Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 3

Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992 B 3 eins og títt er um djúpvitra menn. Og víst var hann húmoristi af guðs náð þegar hann vildi við hafa og var fyndni hans rætnislaus þótt skotin hittu einatt fast í mark. Þessi eiginleiki einkenndi hann allt frá æsku. Til er saga um það er þeir hittust fyrsta sinn félagarnir Ólafur og Pétur Magnússon. Ólafur var þá í sveit uppi í Borgarfirði, hjá móðurbróður Péturs, Torfa í Höfn. Þeir voru báðir innan við fermingu. Pétur hafði meitt sig á fæti og sýndi Ólafi fleiðrið. Ólafi hefur eflaust fundist þetta skeina og svaraði Pétri að bragði: „Já, þetta er nú ugglaust kolbrandur." Hér má svo rifja það upp - þótt merk samstarfssaga þeirra félaga verði ekki sögð hér - að þeir Pétur urðu vinir í bernsku, skólabræður í menntaskóla, spilafélagar ævi- langt, sátu saman í bæjarstjórn Reykjavíkur og síðar á Alþingi. Annar varð formaður og hinn vara- formaður flokks síns og þeir sátu saman í ríkisstjórn. Næstu grannar í áratugi og börn þeirra ævivinir. Að degi þeirra loknum hvíla þeir í sama garði, aðeins steinsnar milli bautasteina. Örlagaþræðir þeirra félaganna voru því býsna samofnir. Ég minnist á þetta af því að kynni mín af Ólafi Thors skorðast einmitt af þeirri staðreynd að ég er sonur vinar hans - og vinur son- ar hans. Kynslóðabilið hindraði hann þó ekki í því að koma fram við mig og aðra unga menn sem jafningja, þvert á móti. Hann hvatti okkur til þess að sýna sér fulla ein- urð og tala tæpitungulaust. Líklega hefur Ólafur verið nokk- uð örlyndur og viðkvæmur. Þetta kom fram í því hve fús hann var að rétta fólki hjálparhönd enda mátti hann ekkert aumt sjá. Hann var líka eilíft að skrifa uppá víxla fyrir menn sem voru í vanda og margir leituðu ráða hjá honum því hann var vinur í raun. Hann hafði þá frekar hönd á stýri með þeim undan brotsjóum en að hann tæki af þeim stjórnvölinn. Aðstoð kom að bestu haldi ef þiggj- andinn lagði sig sjálfur fram - helst að honum fyndist að hann l.efði reyndar leyst vandann sjálfur. Þá óx mönnum þor. Hinsvegar átti hann það til að hundskamma menn ef honum fannst þeir vera að vola yfir smá- munum. Slíkar gusur gátu gefið betri raun en föðurlegar áminning- ar. Fyndni Ólafs og gamanyrði höfðu þau áhrif á mig í æsku að ég hélt að hann væri fyrst og fremst stór í sniðum og gæfi tæpast gaum að smáatriðum. En sú skoðun breyttist þegar ég varð starfsmaður hans. Hann var nefnilega einstaklega gjörhugull og nákvæmur um öll störf sín og krafðist hins sama af starfsmönnum. Hann var t.d. afar glöggur á tölur og eldfijótur að reikna. Ég varð eitt sinn vitni að því að fyrir hann voru lögð drög að fjárlagatillögum fyrir ráðuneyti hans. Hann fór hratt yfir dálkana og rak augun umsvifalaust í smá- villu, sem orðið hafði í samlagn- ingu. Ýtti skjalinu frá sér og sagði: „Það skiptir ekki máli hvort villan er smá eða stór. Þetta á bara að vera rétt.“ Drengskapur Ólafs kom fram í mörgu. Hann þoldi mönnum t.d. ekki illt umtal um andstæðinga né aðra. Einhverju sinni viðhafði flokksmaður hans þau ummæli um kunnan mann að hann væri bæði heimskur og illa upplýstur. Ólafur brást hart við og afbað slíkt tal. Hann skaut því að manninum að menn skömmtuðu sér ekki gáfurnar sjálfir - nema að litlu leyti - það gerði annar æðri. „En hitt,“ sagði ðlafur, „er svo annað mál og marg- ir mættu fara betur með það sem þeim var þó gefið." Þetta varð ekki misskilið. Ólafur Thors hafði ótrúlega sterkan persónuleika. Mætti segja um hann það sama og segir í Völs- ungasögu um Sigurð Fáfnisbana er hann gekk í höll Gjúka konungs, að allir voru lágir hjá honum. Og nú þegar öld er liðin frá því að þjóðinni bættist sá liðsauki sem Ólafur Thors var, þökkum við störf brautryðjandans og gleðjumst yfir því að hugsjónir hans um frelsi og framfarir hafa ræst. Jafnframt er látin í ljós sú ósk íslensku þjóðinni til handa að minning hans verði komandi kynslóðum fyrirmynd og hvatning til nýrra afreka. Ásgeir Pétursson Á 100 ÁRA fæðingarafmæli Ólafs Thors koma upp í hugann skýrar minningar frá liðinni tíð, úr sögu mikilla stjórnmálaátaka og stétta- baráttu á íslandi, þar sem við Ólaf- ur vorum þátttakendur sem oddvit- ar þeirra stétta í þjóðfélaginu, sem hvað hatrammast tókust á. Ég minnist Ólafs sem mikilhæfs stjórnmálaforingja, mikils baráttu- manns og verðugs andstæðings, en ekki síst sem góðs drengs. Við háð- um marga hildi en í dag er efst í huga mér sú sátt, sem okkur auðn- aðist að ná fram milli höfuðstétta þjóðfélagsins á afdrifaríkum tíma- mótum upp úr síðustu heimsstyij- öld, sátt, sem varð grundvöllur ný- sköpunarstjórnarinnar árin 1944- 1946. Ólafur Thors lést á gamlársdag 1964 og var sár harmur kveðinn að hinni ágætu konu hans, Ingi- björgu Indriðadóttur Einarssonar, og ættingjum þeirra, en einnig var missir pólitískra samheija Olafs mikill. Við fráfall hans ritaði ég minn- ingargrein, þar sem ég flutti þakk- læti mitt fyrir það samstarf, er við áttum. En jafnframt dró ég upp í þessari grein nokkra drætti af hinu stórbrotna stjórnmálastarfi Ólafs, og lýsti manninum, Ólafi Thors, - einum af gæfumönnum íslandssög- unnar, - eins og hann kom mér fyrir sjónir jafnt í átökum sem og í samstarfi. Ekki er úr vegi á 100 ára fæðingarafmæli Ólafs að rifja sumt af því upp, ekki síst vegna þeirra, sem yngri eru. Ólafur Thors var í þijá áratugi höfuðleiðtogi íslenskrar borgara- stéttar og flokks hennar, Sjálfstæð- isflokksins. Þetta er langur tími, - það sést best þegar athugað er, að þeir þrír leiðtogar, er sú stétt átti á undan honum, hvern á fætur öðr- um: Hannes Hafstein, Jón Magnús- son og Jón Þorláksson, gegndu sínu forustustarfi samanlagt í þijá ára- tugi. Þetta síðasta þriggja áratuga skeið er og mesti umbreytinga- og átakatími íslenskrar sögu. Allt þjóð- félag vort og ekki síst borgarastétt- in tók gerbreytingum á þessu skeiði. Ólafur var stétt sinni og flokki mikill og góður foringi. Hugrekki það og víðsýni, er hann átti til að bera, hjálpaði honum best, er mest á reið og hann þurfti að beita hinum djörfustu bardagaaðferðum. Hann var og gæddur svo góðum og ólík- um eigindum til vígsgengis á vett- vangi stjórnmálanna, annars vegar glæsimennsku og „charma" í fram- göngu og hins vegar slíkum húmor og gáska, að ógleymanlegt er, enda munu um andsvör hans undir ýms- um kringumstæðum myndast þjóð- sögur til viðbótar þeim sönnu. Hann var bardagamaður mikill og harð- ur, einkum á yngri árum og mun þá hafa haft yndi af orrahríð stjórn- málanna. Ég mætti honum fyrst á útifundi í Hegranesi, er ég ásamt Haraldi Guðmundssyni talaði fyrir Alþýðuflokkinn, en þeir Ólafur, Haraldur og Jónas frá Hriflu voru þá á yfirreið um landið til funda- halda eins og þá tíðkuðust. En víg- fimastan man ég hann frá fundi í Barnaskólaportinu 1936, er hann mætti einn öllum aðalleiðtogum Alþýðuflokksins. Hann var þá meistari í þeim skylmingaleik ræðu- halda, er þar var háður. En einn var sá eiginleiki, sem ef til vill auðveldaði Ólafi mest erf- itt hlutverk hans sem formanns Sjálfstæðisflokksins. Það var hve óbundinn hann var allri þeirri hég- ilju og hjátrú, sem meir og meir er að heltaka íslenska borgarastétt. Hann, sem var fimm sinnum for- sætisráðherra Islands, var svo blessunarlega laus við þann hé- gómaskap og helgislepju, er burgeisar vorir nú ala upp hjá sér og finnst eiga að fylgja slíkri tign. Eitt af því sem gerði honum þetta kleift var hugrekki hans í því að láta flokk sinn taka nokkurs konar hamskiptum á umbyltingarárunum 1942 til 1944. Fram að þeim árum hafði Sjálf- stæðisflokkurinn fyrst og fremst verið hinn opinskái harðvítugi íhaldsflokkur hálfgjaldþrota borga- rastéttar, sem átti í vægðarlausri baráttu við verkalýðssamtökin og fýlgdi sveitaflutningum eins lengi og fært var, og var andsnúinn tryggingalöggjöf, byggingu verka- mannabústaða o.s.frv. Og stétta- átök þessara ára voru að sama skapi hörð og þjóðstjórnartímabilið 1939-1942 harðvítugasta aftur- haldsskeið íslandssögunnar á 20. öld. En þegar verkalýðshreyfingin reis upp og braut blað í íslandssög- unni með sigrum sínum 1942, þá var það Ólafur Thors sem fyrstur allra borgaralegra forystumanna áttaði sig á því, sem var að gerast í þjóðlífinu, og tók höndum saman við verkalýðshreyfinguna 1944 til þess að skapa með henni úr því Islandi eymdar og kreppu, er áður var, það bjargálna þjóðfélag, er við búum við í dag. Til slíks þurfti eigi aðeins svo hugumstóran mann, sem Ólafur Thors þá reyndist, heldur 'og svo andlega fijálsan af bann- helgi boðorða stéttar sinnar, að hann hikaði ekki við að taka upp nýja stefnu á fjölmörgum sviðum. Það þurfti að fórna mörgum „heil- ögum kúm“ gamaldags íhalds- mennsku. En Ólaf Thors brast ekki kjark til þess að taka upp sem stefnu stjórnar sinnar: áætlunarráð um þróun íslensks þjóðarbúskapar, koma á víðfeðmu almannatrygg- ingakerfi í þjóðfélaginu, setja upp víðtækan opinberan rekstur útgerð- ar, leiða í lög hina róttækustu íbúðabyggingalöggjöf, sem ísland hefur þekkt, og semja við verka- lýðssamtökin um það hátt kaup að hærra hefur raunkaup dagvinnu eigi orðið síðan, né heldur til þess að framkvæma .allt þetta, að taka höndum saman við þá menn, er bannfærðir höfðu verið á Alþingi nokkru áður. í því, sem gerðist í september og október 1944 reis Ólafur Thors hæst sem stjórnmálaleiðtogi að snilli og dirfsku, en flokkur hans var klofinn og sumir af þingmönn- um hans og annað aðalblað flokks- ins, Vísir, voru algerlega andvígir stjórnarmyndun með Sósíalista- flokknum - urðu í stjórnarandstöðu á eftir. Og ekki vantaði freisting- arnar til afturhvarfsins: Framsókn bauð honum hinn 3. október upp á afturhaldsstjórn til kaupkúgunar gegn verkamönnum. Og allt i kring loguðu verkföll, meira að segja að lokum blöðin stöðvuð. En Oiafur Thors hikaði ekki. Það var á þessum dögum, að ég fékk þá innsýn í manninn Ólaf Thors, sem ég aldrei gleymi og bundu okkur vináttuböndum ævi- langt, svo undarlegt sem slíkt má virðast um pólitíska andstæðinga. Ég hafði kynnst Bjarna Benedikts- syni allvel í baráttunni fyrir stofnun lýðveldisins og sagt honum fyrstum pólitískra andstæðinga minna frá nýsköpunarhugmyndunum. Hann hafði tekið þeím vel og komið á sambandi milli okkar Ólafs. Við Ólafur urðum sammála um hvað við lá: Annaðhvort yrði saminn frið- ur milli stéttanna og sá auður, sem þjóðin átti nú í fyrsta sinn, er ís- land varð ríkt af fé, notaður til þess að byggja upp nýtísku atvinnu- líf þess með sameiginlegu átaki stéttanna, - eða sú efnahagslega borgarastyrjöld, sem nú hafin var, héldi áfram, auðæfi þessi brynnu á báli stéttabaráttunnar og ísland yrði aftur jafn fátækt sem fyrr. Andstæðingar Ólafs brugðu honum oft um vélabrögð og alvöruleysi, - en einmitt á þessum örlagastundum haustið 1944 fann ég best þá djúpu alvöru, er undir bjó hjá honum og þann ábyrgðarþunga, er á honum hvíldi. Við vorum þá daglega saman að glíma við vandamálin í óvissunni um úrslitin, dag eftir dag. Eitt sinn, er við sátum tveir inni í fjárveitinga- nefndarherbergi, áhyggjufullir um hvað yrði, mælti Ólafur þessi orð við mig: „Við erum báðir gæfu- menn, Einar, ef þetta tekst“ - og það tókst. Ég held, að Óiafur hafi alltaf álitið myndun nýsköpunar- stjórnarinnar sitt mesta stjórnmála- afrek, - sem það og var. Brynjólfur Bjarnason, sem þá varð samráð- herra hans og bast einnig við hann vináttuböndum, sem ekki slitnuðu, orðaði matið á þeirri stjóm manna best á þessa vísu: „Ég held að þjóð- in hefði tapað trúnni á að hún gæti stjórnað sér sjálf, ef nýsköpun- arstjórnin hefði ekki verið mynduð.“ Afrek Ólafs 1944 er í ætt við það, sem Þorgeir Ljósvetningagoði vann árið 1000. Grundvöllur var lagður að þjóðfélagi á hærra stigi lífskjara en áður. Það var sannað að hinar andstæðustu stéttir íslend- inga gátu tekið saman höndum, er mikið lá við. Sundrungu nýrrar Sturlungaaldar, er tortímt hefði nýfengnu sjálfstæði lýðveldisins, var afstýrt. Þjóðinni var gefið sjálfs- traust sem ei varð af henni tekið. Síðan dreif margt á dagana sem ei skal rakið. En það hygg ég að hafi verið mest að skapi Ölafs Thors að kveðja stjórnmálavettvanginn eftir þijátíu ára stríð sem foringi flokks síns, með sættinni við verka- lýðshreyfinguna 9. nóvember 1963, er horfið var frá hinum hörðustu bardagaaðferðum, er kveikt hefðu bál efnahagslegrar borgarastyijald- ar að nýju, og stefnt í átt til friðar. Sú skal að nýju vera kveðja mín til Ólafs Thors og ósk mín til þjóðar- innar, - um leið og þakkað er það samstarf, er við áttum, - að meðan stéttabarátta er háð í landi voru, þá megi íslensk yfirstétt á úrslita- stundum þjóðarinnar eiga mann eins og hann, foringja, er þori að semja frið og taka höndum saman við alþýðu landsins, þegar þjóð vorri ríður allra mest á, eins og hann gerði á mestu og gæfusömustu stundum lífs síns. Einar Olgeirsson HVAÐ ER að vera mikill stjórn- málamaður? Er það að marka djúp spor í þróun þjóðfélagsins? Er það að vera foringi, leiðtogi, sem fólk fylkir sér um, vill fórna sér fyrir? Ér það að vera hugsjónamaður? Eða raunsæismaður, samningamaður, sá sem leitar og finnur lausn hins mögulega? Þarf hann að vera harð- ur og óvæginn? Verður hann að vera glæsilegur? Á hann að vera mildur og góðhjartaður? Þessum spurningum er vandsvar- að. Samt hljóta þær að vakna, þeg- ar minnzt er hundrað ára afmælis Ólafs Thors. Þegar litið er til baka yfir sögu þeirrar aldar, sem senn er liðin, og reynt að gera það af hlutlægni og einlægni, þá getur það ekki farið á milli mála, að Ólafur Thors var einn mestur stjórnmála- maður íslendinga á öldinni. Það kemur fyrst og fremst fram í þrennu. Um það bil áratug eftir að göm- ul flokkaskipun riðlast og ný sjón- armið taka smám saman að móta stjórnmálabaráttuna, hefur hann forystu um stofnun stjórnmála- flokks, sem studdi einkaframtak í atvinnumálum, kenndi sig við svo nefnd borgaraleg sjónarmið, er. varð jafnframt fijálslyndur flokkur, ekki einvörðungu flokkur atvinnu- rekenda, heldur einnig í ríkum mæli flokkur launþega. Ólafi Thors tókst að skapa frjálslyndan hægri flokk, sem varð stærsti flokkur þjóðarinnar hvað kjörfylgi snerti. Þrír stjórnmálaforingjar: Hermann Jónasson, Einar Olgeirsson og Óiafur Thors.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.