Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 8

Morgunblaðið - 24.01.1992, Page 8
8 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. JANÚAR 1992 ÍG VIiT þoð, Prottinn, oð ég vex aldrei upp fyrir frén j>in. AFRÍSKT ORÐTAK „VIÐ ERUM auðvitað raeð fullt af vandamálum í þessu landi, en þú færð engan til að tala um þau við þig. Fólki ber að vera ánægt með sitt hlutskipti," segir farar- stjórinn við mig eftir að við höfð- um rétt heilsast á flugvellinum í Nairobi og ég farin að dást að ioftslaginu og gróðrinum í kring- um mig. Síðar í ferðinni komst ég að því að staðhæfing farar- stjórans átti við rök að styðjast. Enginn talaði um pólitík. Ef minnst var á stjómmál var kom- ið að lokuðum dyram hjá þeim og hvar sem komið var mátti sjá á veggjum myndir af Moi, for- seta landsins. í Kenýa er einsflokkskerfi og stjórnarskráin bannar fleiri flokka. Þrátt fyrir það hefur Kenýa búið við öryggi í fjölda ára, en þar hefur ekki verið gerð uppreisn síðan land- ið var gert að lýðveldi fýrir 28 árum. Aldrei hafa verið herforingjastjórnir eða sósíalískar stjómir. Við lýði er opið hagkerfi með sínum göllum og kostum. Frambjóðendur þurfa að keppa innbyrðis þegar kemur að kosningum og eru 10-15 manns um hvert sæti. „Og þó menn séu flokks- bundnir, verða þeir að standa sig til að komast að í heimi stjórnmál- anna því fólkið í landinu velur þá menn, sem það treystir best,“ segir Ingi Þorsteinsson, ræðismaður okk- ar sem nú vinnur að markaðssetn- ingu ferða fyrir íslendinga þangað ásamt Flugleiðum, íslenskum ferða- skrifstofum og Kenya Airways. Allnokkurrar gagnrýni hefur gætt á Vesturlöndum upp á síðkast- ið í garð stjómvalda vegna þróunar- aðstoðar sem þau hafa veitt þangað og oftar en ekki er talað um spill- ingu í því sambandi. „Já, spillingin. Hún er eins og hún er. Það er aldr- ei hægt að sanna eða afsanna neitt,“ segir Ingi. „Ég held samt sem áður að spilling hér sé ekkert meiri en gengur og gerist annars staðar." „Það er ákaflega mikilvægt fyrir Kenýa að búa við öryggi sem land- ið hefur gert nú í mörg ár, svo og fegurð og góða þjónustu," segir Ingi. Um það bil milljón ferðamenn sóttu landið heim á síðasta ári og hefur orðið tvöföldun á ferðamann- afjölda þar á síðustu fímm ámm. Hún Anna, sem vinnur í mark- aðsdeild Kenya Airways, var að gifta sig um daginn með pompi og prakt. Hún ljómaði þegar ég fór að tala um giftinguna við hana og sagðist ekki geta stoppað lengi í veislunni sem við hittumst í vegna þess að eiginmaðurinn biði heima eftir sér. Hún sagði mér þó af gift- ingunni sem fram fór í kirkju þar sem bæði em kristin. „Þegar prest- urinn var a§ gefa okkur saman, sagði hann í ræðunni að engin gift kona í Kenýa væri ánægð vegna þess mikla karlaveldis sem er hér. Hann beindi orðum sínum til mín sérstaklega og bað mig um að horfa í kringum mig í kirkjunni. Ég mætti benda á hveija þá konu, sem væri virkilega ánægð í sínu hjóna- bandi. Þegar ég fór að hugsa og stóð þama upp við altarið í öllum mínum skrúða, gat ég það ekki. Þetta var satt sem presturinn var að segja. Ég gat ekki bent á eina einustu konu, sem var virkilega ánægð með sitt hlutskipti. En ég vissi að ég var ánægð og hvern mann sá maður sem stóð við hlið mér hafði að geyma. Við höfðum búið saman í sjö ár áður en við leidd- umst upp að altarinu," sagði Anna ogkvaddi. í Kenýa er sagt að enginn sé maður með mönnum nema hann eigi land, sér og fjölskyldu sinni til viðurværis, og um 90% karla, ríkir og fátækir, eiga land, stórt eða smátt. Þeir segjast þurfa þess til að hafa að einhveiju að hverfa í Gulf Air kaupir 12 nýjar flugvélar til ársins 1994 GULF AIR fékk nýlega tólftu Boing 767-300 og þar með eru þrjátíu vélar í farþegaflugi Gulf Air. Talsmenn flugfélagsins tilkynntu að þeir hefðu pantað 12 til viðbótar af Airbus A 320 gerð og verða þær afhent- ar á næstu tveimur árum. Gulf Air er í eigu Flóaríkjanna Bahrein, Qatar, Ómans og að nokkru leyti Sameinuðu arabísku furstadæ- manna. Heimahöfn þess er Bahrein. Það hefur hert mjög auglýsingar og kynningar og lagt kapp á að vera með nýjustu flugvélamar eftir að Dubai stofnsetti sitt eigið flugfélag Emirates sem hefur veitt Gulf Air mjög harða samkeppni. Þjónusta við farþega hefur einnig verið stórbætt og þótti þó góð fyrir. Nám fyrir flugliða sem vinna hjá Gulf Air hefur verið lengt og þeir þurfa nú að upp- fylla mun strangari skilyrði en áður. Talsmenn Gulf Air segja að með sín- um myndarlega og nýja flugflota, stundvísi og góðri þjónustu muni Guif Air standa sterkar en áður. Mepalhitastig í janúar Borg___ ______________Hiti, *C jAdelade_________________25 ~j Bandar Seri Begawan 27 [ Bangkok 32 | Belgrad__________________4 Bogota 18 Brisbane________________28 [ Buenos Aires ~ ,29 Colombo ________________26 l Dhaka 19 ~| Dubai __________________19 l Guangzhou 14 l Harare _________________25 Hong Kong 17 [ Jóhannesarborg__________26 I Istambul 5 I Kaíró__________________14_ [ Karachi________________16 l Lagos __________________ 30 [ Manila................. 27 J Peking___________________3 I Perth__________________23 ] SeouJ____________________0 IShariah 23H Vancouver________________3 I Vínarborg 1 ~l Spilavítisferðir frá Flórida Frá Þórði Johannssyni, Iiandaríkjunum Á ÞESSUM árstíma dvelja margir íslendingar í Florida og gæti þótt gott að vita að ekki er langt að fara í stór spilavíti á „Grand Bahamas“ í Karabískahafinu. Þar sem Florida hefur ekki leyfi fyrir rekstri spilavíta er komið til móts við óskir ferðamanna sem vilja reyna heppni sína, með því að bjóða tíðar og ódýrar flugsam- göngur frá Ft. Lauderdale til Ba- hamaeyja. Princess Casino hótelið stendur m.a. fyrir flugferðum á ótrúlega lágu verði, eða frá 49 dollurum fyrir ferð fram og til baka. Innifalið eru afsláttarmiðar á mat, í nokkrai verslanir og að auki jafnvirði 50 dollara í spilapen- inga. Ekki eru innifalin flugvallar- né þjónustugjöld og best að panta með góðum fyrirvara. Flugferðin tekur aðeins um 40 mínútur. Sumir fara í dagsferðir en hægt er að fá gistingu fyrir gott verð þar sem hótelspilavítin leggja ekki áherslu á að selja gist- ingu svo að yfirleitt má fá her- bergi. Menn skyldu athuga að taka vegabréf sitt með.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.