Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992 31 boSngarvik Ásta Sigríður íþróttamað ur ársins í Bolungarvík Bolungarvík. Skíðakonan Ásta Sigríður Hall- dórsdóttir var kjörin íþrótta- maður ársins 1991 í Bolungarvík. Forseti bæjarstjórnar Bolungar- víkur, Ágúst Oddsson, lýsti kjörinu í kaffisamsæti sem íþrótta- og æsk- ulýðsráð efndi til nú nýverið. Ásta Sigríður, sem er tuttugu og eins árs gömul, er í fremstu röð íslenskra skíðakvenna í dag. Hún hefur nú verið valin í_ Ólympíulið Islands sem keppir á Ólympíuleik- unum í Albertville í Frakklandi, en Ásta verður jáfnframt fánaþeri liðs- ins fyrst íslenskra kvenna Ólympíu- leikum. Ásta Sigríður hefur tvisvár áður verið kjörin íþróttamaður árs- ins í Bolungarvík, árin 1988 og 1989. Hún hefur stundað skíða- íþróttina frá átta ára aldri, en frá þrettán ára aldri hefur hún mark- visst þjálfað sig í skíðaíþróttinni. Á árinu 1991 vann Ásta Sigríður marga sigra, varð t.d. bikarmeistari Islands og kjörin skíðamaður ársins af Skíðasambandi íslands. Þar sem ekki er starfandþ skíðadeild í Bol- ungarvík hefur Ásta Sigríður æft og keppt með Skíðafélagi ísafjarðar sem tilnefndi hana í kjöri íþrótta- manns ísafjarðar. Það voru foreldrar Ástu Sigríðar, Steinunn Annasdóttir og Halldór Benediktsson, sem veittu viður- kenningunni móttöku þar sem Ásta var stödd erlendis við æfingar. Þá veitti íþrótta- og æskulýðsráð eftirtöldu íþróttafólki viðurkenning- ar fyrir góðan árangur á árinu 1991: Hjónunum Elínu Sigurborgu Harðardóttur og Ingimar Guð- mundssyni fyrir góðan árangur í þríþraut, Halldóru Sveinbjörnsdótt- ur fyrir árangur í sundi, Guðmundi Daðasyni fyrir góða sigra í skák, Unu Einarsdóttir fyrir árangur sinn í hestaíþróttum, Róbert D. Jónssyni fyrir árangur sinn í körfuknattleik Foreldrar Ástu, Steinunn Annas- dóttir og Halldór Benediktsson, taka við viðurkenningunni fyrir hönd dóttur sinnar. Hjá þeim stendur Ágúst Oddsson, forseti bæjarstjórnar. Ásta Sigríður Halldórsdóttir, íþróttamaður ársins í Bolungar- vík. listinn kominn A. Verð kr. 190 án bgj. Skartgripirnir, verkfærin, búsáhöldin og leikföngin eru meiri háttar. Pöntunarsími 52866 RU B.MAGNUSSON KfBvH HÓLSHRAUNI 2 - SÍMI 52866 - P.H. 410 - HAFNARFIRÐI Morgunblaðið/Gunnar Hallsson og 6. fl. drengja hlaut viðurkenn- ingu fyrir góðan árangur í knatt- spyrnu. - Gunnar. GROÐI Synnove að komast í álnir? Danska skáldkonan Synnove Söé, sem er ekki síður þekkt fyrir að halda blaðamannafundi næsta klæðlítil, en fyr- ir verk sín, sem raunar þykja athyglis- verð, virðist vera komin á beinu brautina í peningamálum. Það var það sem reynd- ar stóð til er hún flutti til New York til að fylgja eftir útgáfu bókar sinnar þar. En ríkidæmið virðist ætla að koma með allt öðrum hætti heldur en til stóð í fyrstu þótt ekki sé útséð um að sú leið geti einnig orðið til fjár. Málið er, að Synnove lenti í bílslysi í New York síðastliðið haust. Hún meidd- ist á hálsi og var í kraga svo vikum skipti. Eins og tíðkast í Bandaríkjunum var snarlega ráðinn lögfræðingur sem rekur nú mikla sókn gegn þeim aðila sem var í órétti og þar með slasaði skáldkon- una. Lögmaður Synnove hefur krafist skaðábóta upp á tvær milljónir dollara og kunnugir telja sigur í málinu vísan. Synnove Söe. HASKOLI ISLANDS ENDURMENNTUNARSTOFNUN HEIMSPEKIDEILD Kvöldnámskeið fyrir almenning Vináttan í grískum og rómverskum heimspeki- ritum Leiðbeinandi: Clarence Edvin Glad, doktor í guðfræði frá Brown-háskólanum í Banda- ríkjunum. Tími: Miðvikudagskvöld kl. 20.00-22.30, 12. febrúar-22. apríl. Námskeiðið er á íslensku. Verð er kr. 8.800.- Leiklistin og saga hennar Leiðbeinandi: Sveinn Einarsson, leikhúsfræð- ingur og leikstjóri. Tími: Mánudagskvöld kl. 20.00-22.00, 17. febrúar-ö.apríl. Verð er kr. 8.000,- Lykilverk handa nýjum tíma: Tímamótaverk í myndlist Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson, listfræð- ingur. Tími: Miðvikudagskvöld kl. 20.00-22.00, 12. feb.-l. apríl. Verð er kr. 8.000,- Skáldverk Halldórs Laxness Umsjón: Ástráður Eysteinsson, dósent H.í. Tími: Fimmtudagskvöld kl. 20.00-22.00. 13. febrúar-30. apríl. Verð er kr. 8.800,- Klassísk tónlist? Tónlistarsagan og þróunar- kenningin Leiðbeinandi: Guðmundur Emilsson, tónlist- arsjóri Ríkisútvarpsins. Tími: 8 miðvikudagskvöld kl. 20.00-22.00 19. febrúar-13. maí. Verð er kr. 8.800,- Nýtrúarhreyfingar á okkar tímurn: Félagslegar og gufræðilegar forsendur með sérstakri áherslu á ísland Umsjón: Dr. Pétur Pétursson, félags- og guð- fræðingur, dósent. Tími: Fimmtudagskvöld kl. 20.00-22.00, 13. febrúar- 30. apríl. Verð er kr. 8.800,- Kvennasaga: Þáttur íslenskra kvcnna í sögu landsins Leiðbcinandi: Sigríður Th. Erlendsdóttir, sagn- fræðingur og stundakennari við HÍ. Tími: Þriðjudagskvöld kl. 20.00-22.00, 11. febrúar-31. mars. Verð er kr. 7.800,- Italía: menning og saga Umsjón: Ólafur Gíslason. blaðamaður. Tími: Fimmtudagskvöld kl. 20.00-22.00, 27. febrúar-maíbyrjun (8-10 skipti). Verð er kr. 8.800,- Iieimspeki og mannlegar tillinningar Leiðbeinandi: Róbert H. Haraldsson, M.A. í heimspeki og stundakennari við HÍ. Tími: 10 kvöld. Verð er kr. 8.800,- Alþingi; miðstöð þjóðlífs í þúsund ár Leiðbeinandi: Sigurður Líndal. prófessor. Tími: Þriðjudagskvöld kl. 20.00-22.00, 11. febrúar-31. mars. Verð: er kr. 7.800,- Heimsmynd í aldanna rás - saga tímans - Leiðbeinandi: Guðmundur Arnlaugsson. fyrr- verandi rektor MH. Tími: Mánudagskvöld kl. 20.00-22.00, 17. febrúar-16. mars. Verð er kr. 6.000,- ítalska - framhald III Leiðbeinadi: Roberto Tartaglione frá Mondo Italiano. Tími: 10.-29. febrúar; mánaud.-fimmtud. kl. 20.00-22.45 og laugard. kl. 13.00-16.00 alls 45 kennsiust. Verð er kr. 14.500,- Skráning fer fram i sfmum 694940, 694923, 694924 og 694925. VR, SFR og BSRB styrkja sína félagsmenn. Á BARNA- OG FULLORÐINSFATNAÐI HOLLENSKA VERSLUNARFÉLAGIÐ FAXAFENI 9-2. HÆÐ T.V. OPIÐ FRÁ KL. 1 0-1 8 OG LAUGARDAGA FRÁ KL. 1 0-1 6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.