Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1992 13 Landsbyggð í fjötr- um ríkisvalds eftir Svein Andra Sveinsson Nýverið leit dagsins ljós fyrsta fréttabréf Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. í leiðara þess fréttabréfs er fjallað um byggðamál og virðist sem með þeim sjónarmiðum sem þar var varpað fram hafi verið brotið gegn einkarétti valinkunnra manna á umræðu um byggðamál. Þingmað- ur sem annars hefur sig lítið í frammi sá ástæðu til þess að gagn- rýna ummæli leiðarans í umræðu á þinginu, án þess að geta borið fyrir sig málefnanlegum rökum og tvÖ blöð, Dagur og Tíminn réð- ust að leiðarahöfundi með offorsi og rangtúlkunum, þannig að jaðr- ar við vísvitandi róg. Það sem það svarar vart fyrirhöfn að stinga niður penna í þeim tveimur blöð- um, telur undirritaður, höfundur viðkomandi leiðara rétt að bera hönd fyrir höfuð sér í blaði allra landsmanna. Umfjöllun leiðarans í stuttu máli fjallaði leiðari fréttabréfsins um tvennt. í fyrsta lagi var það gagnrýnt að fyrirtæki annars vegar á höfuðborgarsvæð- inu og hins vegar víða á lands- byggðinni byggju ekki við sam- bærilegt rekstrarumhverfi, þar eð afskipti stjórnmálamanna væru óeðlilega mikil af rekstri fyrir- tækja á landsbyggðinni. Var full- yrt að afskipti þessi væru fyrir- tækjunum óholl, þegar til langs tíma væri litið og að slíkur munur á samkpppnisaðstöðu væri óheppi- legur. í öðru lagi var á það bent að það væri ekkert óeðlilegt við það að menntað og þjálfað vinnu- afi leitaði til höfuðborgarsvæðis- ins, þar eð í ljósi stærðar þess atvinnusvæðis væri flest tækifæri að finna. Fólk leitar þangað sem tækifærin eru. Ummæli þessi hafa verið túlkuð á undarlegan hátt; annars vegar hefur verið sagt að hin fyrri séu fullyrðing um almennan aumingja- skap á landsbyggðinni og sagt að ekki sé hægt að bera saman fyrir- tæki á landsbyggðinni og á höfuð- borgarsvæðinu, þar sem mun meira er í húfi í litlum byggðalög- um ef stór atvinnufyrirtæki leggja upp laupana. Hin síðari hafa verið túlkuð á þann einstaka hátt að það sé skoðun leiðarahöfundar að flytja eigi allt hæfasta fólkið suð- ur. Það er skoðun höfundur að þessi sýnishorn beri vott um að umræða um byggðamál er í ógöngum. Menn mega ekki vera annarrar skoðunar en sjálfskipaðir verndar- ar landsbyggðarinnar, sem rísa upp eins og heilagar kýr fullar vanþóknunar og vandlætingar. í umræðu um byggðamál er mönn- um hollt að líta á aðrar hliðar og vera sjálfum sér samkvæmir. Misjöfn staða skipaiðnaðar Tökum sem dæmi skipaiðnað. íslendingar gagnrýna mjög Evr- ópubandalagið fyrir 'að styrkja skipaiðnað á sínu markaðssvæði. Hafa þeir styrkir veikt mjög sam- keppnisaðstöðu íslensk skipa- iðnaðar. Þrátt fyrir þessa gagnrýni er hér innanlands ekki um jafna samkeppnisaðstöðu að ræða inn- byrðis milli íslenskra fyrirtækja í skipaiðnaði. Annars vegar höfum við til dæmis ríkisrekna skipa- smíðastöð, Slippstöðina á Akureyri og Þorgeir og Ellert hf. á Akra- nesi sem bæjarfélagið þar á meiri- hlutann í. Hins vegar höfum við Stálsmiðjuna í Reykjavík, sem keppir um verkefni við hinar smiðj- urnar, án allra ríkisstyrkja eða þátttöku sveitarfélags. Slík mismunandi samkeppnisaðstaða eftir landshlutum er að sjálfsögðu óeðlileg, auk þess sem afskipti hins opinbera hljóta að slæva alla rekstrarlega vitund og lama allt frumkvæði, þegar til lengri tíma er litið. Að sjálfsögðu eiga önnur lögmál ekki við um aðrar atvinnu- greinar. Þegar til lengdar lætur gengur ekki að hafa mismunandi samkeppnisaðstöðu og rekstrar- grundvöll fyrirtækja eftir því í hvaða landshluta þau eru; með því Sveinn Andri Sveinsson „Þegar til lengdar læt- ur gengur ekki að hafa mismunandi samkeppn- isaðstöðu og rekstrar- grundvöll fyrirtækja eftir því í hvaða lands- hluta þau eru; með því móti er landið ekki eitt markaðssvæði.“ móti er landið ekki eitt markaðs- svæði. Og afskipti hins opinbera hljóta að slæva sjálfsbjargarvið- leitni fyrirtækjastjórnenda og dugnað og til langs tíma hafa lam- andi áhrif á atvinnustarfsemi á viðkomandi svæði. Hvað ræður búsetu? Búseta manna er breytingum undirorpin. Menn velja sér aðsetur út frá mismunandi forsendum. Samsetning byggðar landsins, eins og hún hefur verið, á sinn uppruna í frumatvinnugreinum þjóðarinn- ar, landbúnaði og sjávarútvegi. Eftir því sem fólki fækkar hlut- fallslega í frumvinnslugreinunm, aukning verður í iðnaði og þjón- ustugreinum, breytist búseta manna og fólki fjölgar í þéttbýli. Þetta er þróun sem allir viður- kenna að hafi orðið undanfarin ár og áratugi. Sitt kann hveijum að sýnast um þessa þróun, en eitt er víst; henni verður ekki afstýrt með afskiptum stjórnvalda; ef eitthvað er þá ýta ríkisafskiptin undir hana, því með þeim batnar ekki atvinnu- ástand landsbyggðarinnar. Sú hlið málanna sem velt var upp í umræddum leiðara var, hvort það gæti verið æskileg þróun að byggð efldist á höfuðborgarsvæð- inu. Hver þjóð þarf öflugt borgar- samfélag til að geta staðist sam- keppi annarra þjóða um menntað og hæft vinnuafl. Þeir sem hlotið hafa góða menntun eða mikla sér- hæfingu, hljóta að leita þangað sem tækifærin eru mest; hérlendis eða erlendis og að sjálfsögðu eru tækifærin mest í mannmörgum samfélögum. Aðeins sterkt borgarsamfélag getur hindrað þann atgervisflótta úr landinu sem við höfum átt við að stríða undan- farin ár og áratugi. En vel að merkja þarfnast stór borgarkjarni sterkrar undirstöðu sem hinar dreifðu byggðir eru. Einungis þar sem einstaklingsframtakið fær sín notið fjarri afskiptum ríkisvaldsins í heilbrigðu rekstrarumhverfi fær . byggð þrifist með eðlilegum hætti. Það þjónar því hagsmunum allra að landsbyggðin sé leyst úr fjötr- um ríkisvaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi í Reykjavík og formaður Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Tannverndar- dagurinn, 1992 Þótt ísland eigi mjög góðum tannlæknum á að skipa, þá hafa tannskemmdir hér verið allt of algengar. Þetta er ömurleg stað- reynd þegar haft er í huga, að það er að mestu á valdi hvers ein- staklings, hvort tennur hans verða góðar eða slæmar. Öll viljum við líta sem best út, rt'íNAR 10 en stundum vill gleymast, að lykillinn að falegu brosi er hreinar, heilbrigðar tenn- Rannsóknir undanfarinna ára sýna, að tannheilsa íslendinga er verri en hjá hinum Norðurlanda- þjóðunum. Þessu þurfum við að breyta með sameiginle^u átaki. Ymsir ráðamenn þjóðarinnar hafa á undanförnum árum reynt að breyta þessu ástandi, meðal annars með stofnun Tannverndar- ráðs og menntun aðstoðarfólks tannlækna. Hlutverk Tannverndarráðs er að skipuleggja fræðslu um tann- sjúkdóma fyrir almenning, semja fræðsluefni og reka áróður fyrir bættri tannheilsu. Storf aðstoðar- fólks tannlækna fara að mestu fram á tannlæknastofum undir handleiðslu tannlækna, og þá fel- ast störfin, meðal annars, í því að leiðbeina sjúklingum um rétta tannhirðu. Nokkur undanfarin ár hefur aðstoðarfólk tannlækna gefið vinnu sína í þágu tannverndar á Tannverndardögum, sem undan- farin ár hafa verið fyrstu dagar febrúar. Að beiðni Tannverndar- ráðs hefur verið séð um kynningar í stórmörkuðum. Þar hefir verið reynf að vekja athygli almennings á mikilvægi réttrar tannhirðu og mataræðis, fræðsluefni þar að lút- andi dreift til fólks, og er það Erla Ingólfsdóttir „Rannsóknir undanfar- inna ára sýna, að tann- heilsa Islendinga er verri en hjá hinum Norðurlandaþjóðunum. Þessu þurfum við að breyta með sameigin- legu átaki.“ mjög ánægjuleg staðreynd, að sí- fellt fleira fólk sýnir þessari fræðslu áhuga frá ári til árs. Tannverndardagur 1992 er föstudagurinn 7. febrúar, og er það einlæg von Félags astoðar- fólks tannlækna, að sem flestir þiggi þá þjónustu, sem þá er boð- in í stórmörkuðum, og stuðli þann- ig að bættri tannheilsu. Félag aðstoðarfólks tannlækna, Erla Ingólfsdóttir, formaður. Saltoðumeð Of hár blóðþrýstingur er algengur sjúkdómur og er talið að 5. hver full- orðinn íslendingur þjáist af honum. Þú getur reynt að halda þessum sjúkdómi niðri með því að: Borða hollari fæðu • Minnka reykingar • Hreyfa þig • Nota SELTIN í stað venjulegs salts. SELTIN inniheldur kalium og magnesium, auk venjulegs matarsalts. Venjulegt matarsalt hækkar blóðþrýsting en kalium vinnur gegn þess- ari hækkun. Magnesium minnkar hættuna á hjartsláttartruflunum. SELTIN erframleitt í samráði við sænska lækna. Saltaðu með SELTIN, ef þú vilt lifa heilbrigðara lífi, án þess að neita þér um salt. Fæst í apótekum og helstu stórmörkuðum. NÚ ER SELTIN EINNIG FÁANLEGT SEM JURTASALT,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.