Morgunblaðið - 19.01.1992, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 19. JANÚAR 1992
B 7
varð þá í annað skipti ráðherra og
fór með atvinnumál. í fimm skipti
varð hann forsætisráðherra íslands
en oft gegndi hann einnig embætti
atvinnumálaráðherra og um hríð
utanríkisráðherra.
Það sögðu mér þingmenn sem
sátu með Ólafi Thors á þingi, að
bæði áður og eftir að hann varð
formaður Sjálfstæðisflokksins hafi
oft orðið einhveijar þær hörðustu
og illvígustu deilur sem verið hafa
í stjórnmálum íslendinga og sér-
staklega var talið óvenju storma-
samt þing á árinu 1934. í þeim
stórviðrum öllum sýndi Ólafur mjög
vel að hann var rökviss, afburða
mælskur, hafði mikla þekkingu á
atvinnumálum þjóðarinnar og þjóð-
arhag, og bar fram nýjar hugmynd-
ir um uppbyggingu þjóðfélagsins.
Því féll málflutningur hans mjög
vel alþýðu manna í skap. Hann
háði marga hildi í stjórnmálum, en
slíka stjórn. Framsóknarflokkurinn
hikaði, bjóst við því fram til síðustu
stundar, að formaður Sjálfstæðis-
flokksins þyrði ekki að mynda stjórn
með kommúnistum. Því varð Fram-
sóknarflokkurinn utan þessarar
stjórnar.
Nýsköpunarstjórnin var djörf til
verka. Hún var af sumum talin of
djörf, ganga of langt. Hún var
framfarastjórn sem fór vel af stað.
Hins vegar var Ólafur Thors þeirrar
gerðar að hann taldi að ráðherrar
ættu hver um sig að fara með sitt
verksvið, en aðrir ráðherrar ættu
ekki að stjórna nema sínu eigin
ráðuneyti. Þetta olli mönnum mikl-
um áhyggjum sérstaklega vegna
þess að einn mesti bolsévíki lands-
ins var gerður að menntamálaráð-
herra og það ásamt fleiru gerði
Ólafi mjög erfitt fyrir í sínum flokki.
Þegar við lítum til baka þá getum
við, sem teljum að fijálslyndi eigi
því ekki farið á annan veg en að
leiðir skildu. Átök urðu mikil í utan-
ríkismálum næstu árin.
Ólafur Thors og Bjarni Bene-
diktsson mótuðu fyrst og fremst,
fremur en nokkrir aðrir, utanríkis-
stefnu þessarar þjóðar. Sú stefna
hefur að mestu leyti verið sú sama
öll þessi ár. Ég hef oft hugsað til
þess síðar hvað það hljóti að hafa
verið þungt fyrir formann Sjálf-
stæðisflokksins þegar fjórðungur
þingmanna flokksins treysti sér
ekki til að standa að myndun þess-
arar ríkisstjórnar hans. Sumir
sögðu þá að hann ætti að reka þá
úr flokknum sem ekki vildu standa
með honum en hann var þessi stóri,
gáfaði maður, sem vissi það að ein
ríkisstjórn kom og fór, en flokkur
eins og Sjálfstæðisflokkurinn héldi
áfram að vera til, starfa, taka nýjar
ákvarðanir og fyrir öllu væri að
halda honum saman. Hann átti
Heö norrænum forsætisráðherrum, l.v. Ahti Karjalainen, Finnlandi, ðlafur
Thors, Jens Otto Krao, Danmörko, og Tage Erlander, Svíhióö.
ég held að mesta áhættu hafi hann
tekið þegar hann gerðist svo djarfur
að mynda hina svokölluðu nýsköp-
unarstjórn, sem skipuð var 21. októ-
ber 1944, en fékk lausn 10. októ-
ber 1946, en var þó falið að gegna
áfram störfum þar til myndað var
nýtt ráðuneyti 4. febrúar 1947.
Að þessari stjórn stóðu auk Sjálf-
stæðisflokksins Alþýðufiokkurinn
og Sósíalistaflokkurinn, sameining-
arflokkur alþýðu, sem þá voru al-
mennt kallaðir kommúnistar. Þessi
stjórnarmyndun olli miklum deilum,
einkum í Sjálfstæðisflokknum, sem
þá hafði tuttugu þingmenn, en það
voru ekki nema fimmtán þingmenn
í flokknum sem tóku þátt í myndun
þessarar ríkisstjórnar formannsins.
Fimm þingmenn neituðu að styðja
stjórnina yegna þátttöku kommún-
ista. En Ólafur lét ekkert á sig fá,
hann var þess minnugur að Alþingi
hafði ekki getað staðið við sína
skyldu að mynda þingræðisstjórn
tveimur árum áður og forseti Is-
lands skipaði þá utanþingsstjórn.
Utanþingsstjórn var honum og
fleirum sem unnu þingræði þyrnir
í augum. Þess vegna gekk hann
djarfur til þessa leiks að mynda
að vera í fyrirrúmi, sagt að Ólafi
hafi vel tekist. Hann lagði grund-
völl með starfi þessarar stjórnar að
nýrri löggjöf um almannatrygging-
ar, sem færðu þeim sem minnst
mega sín, aukin réttindi og áhrif í
þjóðfélaginu. Réttindi sem þeir hafa
haldið æ síðar og sem á engan
hátt má skerða.
Það var stórt skref stigið að af-
nema fátækraframfærsluna og
skipa málum í tryggingakerfí eins
og þá var gert. Þar sýndi Ólafur
Thors, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, að hann var víðsýnn umbóta-
maður sem lét hag þjóðarinnar sitja
í fyrirrúmi, ákveðinn í því að halda
áfram félagslegri uppbyggingu. En
þau urðu örlög þessarar ríkisstjórn-
ar að ágreiningurinn í utanríkismál-
um varð henni að falli. Sá ágrein-
ingur kom oft upp á þessum árum.
Annars vegar voru menn eins og
Ólafur Thors sem vildu náið sam-
starf og samvinnu við lýðræðisþjóð-
ir heimsins þar sem Bandaríkin
voru í forystu, en hins vegar voru
það menn sem eltu Sovétríkin í
hveiju máli, menn sem trúðu því
að kommúnisminn væri sú stefna
sem við ættum að innleiða. Það gat
mjög góða persónulega vini meðal
þessara fimmmenninga, þeir höfðu
þessa skoðun, hann gat ekki breytt
því, en hann skildi þá og hann gerði
sér grein fyrir því að þó að hann
væri formaður gæti hann ekki sagt
mönnum að gera hvað sem honum
dytti í hug. Þetta sýnir betur en
margt annað hversu stórbrotinn
persónuleiki þessi maður var. Hann
hélt, þrátt fyrir þetta, flokki sínum
áfram og þeir tóku tillit til hans í
ríkari mæli á meðan þessi umdeilda
stjórn sat. Þegar við lítum yfir far-
inn veg, þá var þessi stjórnarmynd-
un til mikils happs fyrir íslenskt
atvinnulíf, hún renndi styrkari stoð-
um undir það, hún færði enn nýjan
grundvöll að batnandi lífskjörum
fyrir þá sem verst voru á vegi stadd-
ir.
Á þessum árum urðu miklar
umræður um útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar, mörgum þótti hægt
ganga, en þó voru teknar merkar
ákvarðanir með skömmu millibili
og átti Ólafur Thors ekki þar
minnstan þátt. Það hefur víða verið
sagt, bæði í Bretlandi og Bandaríkj-
unum, að Ólafur hafi ekki verið
þessum þjóðum velviljaður. Þetta
eru sögusagnir sem ekki áttu við
rök að styðjast, að öðru leyti en
því, að Ólafur var fyrst og fremst
Islendingur sem bar fram óskir og
kröfur sinnar þjóðar, en það þýddi
ekki það að hann væri í andstöðu
við þær. Forystumönnum lítilla
þjóða er lífsnauðsynlegt að vera
djarfír og ákveðnir í öllum sam-
skiptum við stærri og voldugri þjóð-
ir.
Baráttan í landhelgismálinu hef-
ur verið löng og hörð. Sumir menn
hafa á seinni árum túlkað alla máls-
meðferð sínurn flokkum til lofs og
dýrðar. í þessu greinarkorni ætla
ég ekki að ræða þetta mikilvæga
mál. Þó vil ég segja að lokaáfangi
landhelgismálsins, útfærslan í 200
sjómílur, var fyrst og fremst unninn
undir forystu Sjálfstæðisflokksins í
góðri samvinnu við Framsóknar-
flokkinn og sérstaklega við utanrík-
isráðherra, sem va_r úr þeim flokki
á þessum árum. í öllum þessum
skrifum hefur ekki komið fram sem
skyldi, það mikla framlag sem Geir
Hallgrímsson, sem þá var forsætis-
ráðherra, lagði fram til lausnar
landhelgismálinu, sem endaði með
sigri okkar íslendinga og viður-
kenningu anharra þjóða á 200 sjó-
mílna fiskveiðilögsögu. Hann var
sá maður sem sýndi stillingu og
þekkingu hvað sem á gekk. Sýndi
á öllum stigum málsins heiðarleika
sinni eigin þjóð og einnig viðsemj-
endum. Mér mun seint úr minni
falla öll hans framganga.
Ég fór ungur að árum að hafa
afskipti af stjórnmáluin. Byijaði
barn að aldri að skipta mér af
bæjarpólitíkinni í heimabæ mínum,
varð síðar bæjarfulltrúi, þurfti þá
oft að leita suður til ráðamanna og
þá ekki síst til manns eins og Ólafs
Thors. Einhvern veginn fór það svo
að hann tók mér vel og stundum
átti ég það til að láta hann heyra
það að mér líkaði ekki við þá þarna
syðra, maður var harður baráttu-
maður fyrir bæjarfélag sitt og ná-
grenni og eftir því sem ég reif
meiri kjaft fann ég að Ólafur tók
mér betur. Það náðist einhvern veg-
inn gott samband og það samband
hélst á meðan hann lifði. Ég átti
skamma hríð sæti á Alþingi með
honum, en þó í nokkra mánuði. Við
vorum góðir kunningjar, hann tók
mér mjög vel, sem ungum manni,
sagði mér marga hluti, sem ég hafði
gaman af og líka mikið gagn af.
Ég átti þá sérstaklega góðan vin í
Sjálfstæðisflokknum, sem ég mat
meira en flesta ef ekki alla, það var
Birgir Kjaran hagfræðingur, sem
var mikill vinur Olafs. Við áttum,
einstaka sinnum, saman ánægju-
legar stundir. Þær stundir voru mér
mikils virði og ógleymanlegar.
Eins og að líkum lætur þá voru
þessi kynni nokkuð löng áður en
ég kom á þing. Þegar Matthías
Johannessen var að skrifa bók um
Ólaf Thors spurði hann mig ein-
hvern tímann að því hvort það
væri ekki eitthvað sem hefði farið
skemmtilegt á milli, sem hann gæti
notað í bókina, og mér varð það á
að segja honum frá einu atviki. Það
var á þá leið að Ólafur kom til ísa-
ijarðar fyrir aukakosningar þar á
árinu 1952 til að halda fund til
trausts frambjóðendum okkar í
þeim kosningum. Það hafði verið
auglýstur fundur í húsi okkar sjálf-
stæðismanna um kvöldið en flugvél-
inni seinkaði, eins og þá kom oft
fyrir. Við fórum tveir að sækja
hann út í Katalínaflugbát sem lenti
á Pollinum en þá var komið að fund-
artíma svo við fórum beint í fundar-
húsið, Sjalfstæðishúsið, þar var fullt
hús og Ólafur gekk inn og heilsaði
og gekk til sætis síns. Ég sat við
hliðina á honum, var fundarstjóri,
en áður en lengra er haldið má ég
bæta í frásögnina að árið 1937 var
fundur á ísafirði þar sem Ólafur
var mættur. Þá réðu kratarnir öllu
í bænum og þeir ákváðu að gera
karli gramt í geði og var gömlum,
góðum, fylgispökum krata fengið
það verkefni í hendur að hann átti
að standa upp undir ræðu Ólafs og
veifa kylfu og segja um leið; að
þetta væri kylfan sem hann, Ólaf-
ur, hefði látið smíða til að beija á
verkalýðnum í Reykjavík. Og þegar
Ólafur er kominn langt í ræðu sinni
stendur karl upp og segir: „Þetta
er kylfan sem þú lést smíða til að
beija á verkalýðnum í Reykjavík."
Það er nokkuð hátt af gólfi upp í
senuna í Alþýðuhúsinu og Ólafur
beygir sig niður og segir: „Heyrðu,
vinur minn, lofaðu mér að sjá þessa
kylfu,“ og við svona vinaleg við-
brögð fatast karli hlutverkið og
rétti Ólafi kylfuna. Ólafur reisir sig
upp, horfír á kylfuna, handleikur
hana og beygir sig svo niður aftur
og réttir karlinum og segir: „Gjörðu
svo vel, vinur minnt það verður
ekki á ykkur logið, Isfirðinga, að
þið eigið góða iðnaðarmenn," og
hélt síðan ræðu sinni áfram. Þessi
maður, sem rétti Ólafi kylfuna,
varð sjálfstæðismaður í kringum
1948 og þá var hann orðinn jafn
ákveðinn sjálfstæðismaður og hann
hafði áður verið krati og sótti alla
fundi hjá okkur sjálfstæðismönnum
á Isafirði. Þegar við komum með
Ólaf inn í salinn og ég setti fundinn
þetta fallega sumarkvöld árið 1952
byijaði ég á því að bjóða hann vel-
kominn og hann hóf ræðu sína á
þá leið að hann hefði ekki komið
alllengi til ísaijarðar, en þegar hann
hefði verið hér næst á undan hefði
hann verið á fundi í Alþýðuhúsinu
og gamall krati hefði þá staðið upp
og rétt sér kylfu og sagt að þetta
væri kylfan sem hann hefði látið
smíða til að berja á verkalýðnum í
Reykjavík. Þá fór nú heldur betur
að fara um mig og ég rennsvitn-
aði. Þar sem ég sat nú næstur
ræðupúltinu gat ég klipið í lærið á
Ólafi og hann skynjar strax að,eitt-
hvað er að, beygir sig niður og ég
segi: „Ertu vitlaus, maður, þessi
karl er orðinn sjálfstæðismaður og
hann situr hérna á fremsta bekk.“
Ólafur reisir sig í ræðustólnum og
heldur áfram: „En ég man alltaf
eftir svipnum á þessum manni, það
var svo mikil heiðríkja í svipnum
og það var svo hreinn svipurinn að
ég hugsaði þá þarna, í Alþýðuhús-
inu, þessi maður á eftir að verða
sjálfstæðismaður og þetta er einn
af þeim fáu mönnum sem ég þekki
hér inni í salnum og situr hér á
fremsta bekk.“ Þá stóð gamli mað-
urinn upp og gekk til Ólafs og þeir
tókust innilega í hendur.
Þetta litla atvik sýnir hvað mað-
urinn var fljótur að átta sig. Hann
hefði ekki siglt í gegnum allt það
brim og alla þá boða sem hann
gerði áfallalaust eða áfallalítið, ef
hann hefði ekki verið svona snjall,
greindur og lipur. Þrátt fyrir hörku
í pólitískum orrustum gleymdi hann
aldrei að hugsa um og hlúa vel að
þeim sem minnimáttar voru, það
var hans aðalsmerki.
Þegar maður lítur yfír farinn veg
finnst manni ótrúlegt að það séu
liðin 100 ár frá því Ólafur Thors
fæddist, mér finnst hann alltaf
standa ljóslifandi fyrir framan mig,
vera hinn trausti, góði og umfram
allt einn skemmtilegasti maður sem
ég hef fyrirhitt á lífsleiðinni. Ef
andi hans fær að svífa yfir vötnum
trúi ég því að þessi þjóð eigi bjarta
framtíð fyrir höndum og hætta
verður því tali að allt sé að fara
norður og niður. Við skulum trúa
á framtíðina, trúa á það góða sem