Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 03.01.1992, Blaðsíða 56
tfgunftljifrife Gleðilegt ár I SJÓVÁlShuALMENNAR SÍMI 691100, FAX 691181, ITRÆTI 6, PÓSTHÓl lLF 1555 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FOSTUDAGUR 3. JANUAR 1992 VERÐ I LAUSASOLU 110 KR. Afísing millilanda- véla fyrir 700 þús. í gærmorgun AFÍSING á flugvélum Flugleiða er framkvæmd samkvæmt við- haldshandbók fyrirtækisins, en hún er byggð á leiðbeiningum framleiðenda vélanna, og stöðl- um Evrópusambands flugfélaga, AEA. Að sögn Einars Sigurðs- sonar, upplýsingafulltrúa Flug- leiða, er AEA komið einna lengst , í rannsóknum á ísingarvanda- málum. Afísing á vélum Flug- leiða er unnin undir eftirliti og umsjón flugvirkja félagsins, og nefnir Einar sem dæmi að í gær- morgun hafi verið úðað um 3.600 gallonum af afísingarvökva á millilandavélar félagsins fyrir um 700 þúsund krónur. Eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu er talið líklegt að hreyflar Dana Viking, sem fórst skammt frá Arlanda-flugvellinum "■^F/rir. viku, hafi stöðvast vegna ís- ingar er flest hafi af vængjunum og sogast inn í hreyflana, sem eru aftast á búk vélarinnar, þrátt fyrir að vængimir hafi verið afísaðir fyr- ir flugtak. Einar Sigurðsson sagði í samtali við Morgunblaðið að hvað varðaði vélar Flugleiða væri ekki hætta á þessu þar sem hreyflamir á vélum félagsins væru staðsettir undir vængjunum. „Flugleiðir þekkja mjög vel til afísingarmála bæði úr rekstri á innanlands- og millilandaflug- flota fyrirtækisins, og þess má geta að næstkomandi mánudag hefst nýtt námskeið fyrir starfs- g^fólk Flugleiða á Keflavíkurflug- "\ælli, þar sem meðal annars verð- ur ijallað um afísingarmál og nýjungar á því sviði kynntar,“ sagði hann. Sameining rannsókna- stofnana til athugunar JÓN Sigurðsson iðnaðarráðherra skipaði í gær nefnd til að kanna möguleika á aukinni samvinnu og hugsanlegri sameiningu þriggja rannsóknastofnana, sem undir iðnaðarráðuneytið heyra. Stofn- anirnar eru Orkustofnun, Iðn- tæknistofnun og Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins. Markmiðið með starfi ne’fndarinn- ar er hagræðing og spamáður í starf- semi stofnananna, ásamt styrkingu hennar, að sögn iðnaðarráðherra. „Ég held að stærri eining geti verið sterkari. Þama er að sumu leyti ver- ið að vinna lík eða skyld störf í sum- um greinum. Því er viðleitnin sú að búa til öflugri stofnun án þess að meiru sé kostað til, fremur hið gagn- stæða,“ sagði Jón Sigurðsson í sam- tali við Morgunblaðið. Björn Friðfinnsson ráðuneytis- stjóri er formaður nefndarinnar. Agreiningur í þingflokki sjáifstæðismaima um frumvarp um aukið frelsi í oliuviðskiptum: Fiilltrúar landsbyggðar óttast hækkun olíuverðs Hraðfrystistöðin verður Isfélag Morgunblaðið/Sigurgeir Jónsson Við sameiningu Hraðfrystistöðvarinnar í Vest- mannaeyjum, Isfélags Vestmannaeyja og Bergs- Hugins þarf að ýmsu að huga. Ákveðið var að nýja félagið skyldi halda nafni ísfélagsins, en merki Hrað- frystistöðvarinnar. Því þurfti að breyta nafnaskiltum á vinnslustöðvum og var myndin að ofan tekin þeg- ar verkið var hálfnað í gærmorgun. Um áramót sameinuðust einnig Vinnslustöðin, Fiskiðjan og dótt- urfyrirtæki þessára fyrirtækja í Vestmannaeyjum undir nafni Vinnslustöðvarinnar. EKKI er samstaða í þingflokki sjálfstæðismanna um frumvarp Jóns Sigurðssonar, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, um jöfnun á flutningskostnaði olíuvara. „Skiptar skoðanir eru um frum- varpið og telur þingflokkurinn rétt að fram fari viðræður á veg- um stjórnarflokkanna með það í huga að auka fijálsræði í verð- lagningu og verðsamkeppni milli Morgunblaðið/RAX Ragnheiður íþróttamaður ársins Ragnheiður Runólfsdóttir, sundkona frá Akranesi, var í gærkvöldi kosin íþróttamaður ársins 1991 af Samtökum íþróttafréttamanna. Ragnheiður er önnur konan til að hljóta þetta sæmdarheiti, en Sigríð- ur Sigurðardóttir, handknattleikskona, varð fyrir valinu fyrir 27 árum, eða 1964. Á myndinni eru Ragnheiður og Sigríður með verðlauna- gripinn eftirsótta. Ragnheiður er fjórði sundmaðurinn og annar Skagamaðurinn, sem hefur verið útnefndur íþróttamaður ársins. Sjá nánar á bls. 55. olíufélaganna, en þó þannig að hvert félag tryggi sambærilegum viðskiptamönnum sömu kjör alls staðar á landinu," segir í bréfi þingflokksins til ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins. Innflutningur á olíuvörum hefur nú verið gefinn fijáls með öllu, en enn eru hömlur á verðlagningu inn- anlands. Í Hvítu bókinni svokölluðu, stefnu og starfsáætlun ríkisstjórnar- innar, segir: „Verðlagning á olíuvör- um verður gefin frjáls." I frumvarpi iðnaðarráðherra er gert ráð fyrir að jöfnun á flutningskostnaði í land- flutningum verði afnumin og þar með stigið skref í átt til fijálsrar verðlagningar á olíu. Þar er hins vegar miðað við að áfram verði jafn- aður flutningskostnaður milli hafna í sjóflutningum. Frumvarpið hefur ekki komið fram á Alþingi, en verið til umljöllunar í þingflokkum stjómarinnar. Þing- flokkur sjálfstæðismanna fjallaði um málið á tveimur löngum fundum áður en fyrrnefnt bréf var sent. Málið er ekki afgreitt í þingflokki Alþýðu- flokksins, en heimildarmenn Morg- unblaðsins telja að þar sé einn þing- maður á móti frumvarpinu og muni sá ekki ráða afstöðu þingflokksins. Geir H. Haarde, formaður þing- flokks Sjálfstæðisflokksins, sagði í samtali við Morgunblaðið að í þing- flokknum vildu menn ganga mis- hratt í þessu efni. „Það er ekkert leyndarmál að einkum þingmenn ut- an af landi óttast að verð á olíuvörum úti á landi verði óeðlilega hátt ef flutningskostnaður kemur fram með fullum þunga í verðinu," sagði Geir. Jón Sigurðsson, viðskipta- og iðn- aðarráðherra, sagði að sér þætti leitt að þetta nauðsynlega mál hefði strandað í þingfíokki sjálfstæðis- manna. „Ég tel að þessi andstaða sé á misskilningi og ástæðulausum ótta byggð,“ sagði ráðherra. „Frelsi til verðlagningar á olíu mun ekki skaða þessar byggðir, sem ég veit að menn bera fyrir bijósti. Olíufélögin munu sjá sér hag í því að hafa jafnt verð um allt land. Hins vegar tel ég að þau eigi að vera fijáls að því að gera sérsamninga við einstaka kaup- endur. Það geta þau náttúrulega ekki þegar það er lagaskylda að jafna kostnaðinn." Jón sagði að frumvarp sitt væri í raun málamiðlun, þar sem gert væri ráð fyrir flutningsjöfnun milli hafna, og menn hefðu átt að gefa því tæki- færi. „Það er ekki hægt að gefa verðlagninu á olíuvörum með öllu fijálsa fyrr en þetta er með öllu kom- ið um kring, sagði hann. Hann sagði að orðið yrði við beiðni sjálfstæðismanna um viðræður milli stjórnarflokkanna og reynt að leysa málið. IBM á Islandi breytt í sjálfstætt hlutafélag- UMTALSVERÐAR breytingar eru fyrirhugaðar hjá IBM á íslandi á næstu vikum þar sem fyrirhugað er að stofna nýtt íslenskt fyrir- tæki um þjónustu og sölu á IBM-tölvubúnaði hér á landi. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins eru væntanlegir hluthafar í þessu nýja fyrirtæki, auk IBM, Skrifstofuvélar-Sund hf., Hvalur hf. og Draupnis- sjóðurinn ásamt öðrum íslenskum og erlendum fjárfestum. Rekstrarform IBM hér á landi breytist þannig í þá átt að það sem áður var útibú frá IBM verður sjálf- stætt íslenskt hlutafélág með hlut- deild IBM erlendis frá. Morgunblað- ið hefur heimildir fyrir því að IBM í Danmörku verði hluthafi í nýja fyrirtækinu og að hlutafé verði um 200 milljónir króna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem útibúi frá IBM er breytt í sjálfstætt hlutafélag þar sem IBM er ekki aðaleigandi. Slíkar breytingar á rekstrarformi hafa áður átt sér stað hjá IBM og þá í minni löndum. Hins vegar er hér um þá nýjung að ræða að verksvið þessa nýja fyrirtækis verður mun víðara en hjá IBM á íslandi. Þannig mun t.d. ætlunin vera að selja allt frá minnstu reiknivélum og ritvélum upp í stærstu tölvur sem þekkjast á markaðnum. Forráðamenn IBM og Skrifstofu- véla-Sunds vildu ekki tjá sig um fyrirhugaða breytingu, en Morgun- blaðið hefur heimildir fyrir því að stofnun nýja fyrirtækisins verði til- kynnt formlega um miðjan þennan mánuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.