Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 56
tfgunftljifrife
Gleðilegt ár
I
SJÓVÁlShuALMENNAR
SÍMI 691100, FAX 691181,
ITRÆTI 6,
PÓSTHÓl
lLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85
FOSTUDAGUR 3. JANUAR 1992
VERÐ I LAUSASOLU 110 KR.
Afísing
millilanda-
véla fyrir
700 þús. í
gærmorgun
AFÍSING á flugvélum Flugleiða
er framkvæmd samkvæmt við-
haldshandbók fyrirtækisins, en
hún er byggð á leiðbeiningum
framleiðenda vélanna, og stöðl-
um Evrópusambands flugfélaga,
AEA. Að sögn Einars Sigurðs-
sonar, upplýsingafulltrúa Flug-
leiða, er AEA komið einna lengst
, í rannsóknum á ísingarvanda-
málum. Afísing á vélum Flug-
leiða er unnin undir eftirliti og
umsjón flugvirkja félagsins, og
nefnir Einar sem dæmi að í gær-
morgun hafi verið úðað um 3.600
gallonum af afísingarvökva á
millilandavélar félagsins fyrir
um 700 þúsund krónur.
Eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu er talið líklegt að
hreyflar Dana Viking, sem fórst
skammt frá Arlanda-flugvellinum
"■^F/rir. viku, hafi stöðvast vegna ís-
ingar er flest hafi af vængjunum
og sogast inn í hreyflana, sem eru
aftast á búk vélarinnar, þrátt fyrir
að vængimir hafi verið afísaðir fyr-
ir flugtak. Einar Sigurðsson sagði
í samtali við Morgunblaðið að hvað
varðaði vélar Flugleiða væri ekki
hætta á þessu þar sem hreyflamir
á vélum félagsins væru staðsettir
undir vængjunum.
„Flugleiðir þekkja mjög vel til
afísingarmála bæði úr rekstri á
innanlands- og millilandaflug-
flota fyrirtækisins, og þess má
geta að næstkomandi mánudag
hefst nýtt námskeið fyrir starfs-
g^fólk Flugleiða á Keflavíkurflug-
"\ælli, þar sem meðal annars verð-
ur ijallað um afísingarmál og
nýjungar á því sviði kynntar,“
sagði hann.
Sameining
rannsókna-
stofnana til
athugunar
JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra
skipaði í gær nefnd til að kanna
möguleika á aukinni samvinnu og
hugsanlegri sameiningu þriggja
rannsóknastofnana, sem undir
iðnaðarráðuneytið heyra. Stofn-
anirnar eru Orkustofnun, Iðn-
tæknistofnun og Rannsóknastofn-
un byggingariðnaðarins.
Markmiðið með starfi ne’fndarinn-
ar er hagræðing og spamáður í starf-
semi stofnananna, ásamt styrkingu
hennar, að sögn iðnaðarráðherra.
„Ég held að stærri eining geti verið
sterkari. Þama er að sumu leyti ver-
ið að vinna lík eða skyld störf í sum-
um greinum. Því er viðleitnin sú að
búa til öflugri stofnun án þess að
meiru sé kostað til, fremur hið gagn-
stæða,“ sagði Jón Sigurðsson í sam-
tali við Morgunblaðið.
Björn Friðfinnsson ráðuneytis-
stjóri er formaður nefndarinnar.
Agreiningur í þingflokki sjáifstæðismaima um frumvarp um aukið frelsi í oliuviðskiptum:
Fiilltrúar landsbyggðar
óttast hækkun olíuverðs
Hraðfrystistöðin verður Isfélag
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson
Við sameiningu Hraðfrystistöðvarinnar í Vest-
mannaeyjum, Isfélags Vestmannaeyja og Bergs-
Hugins þarf að ýmsu að huga. Ákveðið var að nýja
félagið skyldi halda nafni ísfélagsins, en merki Hrað-
frystistöðvarinnar. Því þurfti að breyta nafnaskiltum
á vinnslustöðvum og var myndin að ofan tekin þeg-
ar verkið var hálfnað í gærmorgun. Um áramót
sameinuðust einnig Vinnslustöðin, Fiskiðjan og dótt-
urfyrirtæki þessára fyrirtækja í Vestmannaeyjum
undir nafni Vinnslustöðvarinnar.
EKKI er samstaða í þingflokki
sjálfstæðismanna um frumvarp
Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, um jöfnun á
flutningskostnaði olíuvara.
„Skiptar skoðanir eru um frum-
varpið og telur þingflokkurinn
rétt að fram fari viðræður á veg-
um stjórnarflokkanna með það í
huga að auka fijálsræði í verð-
lagningu og verðsamkeppni milli
Morgunblaðið/RAX
Ragnheiður íþróttamaður ársins
Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi, var í gærkvöldi
kosin íþróttamaður ársins 1991 af Samtökum íþróttafréttamanna.
Ragnheiður er önnur konan til að hljóta þetta sæmdarheiti, en Sigríð-
ur Sigurðardóttir, handknattleikskona, varð fyrir valinu fyrir 27 árum,
eða 1964. Á myndinni eru Ragnheiður og Sigríður með verðlauna-
gripinn eftirsótta. Ragnheiður er fjórði sundmaðurinn og annar
Skagamaðurinn, sem hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins.
Sjá nánar á bls. 55.
olíufélaganna, en þó þannig að
hvert félag tryggi sambærilegum
viðskiptamönnum sömu kjör alls
staðar á landinu," segir í bréfi
þingflokksins til ráðuneytisstjóra
viðskiptaráðuneytisins.
Innflutningur á olíuvörum hefur
nú verið gefinn fijáls með öllu, en
enn eru hömlur á verðlagningu inn-
anlands. Í Hvítu bókinni svokölluðu,
stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnar-
innar, segir: „Verðlagning á olíuvör-
um verður gefin frjáls." I frumvarpi
iðnaðarráðherra er gert ráð fyrir að
jöfnun á flutningskostnaði í land-
flutningum verði afnumin og þar
með stigið skref í átt til fijálsrar
verðlagningar á olíu. Þar er hins
vegar miðað við að áfram verði jafn-
aður flutningskostnaður milli hafna
í sjóflutningum.
Frumvarpið hefur ekki komið fram
á Alþingi, en verið til umljöllunar í
þingflokkum stjómarinnar. Þing-
flokkur sjálfstæðismanna fjallaði um
málið á tveimur löngum fundum áður
en fyrrnefnt bréf var sent. Málið er
ekki afgreitt í þingflokki Alþýðu-
flokksins, en heimildarmenn Morg-
unblaðsins telja að þar sé einn þing-
maður á móti frumvarpinu og muni
sá ekki ráða afstöðu þingflokksins.
Geir H. Haarde, formaður þing-
flokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í
samtali við Morgunblaðið að í þing-
flokknum vildu menn ganga mis-
hratt í þessu efni. „Það er ekkert
leyndarmál að einkum þingmenn ut-
an af landi óttast að verð á olíuvörum
úti á landi verði óeðlilega hátt ef
flutningskostnaður kemur fram með
fullum þunga í verðinu," sagði Geir.
Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn-
aðarráðherra, sagði að sér þætti leitt
að þetta nauðsynlega mál hefði
strandað í þingfíokki sjálfstæðis-
manna. „Ég tel að þessi andstaða sé
á misskilningi og ástæðulausum ótta
byggð,“ sagði ráðherra. „Frelsi til
verðlagningar á olíu mun ekki skaða
þessar byggðir, sem ég veit að menn
bera fyrir bijósti. Olíufélögin munu
sjá sér hag í því að hafa jafnt verð
um allt land. Hins vegar tel ég að
þau eigi að vera fijáls að því að
gera sérsamninga við einstaka kaup-
endur. Það geta þau náttúrulega
ekki þegar það er lagaskylda að jafna
kostnaðinn."
Jón sagði að frumvarp sitt væri í
raun málamiðlun, þar sem gert væri
ráð fyrir flutningsjöfnun milli hafna,
og menn hefðu átt að gefa því tæki-
færi. „Það er ekki hægt að gefa
verðlagninu á olíuvörum með öllu
fijálsa fyrr en þetta er með öllu kom-
ið um kring, sagði hann.
Hann sagði að orðið yrði við beiðni
sjálfstæðismanna um viðræður milli
stjórnarflokkanna og reynt að leysa
málið.
IBM á Islandi breytt í
sjálfstætt hlutafélag-
UMTALSVERÐAR breytingar eru fyrirhugaðar hjá IBM á íslandi á
næstu vikum þar sem fyrirhugað er að stofna nýtt íslenskt fyrir-
tæki um þjónustu og sölu á IBM-tölvubúnaði hér á landi. Samkvæmt
upplýsingum Morgunblaðsins eru væntanlegir hluthafar í þessu nýja
fyrirtæki, auk IBM, Skrifstofuvélar-Sund hf., Hvalur hf. og Draupnis-
sjóðurinn ásamt öðrum íslenskum og erlendum fjárfestum.
Rekstrarform IBM hér á landi
breytist þannig í þá átt að það sem
áður var útibú frá IBM verður sjálf-
stætt íslenskt hlutafélág með hlut-
deild IBM erlendis frá. Morgunblað-
ið hefur heimildir fyrir því að IBM
í Danmörku verði hluthafi í nýja
fyrirtækinu og að hlutafé verði um
200 milljónir króna.
Þetta er ekki í fyrsta skipti sem
útibúi frá IBM er breytt í sjálfstætt
hlutafélag þar sem IBM er ekki
aðaleigandi. Slíkar breytingar á
rekstrarformi hafa áður átt sér stað
hjá IBM og þá í minni löndum.
Hins vegar er hér um þá nýjung
að ræða að verksvið þessa nýja
fyrirtækis verður mun víðara en hjá
IBM á íslandi. Þannig mun t.d.
ætlunin vera að selja allt frá
minnstu reiknivélum og ritvélum
upp í stærstu tölvur sem þekkjast
á markaðnum.
Forráðamenn IBM og Skrifstofu-
véla-Sunds vildu ekki tjá sig um
fyrirhugaða breytingu, en Morgun-
blaðið hefur heimildir fyrir því að
stofnun nýja fyrirtækisins verði til-
kynnt formlega um miðjan þennan
mánuð.