Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992
D 5
ekki verið með beina meðferð fyrir
börn sem stama heldur aðallega
sinnt ráðgjafaþættinum. „Ástæðan
er einfaldlega sú að okkur skortir
mannskap til að sinna meðferðar-
þættinum. Við höfum komið upp
ágætu greiningarkerfi hér á landi
en þegar kemur að meðferðarþættin-
um virðast allir geta skotið sér und-
an ábyrgð.
Þjónustan hjá heyrnar- og tal-
meinastöðinni er einvörðungu ætluð
börnum á forskólaaldri og þegar
börnin komast á grunnskólaaldur
eiga talkennarar þeir sem vinna við
skólana að grípa í taumana. Þegar
grunnskóla lýkur getur fólk á ný
leitað aðstoðar hjá heyrnar og tal-
meinastöð íslands. Ábyrgðin færist
yfír á menntamálayfirvöld landsins
þegar bömin eru orðin sex ára.
Eins og áður kom fram eru ekki
starfandi talkennarar í öllum skólum
landsins og í sumum tilfellum eru
þeir aðeins í hlutastarfi og anna
ekki eftirspum. Þá þarf í raun að
leita út fyrir skólann og hingað til
hefur það reynst foreldmm kostnað-
arsamt.
Launakjör talkennara við
grunnskóla þykja lág
Að sögn Kolbrúnar Gunnarsdóttur
sérkennslufulltrúa í Menntamála-
ráðuneytinu er litið á talkennslu sem
sérkennslu. Hún bendir á að reikn-
ingar sem komi frá talkennurum sem
reki eigin stofu séu gjörólíkir þeim
taxta sem talkennarar fái við gmnn-
skóla. Þeir em miklu hærri enda
þurfa talkennarar sem reka eigin
stofu að standa straum af kostnaði
við rekstur stofu sinnar. Hún segir
að vissulega ætti að vera hægt að
vísa á talkennara í skólakerfmu en
þeir em einfaldlega ekki fáanlegir
til starfa við skólana.
Eyrún Gísladóttir er sérkennslu-
fulltrúi hjá fræðsluskrifstofu Reykja-
víkummdæmis. Hún segir að ekki
hafí tíðnikönnun verið gerð á því
hversu mörg börn það séu sem stami
en telur að það geti samsvarað til
0,5%-l% skólabarna. „Stam þykir
kannski eitt erfiðasta viðfangsefnið
hjá talkennuram. Það eru ákveðnir
talkennarar sem hafa sérhæft sig í
stami en það em uppi ýmsar kenn-
ingar um árangursríkar aðferðir og
sífelld þróun á þessu sviði.“ Eyrún
segir það aðkallandi að vinna að
bættu heildarskipulagi talkennslu í
Reykjavík í samvinnu við talkennara
sem tryggir að allir skólar fái ein-
hveija þjónustu.
„Áðstaða talkennara hefur löng-
um þótt slæm í grannskólum, þeir
hafa þurft að þeytast á milli skóla
og kennslan oft þurft að fara fram
í hálfgerðum kompum. Vegna fæðar
talkennara þarf að leggja aukna
áherslu á ráðgjafarþáttinn, að þeir
verði í auknum mæli í ráðgefandi
hlutverki fyrir kennara og foreldra."
- Eru margir skólar sem ekki
hafa talkennara?
„Ég hef ekki nákvæmar tölur en
einhveijir skólar hafa ekki beinan
aðgang að talkennara. Þar sem eru
starfandi talkennarar hvort sem er
í fullu starfi eða hlutastarfí meta
þeir stöðuna og væntanlega fara
þeir í gang með meðferðaráætlun
fyrir þau börn sem þurfa. í þeim til-
fellum sem ekki hefur verið hægt
að sinna þörfínni hafa foreldrar þurft
að leita til talkennara sem reka eig-
in stofu.“
í heilum umdæmum úti á landi
eru engir talkennarar
Að sögn Eyrúnar eru mjög fáir
talkennarar búsettir úti á landi. Þar
er ástandið á mörgum stöðum mjög
slæmt og líklega em Vestfirðir og
Austfírðir verst stöddu umdæmin.
Þar eru engir talkennarar svo hún
viti.
Það kann að vera að Málbjörg sem
era nýstofnuð samtök um stam
kunni að geta staðið vörð um réttindi
og þarfir þessara bama. Samtökin
vom stofnuð í október síðastliðnum
og er markmið þeirra að vinna að
hagsmunum allra þeirra sem stama.
Að sögn formanns félagsins Bene-
dikts Benediktssonar hefur þegar
verið reynt að þrýsta á þá aðila sem
hafa með málið að gera og það mun
verða gert áfram. Allir sem stama
og aðstandendur þeirra em velkomn-
ir í félagið. ■
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir
Þær segjast alltaf halda veislu þegar þær hittast. Hér eru þær í saumaklúbbi fyrir næstum hálfri öld,
Það var
heimsstyrjöld
og konurnar
vildu koma
börnunum sín-
um í öruggt
skjól.
Þær flúðu með
börnin sín fyrir fimmtíu
árum og hafa haldið hópinn síðan
FYRIR rúmlega fimmtíu árum
tóku sig saman sjö ungar konur
og tóku á leigu býlið Arnbjargar-
læk í Borgarfirði. Þær réðu til
sín ráðskonu, pökkuðu niður því
allra nauðsynlegasta — sauma-
vélinni, leirtaui og fatnaði — og
eyddu sumrinu í sveit með börn-
unum. Þetta hljómar nú bara
dálítið spennandi en ástæðan
fyrir sumardvölinni var síður en
svo skemmtileg, þessar mæður
voru að flýja með börnin sín frá
Reykjavík af hræðslu við loft-
árásir. Það var heimsstyrjöld og
konurnar vildu koma börnunum
sínum i öruggt skjól.
Þetta var fyrir fímmtíu árum og
margt hefur breyst síðan. Eflaust
geta fáir sem em ungir að ámm
ímyndað sér að loftárásir séu yfír-
vofandi í Reykjavík. Hins vegar
segja þær að þetta hafí síður en
svo verið einsdæmi hjá þeim, fjöl-
margar konur hafí flúið úr borginni
með krakkana sína.
Þessar sjö konur
hafa elst að ámm,
þær em þegar
orðnar ömmur og
flestar langömm-
ur, sumar ekkjur,
ein úr hópnum er
látin og önnur fékk
að byija með í
félagsskapnum
síðar. Lífið hefur
gefið og tekið en
eitt er þó fastur
punktur í tilveru
þessara kvenna.
Þær halda alltaf
hópinn og hittast í
saumaklúbbi.
Fyrstu tuttugu
Unnur Guðjónsdóttir, Ingibjörg Ingvarsdóttir, Jenný Ásmundsdóttir,
Guðfinna Guðjónsdóttir, Anna Jónsdóttir, Aldís Eyrún Þórðardóttir,
Laufey Halldórsdóttir.
Mbl/KGA
Haldið upp á fimmtíu ára afmæii saumaklúbbs-
ins og í leiðinni sjötíu og fímm ára afmæli Aldís-
ar Eyrúnar.
finnst undirritaðri, ef alltaf er eins
gaman og í þetta skipti.
- Hefur aldrei slest upp á vin-
skapinn? —
Ekki vilja þær meina það og ein
stingur upp á því að ástæðan sé
líklega sú að þær séu allar hógvær-
ar og ekkert inni á gafli hver hjá
annarri. Hins vegar hafa þær fylgst
með öllum stóratburðum í lífi hver
annarrar, mætt í afmæli og vita
upp á hár hvenær börnin öll eru
fædd. Það er ekki fyrr en nýlega
að þær hafa farið að missa tölu á
bama- og barnabarnabörnunum.
Þegar ég spyr um umræðuefnin
þegar þær hittast verður fátt um
svör, hláturrokumar era svo mikl-
ar. Síðan færist yfir andlitin leynd-
ardómsfullur svipur og þær segjast
tala um allt milli himins og jarðar
en þó ekki velta sér upp úr slúður-
sögum. „Við höfum nóg á pijónun-
um hvort sem við erum að ræða
um kvikmyndir, bækur, sjónvarps-
og fimm árin hittust þær vikulega
, pijónuðu eða saumuðu út og röb-
buðu saman, síðan fóm þær að hitt-
ast á hálfs mánaðar fresti og síð-
ustu árin að minnsta kösti annan
hvern mánuð.
Eg fékk að heimsækja þessar
konur síðast þegar þær hittust og
héldu formlega upp á fímmtíu ára
afmæli saumaklúbbsins.
Það er afskaplega erfitt að trúa
því að konumar séu á áttræðis- og
níræðisaldri. Þær eru hver annarri
unglegri og hressari. Flestar voru
nýkomnar úr lagningu og klæddar
í sitt fínasta púss. Það fór ekki á
milli mála að það var kært á milli
þeirra, þær föðmuðu hver aðra og
kysstu, ánægjan yfir endurfundun-
um var augljós. Það voru liðnir
mánuðir síðan þær hittust síðast.
Eftir að þær höfðu rifjað upp það
sem á dagana hafði drifið síðan þær
sáust bað ég þær að segja mér svo-
lítið frá því þegar þær voru á Arn-
bjárgarlæk.
Konumar þekkjast vel og veigra
sér ekkert við að grípa fram í fyrir
hver annarri til að leiðrétta og betr-
umbæta það sem sagt er en þeim
kemur saman um að dvölin í Borg-
arfírði árið 1941 hafí verið ógleym-
anleg. „Við þurftum ekkert að
stússast í eldamennsku, heldur not-
uðum tímann til að vera úti og leika
okkur með börnunum.“ Fyrsta ráðs-
konan þeirra var víst heldur slök í
eldhúsinu og vildi miklu frekar
yrkja ljóð en standa við pottana.
Sú næsta var bráðmyndarleg.
„Við vorum alltaf með prjónana á lofti eða að sauma út.“
Stundum segjast þær hafa fengið
samviskubit yfír því hversu lífíð var
létt og yndislegt og þá gripu þær
í saumaskap eða pijónuðu. Eigin-
menn þeir sem höfðu tök á komu
í heimsókn með reglulegu millibili.
Þær ákváðu að leigja sér aftur hús
næsta sumar, sem þær og gerðu.
Þær leigðu sér skóla á Stórholts-
hvoli. Eftir það sumar stofnuðu þær
saumaklúbbinn sem þær em í enn
þann dag í dag.
Fyrstu áratugina segjast þær
alltaf hafa haft pijónana á lofti eða
saumað út en síðustu árin hafa
sumar orðið að hætta því vegna
krankleika. Þær láta sig hins vegar
ekki vanta á fundina, enda von,
dagskrána eða annað.“
Þegar þær em spurðar um kunn-
ingsskap í fimmtíu ár era þær sam-
mála um að félagsskapurinn hafí
verið ómissandi þáttur I lífi sínu,
eða eins og ein þeirra orðaði það:
„’Eg get ekki hugsað mér að hafa
misst af þessum félagsskap. Mér
þykir svo vænt um allar þessar vin-
konur mínar.“
Ætla þær að halda áfram að hitt-
ast? Þeim finnst spurningin auðsjá-
anlega hálf hallærisleg því þær em
alls ekki á leiðinni að hætta að hitt-
ast. „Svo lengi sem við emm hérna
megin verður haldinn saumaklúbb-
ur.“ Og ekkert meira með það. ■
Guðbjörg R. Guðmundsdóttir