Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRÚAR 1992' Verðlag á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu: Samkeppni stórmarkaða veldur vaxandi verðmun VERÐLAG á landsbyggðinni var 4,9% hærra en verðlag í matvöru- verslunum á höfuðborgarsvæðinu í október síðastliðnum, sam- kvæmt könnun Verðlagsstofnunar, og á síðustu tveimur árum hefur verðlag á landsbyggðinni farið hækkandi í samanburði við verðlag á höfuðborgarsvæðinu. í október 1989 var verðlag á lands- byggðinni 3,8% hærra en á höfuðborgarsvæðinu, og í júní 1990 var það 4,5% hærra. Að sögn Georgs Ólafssonar verðlagsstjóra er aukin samkeppni stórmarkaða á höfuðborgarsvæðinu talin heista skýringin á þessum aukna verðmun. Munurinn á verðlagi á Vest- fjörðum og höfuðborgarsvæðinu hefur aukist mest á umræddu tveggja ára tímabili, en hins vegar hefur munurinn á Suðurnesjum minnkað m.a. vegna aukinnar samkeppni stórmarkaða. Ef litið er á einstaka landshluta í saman- burði við höfuðborgarsvæðið var verðlag á Vesturlandi 2,2% hærra í október 1989, en 3,8% hærra í október 1991; á Vestfjörðum 6,1% hærra 1989, en 9,0% hærra 1991; á Norðurlandi vestra 2,5% hærra 1989, en 4,2% hærra 1991; á Norðurlandi eystra 3,4% hærra 1989, en 3,9% hærra 1991; á Austurlandi 6,2% hærra 1989 og einnig 6,2% hærra 1991; á Suður- landi 3,1% hærra 1989, en 4,8% hærra 1991; á Suðurnesjum 2,3% hærra 1989, en 1,0% hærra 1991. „Verðbólga hefur þarna ákveðin áhrif þar sem veltuhraðinn er hægari á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu, en við teljum þó að hin aukna samkeppni stór- markaðanna vegi þyngst. Kaup- menn hafa kvartað yfir því að þarna sé jafnvel að myndast óeðli- legt ástand, þar sem afslættir til stórmarkaðanna séu orðnir meiri en efnisleg rök séu fyrir. Lægra verð til neytenda með þessum hætti þykir mörgum hins vegar vera af hinu góða, og það er rétt svo langt sem það nær. Ef hins vegar er um að ræða hækkun á álagningu til smákaupmanna og kaupmanna á landsbyggðinni þá horfir málið öðru vísi við, og teljum við fulla ástæðu til að kanna það nánar hvort svo sé,“ sagði Georg Ólafsson. Hann sagði að jafnframt yrði könnuð sérstaklega áhrif heildsala á landsbyggðinni á vöruverð, en svo virtist að þeir drægju að ein- hverju leyti úr samkeppninni á viðkomandi stöðum, og kostnaður vegna rekstrar umboðs- og heild- verslana hefði lagst ofan á vöru- verð þar. ’A Mf > VEÐUR V 1 ÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær hHI að ísl. tfma veöur Akureyri f10 alskýjað Reykjavfk snjókoma Bergen 0 úrkomaígr. Helsinki 0 snjókoma Kaupmannaliöfn 4 léttskýjað Narssarssuaq 2 snjókoma Nuuk 417 skafrenningur Osló 2 skýjað Stokkhólmur 0 léttskýjað Þórshöfn 1 alskýjað Algarve 17 léttskýjað Amsterdam 4 rigning á s. klst. Barcelona 13 mistur Berlín vantar Chicago 3 þokumóða Feneyjar vantar Frankfurt 2 slydda Glasgow s rigning og súld Hamborg 3 haglélás.klst. London 13 skýjað LosAngeles 13 heiðskírt Lóxemborg 3 súld Madr/d 10 heiðskírt Malaga 16 heiðskírt Mallorca 15 léttskýjað Montreal 412 alskýjað NewYork 41 alskýjað Orlando 10 léttskýjað Parrs 8 rignlng Madelra 19 alskýjað Róm 16 skýjað Vin 4 snjóél á s. klst. Washlngton 4-1 þokumóða Winnipeg +7 alskýjað Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Trollið sem fannst og tveir verðandi sjómenn, þeir Einar t.v. og Björn Þór, sem voru þarna í vettvangskönnun. Á myndinni má sjá Kirkjufellið í baksýn. Grundarfj örður: Trollið fannst eftir tæp tvö ár í sjónum Grundarfirði. ÞEGAR togarinn Haraidur Böðvarsson frá Akranesi var nýlega á veiðum u.þ.b. 110 sjómílur suðvestur af Reykjanesi kræktist troll í veiðarfæri þeirra. Var þar komið troll af togaranum Runólfi sem hann missti í sjóinn 16. apríl 1990. Trollið var svo til óskemmt. Er útgerð togarans Runólfs að vonum afar þakk- lát skipveijum á togaranum Haraldi Böðvarssyni fyrir fundinn. Trollið slitnaði frá í vonsku- verði og reyndu skipveijar á Runólfi að ná því upp, en urðu frá að hverfa eftir tæplega þriggja daga leit. Þá hafði þeim aðeins tekist að ná öðrum tog- hleranum. Var þetta mikill skaði fyrir útgerðina því trollið var nýtt. Svona troll kostar a.m.k. 3,5 milljónir ef með eru talin ýmis rafeindatæki, sem nauðsynlegt er talið að festa á þessi veiðar- færi. Má þar til dæmis nefna aflanema, sem venjulega eru tveir. Einn aflanemi kostar álíka mikið og einn Skoda fólksbíll. Er undarlegt til þess að hugsa að við veiðar er sérhver togari með andvirði eins Mercedes Benz af dýrari sortinni aftaní sér í sjón- um. Útgerðin vr búin að afskrifa trollið og við tiltektir í sumar var toghleranum sem fundist hafði strax hent útá hauga. Við frétt- irnar um trollfundinn var farið út á hauga og fannst hlerinn þar óskemmdur í ruslahrúgu. - Hallgrímur Nefnd taki ákvörð- un um val á þyrlu Legg áherslu á að niðurstaða fáist sem fyrst segir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra skipar í dag nefnd, sem taka á ákvörðun um hvernig björgunarþyrla verður keypt hingað til lands. Nefnd- in á að flýta störfum svo sem kostur er, svo ný þyrla komi sem fyrst. Þá hefur verið ákveðið að efla tengsl Landhelgisgæslunn- ar og þyrslusveitar varnarliðsins og má þar nefna að stjómstöðv- ar þessara aðila verða í beinu símasambandi. Þorsteinn Pálsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær að nú væri kominn tími til að ákveða hvers konar þyrla yrði keypt fyrir Landhelgisgæsluna. „í dag ætla ég að skipa sérstakan hóp sérfræð- inga, sem tekur ákvörðun um hvernig þyrla verður fyrir valinu. Þessi hópur á að vinna eins hratt og kostur er. Við höfum fjárlaga- heimild til að ráðast í þyrlukaup og ég legg áherslu á að hópurinn skili niðurstöðu sem allra, fyrst.“ Þyrlukaupanefnd alþingis lagði til við stjómvöld á sínum tíma að rætt yrði við bandarísk yfirvöld um samstarf varðandi þyrlukost við björgunarstörf. „Þessum við- ræðum er nú lokið og niðurstaðan varð sú, að mjög góður grundvöll- ur er fyrir nánu og umfangsmiklu samstarfi," sagði Þorsteinn Páls- son dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið. „Hins vegar voru taldir verulegir annmarkar á að íslendingar tækju yfir rekstur þyrlusveitarinnar og ekki verður unnið að því frekar. Það var hins vegar ákveðið að efla tengsl Land- helgisgæslunnar og þyrlusveitar- innar. Þannig verður beinni síma- tengingu þar á milli komið á og reglubundnar æfíngar verða haldnar á þyrluflota og varðskip- um. Þá verða sameiginlegar æf- ingar beggja stjómstöðva og tengsl einstakra manna efld, svo gagnkvæm þekking verði sem mest,“ sagði dómsmálaráðherra að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.