Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992 21 PAULJOHN- • son fjallar um brotalömina á kenn- ingu Marx og sýnir framá hvernig hann misfer með stað- reyndir og notar heimildir hugmyndum sínum í hag. Er það harla merkileg lesning og athyglisverð. Þannig breytir hann ummælum Gladstones, leiðtoga ftjálslyndra í Bretlandi, og brenglar merkingu orða hans, rétteinsog hver annar stjórnmálaskarfur nú á dögum. Johnson vitnar til þeirra orða þýzka heimspekingsins Karls Jasp- ers að Marx sé ekki könnuður eða vísindamaður í ritum sínum, vitni ekki í það sem er öndvert skilningi hans og skoðunum, heldur einungis það sem er honum að skapi og kem- ur heim og saman við hugmyndir hans sjálfs. Það sé ekki sannfæring vísindamannsins sem þar komi fram, heldur stóri sannleikur trú- mannsins; því séu fordómar á næstu grösum. Ég þori ekki um þetta að segja, en nefni það hér vegna þess ég sé ekki betur en sagan og reynslu- þekking okkar hafi sýnt framá, með ógnvænlegum afleiðingum, að marxisminn sjálfur og þjóðfélags- hugmyndir hans hafi verið byggð á svipuðum grunni í þeim ríkjum sem nú riða til falls. Kenningarnar virka ekki í neinu þjóðfélagi. Marx talaði sjálfur um alræði og því er ekkert undarlegt þótt þau ríki sem reist hafa verið á hugmyndum hans hafi steytt á háskalegu skeri harðstjórn- ar og óvísinda. Frelsinu var fómað fyrir þjóðfélagstilraunir sem eiga rætur í trú og tilfinningaofsa, en hvorki virðingu fyrir einstaklingn- um sem er grundvöllur kristindóms né sáluhjálp hvers og eins, eða leið- sögn sem byggist á vísindalegri niðurstöðu. Leiðsögustefið er ósk- hyggja og ofurvald. En því hef ég gert þetta að um- talsefni hér að mér sýnist það sem nú blasir við í kommún- istaríkjunum með þeim hætti sem til var stofnað í upphafi og raunar engin tilviljun hvernig komið er. í upphafi skal endinn skoða, sögðu þeir vísu karl- ar sem alltaf reyndu að hafa vaðið fyrir neðan sig einsog steingeitin. Brezki heimspekingurinn Bertrand Russel sem hitti Lenin í Moskvu sumarið 1920 sagði hann væri „líkömnuð kenning". Slík kenning gerir ekki endilega útá það góða sem ég vil, heldur það vonda sem ég vil ekki, svo vitnað sé til al- kunnra orða í helgri bók. Húman- ismi gerir út á hið góða hjarta mannsins; mennskuna. Einræðisöfl og kenningar af ætt þeirra stunda ekki slíka útgerð. Það er meiren brekkumunur á þeim sem veiða menn í nafni Krists eða kommún- isma. MARX TALDI PROUD- • hon, sem sagði allar eignir væru þjófnaður, æði barnalegan og fyrirleit þau ummæli hans að nú skyldu menn fyrir alla muni reyna að fylla ekki lýðinn nýjum kenni- setningum, nú þegar hann hefði verið leystur úr álögum gamalla kenninga....við skulum ekki verða leiðtogar nýs óumburðarlyndis“, sagði hann við litlar undirtektir Karls Marx. Og nú er þetta ríki „hins nýja óumburðarlyndis" að hrynja fyrir augum okkar þótt óskiljanlegt sé, svo tryggilega sem við töldum um hnútana búið. En kannski hefði það verið ótrúlegra, ef það hefði ekki tekið að riða til falls, svo fjarri sem það er hug- myndum okkar um velferð og rétt- læti; svo fjarri sem það er eðlis- lægri frelsisþörf mannsins og því lýðræði sem við vitum að virkar svona nokkurn veginn í siðmennt- uðum þjóðfélögum samtímans. menntamálaráðherra, sem jafn- framt er fyrsti þingmaður Reykjaneskjördæmis, var heldur ekki fylgjandi henni í samtali við Morgunblaðið fyrir nokkrum dögum. Hins vegar voru þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Steingrímur Hermannsson, sem báðir eru þingmenn kjördæmis- ins, opnari fyrir þessari leið einkavæðingar í samgöngumál- um og að nokkru leyti Jón Sig- urðsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, en Morgunblaðið ræddi við alla þessa menn um hug- myndina. Þingmenn landsbyggðarkjör- dæma hafa oft verið tregir til að fallast á samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Ef þær eru framkvæmdar með þessum hætti, er ekki verið að taka neitt frá landsbyggðarfólki í vegamál- um. Það er ánægjulegt framtak hjá samtökum verktaka, Lands- bréfum hf. og atvinnuþróunar- nefnd Suðurnesja að kynna þessa hugmynd. Hún er þess verð, að hún verði könnuð nánar. Þar á meðal er fyllsta ástæða til að kynnast betur skoðunum Suður- nesjamanna á málinu. Ríkis- stjórn, sem boðar einkavæðingu á ekki að vísa þessu máli frá án frekari umræðu. Auðvitað er Ijóst, að eigendur hinnar nýju Reykjanesbrautar mundu nánast hafa einkarétt' á samgöngum milli Suðurnesja og annarra landshluta, þótt önnur leið sé að vísu til. í slíkum tilvik- um t.d. í Bretlandi verða hand- hafar einkaréttar að sæta mjög ströngu verðlagseftirliti. Þetta kom m.a. fram hjá einum helzta talsmanni einkavæðingar í brezka íhaldsflokknum, sem var fyrirlesari á ráðstefnu um einka- væðingu á vegum Landsbréfa hf. fyrir nokkrum vikum. Það fer ekki á milli mála, að slíkt verð- lagseftirlit yrði að vera á veg- gjöldum á einkavæddri Reykja- nesbraut. JOHNSON SEGIR STYRK- • ur Marx hafi verið stíll hans og hæfni til að rita um þjóðfélags- mál einsog góður blaðamaður. En sjálfur hafí hann þó ekki verið upp- hafsmaður að öllum frösum sínum. Marat sem var einn helzti foringi borgarastéttarinnar í frönsku stjómarbyltingunni hafi tilaðmynda fundið upp vígorðin, Verkalýðurinn á ekkert föðurland, Öreigarnir hafa engu að glata nema hlekkjunum. Trúin er ópíum fólksins, er frá Heine komið, og vígorðin Öreigar allra landa, sameinizt(l) frá Karli Schapper, en „alræði öreiganna" frá franska stjórnmálamanninum Blanqui. Nú er afturámóti vitað að ópíum fólksins er — ópíum. Við höfum nóg af fíkniefnum nú um stundir svoað ekki þarf að bæta neinum frösum við þær hörmungar. Raunar ætti kirkjan að snúast af alefli gegn þeirri „vellyst“ sem fíkniefnin eru. En Marx kunni þó ekkisízt að slá um sig með vígorðum sem voru einsog kjólföt á veizluklæddum slátrurum. PAUL JOHNSON HELD- • ur fast fram þeirri hug- mynd sinni að Marx hafi fyrstogsíð- ast verið skáld. Það leiðir hugann ósjálfrátt að Maó. Marx hafí ekki haft mestan áhuga á að finna sann- leikann, heldur boða hann. I honum hafi togazt á skáldið, blaðamaður- inn og siðfræðingurinn; allir harla fyrirferðarmiklir og mikilvægir. Úr þessari blöndu hafi orðið merkur rithöfundur og sjáandi. En enginn vísindamaður; miklu fremur hafi eðli hans verið andvísindalegt. Fras- inn „vísindalegur" er því einskonar pótemkintjöld um óvísindalegar kenningar eða trúarbrögð. M. (meira næsta sunnudag.) Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 110 kr. eintakið. Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Einkavæðing Reykjanesbrautar Nokkrir einkaaðilar hafa sett fram þá athyglisverðu hug- mynd, að þeir taki að sér tvöföld- un Reykjanesbrautar með þeim skilmálum, að þeir leggi veginn, fjármagni framkvæmdir og öðlist rétt til innheimtu vegagjalda í ákveðið árabil. Hér er m.ö.o. rætt um einkavæðingu sam- göngumannvirkja. Þetta er for- vitnilegt mál. Umferð um Reykjanesbrautina er orðin mjög mikil. Umferðaröryggi er ábóta- vant eins og nú er komið. All- mörg vond slys hafa orðið á þess- ari leið. Bifreiðum fjölgar stöðugt og ástandið á þessari leið á eftir að versna frá því, sem nú er. Ríkið er í samdráttaraðgerð- um eins og eðlilegt er og sízt af öllu gerir Morgunblaðið athuga- semdir við það. Verktakafyrir- tækin eru hins vegar verkefnalít- il, mikill tækjakostur stendur ónotaður og atvinnuástand fer versnandi. Ef hægt er að fjár- magna þessa framkvæmd á veg- um einkaaðila er það freistandi kostur að slá margar flugur í einu höggi, auka umferðaröyggi á þessari leið, auka atvinnu, tryggja verktakafyrirtækjum verkefni. Þá er spurningin um vega- gjöld. Þeim var illa tekið af Suð- urnesjamönnum fyrir þremur áratugum. Síðan hefur margt breytzt. íslendingar hafa ferðast mikið um önnur lönd m.a. í einka- bifreiðum. Landsmenn hafa orðið þess varir, að vegagjöld eru mjög algeng í öðrum löndum. Hvers vegna ekki hér? Er hægt að ganga út frá því sem vísu, að notendur Reykjanesbrautar geti ekki hugsað sér einhver veggjöld gegn því að fá margfalt betri veg og stóraukið öryggi? Halldór Blöndal, samgöngu- ráðherra, var nokkuð íljótur til að gefa neikvætt svar við þess- ari hugmynd. Ef rétt er skilið hyggst hann þó láta kanna hana betur. Ólafur G. Einarsson, HELGI spjall + Þess verður vart, að sumir af stuðnings- mönnum núverandi rík- isstjórnar telji, að hún hafí færzt of mikið í fang. Hún hafi bryddað upp á breytingum á svo mörgum sviðum, sem séu svo umdeildar, að af muni hljótast „pólitískt stórslys“, eins og það var orðað af einum þeirra, sem slíkar áhyggjur hafa og var þá átt við, að stjórnarflokkamir gætu orðið fyrir miklu áfalli í kosningum. Þjóðin væri einfaldlega ekki undir það búin að taka við svo miklum breytingum á skömmum tíma. Einn helzti undirtónninn í málflutningi andstæðinga ríkisstjórnarinnar um þessar mundir er sá, að hún stefni að því að breyta þjóðfélaginu. Þetta kemur ekki sízt fram hjá talsmönnum launþega í þeim umræðum, sem nú standa yfir um kjara- málin. Það er nokkuð til í því, að hin nýja viðreisnarstjórn stefni að því að breyta þjóðfélaginu, ekkert síður en sú fyrri gerði, þótt ekki sé það með þeim hætti, sem andstæðingar hennar lýsa. Sannleikurinn er auðvitað sá, að það er nauðsynlegt að breyta þjóðfélaginu. Það er bæði tímabært og óhjákvæmilegt. Við höfum á nokkrum áratugum byggt upp samfélag, sem hefur gengið of langt í því að taka fulla ábyrgð á öllu, sem gert er. Það er ekki einungis svo, að samfélagið hafi tekið nánast fulla ábyrgð á heilbrigðis- þjónustu, hveiju nafni sem nefnist, afkomu aldraðra, bæði ríkra og fátækra, skóla- göngu æskufólks og öðrum þeim þáttum velferðarkerfísins, sem mjög víðtæk sam- staða hefur verið um, heldur hefur ábyrgð- in verið færð út til annarra þátta. Ef nefnd eru dæmi af handahófi úr umræðum líðandi stundar er ljóst, að sam- félagið, þ.e. skattgreiðendur (það eru eng- ir aðrir sem borga!), hefur tekið að sér að ábyrgjast öllum launþegum í landinu laun í hálft ár, ef svo illa skyldi fara, að vinnuveitandi þeirra yrði gjaldþrota. Skatt- greiðendur hafa líka ábyrgzt að fullu ið- gjaldagreiðslur sömu launþega, ekki í hálft ár, heldur í eitt og hálft ár og ekki vaxta- laust eða með venjulegum innlánsvöxtum heldur með dráttarvöxtum! M.ö.o. launþeg- inn á sáralitla áhættu að taka í lífinu en þó heldur meiri en lífeyrissjóður hans, sem er beinlínis hvattur til að ganga ekki hart fram í innheimtu iðgjalda, sjóðurinn fær þetta hvort sem er borgað. Þessi ábyrgð skattgreiðenda er ekki nein pappírsábyrgð. Hún er raunveruleg. Þeir hafa þurft að borga vegna þessarar ábyrgðar um einn milljarð á örfáum árum. Síðustu vikur hafa staðið yfir miklar umræður um viðskipti við Rússland. Þær hafa með einum eða öðrum hætti snúizt um það, að allir aðrir ættu að taka áhættu af því að selja Rússum saltsíld, en þeir atvinnurekendur, sem hafa valið sér það athafnasvið að salta síld. Sumir telja, að ríkið eigi að ábyrgjast erlent lán til þess að lána Rússum til að kaupa saltsíld af okkur. Þar með er auðvitað lagt til að skattgreiðendur gangi í ábyrgð fyrir láninu og að þeir borgi þá miklu peninga, sem um er að ræða, ef Rússar geta ekki borg- að. Aðrir telja, að Landsbankinn eigi að taka þetta lán og endurlána en þar með er búið að færa áhættuna yfír á Lands- bankann, sem síðustu misseri hefur af- skrifað miklar fjárhæðir í töpuðum útlán- um, sem með einum eða öðrum hætti verða borguð af öðrum viðskiptavinum Lands- bankans. Einstæð móðir, sem hefur þijú börn á framfæri sínum og skilur ekki hvers vegna hún fær einungis persónuafslátt einstaklings á sama tíma og hjón með þijú börn njóta allt að tvöfalds persónuaf- sláttar til skatts, kvaðst mundu flytja af landi brott, ef niðurstaða málsins yrði sú, að skattgreiðendur eða viðskiptavinir Landsbankans tækju á sig þessa ábyrgð. Það var ekki fyrr en á síðustu stigum, sem það var nefnt, að eðlilegt væri að framleið- endur saltsíldar og útflytjendur, þeir, sem hyggjast hagnast á þessum viðskiptum, tækju á sig einhveija ábyrgð. Því má skjóta hér inn í, að sú málefna- lega röksemd, sem fram hefur komið í þessum umræðum, og ástæða er til að stöðva við er sú, að við höfum átt góð viðskipti við Rússa í marga áratugi og að það sé ekki hygginna manna háttur að snúa baki við góðum viðskiptavini þótt hann lendi í erfíðleikum um skeið. Að vísu má margt um saltsíldarviðskiptin undanf- arna áratugi segja. Ef allar umbúðir eru teknar utan af þeim viðskiptum hefur verð- ið, sem Rússar hafa borgað fyrir saltsíld- ina, byggzt á því, að þeim hefur verið gefínn kostur á því að kaupa sér áhrif og aðstöðu hér á landi, þegar þeir töldu sig þurfa á því að halda á dögum kalda stríðs- ins, með því að borga hærra verð til okk- ar en þeir voru tilbúnir til að greiða öðr- um. Þetta var rökstutt með því, að okkar síld væri gæðameiri en annarra. Viðskipti af þessu tagi verða auðvitað ekki stunduð á næstu árum (aðstaða vegna kalda stríðs- ins er ekki lengur söluvara) og eru ekki eftirsóknarverð eins og Morgunblaðið hef- ur margsinnis sagt á undanförnum árum. Eftir sem áður væri hugsanlega ástæða til að sýna Rússum hug okkar í þrenging- um þeirra með því að gefa þeim saltaða síld með sama hætti og við sendum mat til Þjóðveija í þrengingum þeirra eftir stríð eftir því, sem efni okkar leyfa. Það væri meiri ástæða til að koma til móts við fram- angreind rök með þessum hætti en að láta skattgreiðendur borga saltsíldina alla eftir nokkur ár. Þetta var útúrdúr. Þessi dæmi úr um- ræðum líðandi stundar voru nefnd til þess að undirstrika þá staðreynd, að það er orðið tímabært að breyta þessu þjóðfé- lagi. Það er ekki hægt að ásaka ríkisstjórn- ina fyrir að hún vilji gera það, heldur ætti þjóðin að fylkja sér um hana og fagna því að til valda eru komnir menn, sem vilja og þora að takast á við þetta verk- efni. Á undanfömum áratugum hefur ver- ið gengið alltof langt í því að láta skatt- greiðendur tryggja allt milli himins og jarð- ar. Þessum hugsunarhætti þarf að breyta. Það er tími til kominn að bæði launþegar og atvinnurekendur taki einhveija áhættu sjálfír og taki þar með afleiðingum gerða sinna. Með því einu móti verður hægt að byggja hér upp heilbrigt þjóðfélag, heil- brigt efnahagslíf, heilbrigt atvinnulíf. Rík- isstjórnin er að gera rétta hluti en hins vegar stendur hún ranglega að því á marg- an hátt. HVAÐ ER RÍKIS- stjórnin að gera? Hún er að losa skattgreiðendur úr ábyrgðunum, sem stjómmálamenn Hvað er rík- isstjórnin að gera? undanfarinna áratuga hafa komið þeim í. Upphlaupin í kringum opinberu sjóðina á undanförnum mánuðum eru viðleitni af hálfu ríkisstjórnarinnar til þess að koma í veg fyrir, að fjármunum skattgreiðenda sé dælt út í formi lána sem skila sér seint, illa og alltof oft aldrei. Uppnámið í kring- um lyfin byggist á því, að ríkisstjórnin er að reyna að stöðva þá gífurlegu sóun fjár- muna, sem hefur viðgengizt í lyljadreif- ingu og hefur ekki fyrst og fremst komið sjúklingum til góða, heldur þýtt stórfé úr vasa skattgreiðenda I vasa lyfsala, lyfja- umboðsmanna og lyfjaframleiðenda. Uppnámið í kringum lánasjóð náms- manna stafar af því, að ríkisstjórnin er að reyna að stöðva þá vitleysu, sem hefur viðgengizt í kringum þann sjóð árum sam- an. Það var yfírlýst markmið þeirra, sem lengst vildu ganga í umræðum á Alþingi fyrir mörgum árum, að lánasjóðurinn ætti að lána allt að 90%, ef ekki 100%, af náms- kostnaði. Þótt hér sé um lán en ekki bein- an styrk að ræða eru lánin vaxtalaus og greiðast með ákveðnum hætti, þannig að hér er um styrk að ræða að hluta. Ef nú ætti að fylgja fram þessum markmiðum þyrfti sennilega að tvöfalda framlög til lánasjóðsins á hveiju ári! Engum dettur í hug að leggja lánasjóð námsmanna niður. Umræðurnar snúast einfaldlega um það, að einhver skynsemi sé í starfsemi sjóðsins REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 18. janúar og einhver takmörk séu á lánveitingum hans eins og eðlilegt er. Upphlaupið í kringum sjúkrahúsin byggist á því, að rekstrarkostnaður sjúkra- húsanna hefur farið gersamlega úr bönd- um á undanförnum árum. Með því er ekki sagt, að hann hafí farið úr böndum vegna stjórnleysis. Kröfumar í sambandi við heil- brigðisþjónustu hafa hins vegar margfald- ast og tilhneigingin til að segja, að ekkert megi til spara þegar sjúklingar eru annars vegar hefur leitt til þess, að kostnaðurinn hefur orðið óviðráðanlegur. Þeir starfs- menn sjúkrahúsa, sem hafa kynnzt vinnu- brögðum á Landakoti, þar sem enn er tölu- vert eftir af hefð fyrri tíma, þegar systurn- ar héldu utan um reksturinn, og síðan fært sig yfir á önnur sjúkrahús segja, að munurinn sé sá, að á öðrum sjúkrahúsum sé til nóg af öllu, á Landakoti þurfti að nota sömu hlutina aftur og aftur og hreinsa þá vandlega á milli aðgerða. Viðleitni ríkis- stjórnarinnar að þessu leyti byggist á því að reyna að koma í veg fyrir gersamlega óstöðvandi peningastraum úr vösum skatt- greiðenda í þennan rekstur. Með því er ekki sagt, að metnað skorti til að halda hér uppi fullkominni heilbrigðisþjónustu. Stór rekstrarkerfi af þessu tagi hafa hins vegar tilhneigingu til að þenjast stjórn- laust út og öðlast sjálfstætt líf. í stuttu máli má segja, að núverandi ríkisstjórn hafí horfzt í augu við þá stað- reynd, að við Islendingar erum komnir að leiðarlokum í uppbyggingu þjóðfélagsins í óbreyttri mynd. Raunar er langt síðan komið var að leiðarlokum í þessum efnum. Menn vildu hins vegar ekki viðurkenna það. Sennilega fórum við út af sporinu fljótlega eftir að hinu fyrra viðreisnartíma- bili lauk. Við höfum haldið þessari upp- byggingu áfram í allmörg ár með skulda- söfnun og við höfum byggt upp falskan kaupmátt með skuldasöfnun. Á tímabili nutum við þess sem þjóð, sem einstakling- ar kynntust hér á árum áður, þegar verð- bólgan borgaði niður öll lán. Á árabilinu milli 1970 og 1980 voru raunvextir á al- þjóðlegum lánamörkuðum neikvæðir, svo að verðbólgan borgaði niður erlend lán þjóðarinnar. Það er hins vegar löngu liðin tíð alveg eins og hér innanlands. Nú erum við á endastöð. Við höldum ekki lengur áfram í sömu átt. Ný ríkis- stjórn hefur gert sér grein fyrir því. Stefna hennar er rétt. Aðgerðir hennar eru í meginefnum réttar. En vegna þess hvern- ig haldið er á málum hafa stuðningsmenn hennar áhyggjur, sumir þungar áhyggjur. Að tala við þjóðina HVAÐ GERIR RIK- isstjómin rangt? Hún talar of lítið við þjóðina. Hún á til að gleyma því, hvaðan umboð hennar er komið. Hún ger- ir of lítið af því að undirbúa jarðveginn fyrir umdeildar aðgerðir. Hún gerir of lítið af því að skýra fyrir þjóðinni gerðir sínar. Það er ekki nóg að gera þetta í fjölmiðl- um. Það er svona upp og ofan, hversu vel það kemst til skila. Sjónvarpsstöðvar klippa samtöl með þeim hætti, að það er undir hælinn lagt, hvort málflutningur manna kemst á framfæri með réttum hætti. Hið sama gera útvarpsstöðvar, þótt á annan veg sé. Dagblöð eru vettvangur, þar sem menn geta talað í lengra máli, en koma ekki í staðinn fyrir beint sam- band við fólkið í landinu. Þrátt fyrir nú- tímalega fjölmiðlun kemur ekkert í staðinn fyrir hið beina samband milli stjórnmála- manna og kjósenda. Þegar ríkisstjórnin undirbýr ákvarðanir um aðgerðir til þess að breyta þjóðfélaginu og snúa ofan af þeirri allsherjar ábyrgð skattgreiðenda, sem er að sliga þá, þarf hún að gera meira en að undirbúa aðgerð- irnar sjálfar. Hún þarf líka að undirbúa mjög vandlega kynningu á þeim. Hún þarf að gera sérstakar ráðstafanir til þess að útskýra fyrir fólkinu í landinu hvers vegna þetta og hitt er gert. Það eru öll rök fyrir því að tekjutengja elli- og örorkulífeyri, eins og að er stefnt, þannig að skattgreiðendur borgi ekki í ■ Morgunblaðið/RAX vasa þeirra, sem þurfa ekki á því að halda. Það gildir einu, hvort um sjómenn eða aðra er að ræða. Ef gamlir sjómenn hafa svo mikil eftirlaun með einum eða öðrum hætti, að þeir komast yfír ákveðið tekju- stig er engin ástæða til að skattgreiðendur borgi þeim fremur en öðrum sem eru í svipaðri aðstöðu sérstakan ellilífeyri. En það þarf að tala um þetta við elli- og ör- orkulífeyrisþega. Það eru öll rök fyrir því að ungt fólk sem er að hefja háskólanám borgi einhver skólagjöld og tryggi sér þar með betri kennslu. Það er ekkert vandamál að fella niður þessi skólagjöld hjá þeim nemendum sem sannanlega hafa ekki efni á því að borga þau. En um þetta þarf að tala við þetta unga fólk og útskýra fyrir því hvers vegna. Engin kynslóð í landinu á meira undir því en einmitt æskufólkið að horfið verði frá núverandi braut mikillar skulda- söfnunar þjóðfélagsins.. Það eru öll rök fyrir því að koma ein- hverjum böndum á útgjöld heilbrigðiskerf- isins, hvort sem er vegna reksturs sjúkra- húsa, lyfjasölu eða af öðrum ástæðum, en það þarf að tala við fólkið sem starfar að þessum málum og útskýra fyrir því hvers vegna og sjúklingana líka. Menn ná engum árangri hvorki á þessu sviði né öðrum með því að ryðjast um eins og naut í flagi. Það eru öll rök fyrir því að stöðva fjár- streymið úr opinberum lánasjóðum í von- lausan atvinnurekstur á landsbyggðinni, sem landsbyggðarfólk hefur fyrst og fremst armæðu af. En það þarf að út- skýra fyrir þessu fólki hvað jþarna hefur verið að gerast áratugum saman. Skatt- greiðendur á landsbyggðinni hafa engan áhuga á því fremur en skattgreiðendur í þéttbýli að sóa eigin fjármunum í tóma vitleysu. Þannig er hægt að taka hvert dæmið á fætur öðru um það, að ríkisstjórnin er á réttri leið en hún og stuðningsmenn henn- ar þurfa að leggja margfalt meiri vinnu í að útskýra fyrir þjóðinni hvað fyrir þeim vakir. Ef það er ekki gert getur orðið „pólitískt stórslys“. Hin fyrri viðreisn SUMIR SJA HIÐ fyrra viðreisnar- tímabil í hillingum. Þá muna menn ekki að fyrsta kjörtíma- bil þeirrar ríkisstjórnar var mjög erfitt og gekk á ýmsu og ekki síður þriðja kjörtíma- bilið, þegar alvarleg kreppa skall yfir af svipaðri stærðargráðu og nú, þótt af öðrum ástæðum væri. I þessu tölublaði Morgun- blaðsins er þess minnzt, að 100 ár eru lið- in frá fæðingu Ólafs Thors, sem var fyrsti forsætisráðherra þeirrar ríkisstjórnar. Undir lok árs 1963 stóðu hann og ríkis- stjórn hans frammi fyrir því, að stórátök blöstu við á vinnumarkaðnum milli rikis- stjórnarinnar og verkalýðshreyfingarinn- ar, líklega hin mestu frá árinu 1955. Þau átök voru ekki í aðsigi nema vegna þess, að á ýmsu hafði gengið frá því að ríkis- stjórnin tók við völdum haustið 1959. Það var síðasta stjórnmálaverk Ólafs Thors að forða þessum þjóðfélagsátökum og leggja grunn að nýjum samskiptum ríkisstjórnar og verkalýðshreyfingar. Forystumenn núverandi ríkisstjórnar og stjórnarflokka þurfa ekki að halda að for- verar þeirra hafi náð árangri viðreisnar- tímabilsins átakalaust. Svo var ekki. Á stuttum valdaferli hefur núverandi ríkis- stjórn sýnt, að hún hefur ýmislegt til að bera til þess að verða verðugur arftaki nöfnu sinnar. Stuðningsmenn ríkisstjórn- arinnar geta verið vissir um, að hún er á réttri leið. En ráðherrarnir og þingmenn- imir þurfa að tala meira við fólkið. Verði það ekki gert eiga menn eftir að komast að raun um, að það kemur dagur eftir þennan dag og að tíminn til næstu kosn- inga er fljótur að líða. „Þessi dæmi úr umræðum líðandi stundar voru nefnd til þess að undirstrika þá staðreynd, að það er orðið tímabært að breyta þessu þjóðfélagi. Það er ekki hægt að ásaka ríkissljórn- ina fyrir að hún vilji gera það, heldur ætti þjóðin að fylkja sér um hana og fagna því að til valda eru komnir menn, sem vilja og þora að takast á við þetta verkefni... Ríkisstjórnin er að gera rétta hluti en hins vegar stendur hún rang- lega að því á margan hátt.“ T

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.