Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992 Útlitsteikning af Iðnó, eins og húsið mun líta út eftir breytingar. Glerskáli verður fyrir framan húsið og söluturn byggður við hliðina á því. Borgarráð: Tillaga um fímmtán milljóna króna lán til kaupa á Iðnó Borgin kaupi lóðina og viðbyggingar til niðurrifs fyrir um 17 milljónir TILLAGA um að borgarráð samþykki að veita Sveini Krist- dórssyni bakara 15 milljón króna lán með sömu kjörum og húsverndunarsjóður veitir og jafnframt að borgarsjóður kaupi eignarlóðina Vonarstræti 3, ásamt viðbyggingum við Iðnó til niðurrifs og greiði fyrir 16.986.000 milljónir króna, var frestað á fundi borgarráðs í gær. í bókun Markúsar Arnar Antonssonar borgarsljóra, er áréttað að einkaaðilar hafi átt og rekið Iðnó um áratuga skeið og að húsið hafi ítrek- að verið auglýst til sölu. í bókun þeirra Elínar G. Ólafsdótt- ur, Siguijóns Péturssonar og Katrínar Fjeldsted, er vitnað til viðræðna Reykjavíkurborgar og menntamálaráðuneytisins um framtíð Iðnó. I bókun Kristínar A. Ólafsdóttur, er lagt til að borgarsjóður kaupi húsið. í tillögu Hjörleifs Kvaran framkvæmdastjóra lögfræði- og stjórnsýsludeildar, kemur fram að viðræður hafa staðið yfir við stjórnarformann Alþýðuhúss Reykjavíkur hf. og Svein Krist- dórsson í framhaldi viðræðna milli þeirra um kaup Sveins á Iðnó. Sveinn ráðgeri, að gera húsið upp og koma í upprunalegt horf en gera jafnframt nauðsyn- legar breytingar, utanhúss og innan, fáist þær samþykktar. Ætlunin er að þar verði aðstaða fyrir leiklist og veitingarekstur. Húsið er friðað að utan og innra skipulag einnig og verður hús- friðunarnefnd ríkisins að heimila allar breytingar sem og bygging- arnefnd Reykjavíkur. „Til þess að stuðla að endur- byggingu hússins er lagt til að borgarráð samþykki að veita Sveini Kristdórssyni lán að fjár- hæð 15.000.000 með sömu kjör- um og skilmálum og húsvernd- unarsjóður veitir. Lánið yrði greitt út í þrennu lagi eftir því sem framkvæmdum miðar. Jafn- framt er lagt til að borgarráð samþykki að borgarsjóður kaupi af Alþýðuhúsinu hf. eignarlóðina Vonarstræti 3, sem er talin að stærð 1.158 fermetrar. Hluti lóð- arinnar er nýttur sem útivistar- svæði og með kaupunum yrði borgarsjóður eigandi að þeim eina hluta tjarnarbakkans, sem ekki er nú í eigu borgarsjóðs. Kaupverð lóðarinnar er lóðar- matið kr. 13.486.000.“ Þá er lagt til að borgarsjóður kaupi til niðurrifs þær viðbygg- ingar sem byggðar hafa verið við húsið og gert er ráð fyrir að verði fjarlægðar samkvæmt þeim teikningum sem unnar hafa ver- ið. Lagt er til að samþykktin komi því aðeins til framkvæmda að nauðsynleg leyfi fáist til þeirra breytinga á húsinu sem um ræðir. Jafnframt að samn- ingar um kaup lóðarinnar og við- bygginga og áðurnefnt lán úr húsverndunarsjóði komi ekki til afgreiðslu fyrr en að nýtt bygg- ingarleyfi hefur verið samþykkt. Borgarsjóður kaupi húsið „Mér finnst átakanlegt að heyra á þessum fundi að embætt- ismenn borgarinnar hafa und- anfarið staðið í samningaviðræð- um í því skyni að Reykjavíkur- borg auðveldi einkaaðila að kaupa Iðnó,“ sagði í bókun Krist- ínar Á. Ólafsdóttur. „Með þeim hætti er engan veginn tryggt að lista- og menningarstarf verði þar áfram. Það tel ég að sé þó skylda Reykjavíkurborgar að gera og legg eindregið til að borgarsjóður kaupi húsið. Eg minni á fyrri tillögur fulltrúa úr minnihluta borgarstjórnar í sömu veru.“ Einkaaðilar eiga og reka Iðnó Markús Örn Antonsson borg- arstjóri áréttar í sinni bókun að einkaaðilar hafa átt og rekið Iðnó um áratugaskeið. „Ástand húss- ins er svo bágborið, að þar hefur engin starfsemi farið fram um langt skeið og enginn kaupandi fundist, þó að húsið hafi ítrekað verið auglýst til sölu. Með þeirri tillögu, sem framkvæmdastjóri lögfræði- og stjórnsýsludeildar hefur nú kynnt, er Reykjavíkur- borg að ganga mjög langt í þá átt að tryggja varðveislu Iðnó og að húsið fái að rísa úr þeirri niðurníðslu, sem það er í nú. Mönnum virðist sjást yfir að Iðnó hefur í gegnum tíðina þjónað Reykvíkingum sem leikhús, danshús, fundarstaður og veit- ingahús. Væntanlegur eigandi hyggst tryggja mjög fjölbreytta starfsemi í húsinu, sem yrði í fullu samræmi við sögulegar hefðir þess.“ Húsið verði ekki selt einkaaðila Elín G. Ólafsdóttir vakti at- hygli á ítrekuðum tillögum Kvennalistans um að borgin kaupi Iðnó og ennfremur á um- leitunum samtaka listamanna um það sama og á undirskriftal- istum listmanna, sem leggja hart að borgaryfirvöldum að tryggja viðreisn hússins í þágu listagyðj- unnar. Lagði hún þunga áherslu á að húsið yrði ekki selt einkaað- ila. „Ég legg áherslu á að borgar- stjóri gangi nú fram fyrir skjöldu og leiti eftir samkomulagi við menntamálaráðherra um kaup á húsinu.“ Viðræður ráðuneytis og borgar verði lokið Siguijón Pétursson sagðist telja mikilvægt að viðræður borgarinnar og menntamála- ráðuneytisins um kaup og endur- reisn Iðnó verði til lykta leidd áður en borgin stuðli að kaupum annarra aðila á eigninni. Húsið væri svipmikið í hjarta borgar- innar með mikla og gagnmerka sögu og eðlilegt að opinberir aðilar stuðli áfram að menning- arlegri reisn hússins. Menningarstarf áfram í húsinu Katrín Fjeldsted leggur til að kannað verði til hlítar hvort áhugi sé fyrir hendi hjá mennta- málaráðuneyti á því að ríkið og borg kaupi Iðnó í sameiningu og feli síðan einkaaðilum rekstur þess. „Mikilvægt er að tryggja að í húsinu sé áfram stundað menningarstarf, ekki síst leiklist, í samræmi við aldargamla hefð. Minna má á, að borgin keypti Hótel Borg fyrir tveimur árum til að tryggja hótelrekstur í mið- bænum. Menningarstarfsemi er í mínuin huga ekki síður mikil- væg fyrir lifandi miðbæ og slík tengsl tel ég að séu í hugum Reykvíkinga gagnvart Iðnó.“ Frami ráð- leggur upp- sagnir bíla- trygginga FRAMI, stéttarfélag leigubif- reiðastjóra, hefur ráðlagt öllum félagsmönnum sínum að segja upp bifreiðatryggingum, en þeir hafa verið tryggðir hjá mismunandi tryggingafélögum. Að sögn Sigfúsar Bjarnasonar, formanns Frama, er ástæðan að baki þessu hækkanir sumra tryggingafélaga og misjöfn kjör sem nú eru í boði. Sigfús segir að þetta séu við- brögð Frama við mikilli hækkun nokkurra tryggingafélaga. Hann segir að ætlunin sé að gera úttekt á tryggingum og kynna félags- mönnum um allt land hvaða kjör séu í boði hjá tryggingafélögunum í næsta hefti Framablaðsins sem væntanlegt er á næstunni. „Þá geta menn dregið sínar ályktanir sjálfir og valið það tryggingafélag sem þeim líst best á. Við fögnum þeirri samkeppni sem nú er loksins komin. Áður ríkti mikið ófremda- rástand þegar öll tryggingafélögin hækkuðu saman og voru öll með svipuð kjör í boði. Nú fyrst er komin samkeppni í þetta,“ segir Sigfús. Hann segir að mesti munurinn á milli tryggingafélaga sé í slysa- tryggingu eigenda og ökumanns og þar geti munurinn verið mörg hundruð prósent. „Við teljum að tryggingafélögin hafí gefíð sér mismunandi forsendur varðandi slysatryggingu eigenda og öku- manns en slysatjón voru áður greidd af tryggingafélagi hins slasaða án tillits til hvort hann olli tjóninu eða ekki. Þetta er það sem við erum að benda á nú,“ segir Sigfús. ----» ♦ «-- 10% dýrara í sundlaugar í Garðabæ BÆJARRÁÐ Garðabæjar hefur samþykkt tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um allt að 10% hækkun á gjaldskrá í sund. Hækkunin tók gildi 1. febrúar síðastliðinn. Einstakt gjald fyrir fullorðna hækkar úr 100 krónum í 110 krón- ur og fyrir börn úr 50 krónum í 55 krónur. Tíu miðar fullorðinna hækka úr 900 krónum í 1.000 krónur og tíu miðar fyrir börn hækka úr 290 krónum í 300 krón- ur. Þijátíu miðar fyrir fullorðna hækka úr 2.200 krónum í 2.450 krónur og gufubað hækkar úr 210 krónum fyrir hvert skipti í 230 krónur. Árskort hækkar úr 14.000 krónum í 15.400 krónur. Óbreytt verð er fyrir leigu á sundfatnaði, 150 krónur og fyrir sólbekki eða 430 krónur fyrir eina klukkustund en 3.500 krónur fyrir 10 klukku- stundir. Rýmum fyrir nýjum vörum 10-50% AFSLÁTTUR ÚT ÞESSA VIKU (Ath. áður verslunin KOT) Verslun með gjafavörur í Borgarkringlunni Sími 682221

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.