Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUIl 19. JANUAR 1992
B 9
um um gjaldeyrisstöðuna, en þar
vorum við svartsýnni en þeir höfðu
verið í kosningabaráttu þeirri, er
þá hafði verið háð fyrir nokkrum
mánuðum. Því miður, vil ég segja,
reyndumst við sannspáir, þannig
að vorið 1947 var svo komið, að
gjaldeyrisforðinn var genginn til
þurrðar, þannig að annar gjaldeyrir
en sá, er fékkst fyrir útflutning,
var ekki til ráðstöfunar, nema
stofnað yrði til erlendra skulda, sem
ekki var talið koma til greina á
þeim tíma.
Við, sem að hagfræðingaálitinu
stóðum, litum eingöngu á okkur
sem tæknilega ráðunauta án um-
boðs til þess að gera tillögur um
stefnumótun í efnahagsmálum, þar
sem slíkt hlyti að vera hlutverk
stjórnmálamannanna, þótt annað
mál sé, að markalínurnar milli
tæknilegrar og stefnumótandi ráð-
gjafar eru oft óglöggar þegar um
ráðgjöf í efnahagsmálum er að
ræða. Hvað sem því líður þá hygg
ég, að það hljóti að vera samdóma
álit flestra, sem þekktu aðstæður í
íslenzkum efnahagsmálum á þeim
tíma, að engin skilyrði voru þá fyr-
ir því, hvorki stjórnmálaleg og varla
efnahagsleg heldur, að koma hér á
fót fijálsri utanríkisverzlun.
Þetta breyttist þó smám saman
á næstu tveimur árum. Hin ströngu
höft, sem frá og með árinu 1947
var beitt bæði hvað snerti fjárfest-
ingu og innflutning neyzluvöru,
voru nú tekin að valda almenningi
tilfinnanlegum óþægindum. Tekin
hafði verið upp strangari og víðtæk-
ari skömmtun neyzluvöru en þekkzt
hafði á stríðsárunum. En auk óþæg-
indanna, sem af skömmtuninni sem
slíkri leiddi, var því mjög áfátt, að
hægt væri alltaf að fá vörur út á
skömmtunarseðla, þannig að oft
mynduðust langar biðraðir þegar
slíkar vörur komust á markað, en
þar við bættist, að þar sem skömmt-
unin náði aðeins til hluta nauðsynja-
vöru, kostaði útvegun þess varnings
er skömmtunin tók ekki til, oft
mikla tímaeyðslu við það að standa
í biðröðum. Þá var sú ráðstöfun,
að gera nær alla fjárfestingu háða
leyfum Fjárhagsráðs, einnig mjög
óvinsæl. Þá höfðu ytri skilyrði og
breytzt í hag þeirri stefnu, að taka
upp fijálsari verzlunatviðskipti, þar
sem sú stefna ruddi sér nú til rúms
í ríkara mæli meðal þeirra þjóða
sem við áttum mest viðskipti við
en verið hafði fyrstu 2-3 árin eftir
styijaldarlok.
Það hafði svo ómetanlegt gildi
til framdráttar stefnubreytingunni
í átt til fijálsari viðskipta, þegar
ríkisstjórnin að frumkvæði Bjarna
Benediktssonar óskaði eftir því vor-
ið 1949, að dr. Benjamín Eiríksson,
er þá gegndi störfum sem sérfræð-
ingur við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn,
kæmi heim til Islands um stundar-
sakir og gerði tillögur til ríkisstjórn-
arinnar um nauðsynlegar aðgerðir
í efnahagsmálum til þess að unnt
yrði að koma á meira fijálsræði í
viðskiptaháttum. Benjamín skilaði
svo álitsgerð sinni fáeinum mánuð-
um síðar og fékk hún verulegan
hljómgrunn meðal forystumanna
Sjálfstæðisflokksins, sem ekki kom
á óvart með tilliti til yfirlýstrar
stefnu flokksins. Ekki mun ríkis-
stjórnin þó hafa tekið afstöðu til
tillagna dr. Benjamíns, enda var
boðað til alþingiskosninga haustið
1949. Þó að ekki yrðu stórfelldar
breytingar á þingstyrk flokkanna
samkvæmt niðurstöðum kosning-
anna, reyndist erfitt að mynda ríkis-
stjóm er nyti meirihluta á alþingi
að þeim loknum. Greip þáverandi
forseti, Sveinn Björnsson, þá til
þess ráðs, að biðja Ólaf Thors, for-
mann stærsta stjórnmálaflokksins,
að mynda minnihlutastjóm er sæti
þar til tekist hefði að koma á stjórn
er hefði þingmeirihluta á bak við
sig. Gerði Olafur það að fengnu
samþykki þingflokks sjálfstæðis-
manna.
Um þessar mundir steðjaði mik-
ill vandi að útflutningsatvinnuveg-
um landsmanna, einkum sjávarút-
veginum, en frá honum komu að
jafnaði um 80% gjaldeyristeknanna.
Orsök þess vanda var fyrst og
fremst verðbólgan, sem jók fram-
leiðslukostnaðinn innanlands án
þess að um samsvarandi hækkun
afurðaverðs á erlendum markaði
væri að ræða. Til þess að koma i
veg fyrir stöðvun útflutningsfram-
leiðslunnar hafði þegar haustið
1946 verið gripið til þess úrræðis,
að ríkið ábyrgðist tiltekið lágmarks-
verð á útfluttum sjávarafurðum og
hélst sú skipan í rúmlega 3 ár. Þar
sem bilið milli þess verðs er ríkis-
sjóður ábyrgðist og afurðaverðsins
á erlendum markaði fór vaxandi
voru útgjöld ríkisins vegna útflutn-
ingsbóta einnig vaxandi. Um ára-
mót 1949-50 fóru útvegsmenn fram
á verulega hækkun ríkisábyrgð-
arinnar. Hefðu miklar skattahækk-
anir þá orðið nauðsynlegar til þess
að forða sívaxandi halla á fjárlög-
um. Ólafur og aðrir forystumenn
Sjálfstæðisflokksins töldu nauðsyn-
legt, að minnihluta stjómarflokkur-
inn legði fram tillögur til lausnar
aðsteðjandi vanda í efnahagsmál-
um, er gætu orðið meira til fram-
búðar en uppbótakerfið, sem aldrei
gat verið annað en bráðabirgða-
lausn, vegna þeirra óheppilegu
áhrifa, sem slíkt kerfi hlaut að hafa
á alla framfaraviðleitni ef því væri
beitt til lengdar. Ólafur fór þess
nú á leit við dr. Benjamín Eiríks-
son, er horfið hafði til starfs síns
við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn eftir
að hafa skilað áliti sínu til íslensku
ríkisstjórnarinnar svo sem að fram-
an getur og óskaði þess, að hann
ynni að því með ríkisstjóm Sjálf-
stæðisflokksins að undirbúa laga-
setningu um aðgerðir í efnahags-
málum á gmndvelli álitsgerðar hans
frá sumrinu, en markmið þeirra
aðgerða skyldi vera það að koma á
slíku jafnvægi í atvinnulífinu að
unnt yrði að afnema öll höftin og
skömmtunina sem haft höfðu í för
með sér ómæld óþægindi og kjara-
skerðingu fyrir almenning.
Benjamín varð við þessum til-
mælum og kom aftur til landsins
snemma í desember eða um það
leyti sem ríkisstjóm Sjálfstæðis-
flokksins tók við völdum. Var þess
farið á leit við þann, er þessar línur
ritar, að vera Benjamín til aðstoðar
við verkefni hans. Var ég eftir kosn-
ingamar 1949 fyrsti varaþingmað-
ur Sjálfstæðisflokksins og mælti
sem slíkur alloft á þingflokksfund-
um og jafnvel stöku sinnum á Al-
þingi. Leit ég þannig á, að hlutverk
mitt væri fyrst og fremst að vera
tengiliður milli Benjamíns og þing-
flokksins. Við tókum þegar til
starfa eftir að Benjamín var kominn
til landsins og unnum ósleitlega að
verkefninu þar til því lauk snemma
í febrúar. Tóku Ólafur og Bjami
Benediktsson virkan þátt í starfi
okkar, enda hlaut það að koma í
þeirra hlut að tala fyrir ftumvarpi
því er unnið var að að semja. Slíkt
starf hlaut auðvitað jöfnum höndum
að vera stjórnmálalegs og fræðilegs
eðlis. Ólafur og Bjarni voru báðir
vinnuþjarkar miklir og man ég eft-
ir því að þeir kvöddu okkur Benj-
amín á fund sinn í stjórnarráðinu á
jóladag 1949.
Eins og ég áður gat um var það
fyrst við þetta tækifæri að ég
kynntist Ólafi Thors persónulega
að ráði. Hann sýndi starfi okkar
Benjamíns mikinn áhuga og fyrir
kom að hann kvaddi okkur, annan
hvom eða báða, til skrafs og ráða-
gerða á heimili sínu. Það var
skemmtileg upplifun, að kynnast
þannig ljúfmennsku hans og höfð-
ingsskap á heimili hans. Ólafur var
maður mjög greiðvikinn og örlátur.
Það var ekki nóg að hann og Ingi-
björg kona hans veittu gestum sín-
um af mikilli rausn, heldur þurfti
við það að bæta einhverri smágjöf
að skilnaði, svo sem leikhúsmiðum
eða þess háttar. Mér þykir ólíklegt,
að Ólafur hafi nokkum tíma orðið
ríkur maður, þótt hann væri lengst
af starfsævi sinnar í vellaunuðum
stöðum.
Ekki veit ég, hvort Ólafi hafi
nokkum tíma verið efnahagsmál
eða hagfræði hugleikin. Mig minnir
að hann hafi einhvem tíma sagt
mér, að ef hann hefði farið í lang-
skólanám, þá hefði hann heizt getað
hugsað sér að leggja stund á lög-
fræði. En hann bar mikla virðingu
fyrir hagfræðilegri sérþekkingu,
aldrei varð ég a.m.k. annars var.
Má vera að hér hafi að nokkm ver-
ið um áhrif að ræða frá Jóni Þor-
lákssyni, fyrirrennara hans sem
formaður Sjálfstæðisflokksins, en
Jón hafði sem kunnugt er mikinn
áhuga fyrir hagfræðilegum við-
fangsefnum og mun hafa eytt mikl-
um tíma í að kynna sér þau mál.
En Ólafur bar mikla virðingu fyrir
fyrirrennara sínum. „Ef rafmagnið
bilar hjá mér,“ sagði Ólafur eitt
sinn við mig, „þá sæki ég rafvirkja
en ekki þig.“ Ég man líka eftir
því, að einhvem tímann þegar við
Ólafur töluðum saman lét hann í
ljósi mikla hneykslun á persónuleg-
um árásum Þjóðviljans á Benjamín
Eiríksson. Taldi hann slíkt siðleysi,
því hann sagði: „Benjamín er frseði-
maður og hans skoðanir ber að
hrekja með fræðilegum rökum séu
menn þeim ósammála, en ekki með
persónuníði." Svo bætti hann við:
„En með þig gegnir öðm máli, þú
ert virkur aðili að stjórnmálum og
verður að sætta þig við það að
andstæðingamir líti á þig sem
spýtubakka."
Frumvarp það, sem við Benjamín
höfðum unnið að ásamt forystu-
mönnum Sjálfstæðisflokksins var
svo lagt fram á Alþingi í lok febr-
úar 1950. Framsóknarmenn báru
þá fram vantrauststillögu á ríkis-
stjórnina og var hún samþykkt og
sagði ríkisstjórnin þá af sér. Eftir
tveggja vikna samningaþóf tókst
svo um miðjan mars samkomulag
milli Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins um myndun ríkis-
stjómar undir forsæti Steingríms
Steinþórssonar úr Framsóknar-
flokki, svo sem fyrr getur. Samið
var um það milli flokkanna að frum-
varp það, sem við dr. Benjamín
höfðum unnið að og lagt hafði ver-
Hermann Jónasson. Steingrímur Steinlórsson, Svtinn Björnsson, fyrsti (or-
seti lýðveldisins islands, Bjarni Benediktsson, Úlafur Thors og Björn ðlafsson.
Öiatur Tbors raeðir viö Ásgeir Ásgeirsson, (orseta, og
sr. Bjarna Jónsson, vígslubiskup.