfirði, sonur
hjónanna Jónfríðar Haildórsdóttur
og Siguijóns Gunnarssonar. Ólst
hann þar upp í stórum systkina-
hópi. Afí giftist eftirlifandi konu
sinni, Katrínu Margréti Guðjóns-
dóttur frá Tóarseli í Breiðdal, og
varð þeim fjögurra barna auðið. Þau
eru Örn Öskar, kvæntur Svönu
Jónsdóttur og búa þau á Akranesi.
Hrafn er kvæntur Helgu Ólafsdótt-
ur, þau búa í Hafnarfirði. Stefanía
Dagný, gift Árna Ragnari Guð-
mundssyni, búsett í Reykjavík, og
Guðjón sem er kvæntur Helgu Jó-
hannsdóttur, þau eru búsett á Sel-
tjamarnesi. Barnabörnin eru 14 og
hreppsins og honum var hjálpað til
að komast frá Leirvogsvatni og
búið gott hús á Varmárbrekku með
öllum þægindum. Hann lauk starfí
sínu sökum aldurs fyrir nokkrum
árum og það er Mosfellsbæ til sóma
hvernig búið hefur verið að honum
í ellinni. Sigga dó fyrir nokkrum
árum og þá tóku skólastjóri og
kennarar Varmárskóla Gísla í fæði
í skólanum sem hann naut upp frá
því.
Hann átti marga góða vini og
eitt af því skemmtilegasta sem Gísli
gerði var að halda veglegar af-
mælisveislur og því fleiri sem komu
því betra. Því var það að hann hafði
oft á orði veislu sem hann hélt í
Hlégarði þegar hann varð sjötugur
og húsið fylltist af gestum eða um
þijú hundruð manns. Það voru fáir
sem gátu státað af betri aðsókn.
Það fannst Gísla afbragð.
Gísli og Sigga áttu engin böm
en tóku þess í stað börn til sumar-
dvalar. Það veit ég að hefur átt vel
við ■ Gísla, því barnbetri mann var
varla hægt að hugsa sér. Hann
færði bömum mínum ávallt eitthvað
þegar þau áttu afmæli og eins var
á jólum. Hann varð fljótt eins og
einn af heimilisfólkinu mínu og
margir héldu að hann væri eitthvað
skyldur mér en svo var ekki.
Gísli vann mest með skófluna hjá
Mosfellsbæ, honum hentaði ekki að
beita sög eða hamri. Því var það
að ég fékk hann alltaf til að taka
grafír þegar þess þurfti. Hann var
bæði fljótur og vandvirkur við það.
Hann var mjög athugull og eftir-
tektarsamur. Það var einu sinni að
hann átti að moka ofan í gröf að
hann kom til mín úr garðinum og
sagðist ekki moka ofan í gröfina
nema ég kæmi og sæi kistuna. Ég
fór strax með honum og það var
alveg rétt, kistan sneri öfugt í gröf-
inni. Svo var það ef hrafn krunkaði
yfír gröfinni þá sagði Gísli að það
væri stutt i næstu grafartöku og
væru hrafnarnir tveir urðu grafírn-
ar tvær. Þetta gekk alltaf eftir.
Gísli átti tvö áhugamál framar
öðrum, það var að veiða lax og
rækta stærri kartöflur en ég. í veið-
imennskunni var hann mér miklu
fremri og hefði verið það í kartöflu-
rækt ef hann hefði ekki tekið upp
úr sínum garði mánuði á undan
mér, en það gerði hann vegna frost-
hræðslu. Hann var á svo margan
hátt sérstakur maður og náttúru-
bam að það er erfítt að lýsa honum.
Við vinir hans sjáumn á eftir
heiðarlegum, trygglyndum dugnað-
armanni sem fékk engin tækifæri
þegar hann var ungur en var að
þroskast alla sína ævi. Hann vildi
alltaf vera að veita öðrum en lítið
þiggja sjálfur. Nú þegar hann siglir
yfír móðuna miklu, óskum við hon-
um velfarnaðar á ókunnum strönd-
um. Blessuð sé minning hans.
Hreinn Þorvaldsson
barnabarnabörnin eru einnig orðin
14. Afí starfaði lengst af við bif-
reiðaakstur hjá OLÍS og var mjög
trúr og traustur starfsmaður, enda
var aksturinn honum afar hugleik-
inn. Þau amma bjuggu á Klepps-
vegi þar til fyrir tveimur ámm er
þau fluttu í þjónustuíbúðir fyrir
aldraða við Grandaveg 47.
Afi var það Iánsamur að geta
sinnt sínum málum og séð um sig
fram á síðasta dag. Það stóð þó
ekki á ijölskyldunni að hjálpa eða
létta undir með þeim ömmu, en
hann vildi sjá um sig og sína á
meðan hann gæti. Afí var alla tíð
mjög heilsuhraustur en var hjart-
veikur síðustu tvö árin. Þegar ég
hugsa til baka kemur mér í hug
hve góður afi var, betri afa er ekki
hægt að hugsa sér. Alltaf hugsaði
hann um okkur bamabömin og
barnabarnabömin fyrst og fremst.
Afi var alveg einstakur barnakarl
og börnin hændust að honum. Hann
brosti út að eyrum þegar hann sá
börnin sín. Aðeins tveimur dögum
áður en hann lést kom hann til
Helgi S. Sigurjóns-
son — Minning