Morgunblaðið - 03.01.1992, Side 52

Morgunblaðið - 03.01.1992, Side 52
52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992 Ekkert kjaftæði drengur. Kysstu mömmu þína góða nótt... Síðan mun ég benda á ýmis öryggisatriði, sem vantar algjörlega... Lélegur ljóðasmekkur Ég hef að undanfömu verið að velta því fyrir mér hvort sú kenn- ing að íslendingar séu bókaþjóð, eigi í raun við nokkur rök að styðj- ast. Sennilega er það rétt að hér á landi séu bækur gefnar út og lesnar í talsvert meira mæli en víða erlendis, þ.e. miðað við þann fræga mannfjölda. Hinsvegar er það nokkuð ljóst að gæðin eru ekki í neinu samræmi við magnið. Og einkanlega á það við um ljóðin sem íslendingar almennt lesa. Við eigum þó nokkur verulega góð ljóðskáld, það nægir að nefna nöfn eins og ísak Harðarson, Sig- urð Pálsson, Geirlaug Magnússon, Gyrði Elíasson og Vigdísi Gríms- dóttur, en þrátt fyrir tvímælalausa skáldlist þessara höfunda og ýmissa fleiri, er nánast undantekn- ing af hægt er að finna mann sem hefur lesið nokkuð eftir þá og gild- ir þá einu hvort rætt er við unga eða gamla. Hinsvegar er alls stað- ar hægt að fínna fólk sem getur þulið upp úr sér kvæði Davíðs Stefánssonar og Tómasar Guðmundssonar, skálda sem vissulega áttu sitt erindi við þjóð- ina á sínum tíma, en ortu hinsveg- ar með allt öðrum hætti en þeim sem eðlilegur getur talist á síðasta áratug tuttugustu aldar. Mér sýn- ist að þetta geti raunverulega ekki þýtt annað en það að mikill hluti þjóðarinnar hafí staðnað gersam- lega í viðhorfum sínum til ljóðlist- arinnar og sé enn blyfastur við þá firru að ljóð eigi að vera auð- skilin og einföld og njörvuð saman með rími og stuðlum. Gott dæmi um þessa stöðnun kemur fram í greinarstúf sem Ólafur Gíslason skrifar í Mbl. 15. des. þar sem hann hellir sér yfír þau Vigdísi Grímsdóttur og Sjón fyrir framlag þeirra til Litrófs Arthúrs Björgvins hinn 3. des. og leyfír sér að kalla ljóð þessara snjöllu skálda „ruglingslegan og útvatnaðan samsetning". Ólafur þessi mun hafa gefíð út tvær eða þrjár ljóðabækur og hálærður ís- lenskumaður, Gísli Jónsson á Ak- ureyri, hefur oftar en einu sinni vitnað í kveðskap hans í þáttum sínum um íslenskt mál í Mbl. vænt- anlega til þess að sýna dæmi um góða notkun íslenskrar tungu. Reyndar má vel vera að Ólafur kunni í sjálfu sér að orða hugsan- ir sínar laglega, en kveðskapur hans á ekkert skylt við ljóð; hann er aðeins léttur orðaleikur um Iít- ilsverða hluti. Annað dæmi um undarlegt dá- læti íslendinga á einföldum, rímuðum kvæðum er bókin Grátt gaman, skopkvæði sem Ragnar Böðvarsson safnaði. Það er auðvit- að saklaust í sjálfu sér að safna saman skopkvæðum, en sú stað- reynd að í bókinni eru aðeins birt rímuð og stuðluð kvæði, bendir óneitanlega til þess að safnandinn hafí enga grein gert sér fyrir því að í lausmálsljóðum sumra ungu höfundanna er að fínna miklu beinskeyttari og betri fyndni en í rímuðu ljóðunum sem byggjast að talsverðu leyti á hljómfallinu sem fylgir rími og stuðlum eins og safnandinn segir í formála, en ekki á þeirri kímni sem felst í ljóð- inu sjálfu, óbundnu af viðjum hljóðstafanna. í Gráu gamni má fínna þekkta höfunda eins og Jón Helgason prófessor og Guðmund Inga Kristjánsson. Margir hafa dálæti á þessum skáldum og fleirum sem kvæði eiga í bókinni, og vissulega kunna þeir að ríma og gera að gamni sínu. Raunar má kalla Jón Helgason formsnilling, en lengra nær snilldin ekki. í kvæðum hans ber sáralítið á sannri ljóðlist, þekktasta kvæðið, Áfangar, er ekki ljóð, heldur aðeins haglega orðuð upptalning á nokkrum stöð- um á Islandi og atburðum sem tengjast þeim. Auðvitað eru kvæð- in í Gráu gamni ekki eins og Áfangar, en þau eru engu betri fyrir það að í þeim slær þessi form- snillingur á strengi gamanseminn- ar, rím, stuðlar og höfuðstafír spilla alls staðar þeirri tæru fyndni sem efni kvæðanna gefur í mörg- um tilvikum. Það sama má segja um öll önnur kvæði í safninu og ráðlegg ég safnaranum að leita fanga hjá yngri og nútímalegri skáldum næst þegar hann fer að safna efni í ljóðabók af léttari gerðinni. Brandur Jóhannesson, kennari. -----♦--------- Þakkir Sendum læknum og starfsfólki á sjúkrahúsi og heilsugæslustöð Siglufjarðar okkar bestu nýjárs- kveðjur með hjartans þakklæti fyrir frábæra hjúkrun og vinsemd í veik- indum okkar. Erna Magnúsdóttir og Sigurður Gíslason Þesslr hríngdu . . Greiðasemi Kona hringdi: „Við vorum þtjár á leið austan úr sveitum laugardaginn 21. des- ember þegar sprakk hjá okkur milli Selfoss og Hveragerðis. Þá komu tveir menn á bílnum R- 52518 eins og frelsandi englar og hjálpuðu okkur. Viljum við koma á framfæri þakklæti til þeirra iyr- ir greiðasemina." Úr Kvenúr fannnst á MS-balli á Hótel Islandi mánudaginn 16. desember. Upplýsingar í síma 814505. Páfagaukur Grár dísarpáfagaukur með brúsk á höfði og appelsínugular kinnar, flaug frá Holtsbúð í Garðabæ á jóladag. Hann er mannelskur og svarar flauti. Vin- samlegast hringið í síma 40183 ef hann hefur komið fram. Dúkka Dúkka sem hlær tapaðist á annan í jólum við Elliðaárstíflu eða við göngustíginn þaðan í Árbæ. Finnandi er vinsamlegast beðinn að hringja í síma 72852. HOGNI HREKKVISI XAK/NSK./ ER.U þE/R i „ L/NUHHt ''At> LE/TA EFT/K L.OK.KUDÍ/R! Víkverji skrifar Víkveiji vill í upphafi fyrsta pist- ils á nýju ári færa lesendum sínum beztu óskir um farsælt ár með kærum þökkum fyrir það liðna. Víkveiji mun framvegis sem hingað til blanda sér í þjóðmálaumræðuna og í þessum pistlum munu margvís- leg sjónarmið koma fram ef að lík- um lætur, enda fleiri en einn sem á pennanum halda. Oft fær Ví- kveiji viðbrögð frá lesendum og vonandi verður framhald á því. xxx Um þessi áramót leituðu fjöl- miðlar til fólks víða um land og báðu það að líta yfír farinn veg og spá um framtíðina. Víkveija fannst það athyglisvert og jafn- framt ánægjulegt hve margir höfðu orð á því bölsýnistali sem einkennir aila umræðu í landinu um þessar mundir. Fólkið benti á það með réttu að íslendingar hefðu það mjög gott. Vissulega væri þjóðin í efna- hagslegri lægð sem stendur en þjóð- arskútan yrði að sigla upp úr öldu- dalnum sem sameiginlegu átaki. Víkveiji hefur orðið þess var að þetta bölsýnistal hefur lagst þungt á fólk, sérstaklega gamalt fólk. Það kom fram í samtali, sem blaðið Fréttir í Vestmannaeyjum átti við lækni þar í bæ sl. haust, að fólkið á elliheimilinu hefði aldrei verið jafn svartsýnt öll þau ár sem hann hefði verið þar læknir. Gamalt fólk fylg- ist mjög vel með fjölmiðlunum og það tekur nærri sér þegar frammá- menn þjóðfélagsins og hagspeking- ar koma hver á fætur öðrum og segja að allt sé að fara til fjandans. xxx Vissulega hafa íslendingar séð það svartara og þjóðin hefur sýnt mikinn samtakamátt á erfíðum stundum. Núna finnst Víkveija að menn viðurkenni vandann en þeir séu alltof fáir sem vilja leggja sitt af mörkum til þess að leysa hann. Þegar tillögur koma fram um sparn- að rísa menn upp og mótmæla. Þeir segja að sjálfsagt sé að spara en það eigi bara einhveijir aðrir að gera það! Þessum hugsunarhætti verður að breyta. xxx að var ánægjulegt að heyra hjá talsmanni lögreglunnar að fullorðna fólkið hefði verið til fyrir- myndar um þessi áramót. Ölvun hafi verið með minnsta móti og vandræði henni samfara. Á árum áður þótti sjálfsagt að áfengi væri drukkið ótæpilega á gamlárskvöld en þetta hefur breyst sem betur fer. Nú eru áramótin fjölskylduhá- tíð. Alveg var Víkverji undrandi að heyra að svokallaðir „kínveijar" hefðu verið leyfðir að nýju. Þessi tegund af sprengjum var mikil plága fyrir mörgum árum og var síðan bönnuð. Nú er semsagt búið að leyfa „kínveija" að nýju og ekki var reynslan góð. Yfirlæknir á slysadeild upplýsti að þessum sprengjum hefði jafnvel verið stungið niður í hálsmálið á fólki! Það er skoðun Víkveija að það eigi að banna þá strax aftur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.