Morgunblaðið - 03.01.1992, Side 55
IÞROTTAMAÐUR ARSINS 1991
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FÖSTUDAGUR 3. JANÚAR 1992
55
„Besta keppnisáríð mitt^
- sagði sunddrottningin Ragnheiður Runólfsdóttir, íþróttamaður ársins 1991
RAGNHEIÐUR Runólfsdóttir, sunddrottning frá Akranesi, var
útnefnd íþróttamaður ársins 1991 af Samtökum íþróttafrétta-
manna íhófi, sem samtökin héldu að Hótel Loftleiðum ígær-
kvöldi. Ragnheiður hlaut glæsilega kostningu, fékk 310 atkvæði
af 380 mögulegum stigum. „Þetta er yndislegt," sagði Ragnheið-
ur við Morgunblaðið eftir að úrslitin lágu fyrir. „Þetta var besta
keppnisárið mitt og hápunkturinn var á Evrópumeistaramótinu
í Aþenu í Grikklandi,þar sem ég náði sjöunda sæti í tvöhundruð
metra bringusundi. Eg hef verið að keppa við þá bestu og verið
á meðal þeirra bestu allt árið, en þetta er æðsta viðurkenningin
- að vera kjörinn íþróttamaður ársins."
Ragnheiður, sem er 25 ára, fædd
19. nóvember 1966, hefur
keppt í sundi í nær fimmtán ár og
er þetta þrettánda árið hennar í
landsliðinu. Hún setti setti sjö ís-
landsmet á árinu og þá vann hún
til sjö verðlauna, fimm gull og tvö
silfur, á Smáþjóðaleikunum í And-
orra. Ragnheiður var í sviðsljósinu
á Evrópumeistaramótinu í Aþenu,
þar sem hún varð í sjöunda sæti í
Ragnheiður
annar Skaga-
maðurinn sem
hefurveríð
útnefndur
RAGNHEIÐUR Runólfs-
dóttir er annar Skagamað-
urinn sem hefur verið út-
nefndur íþróttamaður árs-
ins. Fyrir nítján árum, 1972,
var Guðjén Guðmundsson
útnefndur að Hótel Loft-
leiðum, en hann var mikill
sundkappi eins og Ragn-
heiður.
Ragnheiður er fjórði
sundmaðurinn sem hefur
fengið útnefningu. Guð-
mundur Gíslason var út-
nefndur íþróttamaður árs-
ins 1962 og 1969, Guðjón
Guðmundsson 1972 og
Eðvarð Þór Eðvarðsson
1986.
200 m bringusundi og níunda sæti
í 100 m bringusundi.
Ragnheiður hefur í gegnum tíð-
ina sett um 200 íslandsmet, en það
fyrsta var í 100 m baksundi daginn
fyrir ferminguna. „Ég gat ekki
keppt seinni daginn, varð að fara
heim til að fermast. En tónninn var
gefinn og síðan hefur markmiðið
ávallt verið að gera betur.“
„Hættí eftir Ólympíuleikana"
Sunddrottningin stundar nám í
íþróttalífeðlisfræði í Alabama í
Bandaríkjunum og ráðgerir að ljúka
námi í vor, en hún hefur dvalist
ytra í tæplega þrjú ár. Hún þakkar
verunni í Bandaríkjunum að miklu
leiti árangurinn. „Það hefur haft
mjög góð og jákvæð áhrif að æfa
og keppa í Bandaríkjunum. Ég hef
öðlast mikla reynslu og þjálfarinn
minn segir að ég eigi mikla mögu-
leika á að vera á meðal átta bestu
á Ólympíuleikunum í Barcelona
næsta sumar. Ef ég held áfram á
sömu braut gerist það sjálfkrafa,"
sagði Ragnheiður, sem hefur ekki
aðeins náð lágmörkunum fyrir
Barcelona einu sinni, heldur þrisvar.
„Ég legg allt kapp á að ná góðum
árangri á Ólympíuleikunum í
Barcelona. Að þeim loknum hef ég
ákveðið að hætta keppni, en hugs-
anlega snúa mér að þjálfun. Ég hef
fengið þjálfaratilboð frá íslandi,
Kanada og Bandaríkjunum.“
„Stærsta stundin í lífinu“
Ragnheiður sagðist að vonum
vera mjög ánægð með heiðurinn,
Þrjátíu og átta féngu stig
19 íþróttafréttamenn tóku þátt í kjörinu og valdi hver 10 íþrótta-
menn. Efsti maður á lista fékk 20 stig, sá næsti fékk 15, stig,
þriðji 10, fjórði sjö, fimmti sex o.s.frv. Alls fengu 38 íþróttamenn
stig og var röðin eftirfarandi:
Nöfn, íþróttagrein stig
1. Ragnheiður Runólfsdóttir, sund..........................310
2. Sigurður Einarsson, spjótkast...........................216
3. Eyjólfur Sverrisson, knattspyrna.................—.....149
4. Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir......................91
5. Bjami Á. Friðriksson, júdó...............................74
6. Einar Vilhjálmsson, spjótkast............................55
7. Valdimar Grímsson, handknattleikur.......................49
8. Alfreð Gíslason, handknattleikur.........................47
9. Teitur Örlygsson, körfuknattleikur........................38
10. Sigurður Grétarsson, knattspyrna..........................37
11. Pétur Guðmundsson, kúluvarp...............................35
12. Broddi Kristjánsson, badminton............................25
13. Guðmundur Steinsson, knattspyrna.........................23
Guðni Bergsson, knattspyrna............................. 23
Ólafur Eiríksson, íþróttir fatlaðra.......................23
16. Hjalti Árnason, kraftlyftingar............................20
17. Úlfar Jónsson, golf.......................................18
18. Karen Sævarsdóttir, golf..................................17
19. Pétur Ormslev, knattspyrna.............................. 16
20. Guðni Siguijónsson, kraftlyftingar........................15
Magnús Olafsson, sund.....................................15
Sigurður Jónsson, knattspyrna.............................15
23. GuðmundurBragason, körfuknattleikur.......................11
Ólafur H. Ólafsson, glíma............................. -—11
25. Sigrún Huld Hrafnsdóttir, íþróttir fatlaðra...............10
26. Atli Eðvaldsson, knattspyrna...............................6
Jón Kr. Gíslason, körfuknattleikur.........................6
Martha Ernstdóttir, hlaup..................................6
29. Birgir Sigurðsson, handknattleikur ........................4
FreyrGauti Sigmundsson, júdó...............................4
Þorvaldur Örlygsson, knattspyrna...........................4
32. Birkir Kristinsson, knattspyrna............................3
Laufey Sigurðardóttir, knattspyma..........................3
34. Atli Helgason, knattspyrna.................................2
Kristinn Björnsson, skíði..................................2
Kristján Arason, handknattleikur...........................2
37. Arnór Guðjohnsen, knattspyrna..............................1
Atli Einarsson, knattspyrna................................1
Ragnheiður Runólfsdóttir, sunddrottning, hampar hér verðlaunagripnum eftirsótta,
Morgunblaðiö/RAX
nafnbótina og vegsemdina, en taldi
að Sigurður Einarsson yrði kjörinn.
„Mér fannst samt að ég ætti nafn-
bótina eins vel skilið og hinir níu,
sem voru ásamt mér í tíu efstu
sætunum. Þegar kom að úrslita-
stundu hætti hjartað hins vegar að
slá, en stærsta stundin í lífinu var
þegar úrslitin lágu fyrir. Mig lang-
aði til að hoppa upp í hæstu hæðir.
Ég gerði það ekki því að það hefði
vakið meiri athygli en vestið sem
ég var í. Mamma sagði reyndar við
mig áður en ég fór í hófið að ef
ég sigraði ekki myndi vestið alla-
vega vekja athygli."
Flugleiðir eru helsti styrktaraðili
kjörsins ogsagði Einar Sigurðsson,
blaðafulltrúi Flugleiða, að Flugleið-
um væri mikil ánægja að eiga hlut
að máli við kjör á íþróttamanni
ársins. „Um nokkra hríð hefur þjóð-
félagsumræða hér heima ein-
kenndst að töluverðu vonleysi og
svartnættistali. íþróttafólkið okkar
hefur í gegnum árin sýnt að með
því að nýta öll tækifæri og með því
að halda við trúnni á eigin mátt og
megin má ná ótrúlega langt og jafn-
vel vinna afrek í mótbyr. Okkur
væri öllum hollt að líta til þessa
fólks og læra að áhuga þess að
aðferðum."
Flugleiðir gáfu þremur efstu
íþróttamönnunum í kjörinu eignar-
bikara, en bókaútgáfan Mál og
menning veitti tíu efstu mönnunum
glæsilega útgáfu af Heimskringlu.
Ragnheiður
ífótspor
Sigríðar
„Vona að það verði ekki eins langt að bíða þar
til næsta kona verði útnefnd," sagði Sigríður
Sigurðardóttir, íþróttamaður ársins fyrir 27 árum
Ragnheiður Runólfsdóttir er
önnur konan sem er útnefnd
íþróttamaður ársins síðan fyrsta
útnefningin Samtaka íþrótta-
fréttamanna var 1956. Sigríður
Sigui-ðardóttir, handknattleik-
skappi úr Val, var útnefnd fyrir
27 árum, eða 1964. Þá var hún
fyrirliði íslenska kvennalandsliðs-
ins í handknattleik sem varð
Norðurlandameistari utanhúss á
Laugardalsvellinum.
„Það var kominn tími til eftir
tuttugu og sjö ár að það væri loks-
ins komið að konu að taka á
móti hinu eftirsótta sæmdarheiti
íþróttamaður ársins. Þetta er
mikil hvatning fýrir ungar íþrótta:
konur,“ sagði Sigríður Sigurðar-
dóttir. „Kjörið kom mér ekki á
óvart. Ragnheiður stóð sig mjög
vel og er verðurgur fulltrúi
íþróttanna á Islandi. Konur hafa
staðið sig ágætlega í íþróttum
undanfarin ár, en vissulega mættu
þær vera meira í sviðsljósinu. Ég
vona að það verði ekki eins langt
að bíða þar til næsta kona verði'
útnefnd. Vonandi verður það
strax á næsta ári,“ sagði Sigríður.