Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.02.1992, Blaðsíða 1
Ibúöabyggingar 1990: Gott liam- boó á nýju alviiiiiu- hnsnæói Eignamiðlunin auglýsir í dag atvinnuhúsnæði á ýmsum stöðum íborginni. Þará meðal er skemmtilegt og vandað verzlunar- og þjónusturými í nýju bflgeymsluhúsi á horni Hverf isgötu, T raðarkotssunds og Smiðjustígs. Húsnæðið er með miklum gluggum og gler- útbyggingum og hentar sér- lega vel undir ýmis konar verzl- un, þjónustu, veitingarrekstur o. f I. Eigandi er Reykjavíkur- borg. Eignamiðlunin auglýsir einn- ig nýtt og vandað skrifstof u- húsnæði í miðborginni. Það er hæð og ris, samtals um 240 ferm. Hæðin er um 152 ferm. og risið um 88 ferm. Möguleiki er á að selja þetta saman eða sitt íhvoru lagi. Húsið erfok- helt og glerjað nú þegar. Pláss- ið hentar sérlega vel þjónustu- aðilum, lögfræðingum, arki- tektum og verkfræðingum. Eignamiðlunin auglýsir einn- ig glæsilegt atvinnuhúsnæði á þremur hæðum við Skútuvog. Samtals er þarna um 650 fer- metra að ræða. Húsnæðið er með mikilli lofthæð og inn- keyrsludyr eru á tveimur hæð- um. Húsið stendur við Mikla- garð og vöruhöfnina og hentar því sérstaklega vel þjónustu- og innflutningsfyrirtækjum, sem leita að hentugu húsnæði undir alla sína starfsemi. Mjög góð langtímalán eru í boði og möguleikar á að taka minni eign upp í. Alls voru fullgerðar 1.158 íbúðir á höfuðborgar- svæðinu árið 1990 samanborið við 596 íbúðir á landsbyggðinni, samkvæmt upplýsingum frá Þjóðhagsstofnun. Á sl. áratug jókst hlutur höfuðborgarsvæð- isins í þessum ef num. Þannig var lokið við 952 íbúðir að með- altali á höfuðborgarsvæðinu 1981 -1985 en 1986-1990 voru þær 1.163 talsins. Flestar full- gerðar íbúðir voru á höfuðborg- arsvæðinu árið 1988, eða 1.389 talsins, en fæstar voru þær árið 1981 eða 784. Nokkuð dró úr íbúðabyggingum á landsbyggð- inni á sl. áratug. Að meðaltali var lokið við 739 íbúðir á ári frá 1981 -1985 en á árunum 1986- 1990 hafði þeim fækkað í 501. Flestar fullgerðar íbúðir voru á landsbyggðinni árið 1982 alls 943 en fæstar voru fbúðirnar árið 1987,445 talsins. Ef litið er á þróun á fjölda fullgerðra íbúða yfir landið allt á sl. áratug sést að ekki hafa orðið miklar sveiflur í fjölda þeirra frá ári til árs. Að meðaltali voru fullgerðar 1.677 íbúðir á ári. Fæstar urðu íbúð- irnarárið 1986, eða 1.514 talsins, en flestar árið 1982, alls 1924. SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1992 Þriójungur nýbygginga á lands- byggóiiuii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.