Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 5

Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANUAR 1992 B 5 Ólafur kosinn á bing ðlafur Tbors forsætisráðtierra ásamt Konrad Adenauer á Þingvöllum í október 1954. „ÓLAFUR THORS var kosinn á þing í aukakosningunum 9. jan. 1926, þegar Ágúst Flygenring, fyrsti þingmaður Gull- bringu- og Kjósarsýslu, sagði af sér þing- mennsku vegna heilsubrests. Ólafur mat þennan fyrirrennara sinn mikils og skrifaði minningargrein um hann í Óðin 29. árg. 1933 og segir þar m.a: „í baráttunni við sjálft lífið, við óblíða íslenzka náttúra, fátæktina, deyfðina, fá- fræðina, og seinna í lífinu við öfundina, — í þeirri baráttu varð Ágúst Flygenring hinn ósigrandi og ósigraði vikingur, sem engin járn bitu og aldrei lét bugast, hversu sem á mæddi. A þeim vettvangi vann hann sína stærstu sigra, sjálfum sér til vegs og þjóð sinni til blessunar og farsældar, og þar stendur minning þessa máttarstælta meiðs um ókomna tíma sem óbrotgjörn sönnun þess, hvers mannvit og mannkostir rnegna." Þessi orð sýna vel, hvaða mannkosti Ólafur Thors mat m_est. Annars staðar í greininni lýsir hann Ágústi með þeim orð- um, að vel geta átt við hann sjálfan, þegar hann segir. „ .. . hvort heldur var á sviði stjórnmála eða atvinnulífsins var hann ein- stakur maður, því enda þótt hann hefði haldbetri þekkingu og meiri lífsreynslu en flestir aðrir og væri að eðlisfari ráðríkur, þá var hann svo samvinnuþýður, að hann hlýddi með gaumgæfni á tillögur annarra og vildi jafnan það eitt hafa er réttast sýndist. Hafði hann því mikil og góð áhrif á hvert mál, er hann hafði með höndum, og verður farsæld og nytsemi þess starfs seint rakin.“ Kosningabaráttan fyrir þessa aukakosn- ingu vakti mikla athygli. í kjördæminu sjálfu var mjög látið af því, hve orrahríð hinna tveggja ungu stjórnmálamanna, Haralds Guðmundssonar og Ólafs Thors, væri drengileg, og jafnframt skemmtileg og fast sótt á báða bóga. Baráttan stóð að sjálfsögðu yfir að vetr- arlagi og stundum erfitt að komast á fundi. Ólafur var ánægður með kosningabardag- ann, fannst hann skemmtilegur, góð til- breyting, og lagði sig allan fram, því að mikið var í húfi. Hann kom oftast heim úr kosningaleiðöngrum að kvöldi, alltaf kátur og hress, og hafði oft orð á því við Ingibjörgu konu sína, hve vel honum líkaði við mótheija sinn, sem bauð sig fram á vegum Alþýðuflokksins og var studdur af Framsóknarflokknum. Ólafur var mikil hermikráka eins og fyrr getur, og fór Haraldur Guðmundsson ekki varhluta af því, var málsnjall og þó kverkmæltur. Ólaf- ur gat orðað svo í stíl við allt málfar Har- alds, að engu var líkara en hann væri þar sjálfur kominn í eigin persónu. Haraldur var þá ókvæntur og segir Guðjón bóndi á Grund á Kjalarnesi Siguijónsson, sem fylgdi Ólafi alla tíð, að hann hafi lokið ræðu sinni þar í sveit með þessum orðum: „Það er ósk mín og von, að ég fái kjördæm- ið, en Haraldur góða konu, því það á hann skiiið." Mikill sjálfstæðismaður í Kjósinni sagði: „Verstur fjandi að geta ekki kosið þá báða.“ Ólafur Thors hafði fyllstu vonir um að sigra í kosningunni, og þegar hann fór að heiman suður í Hafnarfjörð, daginn sem þar fór fram talning atkvæða, sagði hann við Ingibjörgu: „Þú skalt ekki láta hugfall- ast, þó að Haraldur verði hærri i atkvæða- tölu lengi frameftir talningu." Það_ kom og á daginn, en þegar á leið sótti Ólafur í sig veðrið og náði forystu og hélt henni þar til yfir lauk. „Ég var að spila þennan dag uppi á lofti hjá Hauki mági mínum," segir Ingibjörg, „og þá voru alltaf að ber- ast fregnir í gegnum símann af talningunni og Haraldur var orðinn afskaplega hár og vinkonurnar, sem ég spilaði við, voru að missa alla von um, að Ólafur kæmist að, og líkaði það ekki vel. En þá segi ég við þær: „Þetta er allt í lagi, Ólafur kemst að, atkvæðatala hans á eftir að hækka." Þær urðu undrandi á, hve ég var róleg. En ég treysti því, að það væri rétt, sem Ólafur hafði sagt, áður en hann fór að heiman, og það fór eftir. Hann hefði aldrei sagt þetta, ef hann hefði verið í vafa, og þá hefði ég ekki treyst mér til að sitja þarna og _spila.“ Ólafur vissi, hvernig fólk tók honum og hvernig stuðningsmenn hans höfðu talað, og það veitti honum styrk. Að talningu lokinni, að kvöldi 10. janúar, fór Ólafur rakleiðis heim til Reykjavíkur og var forkunnarvel tekið af bræðrum og vin- um, sem höfðu fylgzt með talningu allan tímann. Þegar heim kom lék hann á als oddi, heillaskeytin tóku að streyma inn, bræður og nánustu vinir fögnuðu sigri með honum. Hann hafði verið lítt þekktur af héraðsfólki, arftaki gamalkunnra og rótgró- inna þingmanna eins og Björns Kristjáns- sonar og Ágústs Flygenrings. Ólafur sagði Kristjáni Albertssyni eftir talningu, að þeg- ar henni var langt komið hafi hann þó ver- ið farinn að efast um, að hann næði kosn- ingu og hugsað sem svo, að oft létust fleiri vera vinir manns en væru. Þegar Ólafur Thors var beðinn að fara í þetta framboð var hann farinn að láta svo að sér kveða í stjórnmálum, að honum þótti sízt verra að sitja á þingi og geta sjálfur fylgzt þar með málum og haft áhrif á gang þeirra en vera utan þings. Hafði hann því strax tekið vel málaleitan um framboð. Afstaða hans var því gjörbreytt frá því hann var fyrst beðinn um að sækja stjórn- málafundi og láta til sín taka á þeim vett- vangi, en þá gekk hann heldur tregur til leiks...“ Naöaríoringi „Max Weber segir, að stjórnmál séu „viðleitni til að eiga hlut í völdum eða til að hafa áhrif á skiptingu valda“ og sá, sem stundi stjórnmál, seilist eftir völdum. Ólafur Thors hefði getað tekið undir þetta. Hann óskaði eftir völdum til að geta notað þau í framfarasókn þjóðarinnar. Hann vildi bæta hag fólksins og efla íslenzkt samfé- lag undir forystu sinni og flokks síns. Hann var stórhuga, átti sér ungur miklar hugsjónir og horfði ávallt fram, en ekki aftur. Hann vildi vera stafnbúi í barátt- unni fyrir sjálfstæði íslands, ekki sízt efna- hagslegu sjálfstæði. Faðir hans hafði haft forystu um stóriðju á vettvangi útgerðar, og á nýsköpunarárunum var þessi stóriðja efld til muna. Áður en Viðreisnarstjórnin var mynduð hvatti Ólafur Thors til þess í ræðu, að aftur yrði hafizt handa um ný- sköpun atvinnuveganna. Viðreisnarstjórn- in lagði síðar áherzlu á stóriðju og virkjun orkuvera. Ólafur Thors vissi, að án valda yrði hvorki hafizt handa um nýsköpun né viðreisn. Af þeim sökum ekki sízt fékk hann áhuga á stjórnmálum. Hann kom einatt niður í þing, löngu áður en hann tók þar sæti. Hann settist þá í ráðherraher- berginu svo nefnda og hlustaði á umræð- ur. „Það vakti athygli og þótti óvenju- legt,“ segir Torfi Hjartarson. Sumir vilja ná völdum valdanna vegna, segir Weber, aðrir vegna hugsjóna eða „sem tæki til að ná öðrum markmiðum". Hygg ég, að Ólafur Thors hafí verið í síð- ar nefnda flokknum. Embættaveitingar og margt það, sem völdum fylgir nú á dögum, var honum ekkert keppikefli í sjálfu sér, heldur þau tækifæri til framfara og at- vinnuuppbyggingar, sem völdum fylgja. Völdin voru því aðeins eftirsóknarverð, að þau væru tæki í framfarasókn þjóðarinn- ar, eins og verið hafði á fyrstu árum heima- stjórnar. Max Weber talar um náðarforustu, „vald hins innblásna leiðtoga, sem nýtur sér- stakrar náðargáfu" og hrífur menn með innblæstri sínum. Ég hygg, að Ólafur Thors hafi ekki sízt sótt vald sitt í þennan þátt persónu sinnar, og hann leit á stjórn- mál sem verkefni í lífinu, ef við höldum okkur við skilgreiningar Webers. Menn viðurkenndu persónulega köllun hans til mannaforráða, þ.e. flokksforystu hans. Hann víkur að þessu sjálfur oftar en einu sinni í bréfum sínum, og hafa verið tekin dæmi þess. Formannsstaða hans var aldrei í neinni hættu. Hann var ótvíræður flokks- foringi, þangað til hann tók sjálfur af skar- ið og sagði af sér. Allir vissu, að hann lifði fyrir stjórnmálin, en ekki á þeim. Hann fékk samúð eldheitra stjórnmálaandstæð- inga, þegar hann sagðist vera skuldugasti maður landsins, og talaði Einar Olgeirsson t.d. um það, þegar ég minntist á Ólaf Thors við hann haustið 1980. Stefnumark Ólafs Thors var sá málstað- ur, sem hann barðist fyrir. Og fullyrða má, eins og unnt er að lesa út úr þessu riti, að svofelld orð Webers áttu við um Ólaf: „Hylli fylgjenda hans, lærisveina, leiðangursmanna eða „hans manna“ í stjórnmálaflokknum, er hylli við persónu hans og hæfileika“ (123. bls.). Flokks- mönnum þótti vænt um hann. I augum flestra þeirra var hann náðarforingi...“ Úr ævisögu Ólafs Thors eftir Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.