Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.01.1992, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUIM SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992 ÓVINURINN HIRÐIR ÞANN SÍÐASTA eftir Ólaf Ólafsson Hr. ritstjóri. í leiðara blaðs yðar, þann 21. desember 1991, stendur skrifað: „Spyija má hvort áframhaldandi rekstur Landakotsspítala gæti orðið upphaf að nýjum þætti heilbrigðis- þjónustu okkar, þar sem sjúklingar og aðstandendur þeirra ættu annan valkost en nú er fyrir hendi í heil- brigðiskerfinu, m.ö.o. að sjúklingur eða aðstandendur greiða fyrir þjón- ustu á Landakoti. Fólk geti þá val- ið um hvort það vill kaupa slíka þjónustu eða fá þjónustuna án end- urgjalds á Landspítala eða Borgar- spítala." Hér er spurt hvort tekin skuli upp „markaðsrekin" heilbrigðis- þjónusta á íslandi. Markaðsrekstur leysir margan vanda og stuðlar m.a. að skynsamlegri verðmyndun, en hvemig famast sjúklingum er lifa við markaðsrekna heilbrigðis- ! þjónustu? Ef efnaðri sjúklingar geta keypt sér vistunarpláss á sjúkrahúsum, vegur innihald pyngjunnar þyngra en sjúkdómsástandið. Veikustu sjúklingarnir sitja því ekki fyrir um vistunarpláss eins og eðlilegt er. Markaðurinn leysir ekkivandann Við þekkjum Qölmörg dæmi sem sýna okkur afleiðingu markaðsrek- innar heilbrigðisþjónustu, bæði frá fyrri tímum á íslandi og úr nútíð- inni frá Bandaríkjunum og þróunar- ríkjum. Vangeta markaðsrekinnar heil- brigðisþjónustu til þess að veita fólki alhliða og jafna heilbrigðis- þjónustu, ásamt misrétti sem yfír- leitt fylgir í kjölfarið (þó að mis- rétti þurfí ekki að vera bein afleið- ing markaðsrekstrar), varð til þess að Islendingar komu á alþýðutrygg- ingalögum árið 1936 og síðar al- mannatryggingum fyrir hálfri öld. Áður höfðu menn með ólíkar stjórn- málaskoðanir staðið að stofnun sjúkrasamlaga. Síðari lög um heil- brigðisþjónustu endurspegla ákvæði almannatryggingalaga um að „allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjón- ustu“. Aðalhvötin að þeirri skipan mála var trúlega hin ríka samkennd sem hér ríkti og væntanlega ríkir enn og grípur menn trúlega fastari tökum í fámennari þjóðfélögum en í fjölmennari, þar sem neyð náung- ans er síður inni á gafli hjá fólki. Með stofnun almannatrygginga var viðurkennt og samþykkt að þörf sjúklinga fyrir góða og alhliða heil- brigðisþjónustu er ein af grundvall- arþörfum fólks og ber að jafna við þörfína fyrir fæði, klæði og hús- næði. Ekki skal þó horft framhjá þeirri staðreynd að jöfnun kostnað- ar hafði einnig verulega þýðingu. Það gat orðið dýrt fyrir heimili að standa straum af greiðslum vegna langvarandi sjúkrahúsdvalar eins heimilismanna. Sögulegt innskot um samkennd Islendinga Það má ef til vill verða okkur til nokkurs lærdóms að fletta gömlum bókum sem lýsa viðhorfum forfeðra okkar til þessara mála. í Grágásar- lögum 1118 lögfestu Islendingar fyrstir þjóða, hugsanlega að Norð- mönnum undanskildum, fram- færslu þurfamanna og sjúkra. Þá var hreppum falin framfærsla þeirra. Hreppstjórum var falin framkvæmdin, en almennur hrepps- fundur hafði yfírumsjón um að þeim þurfandi væri vel sinnt. Aðrar þjóð- ir fólu kirkjunni framfærslu þurfa- manna og sjúkra og lögfestu ekki framfærsluskyldu sveitarfélaga fyrr en löngu síðar, en t.d. Englend- ingar 500 árum síðar. Mörg hundr- uð árum síðar var þessum lögum breytt og yfirumsjón með fram- kvæmdum alfarið falin embættis- mönnum, trúlega fyrir dönsk áhrif! Hvers vegna hefur markaðs- rekinni heilbrigðisþjónustu mistekist að sjá íbúum fyrir alhliða heilbrigðisþjónustu? Hverfum aftur til nútímans. Markaðsrekin heilbrigðisþjónusta tryggir ekki alhliða og jafna heil- brigðisþjónustu. Orsakirnar eru m.a. eftirfarandi: 1. Forgangsröðin við læknismeð- ferð breyttist. Læknar hafa lengi þurft að meta t.d. hvort áframhald- andi meðferð sjúklings „þjóni til- gangi“ t.d. meðferð eldra fársjúks fólks, vistun á gjörgæslu- eða nýrnasíunardeild. Ákvörðun um upphaf eða lok meðferðar byggist að öllu jöfnu á læknisfræðilegum grunni, en samráð er gjarnan haft við hjúkrunarfólk og aðstandendur ef svo ber undir. Sá á kvölina sem á völina. Slíkar ákvarðanir hafa verið teknar án tillits til kyns, kyn- þáttar, litarháttar, efnahags eða meints „verðleika" sjúklings. Ef sá efnaði skal hafa forgang að öllu jöfnu er hafinn nýr kapítuli í for- gangsröðun í heilbrigðisþjón- ustunni. 2. Meginregla markaðshyggj- unnar er að neytandinn hafi fijálst val, sem byggist á góðri þekkingu hans á innihaldi og gæðum þjón- ustunnar. Þessari reglu er ekki full- nægt varðandi þörf fyrir heilbrigð- isþjónustu, því að þekking almenn- ings á læknisfræði er ábótavant og verður trúlega meira ábótavant eft- ir því sem þjónustan verður marg- brotnari og háþróaðri eins og nú gerist. Framboð þjónustunnar á því ekki að vera einungis í höndum þeirra er eiga hana og veita, heldur þurfa. fulltrúar neytenda að hafa þar hönd í bagga. 3. Rekstur markaðsrekinnar heil- brigðisþjónustu virðist verða dýrari. Þeir er reka markaðsreknar stofn- anir eru vitaskuld trúir markaðs- hyggjunni og stuðla að heppilegri verðmyndun og arði. Af rekstri einkasjúkrahúsa á Norðurlöndum, Ólafur Ólafsson „Ef efnaðri sjúklingar g’eta keypt sér vistunar- pláss á sjúkrahúsum vegur innihald pyngj- unnar þyngra en sjúk- dómsástandið. Veik- ustu sjúklingarnir sitja því ekki fyrir um vist- unarpláss eins og eðli- legt er.“ í Vestur-Evrópu og Bandaríkjunum má ráða að þessi sjúkrahús sinna helst yngri og miðaldra sjúklingum, en síður fólki með langvinna sjúk- dóma, taka sjaldan þátt í bráðavökt- um og sinna því síður bráðveikum sjúklingum, sem kosta meiri fyrir- höfn og fé. Stjómunarkostnaður er 3-4 sinnum meiri en við opinber sjúkrahús. Rekstrarleg samkeppni í heil- brigðisþjónustu getur haft í för með sér alvarlega fylgikvilla. I anda markaðshyggjunnar er lögð mikil áhersla á samkeppni og þar af leið- andi er leitast vð að búa sjúkrahús- in bestu og dýmstu tækjunum. Hátæknisjúkrahúsum fjölgar og þar er boðið upp á „bestu þjónustuna" en kostnaður eykst. Margt gott er um þetta að segja, en gallinn er að þörfínni fyrir heilbrigðisþjónustu verður seint fullnægt. Að læknar fari offari í lækningum kemur því miður fyrir. Við könnun á heilbrigðisþjónustu þriggja háþróaðra landa, þ.e. Bandaríkjanna, Svíþjóðar og Eng- lands, kom m.a. í ljós að algengar skurðaðgerðir era framkvæmdar 60-80% oftar í Bandaríkjunum, en þar ræður markaðshyggjan ríkjum, heldur en í hinum löndunum. Einkennandi er að í markaðsrek- inni heilbrigðisþjónustu er forvörn- um lítið sinnt og m.a. þess vegna getur þjónustan orðið dýrari. T.d. í einu háþróaðasta ríki heims geng- ur 'k þungaðra kvenna ekki í mæð- raskoðun, en meðal barna þeirra er burðarmálpdauði fimmfallt hærri en hjá þeim er fá svo sjálfsagða þjónustu. Þessum konum er mun hættara við erfiðum fæðingum og fylgikvillum og verða því að fæða á dýrum stofum, en árangurinn ekki góður. Regluleg mæðraskoðun er talin kosta 600 dollara, en lækn- ing og hjúkran fyrirbura í 10 daga 25.000 dollara! Keisaraskurðir til þess að forða nýburum frá fyigikvillum og hlífa veikum mæðrum eru framkvæmdir helmingi oftar. Eigi að síður er tíðni burðarmáls- og mæðradauða mun hærri í Bandaríkjunum en í hinum löndunum. Fleira mætti nefna í þessum dúr. Á flestum sviðum þjóðlífsins er samkeppni af hinu góða og fagleg samkeppni á alls staðar rétt á sér, en rekstrarleg samkeppni í heil- brigðisþjónustu hefur marga fylgi- kvilla. Ovinurinn hirðir þann síðasta segir í ensku máltæki. Heimildir: 1. Health Care System in Transition. OCED, Paris 1990. 2. Mesaurement of Health Care. OECD, Paris 1985. 3. Tillögur um frumvörp til sveitarstjómun- arlaga. Reykjavík, Gutenberg 1905. 4. High Technology in Medicine - Benefits and Burden. Oxford University Press, 1986. 5. Economy in Health Care. 6th European Conf. on Health Records, Malta 1986, WHO. 6. An American Dilemma Revisited. G. Mýrdal 1987. 7. Borderline Medicine. Non Profit Org. Care Medical Communition, Bandaríkin 1991. 8. Lög um heilbrigðisþjónustu 1988. Höfundur er landlæknir. TILBOÐ ÓSKAST i Ford Bronco II 4x4, Eddie Bauer, árg. ’87 og aðrar bifreiðar, er verða sýndar á Grensás- vegi 9, þriðjudaginn 21. janúar kl. 12-15. Tilboðin verða opnuð á sama stað kl. 16. SALA VARNARLIÐSEIGNA Metsölublad á hverjum degi! Heilsugæslustöðinni í Olafsvíkur- læknishéraði færð peningasnöf Ólafsvík. ^ Öíl NEMENDUR framhaldsdcildar Fjölbrautaskóla Vesturlands Ól- afsvík - Hellissandi færðu Heilsu- gæslustöðinni í Ólafsvíkurlæknis- héraði peningagjöf að upphæð kr. 25.000 og skal það fé renna í söfn- unarsjóð til kaupa á blóðrann- sóknartæki fyrir Heilsugæslu- stöðina. Með þessari gjöf vilja nemendur sýna hug sinn og vilja til að styrkja það góða starfa og þjónustu sem starfsemi Heilsugæslustöðvarinnar er. Nemendur og mæður þeirra öfluðu fjársins með sölu á heimabök- uðum kleinum í desember sl. Sigurður Baldursson yfirlæknir veitti þessari gjöf móttöku og fannst þetta framtak ungmennana mjög þakkaivert. í framhaldsdeild Fjölbrautaskóla Vesturlands Ólafsvík - Hellissandi eru nú um 20 nemendur á þessari vorönn en staðirnir skiptast á um að hýsa deildina og er þetta annað árið sem grunnskólarnir í Ólafsvík Kolbrún Steinunn Hansdóttir einn af nemendum framhaldsdeildar Fjölbrautaskóla Vesturlands Ólafsvík - Hellissandi færir hér Sigurði Baldurssyni yfirlækni Heilsugæslustöðvarinnar peningagjöfina ásamt gjafabréfi. og Hellissandi hafa með sér sam- hefur samstarfið tekist mjög vel. starf um rekstur á þessari deild og - Alfons.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.