Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 43
43 daglega lífi og árin á „0resunds“ liðu hratt við leiki og störf. Fyrr en varði var komið að útskrift í júnílok 1976. Það sama sumar flutt- um við öll heim og hinir nýbökuðu lyfjafræðingar hófu störf við sitt fag. Kjartan starfaði fyrst hjá heild- verslun Asgeirs Sigurðssonar, en 1981 varð hann lyfsali í Apóteki Austurlands á Seyðisfirði og 1986 lyfsali Blönduóss apóteks. Þó fjarlægðir væru nú meiri en áður héldu Kjartan og Emma ávallt góðu sambandi við sína vini. Þau kunnu að rækta vináttu og skildu hve mikils virði hún er. Þau og börnin þeirra þijú, Davíð Orn, Petra Björg og Bjarni Þór, litu jafnan við þegar þau komu í bæinn. Vináttan varð því ekki aðeins bundin við okkur fullorðna fólkið heldur líka við börnin og það mátti ekki á milli sjá hver varð glaðari, við eða krakk- arnir okkar, þegar dyrabjallan hringdi og fyrir utan stóðu góðir gestir. Sjálfur var Kjartan barngóð- ur og gaf sér ávallt tíma til að spjalla og leika við börnin á heimil- inu. Við áttum þess kost að njóta gestrisni Kjartans og Emmu, bæði á Seyðisfirði og Blönduósi, og dvelja á heimili þeirra sem gestir, en einn- ig vegna afleýsinga í apótekinu meðan þau voru í burtu. Til þeirra var gott að koma og síðastliðið sum- ar áttum við nokkrum sinnum leið norður heiðar og alltaf var jafn notalegt að koma við á Blönduósi, enda oft spurt á leiðinni: „Hvenær komum við á Blönduós?“ Það var líka gott að starfa fyrir Kjartan. Hann var góður lyfjafræð- ingur, samviskusamur og nákvæm- ur, og apótekið hans bar vott um að fagmennskan var ávallt höfð í fyrirrúmi. En nú hefur ský dregið fyrir sólu, einn hlekkur úr viríakeðjunni er horfínn. Það var í vor að Kjartan greindist með þann sjúkdóm sem nú hefur náð yfirhöndinni. Kjartan tók veikindum sínum ótrúlega vel. Hann var ákveðinn í að takast á við þau og beijast. Hann var svo bjartsýnn allan tímann að við trúð- um og vonuðum að allt færi vel. En þegar birta jólanna var að byija að skína kom reiðarslagið. Fallegu jólalögin og sálmarnir fengu allt í einu nýjan hljóm, nú fylltu þeir hjörtun ekki einungis af gleði, held- ur líka af sorg og söknuði. Elsku Erpma og börn, megi ykk- ur takast að læra að lifa við breytt- ar aðstæður í skjóli góðra minninga. Aðstandendum öllum vottum við okkar dýpstu samúð. Minning um góðan dreng lifir. Óskar og Dóra Það er svo sárt að sjá unga menn, í blóma lífsins, falla fyrir illvígum sjúkdómum, þar sem öll menntun, reynsla og vísindi fá engu um ráð- ið. Við spyrjum í sífellu: Hver er tilgangurinn? Eftir standa ástvinir, ungir, alltof ungir til að öðlast þá lífsreynslu sem föðurmissir er og missir ástkærs eiginmanns. Mér er ljúft að minnast Kjartans Aðalsteinssonar sem nú hefur þurft að hlýta kalli hins almáttuga, sem öllu ræður, langt um aldur fram. Það var árið 1981 að Kjartan, þá ungur lyfjafræðingur, kom hing- að til Seyðisfjarðar, ásamt eigin- konu, Emmu Arnórsdóttur, og tveimur ungum börnum þeirra, Davíð Erni og Petru Björgu. Apótekið okkar, það næst elsta á landinu, hafði þá starfað óslitið í 100 ár, og var í árdaga lyfjaverslun fyrir allt Austurland, en þjónar nú aðeins Seyðisfirði. Við höfðum því af því nokkrar áhyggjur að erfitt yrði að fá lyfsala þegar skipti áttu sér stað. Það var mikill fengur fyrir Seyð- firðinga að fá Kjartan hingað til starfa. Ekki síst vegna þess að hér var á ferðinni maður forkur dugleg- ur og áhugasamur sem lagði sig fram um að leysa hvers manns vanda. Hann rak ekki aðeins apó- tekið með miklum glæsibrag, þar sem fagmennskan var hvarvetna í fyrirrúmi, heldur bætti hann úr brýnni þörf og setti upp til hliðar við apótekið fullkomna snyrtivöru- og ungbarnavöruverslun. Hér MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 fæddist þeim sonurinn Bjarni Þór. Athafnaþráin var mikil og þar kom að Kjartan skorti hér olnboga- rými. Árið 1986 fluttu þau sig um set til Blönduóss. Kjartan rak Blönduósapótek með engu minni glæsibrag allt til síðasta dags. Við Seyðfirðingar sáum á eftir fjölskyldunni ungu, ekki aðeins úr apótekinu, ekki síður úr félagslíf- inu, Lionsklúbbnum, úr skíðabrekk- unum og úr unglingastarfi íþrótta- félagsins. Kjartan var óvenju góðum gáfum gæddur, vel lesinn og víða, lét sér fátt óviðkomandi og gerði sér far um að leysa hvers manns vanda, mátti ekkert aumt vita. Hann var mikill og góður fjölskyldufaðir. Frí- stundir hans og áhugamál voru oft- ast tengd þörfum fjölskyldu og vina. Söknuðurinn er því mikill og skarð- ið vandfyllt sem nú hefur verið rof- ið. Kæra Emma, Davíð Örn, Petra og Bjarni Þór, Seyðfirðingar senda ykkur samúðarkveðjur. Megi algóð- ur guð og minning um góðan dreng styrkja ykkur í sorg ykkar. Theodór Blöndal Fleiri greinar uni Kjartan B. Aðalsteinsson bíða birtingar ogmunu birtast í blaðinu næstu daga. t Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, KJARTAN B. AÐALSTEINSSON lyfsali, Urðarbraut 6, Blönduósi, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 3. janúar, kl. 15.00. Emma Arnórsdóttir, Davíð Örn Kjartansson, Petra Björg Kjartansdóttir, Bjarni Þór Kjartansson, foreldrar, tengdaforeldrar og systkini. t GÍSLI ÞÓRARINN MAGNÚSSON, Varmárbrekku, Mosfellsbæ, áður bóndi á Leirvogsvatni, verður jarðsunginn frá Lágafellskirkju í dag, föstudaginn 3. janúar, kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er bent á Lágafellskirkju. Vinir. t Elskuleg móðir okkar, HEDVIG HULDA ANDERSEN, ^ sem andaðist 29. desember 1991, verður jarðsungin laugardag- inn 4. janúar. Útförin fer fram frá Siglufjarðarkirkju kl. 14.00. Anna Karlsdóttir, Hersteinn Karlsson, Haukur Karlsson. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, HILDUR JÓNSDÓTTIR, Esjubraut 30, Akranesi, andaðist þann 23. desember í Sjúkrahúsi Akraness. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Þökkum innilega auðsýnda samúð. Jóna Björk Guðmundsdóttir, Jóhannes Sigurbjörnsson, Guðmundur Bjarki Jóhannesson, Margrét Jóhannesdóttir, Björn Fannar Jóhannesson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, JÓN ÞORGILSSON, Heiðvangi 22, Hellu, sem andaðist 29. desember, verður jarðsunginn frá Oddakirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. Rútuferð verðurfrá BSÍkl. 11.30. Gerður Jónasdóttir, Sævar Jónsson, Friðjóna Hilmarsdóttir, Þorgils Torfi Jónsson, Soffía Páisdóttir, Ragnar Fjalar Sævarsson, Anna Torfadóttir, Jón Þorgilsson, Ægir Sævarsson. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur og bróðir, JÓHANN GUNNAR EINARSSON, Hlíðarvegi 16, Njarðvík, verður jarðsunginn frá Ytri-Njarðvíkurkirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. t Útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KOLFINNU JÓHANNESDÓTTUR, Egilsgötu 8, Borgarnesi, fyrrum húsfreyju í Krossnesi, Álftaneshreppi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. Bílferð verður frá BSI kl. 11.00 sama dag. Börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. i Elskulegur eiginmaður minn, ■ ÞORLGILS ÁRNASON, Fjarðarstræti 32, Ísafirði, sem lést i Sjúkrahúsi ísafjarðar 27. desember, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkapellu laugardaginn 4. janúar kl. 14.00. Lára Magnúsdóttir, Agústa Þorgilsdóttir, Gunnlaugur Jónasson, Ragnheiður Þorgilsdóttir, Ársæll Hermannsson, Árni Þorgilsson, Sigriður Matthíasdóttir, Magnús Þorgilsson, Sesselia Þórðardóttir, Ásbjörn Þorgilsson, Eva Sigurbjörnsdóttir, Ingibjörg Þórhallsdóttir, Valdís Þorgilsdóttir, Hjördís Þorgilsdóttir, Jón S. Ásgeirsson, Helga Þorgilsdóttir, Þorgils Þorgilsson, John M. Channar, barnabörn og barnabarnabörn. t Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, JÁRNBRÁAR FRIÐRIKSDÓTTUR frá Bakka i Bakkafirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar B-5, Borgarspítala. Hilma Magnúsdóttir, Björn Karlsson, Ásta Magnúsdóttir Elstner, Wolfgang Elstner, Sverrir Magnússon, Margrét Einarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Við óskum ykkur öllum farsældar á nýju ári. t Innilegar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför mág- konu minnar og frænku okkar, MARGRÉTAR JÚLÍUSDÓTTUR frá Munkaþverá. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, fyrir góða og hlýlega umönnun. Solveig Kristjánsdóttir, Einar Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Kristján Jónsson, Eysteinn Jónsson, Einar Júlíus Hallgrímsson, Anna K. Hallgrfmsdóttir og f jölskyldur. Sveindís Árnadóttir, Einar Árni Jóhannsson, Ingvi Steinn Jóhannsson, Þóra Björg Jóhannsdóttir, foreldrar, tengdaforeldrar og systir. Elskulegur sonur okkar, bróðir og barnabarn, KRISTJÁN FRIÐBERG BJARNASON, verður jarðsunginn frá Seljakirkju kl. 15.00. í dag, föstudaginn 3. janúar, Ásthildur Hilmarsdóttir, Bjarni Kristjánsson, Sveiney Bjarnadóttir, Brynjar Þór Bjarnason, Sveiney Þormóðsdóttir, Ragnheiður Þorsteinsdóttir. Til greinahöfunda: Minmngar- og afmælisgreinar Það eru eindregin tilmæli rit- stjóra Morgunblaðsins til þeirra, sem rita minningar- og afmælis- greinar í blaðið, að reynt verði að forðast endurtekningar eins og kostur er, þegar tvær eða fleiri greinar eru skrifaðar um sama einstakling. Þá verða aðeins leyfð- ar stuttar tilvitnanir í áður birt ljóð inni í textanum. Almennt verður ekki birtur lengri texti en sem svarar einni blaðsíðu eða fimm dálkum í blaðinu ásamt mynd um hvern einstakling. Ef meira mál berst verður það látið bíða næsta eða næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.