Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 1

Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 1
Nú er rétti tfminn til þess að sinna inni- og útigróðri ÞEIR SEM eiga garðskála þurfa að fara að klippa til aldintré og innirósir. Það má líka fara að klippa til og snyrta stofuplönt- urnar. Steinn Kárason, garðyrkjufræð- ingur hjá Blómahafinu, segir að frá og með mánaðamótum og fram í júní eigi að umpotta. Hann segir að plÖnturnar hafi lítið með áburð að gera í skammdeginu og það sama gildir með áburðargjöf og umpottun, með hækkandi sól upp úr mánaðamótum ætti að fara að koma tími á það. Hins vegar leggur hann áherslu á að ekki eigi að gefa áburð fyrstu þrjár til fjórar vikur eftir umpottun því í moldinni á þá að vera næg næring. Með hækkandi sól þarf líka að auka vökvun því útgufun er meiri eftir því sem birtan eykst. „Flestar plöntur hafa yfirleitt gott af úðun, sérstaklega þó pálmar og burknar. Steinn segir að allan ársins hring þurfi að þurrka ryk af plöntum og bendir á að hægt sé að kaupa til þess sérstakar bréfþurrkur sem innihalda líka blaðgljáa. Þeir sem vilja geta notað gömul húsráð og strokið blöðin með mjólk eða maltöli en þó þarf að nota maltöl í hófi vegna sykurinni- halds. Flestar plöntur þola gljáúða, segir Steinn, en rykið safnast engu að síður þótt plönturnar séu úðaðar. Einu plönturnar sem ekki má nota úða á eru kaktusar og hærðar plöntur. Einstaka plöntur geta líka brunnið við of mikla notk- un úða. Þegar talið berst að úti- gróðri segir Steinn að það fari að koma tími til að klippa og snyrta birki og hlyn og annan stóran tijágróður. Útirósir og gljávíði má geyma fram á vor. í apríl þyrfti tijáklippingum að vera lokið. Það er því um að gera að nota góða daga á næstunni og klippa tijágróðurinn eða hóa í garð- yrkjumanninn sinn. ■ Glæsijeppi frá General Motors FORRÁÐAMENN GMC í Bandaríkjunum eru ánægðir með nýja jeppann, Typhoon. Og þeir hafa fulla ástæðu til. Hann er 5,3 sekúndur í hundraðið og fer kvartmíluna á 14,1 sekúndu. Ágætis tímar og sérstaklega þegar haft er í huga að hér er á ferðiuni fjórhjóladrifinn bíll. Sumarleyfisbækl- inparnir knmnir FERðASKRIFSTOFURNAR hafa flestar sent frá sér bæklinga sem kynna áfangastaði þeirra í sumar. Sólarlandaferðir líta út fyrir að ryóta álíka mikilla vinsælda og áður, en einnig er ferðamáti sem oft er nefndur „flug, sumarhús og bíll“ í uppsveiflu. Reyndar er ekki um róttækar ferðamennirnir taka oft bíl á leigu Typhoon er mjög rennilegur þrennra dyra jeppi. Hann er reyndar ekki mikill ,jeppi“ þannig séð, enda hugsaður fyrir þá sem vilja eiga jeppa til að komst leið- ar sinnar um malbikuð stræti. Sem dæmi má nefna að blátt bann er lagt við að setja kerru aftan í hann. Typhoon er á viðráðanlegu verði, kostar um 1,8 milljónir króna í Bandaríkjunum, og vonast menn hjá GMC til að selja mikið af honum — og hveijir eiga að kaupa? Jú, þeir sem vilja góðan ferðabíl breytingar að ræða frá fyrri árum, en ferðaskrifstofurnar kynna í ár fleiri möguleika á að ferðast á eig- in vegum. Ein af þeim breytingum sem orðið hefur á hinum „sígildu" hópferðum til sólarstranda, er að og ferðast sjálfir um svæðið þó þeir séu að öðru leyti þátttakendur í hópferðinni. Tveir aðilar byggja að miklu leyti á samstarfi við erlendar ferðaskrif- stofur; Flugleiðir við dönsku ferða- skrifstofuna Fritidsreiser, og Ferða- skrifstofa Reykjavíkur við hol- lensku ferðaskrifstofuna Arke reiz- er. íslendingar geta keypt sig inn í hópferðir þessara erlendu aðila til hinna ýmsu staða í gegnum Flug- leiði og Ferðaskrifstofu Reykjavík- ur. Fjölbreytnin er óneitanlega mun meiri með slíku fyrirkomulagi, en á móti kemur að á staðnum eru ekki íslenskir fararstjórar og oft þarf að gista annað hvort í Amst- erdam eða Kaupmannahöfn á leið- inni. ■ Sjá Sólarlandaferðir halda vin- sældum... bls. 2 með eiginleika sportbílanna þannig að örskotsstund tekur að koma sér á gott skrið. í jeppanum er setið hærra yfír veginum og hægt er að komist leiðar sinnar á öruggan hátt þótt hann snjói aðeins. Krafturinn er nægur og skákar hann meðal annars Ferrari 348 og Mustang V-8 hvað það varðar. Það tekur aðeins 2,9 sekúndur að auka hraðann úr 50 km í 80 km og skjótast þannig frammúr. Hámarkshraðinn er hins vegar 200 km, en það ætti að duga. aðeins \ FÖSTUDAGUR "pv 21. FEBRÚAR 1992 J J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.