Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992
eftir urðu í dreifbýlinu. Hvílíkt
hróplegt ranglæti!"
Það eru liðin fimmtíu ár frá því
að Ólafur Thors svarar svo hvasst
fyrir sig í harðri rimmu í sölum
Alþingis. Og þótt hálf öld sé liðin
heyrum við enn þessa dagana sjálf-
skipaða talsmenn landsbyggðar-
innar brigsla öðrum um fjandskap
í hennar garð. Bersýnilega hefur
margt breyst á hálfri öld, en þó
ekki allt.
„Ég á sjö börn á landi og sjö
börn í sjó,“ sagði Ólafur einu sinni,
er talið barst að því mikla banda-
lagi stéttanna sem Sjálfstæðis-
flokkurinn er. Ólafur Thors var
trúr grundvallarsannfæringu
frjálslyndra manna. Hann þurfti
ekki að kvíða dómi sögunnar yfír
starfi sínu og hugsjónum.
„Ég hygg að enginn íslenskur
stjórnmálamaður hafí notið meiri
persónulegra vinsælda en Ólafur
Thors. Síst var stéttarmunur að
vinsældum hans,“ sagði Bjarni
Benediktsson. Ólafur var höfðingi
í hugsun og framkvæmd, en svo
alþýðlegur, einlægur og fijálslegur
í fasj að hann snerti streng í þjóðar-
sál íslendinga.
Fjarri fór þó því að hin pólitíska
barátta væri samfelldur dans á
rósum fyrir Ólaf Thors. Hann gekk
í gegnum hatrammari persónulegar
árásir og róg en flestir aðrir hafa
þurft að etja kappi við í íslenskri
pólitík og er þá langt til jafnað.
Allt það stóð hann af sér. Karl-
mennska, skapfesta, en um leið
gott hjartalag, tryggði honum sigur
í þessari miklu glímu, en þó ekki
síður liitt að hann vissi sjálfur vel,
og þeir allir sem næstir honum
stóðu, að hann var sannleikans
megin.
Ölafur Thors hafði mikla ánægju
af stjómmálavafstri. Hann dáði
Winston Churchill umfram aðra
stjórnmálaleiðtoga. Eftir Churchill
er haft, að mannfólkinu megi skipta
í tvo hópa: „Þann fyrri, sem lítur
á vinnuna sem vinnu og skemmtun
sem skemmtun, og hinn flokkinn,
sem vinnan er skemmtun." Þeir
sem þekktu hann best voru ekki í
vafa um, að Ólafur Thors hefði til-
heyrt seinni manntegundinni.
Kannski liggur gæfa Ólafs ein-
mitt í þessu áreynslulausa viðhorfí
hans til stjómmála. Hann hafði
unun af þeim en þarfnaðist þeirra
ekki.
En þótt Ólafur hafí verið hríf-
andi foringi, fullur sannfæringar-
krafts og sigurvissu, þá þurfti hann
oft að hafa mikið fyrir sínu innan
flokksins. Rimman var oft hörð og
reyndi á þolgæði og þrautseigju
formannsins. Alþekktur er ágrein-
ingurinn um myndun Nýsköpunar-
stjórnarinnar 1944, og rimman um
Þjóðstjómina 1939 var jafnvel enn
harðari og átökin um forsetakosn-
ingarnar 1952 afar viðkvæm.
Eftir fall Nýsköpunarstjórnar-
innar neitaði Ólafur að taka þátt í
Stefaníustjóminni, sem svo var
kölluð, þrátt fyrir að hann sætti
sig við þá stjórn síðar. Allir þessir
átakaþættir og allmargir fleiri gera
þá dægurtogstreitu, sem stundum
á sér stað innan Sjálfstæðisflokks
nútímans, harla léttvæga svo og
þá umræðu sem um slíkt verður í
ofurfjölmiðlun dagsins.
Ólafur Thors var formaður Sjálf-
stæðisflokksins lengur en nokkur
maður annar og verður aldrei jafn-
að. Áhrif hans á flokkinn, íslensk
stjórnmál og íslenskt þjóðlíf, verða
seint ofmetin. Við sjálfstæðismenn
viljum gjarnan eiga hann allan, en
vitaskuld er Ólafur Thors allrar
þjóðarinnar, hvar í flokki sem menn
standa. Hans er nú ekki aðeins
minnst sem foringja sjálfstæðis-
manna, heldur sem_ eins helsta
stjórnmálaskörungs íslendinga á
20. öld.
Davíð Oddsson
HIÐ FYRSTA sem ég man með
vissu um Ólaf Thors er það að ég
fylgdist með þeim föður mínum og
Ólafi, er þeir gengu upp tröðina að
heimili foreldra minna á Hólavöll-
um. Þetta hefur trúlega verið vorið
1929 en þá var Ólafur að hefja
húsbyggingu fyrir fjölskyldu sína
ekki ósennileg hugrenning ungs
drengs.
Saga þjóðar okkar ijallar mjög
um það atgervi, sem foringjum og
hetjum er ætlað að hafa fram yfir
aðra menn. Er reyndar lýst í Heims-
kringlu þeim einkennum, sem sá
þurfti að hafa, sem settur var yfir
aðra menn. Hann átti m.a. að vera
sterkur, mjúkur og harðfengur.
Höfðingi varð líka að vera fríður
og bera af í mannfjölda. Slíkum
manni bar og að búast vel og glæsi-
lega.
Ólafur Thors hafði öll þau ein-
kenni, sem um getur í hinni fomu
Ólafur háði um dagana, voru bæði
margar, magnaðar og örlögþrungn-
ar. Og hann hafði oftast sigur. En
hann hrósaði sér hinsvegar aldrei
af sigrunum.
Honum var fyrir öllu að menn
tryðu því, sem hann sagði um
átakamálin og skildu og virtu
markmið hans. Hann var sjálfur líf-
ið og sálin í allri stefnumótun, eftir
að hann tók við forystu í flokki sín-
um og lagði til mestan kraftinn í
baráttuna. Þá kom fram, að hann
var úrræðagóður, skjótur til
ákvarðana og síðan fylgdi hann
verkum eftir af kappsemi og heil-
Ingibjöro ug Úlafur Ttiors með
Friðriki IX. konungi flana.
indum. Án þeirra yrði forystan
hvorki óumdeiid né gæfurík.
Og hér skal þá vikið að þeim
þætti skapgerðar Ólafs Thors, sem
samtímamenn hans mátu einna
mest. En það var drengskapurinn
í fari hans. Það er gæfa okkar ís-
lendinga að allar kynslóðir okkar
skuli hafa virt og metið þennan eig-
inleika svo mikils, þótt ekki hafí
allir ráðamenn tileinkað sér það
hugarfar í sama mæli. Engu að síð-
ur gefur sú afstaða von um að rétt-
læti, jöfnuður og sannleikur muni
að lokum verða kjölfesta íslensks
þjóðlífs.
Því er það að ef ég ætti að lýsa
Ólafí Thors í einni setningu þá
væri hún: Hann var sannur dreng-
skaparmaður. Það sést m.a. af því
að andstæðingar hans gátu aldrei
borið á hann nokkum hlut, sem
ekki sómdi heiðarlegum og dreng-
lyndum manni.
Ólafur kunni vel heilræði Háva-
mála: „Glaður og reifur skyli gumna
hver“... og hafði oftast góðlegt
og glaðlegt viðmót. Andlitsfallið var
djarflegt og lýsti festu og gáfum.
Hann var þó mikill alvörumaður,
Margrét og Thor Jensen ásamt börnum sínum. Altari röð f.v.: Ricbard, Kjartan, Ölafur, Haukur,
Kristín, Kristjana. Fremri röð: Lorentz, Tbor, Camilla. Fyrir framan foreldrana: Hilmar, bá Margrét.
þama í grenndinni, sem siðar varð
Garðastræti 41.
Það var vorblíða þennan dag og
hélt Ólafur á hatti sínum í hend-
inni, en kápuna hafði hann á hand-
legg sér.
Þegar þeir félagar vom komnir
upp hallann, stöldruðu þeir svolitla
stund við húshornið og ræddu sam-
an. Svo kvöddust þeir og Ólafur
snaraðist umsvifalaust að grind-
verkinu, sem þarna var milli lóða,
studdi vinstri hendinni á stólpa og
sveif yfir girðinguna í fallegri
sveiflu með hattinn í þeirri hægri
og flaksandi frakkann á handleggn-
um. Glæsilegt stökk.
Pabbi las stundum upp úr íslend-
ingasögunum fyrir okkur krakkana
og móðurafi minn var sífellt að
segja okkur frá afrekum Egils
Skallagrímssonar, Gunnars á
Hlíðarenda og annarra kappa. Hug-
urinn var býsna opinn fyrir afrekum
þeirra og íþróttum og þykir mér
trúlegt að þetta frækilega stökk
Ólafs hafi gert hann að slíkri fom-
hetju í mínum augum, - þótt líka
kunni að hafa hvarflað að mér þá
að bera þennan garp saman við
föður minn, sem var haltur og gekk
við staf, og því ekki líklegur til
slíkra afreka. Slíkt er í sjálfu sér
frásögn. Hann var sannarlega svip-
'"mikill og föngulegur og skar sig úr
í mannfjölda. Enginn sem sá hann
mun neita því.
Þannig úr garði gerður og svo
mörgum kostum búinn hið ytra var
gæfan honum hliðholl, því hið and-
lega atgervi var ekki síðra en yfír-
bragðið.
I þeirri tilvísun í Heimskringlu
sem getið var, segir ennfremur, að
foringjar skyldu kunna vel til ræðu-
gerðar, vera snjallir að koma fyrir
sig orði og ekki sakaði að þeir
væru fastorðir og heitvandir.
Allt kemur þetta hið besta heim
við Ólaf Thors. Það er mála sann-
ast, að hann var frábær ræðumað-
ur, hvar sem hann bar niður. Víð-
kunn voru svör hans, beinskeytt og
fyndin, sem hann Iét fljúga ef grip-
ið var frammí fyrir honum.
Ólafur gengur lífsbraut sína á
þeim tímum, þegar átökin í þjófé-
laginu fara fram með ræðum og
rökum eingöngu, en ekki vopnum
söguhetja. Hann sigraði andstæð-
ingana því með orðsnilld og leiftr-
andi rökræðum, en ekki höggvopn-
um eða spjótalögum. Hann beitti
pennanum engu síður en söguhetjur
okkar sverðinu. Það er auðvitað
aikunna, að þær orrahríðir, sem