Morgunblaðið - 03.01.1992, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
Minning:
Bjamey S. Samúels-
dóttir hjúkrunarkona
Fædd 11. febrúar 1893
Dáin 23. desember 1991
í dag er gerð útför Bjameyar
Sigríðar Samúelsdóttur, Eskihlíð
6a, Reykjavík. Bjarney fæddist 11.
febrúar 1893 og var því orðin hart-
nær 99 ára gömul er-hún andaðist
23. desember sl. Faðir hennar var
Samúel Halldórsson, bóndi og sjó-
maður, fæddur 4. júní 1853, látinn
3. mars 1905. Samúel stundaði sjó-
mennsku frá Hnífsdal og Bolungar-
vík. Foreldrar Samúels voru Halldór
Þórðarson, sjómaður við ísafjarðar-
djúp, og Rannveig Ólafsdóttir. Móð-
ir Bjameyjar var Sigríður Pálsdótt-
ir, fædd 8. júní 1855, látin 25.
mars 1906. Sigríður var dóttir Páls
Guðmundssonar, bónda í Amdal við
Skutulsfjörð, og Guðbjargar Sig-
urðardóttur. Systkini Bjameyjar
vom Rannveig, Halldór, Guðmund-
ur, Páll, Kristján og tveir ónafn-
greindir bræður er létust í frum-
bemsku. Var Bjamey yngst þeirra
systkina.
Er Samúel faðir Bjameyjar and-
aðist árið 1905, fluttist Bjarney
með móður sinni og ömmu, Guð-
björgu, til Hnífsdals, en þar höfðu
bræður hennar, Halldór og Páll,
keypt hús fyrir þær mæðgur. Sig-
ríður, móðir Bjameyjar, andaðist
hins vegar ári síðar, þ.e. 1906.
Fluttist Bjamey þá inn á ísafjörð
til Rannveigar systur sinnar, sem
það sama ár hafði gifst Jóni Hró-
bjartssyni, verslunarmanni hjá
Skúla Thoroddsen og síðar kennara
við Bamaskólann á Isafirði. Jón var
einnig þekktur fyrir málverk sín og
teikningar, sem enn í dag njóta
mikilla vinsælda. Hjá Rannveigu og
Jóni dvaldi Bjamey þar til hún flutt-
ist til Reykjavíkur 1914, en þar
hafði hún ráðið sig í vist hjá Egg-
ert Claessen, hæstaréttarmálaflutn-
ingsmanni og frú Soffíu Joanssen
Claessen, fyrri konu hans. Bjamey
ákvað fljótlega eftir komuna til
Reykjavíkur að leggja stund á
hjúkmn. Sótti hún því um námsvist
við Kommunehospitalet í Kaup-
mannahöfn og naut þar aðstoðar
Eggerts Claessens og bróður hans
Gunnlaugs, sem síðar varð yfir-
læknir við röntgendeild Landspítal-
ans. Fór Bjamey utan 1916 og lauk
námi þremur ámm síðar, 1919. Gaf
hún fróðlega og skemmtilega lýs-
ingu á námsdvöl sinni ytra, sem of
langt mál er að rekja hér. Þó má
geta þess, að hún átti fyrir fari
báðar leiðir og utan fór hún með
tvenna alfatnaði, peysuföt og einn
kjól. Þá hafði hún einnig safnað
fýrir skotsilfri, 10 krónum á mán-
uði, en sjúkrahúsið sá fyrir fæði og
húsnæði, sokkaplöggum og skóm
svo henni var að eigin mati ekkert
að vanbúnaði. Bjamey var fjórða
íslenska konan, sem nam hjúkr-
unarfræði. Hinar vom Þóra Einars-
dóttir, 1903, Oddný Guðmundsdótt-
ir, 1914, og Kristín Thoroddsen,
1918. Auk ofangreinds hjúkmnar-
náms hélt Bjamey til framhalds-
náms í heilsuvemd við Royal In-
fírmary í Edinborg 1928 og dvald-
ist þar 6 mánuði. Jafnframt sótti
hún mörg þing erlendis á vegum
íslenskra hjúkrúnarsamtaka.
Bjamey starfaði við bæjarhjúkr-
un á vegum Hjúkmnarfélags
Reykjavíkur á árabilinu 1919 til
1923. Tók hún þá upp þann hátt
að ferðast um bæinn í embættiser-
indum á reiðhjóli og entist sá ferða-
máti henni langt fram á níræðisald-
ur. Þeir em ófáir Reykvíkingarnir,
komnir yfír miðjan aldur, sem
kynntust Bjarneyju fyrst sem kon-
unni á reiðhjólinu. Arið 1923 hóf
Bjamey störf á vegum Hjúkmnar-
félagsins Líknar við ungbamavemd
og starfaði að þeim málum fram
til ársins 1937, er hún fluttist á
berklavamardeild Líknar. Vann hún
þvínæst óslitið að málefnum berkla-
veikra þar til hún lét af því starfí
fyrir aldurs sakir árið 1964. Ekki
var starfsferli Bjameyjar þó lokið
því hún tók að sér að vaka hjá sjúku
fólki, bæði á sjúkrahúsunum hér í
borg og í heimahúsum langt fram
á níræðisaldur. Bjarney var gjald-
keri Hjúkmnarfélags íslands á ára-
bilinu 1920 til 1943 og mun hún
hafa átt dijúgan þátt í stofnun líf-
eyrissjóðs hjúkmnarkvenna. Hún
varð heiðursfélagi í Norsk Sykeplei-
erskeforbund 1969_og heiðursfélagi
í Hjúkmnarfélagi íslands sama ár
á 50 ára afmæli félagsins. Bjarney
var sæmd riddarakrossi Hinnar ís-
lensku fálkaorðu 1977.
Arið eftir að Bjamey kom heim
frá námi í Kaupmannahöfn tók hún
herbergi á leigu hjá frú Soffíu
Claessen í Pósthússtræti 17. Skap-
aðist með þessum hæglátu og hlé-
drægu konum gagnkvæm virðing
og einlæg vinátta, sem entist þeim
alla ævina og í Pósthússtræti 17
bjó Bjamey allt fram til ársins 1960,
er hún fluttist í eigið húsnæði í
Eskihlíð 6a.
Hér hefur verið rakinn í stuttu
máli ævi- og starfsferill Bjameyjar.
Glæsilegur ferill á mestu umbrota-
og framfaratímum sem íslensk þjóð
hefur lifað.
Samskipti okkar Bjarneyjar hóf-
ust fyrir alvöru er við hjónin komum
heim frá námi í Bandaríkjunum
1958, þá nýgift. Varð fljótt með
okkur einlæg vinátta, sem jókst
stöðugt og varð mér mikilvægari
eftir því sem leið á ævina. Víðsýni
Bjameyjar, kjarkur og skilningur á
mannfólkinu á öllum aldri var ein-
stakur. Undirrituðum er minnis-
stætt er við hjónin réðumst í hús-
byggingu þegar á fyrsta ári hér
heima, af miklu kappi auðvitað, en
öllu minni forsjá, enda komumst
við fljótlega í fjárhagslegan vanda.
í stað þess að draga úr okkur kjark-
inn hvatti Bjamey okkur óspart til
dáða, tæmdi sparisjóðsbækur sínar
og tveggja vinkvenna að auki til
að fleyta okkur yfír erfíðasta hjall-
ann. Sjaldan hefur undirrituðum
verið jafn ljúft að ljúka neinni skuld
sem þeirri. Bjamey setti sér þegar
frá upphafí háleit siðferðileg
markmið, sem hún hvikaði aldrei
frá alla ævina. Eigi að síður hafði
hún ótæmandi skilning á breysk-
leika og vandkvæði annarra. Hún
dæmdi aldrei nokkurn mann og var
ávallt boðin og búin að veita aðstoð
og ráð þegar til hennar var leitað.
Á yfírborðinu var Bjamey hlédræg
og jafnvel dálítið fáskiptin en undir
niðri ólgaði ástúðin og væntumþykj-
an til alls, sem andann dregur og
aldrei leið henni betur en þegar hún
gat gert einhveijum gott. Gjaldmild
var hún með afbrigðum við alla
nema sjálfa sig. Við lærðum það
fljótlega að bestu gjafímar henni
til handa vom þær sem hún gat
gefíð öðmm síðar meir. Bjamey var
einstaklega bamgóð og börn á öll-
um aldri löðuðust ósjálfrátt að
henni, jafnvel þau sem ef til vill
annars vom ekki allra. Bjamey var
haldin óstöðvandi söfnunarástríðu
og þar réðu fyrst og fremst sjón-
armið nýtninnar en síður hugmynd-
ir um verðmæti þess, sem safnað
var. Hún sýndi undirrituðum það
einstæða traust hin seinni ár að
hleypa honum í hirslur sínar í fjár-
sjóðaleit. Öðmvísi verður þetta ekki
orðað. Og hvílíkir dýrgripir! Innan
um jólakort frá því í fyrra, auglýs-
ingar og hljómleikaskrár gægðust
fram plögg eins og inntökuskjal
Jonassens landlæknis í Hið íslenska
bókmenntafélag undirritað af Jóni
Sigurðssyni, forseta, skrautritaður
matseðill úr veislu sem Kristján
konungur níundi hélt innlendum og
erlendum fyrirmönnum í Lærða
skólanum 1874, boðskort til te-
drykkju hjá Mary Bretadrottningu
í Buckinghamhöll 1937, erfiljóð eft-
ir Björn M. Olsen skrifuð með eigin
hendi, ljóð Hannesar Hafstein, Is-
land, undirritað af honum sjálfum,
svo eitthvað sé nefnt. Á stundum
fannst Bjarneyju nóg um en hafði
þó gaman af, einkum þegar þessir
dýrgripir og aðrir vom komnir á
einn stað og vel varðveittir.
Ríkuleg kímnigáfa Bjarneyjar
var á fárra vitorði, en ógleymanleg
þeim sem upplifðu hana. Dillandi,
dásamlegar hláturshviður smituðu
frá sér, þar til allir veltust um, sem
viðstaddir vom. Það skal viður-
kennt, að skringilegheit undirritaðs
vom oftar en ekki undirrótin að
hláturshviðum Bjarneyjar.
Bjarney dvaldi á öldmnardeild
Borgarspítalans síðustu þijú ár
ævinnar. Þar naut hún ástúðar,
hlýju og hjúkmnar, sem aldrei verð-
ur fullþökkuð.
Stórbrotin kona er horfín af sjón-
arsviðinu.
Blessuð sé minning hennar.
Gunnar Biering
Hver á eftir annarri kveðja þær,
hinar hraustu og dugmiklu alda-
mótakonur Vestfjarðanna, eftir að
hafa skilið eftir sig stórfenglegt
uppbyggingarstarf í meira en tvo
mannsaldra.
Bjamey Samúelsdóttir varð
hjúkrunarkona þegar það var köllun
og fórn, löngu áður en það varð
starf og tækni. Hún fómaði allri
ævi sinni fyrir aðra. Mikill sam-
gangur var við Bjameyju vegna
uppmna móður minnar í Hnífsdal
og frændsemi.
Hún var tíður gestur á heimili
okkar og fyrir mitt minni hafði
komist á sá siður að foreldrar mín-
ir og börn þeirra voru boðin heim
til Bjameyjar í Pósthússtræti 17
hvert gamlársdagskvöld. Á svölum
þess húss fögnuðum við ávallt nýju
ári ofar skarkala miðbæjarins við
flugelda og blástur eimpípa skip-
anna í höfninni.
Slíkir voru töfrar gestgjafans og
hjartahlýja að við bömin tökum
aldrei eftir því að þessi tvö litlu
herbergi hennar Bjameyjar undir
súðinni væm neitt minni en einbýl-
ishúsið okkar á tveim hæðum og
kjallara. Allt var í föstum skorðum.
Þegar nýja árið hafði lifað í 30
mínútur hringdi Elísbet Jónsdóttir,
frænka okkar, kona Aðalsteins
Pálssonar skipstjóra, og óskaði
Bjameyju og síðan foreldmm mín-
um, gleðilegs nýs árs. Traust vin-
átta var sá klettur sem við byggðum
á.
Þegar faðir minn varð bráð-
kvaddur á heimili okkar 1963 var
Bjamey kölluð til að búa lík hans
til kistulagningar.
Að því verki loknu ók ég Bjarn-
eyju heim til hennar. Á leiðinni
sagði ég henni að það væri mér
mikil huggun á þessari harm-
þrungnu stundu að einmitt hún
hafí komið til okkar. Á milli var
enginn misskilningur.
98 ár em orðin langur starfsdag-
ur, jafnvel fyrir vestfírska 'alda-
mótakonu. Enginn vafí er á því að
hún hefur verið tilbúin að mæta
skapara sínum fyrr. En hjarta henn-
ar sem alltaf sló aðeins fyrir aðra
þóknaðist ekki að veita henni hvild-
ina fyrr en nú.
Við sem eftir lifum beygjum höf-
uð okkar í þakklæti fyrir fómfúst
líf hennar.
Jóhann J. Ólafsson
Fullnuma hjúkrunarfræðingar ís-
lenskir vom örfáir á Islandi þegar
unga konan frá Skutulsfírðinum,
Bjarney Samúelsdóttir, lét sér detta
í hug að sigla til Danmerkur og
leita sér hjúkrunarmenntunar í
Kaupmannahöfn. En hvaðan fékk
hún þá hugmynd? Þá var ekki til
neitt stéttarfélag hjúkrunarkvenna,
sem gæti haft milligöngu og enga
hjúkrunarkonu þekkti hún sjálf,
sem gæti gefið henni ráð.
Bjarney hafði alist upp til 14 ára
aldurs á Naustum í Skutulsfirði hjá
foreldrum sínum, Samúel Halldórs-
syni, bónda og sjómanni, og konu
hans, Sigríði Pálsdóttur frá Arnar-
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ELÍN GÍSLADÓTTIR,
Mávabraut 9,
Keflavík,
lést 21. desember.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju
laugardaginn 4. janúar
kl. 14.00.
Davíð Valgarðsson, Gréta Þórðardóttir,
Halldóra Sólveig Valgarðsdóttir, Sæmundur Aðalsteinsson
og barnabörn.
Maðurinn minn og faðir okkar,
GRÍMUR MAGNÚSSON
læknir,
lést á heimili sínu, Otrateigi 16, 31. desember.
Hrönn Jónsdóttir,
Jóna Pála Grímsdóttir, Magnús Grímsson.
+
GUÐMUNDUR DANÍELSSON,
Hamraborg 24,
Kópavogi,
lést í Landspítalanum aðfaranótt 1. janúar.
Fyrir hönd annarra vandamanna,
Ingibjörg Sveinbjarnadóttir.
+
Eiginmaður minn,
HELGIÓLAFSSON
fasteignasali,
Flókagötu 1,
andaðist í Landsapítalanum 30. desember.
Fyrir hönd aðstandenda,
Kristín Einarsdóttir.
+
lést 2. janúar.
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON
fyrrverandi bankafulltrúi,
Bakkagerði 6,
Reykjavík,
Margrét Dóra Guðmundsdóttir, Moritz W. Sigurðsson,
Gylfi Guðmundsson, Indfana Sigfúsdóttir,
Hákon Guðmundsson, Gróa Margrét Jónsdóttir,
Guðrún Ásta Sablow, Joseph Sablow.
+
Móðir okkar,
GUÐFINNA INGIBJÖRG CLAUSEN
frá ísafirði,
lést 30. desember sl.
Kveðjuathöfn verður frá nýju kapellunni, Fossvogi, mánudaginn
6. janúar kl. 10.30.
Jarðsett verður á ísafiröi.
Sigrún Clausen,
Stella Clausen,
Jens Pétur Clausen.
+
Móðir okkar, tengdamóðir og amma,
GUÐRÚN M. BRANDSDÓTTIR,
Gyðufelli 10,
lést í Landakotsspítala 31. desember.
Útförin auglýst síðar.
Svava Ólafsdóttir, Þorkell Kristinsson,
Birna Ólafsdóttir, Gunnlaugur B. Daníelsson,
Kristín Einarsdóttir, Ágúst ísfjörð
og barnabörn.
+
Föðursystir mín,
INGIBJÖRG EMELÍA MARKÚSDÓTTIR,
Laugarásvegi 1,
andaðist á heimili sínu að morgni nýársdags.
Fyrir hönd astandenda, Svanborg Daníelsdóttir.