Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 05.02.1992, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1992 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. FEBRUAR 1992 21 JMtatgtpftlftfeife Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1200 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 110 kr. eintakið. Vinátta í stað víg- búnaðarkapphlaups Er hrun Sovétríkjanna blasti við á síðasta ári og ljóst varð að ríkjasambandið yrði ekki endurvakið tóku vestrænir sér- fræðingar á sviði öryggis- og varnarmála að ræða hvernig bregðast bæri við þessum um- skiptum. Því var annars vegar haldið fram að óvissa sú sem upplausn Sovétríkjanna gæti af sér gerði það að verkum að sýna bæri varfærni á sviði vígbúnaðar- og afvopnunarmála í samskiptum við Rússland, sem sýnilega yrði ráðandi innan samveldisins nýja. Borís N. Jeltsín Rússlandsforseti væri óráðin gáta og óvíst hversu lengi stjórn hans yrði við völd. A hinn bóginn var því haldið fram, að hrun Sovétríkjanna gæfi ein- stök tækifæri á þessu sviði. Rúss- ar gætu ekki haldið áfram hams- lausum útgjöldum Sovétstjórnar- innar sálugu á vettvangi vígbún- aðarmála og raunar ætti stjórn Jeltsíns allt sitt undir aðstoð frá Vesturlöndum. Lýræðisríkin gætu dregið úr framlögum til vamarmála og treyst öryggi sitt m.a. í krafti lágmarks kjarnorku- fælingar. í síðustu viku kunngerði Ge- orge Bush, Bandaríkjaforseti, að Bandaríkjamenn væru tilbúnir til að stíga róttæk skref í afvopnun- armálum, ef Rússar og samveldis: ríkin gerðu slíkt hið sama. í stefnuræðu sinni lýsti Banda- ríkjaforseti því yfir, að útgjöld til varnarmála yrðu skorin niður um fimmtíu þúsund milljónir Banda- ríkjadala á næstu fimm árum. Miðast tillögur Bush einkum við að fækkað verði svonefndum langdrægum fjölodda kjarnorku- eldflaugum, öflugustu gereyðing- arvopnum, sem smíðuð hafa ver- ið. Sama dag lýsti Borís Jeltsín yfir því, að Rússar væru tilbúnir til að fallast á verulega fækkun langdrægra eldflauga og nefndi, að unnt yrði að fækka rússnesk- um kjamaoddum um 2.000 til 2.500. Á sögulegum leiðtogafundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna á föstudag hvatti Jeltsín síðan til þess að smíðað yrði alþjóðlegt geimvarnarkerfi er byggði á geimvamaráætlun Bandaríkja- manna að viðbættri rússneskri tækniþekkingu til að unnt væri að granda eldflaugum á flugi. Vakti þessi tillaga Rússlandsfor- seta verðskuldaða athygli ekki síst sökum þeirra gífurlega hörðu viðbragða, sem bámst frá Sovét- stjórninni og talsmönnum hennar á Vesturlöndum er Ronald Reag- an, þáverandi Bandaríkjaforseti, kynnti geimvarnaráætlunina í frægri ræðu í marsmánuði 1983. Fyrir Bandaríkjaförina hafði Jeltsín sagt í sjónvarpsviðtali, að kjarnorkuvopnum yrði framvegis ekki beint að borgum í Bandaríkj- unum. í sameiginlegri yfirlýsingu, sem birt var um síðustu helgi að afloknum fundi þeirra Bush og Jeltsíns sagði m.a: „Rússland og Bandaríkin líta ekki á hvort annað sem hugsanlega óvini. Héðan í frá munu samskipti þeirra ein- kennast af vináttu og samvinnu." Yfirlýsingar þeirra Jeltsíns og Bush forseta marka þáttaskil. I Bandaríkjunum hefur sú stefna orðið ofan á að áfram beri að vinna að fækkun gereyðingar- vopna umfram það sem kveðið var á um í START-sáttmálanum svonefnda sem undirritaður var í Moskvu síðasta sumar. Með því gefst kærkomið tækifæri til að bregðast við efnahagsvandanum vestra auk þess sem krafa tímans er sú að horfið verði frá hug- myndafræði gereyðingarógnar og vígbúnaðarkapphlaups þó svo áfram verði treyst á fælingarmátt kjarnavopna á mun lægra stigi en áður. í Rússlandi hafa menn sýnilega komist að þeirri niður- stöðu, að án aðstoðar og stuðn- ings Vesturlanda verði landið aldrei fært í hóp þróaðra ríkja. Markmið rússneskra ráðamanna virðist nú um stundir fyrst og fremst vera að tryggja stöðu Rússlands sem svæðisbundins stórveldis í Austur-Evrópu auk þess sem leitað hefur verið eftir bættum samskiptum við auðug Asíuríki. Það sjónarmið, að upplausn Sovétríkjanna hafí leitt til enn meiri óvissu en áður, á vissulega við rök að styðjast og því fer fjarri að unnt sé að segja til um hver þróun mála verður á næst- unni í Rússlandi og öðrum sam- veldisríkjum. Ýmislegt bendir til þess að stjórn Jeltsíns standi höll- um fæti vegna þeirra harkalegu efnahagsaðgerða, sem gripið hef- ur verið til. Deila Rússa og Úkra- ínumanna um yfirráð yfir Svarta- hafsflotanum og ummæli ýmissa undirsáta Jeltsíns að undanförnu, t.a.m. um „helgan rétt“ Rússa til að eignast á ný landsvæði er frá þeim voru tekin, eru ekki til þess fallin að stuðla að stöðugleika. Engu að síður fer því fjarri, að öryggi lýðræðisríkjanna sé ógnað með sama hætti og áður. Ráða- menn eystra hafa horfíð frá þeirri btjálsemislegu ofsóknarhyggju er einkenndi utanrikis- og varnar- stefnu Sovétríkjanna allt fram á daga Míkhaíls S. Gorbatsjovs, fyrrum Sovétforseta. Geta rússn- eskra ráðamanna til að hrinda af stað fyrirvaralítilli landárás inn í Evrópu er horfín. Efnahags- þrengingar þær sem sósíalisminn og hernaðarhyggjan gátu af sér hafa knúið fram afgerandi stefnu- breytingu og þeirri þróun verður tæpast snúið við. Gróðurhúsaáhrifin: íslendingar gætu haslað sér völl á sviði umhverfismála - segir dr. Baldur Elíasson Zlirich. Frá Önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ALÞJÓÐASTOFNANIR sem íslendingar eru aðilar að munu láta umhverfismál æ meir til sín taka á næstu árum. Sjóður á vegum Alþjóðabankans og Sameinuðu þjóðanna var til dæmis stofnaður í desember til að styrkja verkefni sem fást meðal annars við takmörk- un gróðurhúsaáhrifa og hreinsun hafanna. Dr. Baldur Elíasson, vísindamaður hjá ABB í Sviss, segir sjóðinn aðeins hluta af miklum fjárhæðum sem verður veitt til rannsókna og framkvæmda á sviði umhverfismála í framtíðinni. Hann telur Islendinga eiga að nota tæki- færið og sækjast eftir peningum úr alþjóðasjóðum til að setja á fót stofnun sem stundar mælingar og rannsóknir á gróðurhúsaáhrifunum. „Lega íslands var hernaðarlega mikilvæg í síðustu stytjöld og hún er ekki síður mikilvæg í stríðinu sem nú er háð gegn umhverfisvandan- um,“ sagði Baldur. „Landið er vel staðsett til að gera mælingar á landi, legi og lofti sem annars væri erfitt að stunda og íbúar þess eru vel menntaðir. íslenska þjóðin gæti því auðveldlega skapað sér sérstöðu í umhverfismálum. Eyðing ósonlagsins, súrregn og gróðurhúsaáhrifin eru alheims- vandamál sem verða aðeins leyst með sameinuðu átaki þjóðanna. Það er þegar búið að banna efni sem eru skaðleg fyrir ósonlagið og feng- ist er við að draga úr súrregni. En rannsóknum á áhrifum koltvísýr- ings á hitastig andrúmsloftsins er ekki lokið. Það mun væntanlega taka 10 til 20 ár enn þangað til svokölluð gróðurhúsaáhrif hans verða sönnuð eða afsönnuð. Eg tel tilvalið að íslendingar eigi frum- kvæðið að því að koma á fót alþjóð- legri rannsóknastofnun undir ís- lenskri stjórn sem sérhæfir sig í gróðurhúsaáhrifunum. Það verður örugglega hægt að fá erlenda styrki til þess ef sóst er ákveðið eftir því.“ Baldur er sérfræðingur ABB (Asea Brown Boveri) í gróðurhúsa- áhrifunum. Fyrirtækið framleiðir meðal annars orkustöðvar og við- skiptavinir þess hleypa um 3% alls koltvísýrings af manna völdum út í andrúmsloftið. Baldur fylgist náið með rannsóknum og þróun mála á þessu sviði og þykir miður a_ð hafa ekki orðið var við innlegg íslend- inga í umræðuna. „Það eru einhver samnorræn verkefni í gangi og ís- lendingar hafa aðstoðað einhveija Bandaríkjamenn við þeirra rann- sóknir en þeir hafa ekki haslað sér völl á þessu sviði eins og þeir gætu. íslendingar munu aldrei gegna leið- andi hlutverki með þátttöku í nor- rænu eða alþjóðlegu samstarfi eins og þeir hafa tekið þátt í hingað til vegna smæðar sinnar. Þeir geta það hins vegar með því að standa að hlutunum sjálfir og bjóða erlendum sérfræðingum til samstarfs við sig.“ Vísindamenn spá því að aukinn koltvísýringur í loftinu muni hækka hitastig andrúmsloftsins um 1 stig fyrir árið 2025 og 3 stig fyrir 2100. Sjávarmál mun hækka um 20 til 65 cm við það og stór landsvæði gætu farið í kaf. „Ein ástæðan fyr- ir því að vísindamenn hafa efast um gróðurhúsaáhrifin er sú að hita- stigið í Evrópu hefur ekki hækkað eins mikið og útreikningar gerðu ráð fyrir," sagði Baldur. „En hita- stigið hefur ekki hækkað af því að Norður- Atlantshaf tekur mikið magn koltvísýrings í sig og það var ekki tekið með í reikninginn. Hafið tekur í sig um helming þess koltví- sýrings sem náttúran skapar og góðan hluta þess magns sem verður til af manna völdum. Stór hluti koltvísýringsins sekkur í hafið á svæðinu í kringum ísland og við Suðurskautslandið. Það er yfir- borðsstraumur úr Indlandshafi sem kólnar í Norður-Atlandshafi, verður að djúphafsstraumi og flytur koltví- sýringinn niður á hafsbotn. Það er enn lítið vitað um þessa hluti og mikilla mælinga og rannsókna er þörf til að skilja þá til hlítar. íslend- ingar gætu gegnt þar mikilvægu Morgunblaðið/Anna Bjarnadóttir. Dr. Baldur Elíasson, vísindamað- ur hjá ABB í Sviss, telur Island kjörinn stað fyrir alþjóðlega rannsóknastofu fyrir gróður- húsaáhrifin i andrúmsloftinu. hlutverki." Alþjóðafundur um gróðurhúsa- áhrifin verður haldinn í Brasilíu í júní. Baldur sagði að stjórnmála- menn myndu þá taka ákvarðanir uni stjórnun þessara mála. „Þar verður örugglega samþykkt að auka rannsóknir á þessu sviði og ákveðið hvernig þær verða fjár- magnaðar. Væntanlega verður lagður skattur á þá sem menga loftið með koltvísýringi. Fé verður alla vega fyrir hendi og Islendingar ættu að stefna hnitmiðað að því að fá hluta þess til að byggja upp al- þjóðlega rannsóknastofnun undir íslenskri stjórn á Íslandi." Kristján Jóhannsson gerir samning við Metropolitan um tvær óperur: Hámark þess sem óperu- söngvari getur hugsað sér KRISTJÁN Jóhannsson óperusöngvari hefur undirritað samning við Metropolitan-óperuna í New York um að syngja aðalhlutverkið í tveimur óperum þar í febrúar á næsta ári, annars vegar í Cavaleria Rusticana og hins vegar í II Trovatore. Var samningur þessa efnis gerður í kjölfar frammistöðu hans við Chicago-óperuna nú fyrir skömmu. Áformað er að Kristján syngi á að minnsta kosti sjö sýning- um í Metropolitan. Kristján segir í samtali við Morgunblaðið að hann hafi með þessu náð hámarki þess sem óperusöngvari getur óskað sér, en áður hafi hann sungið á Scala á Ítalíu og fyrir liggi opinbert tilboð frá bresku Covent Garden-óperunni. Krislján er fyrsti Islend- ingurinn sem kemur fram í aðalhlutverki í Metropolitan-óperunni á Lincoln Square, en hún er eitt viiTasta og besta óperuhús veraldar. Kristján kom fyrst fram í Chicago-óperunni leikárið 1988-89 í óperunni Tosca og segist þar hafa verið mjög heppinn. Upphaflega hafi nefnilega staðið til að hann syngi þar á móti Luciano Pavarotti og að þeir skiptu á milli sín átta sýningum. „Eins og alheimi er kunnugt sinnaðist Pavarotti hins vegar við stjómendur óperunnar og var hreinlega sagt upp. Voru í kjöl- farið gefnar út alþjóðlegar yfirlýs- ingar um að hann yrði ekki ráðinn þar aftur. En eins manns dauði er annars brauð og fyrir bragðið fékk ég að syngja á öllum sýningunum,“ segir Kristján. „Hlutverkið í Tosca er eitt af mínum allra sterkustu trompum og varð þetta til þess að ég var ráðinn til að syngja eina óperu á hveiju ári í Chicago allt fram til ársins 1996.“ í fyrrahaust hóf hann leikárið þar með hlutverki í óperunni Mefistofele eftir Boido, þar sem hann söng aðal- hlutverkið, Faust, og nú nýverið söng Kristján í Turandot á móti sóprönunum Evu Marton og Galínu Savovu. Hann segir samninga við Metro- politan-óperuna hafa verið mjög lengi í burðarliðnum en skort hafi herslumuninn til að þeir gengju saman. Síðasta haust var Kristjáni þannig gert opinbert tilboð um að syngja í Aídu en hann gat ekki þegið það sökum þess að þá hefði hann þui-ft að hætta við marga aðra góða samninga sem hann hafði gert, sem hefði komið honum illa. „Forstöðumenn Metropolitan komu síðan til Chicago að hlusta á mig í Turandot og það var eins og við manninn mælt, daginn eftir var Alþingi kemur sam- an að nýju á morgnn ALÞINGI íslendinga tekur á ný til starfa á morgun að afloknu þing- hléi. Meðal mála sem verða til umfjöllunar má nefna frumvarp um Lána- sjóð íslenskra námsmanna, sem væntanlega verður til fyrstu umræðu næstkomandi þriðjudag. Starfsáætlun Alþingis hefur und- anfarnar vikur verið til endurskoðun- ar. Að sögn Salome Þorkelsdóttur forseta Alþingis á forsætisnefnd þing- ins eftir að staðfesta áætlunina en áformað er að þingfrestun verði um miðjan maí. Á morgun verður fundur settur á Alþingi kl. 10.30 og verða fyrirspurn- ir á dagskrá fyrir hádegi. Stefnt er að því að frumvarp um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna verði tekið til fyrstu umræðu næstkomandi þriðju- dag. Frumvarpið gerir m.a. ráð fyrir námslán beri vexti frá námslokum og reglur um endurgreiðslur eru hertar. Af öðrum málum sem fyrir þinginu liggja má nefna frumvarp til laga um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum. Það frumvarp verður á dag- skrá mánudagsins. í athugasemdum segir m.a. að tilgangur þessa frum- varps sé einkum sá að gera nauðsyn- legar lagabreytingar í framhaldi af svokölluðum „búvörusamningi“ sem var undirritaður af landbúnaðarráð- herra og fjármálaráðherra f.h. ríkis- stjórnar og samningarnefndar Stétt- arsambands bænda í mars á síð- astliðnu ári. Einnig má geta um endurskoðaða vegaáætlun fyrir árin 1991- 94, flugmálaáætlun fyrir árin 1992- 95. Ennfremur frumvarp um stofnun hlutafélags um Síldarverk- smiðjur ríkisins. Við stofnun þessa félags verður ríkissjóður eigandi allra hlutabréfanna. En þriðja grein þess frumvarps kveður á um að sjávarút- vegráðherra fari með eignarhlut ríkis- ins. Heimilt verður að selja öll hluta- bréfin í félaginu eða hluta þeirra sam- kvæmt nánari ákvörðun hluthafa. Samgönguráðherra mun væntan- lega einhvern næstu daga leggja fram frumvarp um að lög um Skipaútgerð ríkisins séu úr gildi fallin, enda hefur fyrirtækið hætt starfsemi. Reglugerð um aukinn kostnað sjúklinga vegna hjálpartækja: Leiðrétting til að hindra mikinn kostnað sjúklinga NÝSETTRI reglugerð um greiðsluhlutfall sjúklinga vegna hjálpartækja- kaupa verður væntanlega breytt á næstu dögum, en í ljós hefur komið að samkvæmt henni eykst kostnaður stomaþega og sykursjúkra einstakl- inga að meðaltali um tugi þúsunda króna árlega. Áð sögn Jóns Sæmund- ar Sigurjónssonar, formanns Tryggingaráðs, verður Ieiðréttingu á þessu hraðað svo óhóflegur kostnaður komi ekki á sjúklingana, og segir hann beinast liggja við að breyta þátttökuhlutfallinu í kostnaðinum. Breytt reglugerð um þátttöku sjúkl- inga í kostnaði vegna hjálpartækja tók gildi um síðustu mánaðamót, og sam- kvæmt henni jókst kostnaðarhlutur sykursjúkra úr 10% í 50% og hlutur stomaþega varð 30% en var enginn áður. Áð sögn Jóns Sæmundar Sigur- jónssonar hefur kostnaður ríkisins vegna hjálpartækja aukist úr 235 milljónum fyrir fjórum árum í um 600 milljónir á síðasta ári, og er ætlunin að minnka hann um 100 milljónir á þessu ári. „Það eru hundruð atriða sem eru á hjálpartækjalistanum og starfsmenn Tryggingastofnunar hafa farið yfir. Þeir skiluðu tillögum sínum til Tryggingaráðs sem fór yfir þær og samþykkti samhljóða. Það var auðvit- að gert með þeim fyrirvara að ef ábendingar kæmu fram um að þessar tillögur hölluðu verulega á í kostnaði á einhveija ákveðna hópa sjúklinga þá yrði það tekið til endurskoðunar. Það hefur nú gerst i tveimur tilvikum, og verður rætt við Samtök sykur- sjúkra og Stomasamtökin um skyn- samlega niðurstöðu í þessu máli,“ sagði Jón Sæmundur. Hann sagði að í samvinnu við of- angreind samtök yrði reynt að ná nið- ur kostnaði vegna hjálpartækja með útboðum, og reyndar hefðu þegar komið tilboð frá fyrirtækjum um helm- ingi lægra verð á ákveðnum vörum en þær eru seldar á í dag. Reglur um tekj utengingu elli- og* örorkultfeyris í gildi TEKJUTENGING elli- og örorkulífeyris almannatrygginga tóku gildi hinn 1. febrúar með þeirri undantekningu þó að slysaörorkubætur skerðast ekki. Grunnlífeyrir einstaklings er nú 12.123 krónur á mánuði. Skattskyldar tekjur aðrar en lífeyrissjóðstekjur og tryggingabætur skerða grunnlífeyri, ef þær eru hærri en 65.847 krónur á mánuði þjá einstaklingi. 25% af þeim tekjum sem umfram eru skerða ellilífeyrinn þannig að lífeyririnn fellur niður, ef nettó- tekjur eru 114.339 krónur á mánuði eða hærri. Frá þessu er skýrt í fréttatil- kynningu frá Tryggingastofnun ríkisins, upplýsingadeild. Þar segir ennfremur, að ellilífeyrir hvors hjóna sé 90% af fullum grunnlíf- eyri einstaklings og nemur í dag 10.911 krónum á mánuði. Þetta gildir ef bæði eru komin á ellilíf- eyri. Sé aðeins annað hjóna með ellilífeyri greiðist grunnlífeyrir ein- staklings þ.e. 12.123 krónur á mánuði. Lífeyririnn skerðist við eigin tekjur einstaklings (eigin tekj- ur hvors hjóna) en ekki sameigin- legar tekjur hjónanna. Ellilífeyrir hvors hjóna fellur niður ef nettó- tekjurnar ná 109.491 krónum á mánuði, vegna þess að grunnlífeyr- ir þeirra er lægri en einstaklings. Óskert tekjutrygging ellilífeyris- þega, einstaklings eða hvors hjóna, er óbreytt 22.305 krónur á mán- uði. Tekjutryggingin skerðist um 45% tekna sem eru umfram ákveð- ið frítekjumark sem er 16.280 krónur gagnvart atvinnu- og leigu- tekjum, 23.650 krónur gagnvart tekjum úr lífeyrissjóði hjá einstakl- ingi. Tekjur maka eða sambýlings hafa áhrif á upphæð tekjutrygging- ar. Frítekjumark hjóna eða sam- býlisfólks er 22.792 krónur gagn- vart atvinnu- og leigutekjum og 33.110 krónur gagnvart tekjum úr lífeyrissjóði. Reglur varðandi tekju- trygginguna eru óbreyttar frá því sem var fyrir þessa lagabreytingu. Ekki er lengur unnt að ávinna sér hækkun ellilífeyris með því að fresta töku hans eins og áður var. Þeir, sem hafa áunnið sér rétt til hækkunar, halda þeirri hækkun sem áunnist hefur til 1. febrúar 1992. Hún skerðist ekki þó svo að lífeyrir skerðist. Ororkulífeyrir einstaklings er 12.123 krónur á mánuði. Hann skerðist á sama hátt og grunnlíf- eyrir ellilífeyrisþega, er skerðing örorkulífeyris hefst ef skattskyldar tekjur fara yfír 67.236 krónur á mánuði hjá einstaklingi og fellur niður ef nettótekjurnar eru 115.728 krónur eða hærri. Skerðingin er alltaf miðuð við eigin tekjur öryrkj- ans, tekjur makans breyta þar engu. Þá falla slysaörorkubætur ekki undir þetta skerðingarákvæði eins og áður er sagt. Örorkulífeyrir hjóna, sem bæði eru öryrkjar, er 10.911 krónur á mánuði. Skattskyldar tekjur aðrar en greiðslur úr lífeyrissjóði og bæt- ur almannatrygginga, skerða ör- orkulífeyri, fari þær yfir 67.236 krónur á mánuði hjá einstaklingi og fellur niður ef nettótekjur eru 110.880 krónur á mánuði eða hærri, því að grunnlífeyrir hjóna hvors um sig er lægri en hjá ein- staklingi. Tekjutrygging örorkulífeyris- þega hækkar úr 22.305 krónum á mánuði í 22.930 krónur. Tekjur sem skerða tekjutrygginguna og reglur um skerðingu eru þær sömu og gilda um tekjutryggingu ellilíf- eyrisþega. Selma Guðmundsdóttir í tónleikaferð til Litháen SELMA Guðmundsdóttir pianóleik- ari mun dagana 17.-21. febrúar halda 5 tónleika í jafnmörgum borgum í Litháen, m.a. í Vilníus og Kaunas. Ferð þessi er í boði opinberra aðila í Litháen og skipulögð af skrifstofu sinfóníuhljómsveitar í Vilníus, sem hefur yfirumsjón með tónleikahaldi í landinu. Síðastliðið haust óskaði skrif- stofan eftir upplýsingum um fyölda íslenskra tónlistarmanna. Úr þeim hópi voru valdir þrír listamenn. Ferð Selmu er sú fyrsta að þessu sinni en auk þess hefur Pétri Jónassyni gítar- leikara og Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðl- uleikara verði bpðið í tónleikaferðir í apríl og maí nk. Áður hefur Reykjavík- urkvartettinn heimsótt Litháen á síð- Selma Guðmundsdóttir. astliðnu sumri. Á efnisskrá tónleika Selmu í Lithá- tónlistar eftir m.a. Schubert, Janacek en eru verk íslenskra tónskálda auk og Liszt. Kristján Jóhannsson á óperusviði. Hér er hann í hlutverki Gustavus í Grímudansleiknum. ég ráðinn og gengið frá samningum. Þetta er mjög ánægjulegt því ég kem inn sem il grande tenore í þess- um báðum óperum, en þær hafa verið mjög mikið á mínum verkefna- lista og ég get því sýnt mínar sterk- ustu híiðar." Eins og áður sagði verða sýning- arnar í febrúar 1993 og verða þær lágmark sjö en hugsanlega ellefu. Kristján syngur hlutverk Turido í Cavaleria Rusticana og hlutverk Manrico í II Trovatore. Stjórnandi á sýningunum verður Nello Santi, en hann stjórnaði einnig uppfærslu á Turandot sem Kristján söng í í Tókýó á síðasta ári. Þess má geta að í einþáttungnum Pagliacci, sem verður færður upp á söniu sýningu og Cavaleria Rusticana, mun Placido Domingo syngja aðalhlut- verkið. „Ég lít þannig á að þetta sé há- mark þess sem maður getur óskað sér. Ég er þegar búinn að syngja á Scala og komið er opinbert tilboð frá Covent Garden. Ég veit hins vegar ekki enn nákvæmlega hvenær ég syng þar,“ segir Kristján. Á þessu ári mun Kristján hins vegar syngja m.a. í óperuhúsunum í Vín, Róm, Flórens, Frankfurt, Hamborg, Veróna og París, alls rúmlega sjötíu- sýningar. Aðspurður um hvort þetta væri ekki mæðandi sagði hann svo vissulega vera. „Það fer mikill kraft- ur í þetta og ég verð að segja að í fyrra var ég alveg á nippinu með alls áttatíu sýningar. Þetta eru allt hádramatískar óperur sem ég syng í, sem mjög erfitt er að finna nógu góðan tenór í, svo þetta mæðir allt á okkur tveimur eða þremur í stærstu óperuhúsunum. Én maður verður samt sem áður að passa sig og ég einbeiti mér því að því að hækka launin og fækka sýningum þessa stundina,“ segir Kristján. Frumvarp um breyt- ingu RARIK í hluta- félag liggur fyrir DROG AÐ frumvarpi til laga um breytingu á Rafmagnsveitum ríkisins í hlutafélag hafa verið samin af fulltrúum RARIK og viðskiptaráðuneyt- is. Er frumvarpið nú lijá ráðherra ásamt drögum að nýrri reglugerð og einkaleyfi og er búist við að það verði lagt fyrir ríkissljórn og stjórnarflokka á næstunni. Gert er ráð fyrir að lilutafélag um rekstur rafmagnsveitnanna verði alfarið í eigu ríkissjóðs fyrst í stað og að samþykki Alþingis þurfi til sölu hlutabréfa. Á vegum Rafmagnsveitna ríkisins voru í tíð fyrri ríkisstjórnar útbúin drög að frumvarpi sem kynnt voru fyrir ráðherra og var ákveðið að vinna áfrarn að þeim. í stefnuyfirlýs- ingu núverandi ríkisstjórnar kemur fram að áformað er að auka sjálf- stæði og rekstrarábyrgð ríkisfyrir- tækja með breyttu rekstrarformi, einkum því að breyta þeim í hlutafé- lög. Þau fyrirtæki, sem m.a. koma til skoðunar í þessu sambandi, eru Póstur og sími, Rafmagnsveitur rík- isins og Landsvirkjun. „Formbreyting af því tagi sem hér um ræðir útilokar hvorki frekari breytingar, svo sem þær að rekstur og rekstrarþættir framangreindra stofnana séu boðnir út eða seldir, né þarf hún nauðsynlega að fela í sér að hlutur ríkisins verði seldur,“ segir í hvítbók stjórnarinnar. í kjölf- ar stjórnarskiptanna hófst aftur vinna við samningu nýs frumvarps um RARIK og nú í samráði við full- trúa viðskiptaráðuneytisins. Tillög- urnar liggja nú fyrir í ráðuneytinu. Einnig drög að nýrri reglugerð og einkaleyfi. Björn Friðfinnsson ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að verið væri að kynna frum- varpið fyrir starfsfólki RARIK. Jafn- framt væri verið að leita að nafni á fyrirtækið og ræða ýmis atriði sem tengdust þessari breytingu. Kristján Jónsson rafmagnsveitu- stjóri sagði í gær að breyting á RARIK úr ríkisstofnun í hlutafélag væri fyrst og fremst formbreyting. Hann sagði að margir kostir væru við hlutafélagsformið, það væri besti ramminn til að reka fyrirtæki í. „Við teljum að með því verði fyrir- tækið sjálfstæðara, að við náum fram virkari og beinni stjórn og ha- græðing verði auðveldari,“ sagði Kristján.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.