Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 21.02.1992, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 R foyota skákar Camry uppí gæðingaf lokkinn Innrétting í hágæðaflokki: Leð- urklædd sæti og stýri. Hand- skipting er fáanleg eins og hér sést, en langflestir velja sjálf- skiptingu. HÉR ER nauðsynlegt að byrja á tilraun til skilgreiningar. Þegar rætt hefur verið um lúx- usbíla manna á meðal er nokk- uð ljóst, að þá er verið að tala um stórar og dýrar drossíur og kannski dýra og vel búna jeppa einnig. Einstaka bílaum- boð hafa þvi miður gert tilraun- ir til að gengisfella orðin „lúx- usbíll“ eða „gæðingur“ og not- að þau yfir bíla, sem eru aug- ljóslega í milliflokki. Það verk- ar aðeins sem skrum; betra er að nefna hlutina sínum réttu nöfnum. Það sem heitir á ensku „Luxury class“ og kallað í dag- legu tali lúxusklassi, ætla ég hér að nefna gæðingaflokk. Ég hygg að það sé til almenn til- finning fyrir því, hvar sá flokk- ur byrjar og hvað þarf að vera í boði. Sé um fólksbíl að ræða er hann ekki undir 4.70x175 að ytra máli; hann er búinn kraftmikilli 6 eða 8 strokka vél, hann er a.m.k. fáanlegur með ABS-helmakerfi, er búinn sjálfskiptingu og verður að vera hljóður og mjúkur á fjöðr- um. Þegar alls þessa er gætt, kemur af sjálfu sér, að bíll í gæðingaflokki fæst ekki fyrir minna en 2.5 miiy. kr. V) Hinn nýi Toyota Camry 3.0 GXi, sem hér verður litið nánar á eftir reynsluakstur, kostar hinsvegar kr. 3.250.000 með 188 hestafla, 6 strokka vél og öllu því sem að framan er talið, en að auki loftpúða í stýri, leður- klæðningu á sætum og stýri, ÖK þaklúgu, skriðstilli og geisla- ^ spilara ásamt 6 hátölurum. Tj Þetta er með öðrum orðum „einn með öllu“ og hafið yfir vafa, að hann heyri til gæðinga- flokknum. En til þess að gera fleirum til hæfis, býður Toyota einnig uppá 4ra strokka, 138 hest- afla gerð, sem er eins að ytra útliti og kostar kr. 2.190.000. Smábílar reyndust Japönum áhrifameiri til að 'leggja undir sig heiminn en skriðdrekar og sjálfs- morðsflugmenn. Fyrst eftir að hafa náð öruggri fótfestu með bíla sem höfða til fjöldans, fóru þeir að spreyta sig á stærri og íburðarmeiri bílum. Ekki var spáð vel fyrir því í fyrstu, og því kom á óvart þegar Toyota skákaði Lexus uppað hliðinni á gæðingum eins og sjöunni frá BMW og Benz 500. Með sigurgöngu Lexus 400 og geysilegri velgengni minni gerð- arinnar, ES 250, er svo að sjá að Toyota hafi færst í aukana á dýr- ari kantinum. Þar á meðal er Aristo, sem kynntur var sl. haust, svipaður Lexus en miklu kraft- meiri, og sá sem hér er kynntur: Toyota Camry 3,0 GXi. Fyrri gerðir af Camry hafa getið sér gott orð, sem frábærlega áreiðanlegir bílar og lausir við bilanir. Hann var í efri milliflokki eftir þýzkri skilgreiningu; lengdin 4,60, snotur en samt æði hvers- dagslegur í útliti og skorti sér- stætt svipmót eða „karakter". Nú hefur verið bætt úr þessu svo um munar, jafnframt því sem bíllinn er lengdur um 12 sm og með búnaði sínum lyft upp í gæð- ingaflokkinn. Camry getur talizt vel teiknaður, jafnvel framúrskar- andi vel, enda ljóst með tilkomu Toyota Camry 3,0 GXi Útlitið er kannski ekki frumlegt að neinu leyti, en Camry er samt í heild prýðilega vel teiknaður bíll, hvar sem á hann er litið. Grunnverðið er kr.2.965.000 Lexus að snjallir menn eru við teikniborðin. Það er hinsvegar ögn broslegt, að oft virðast hönnuðirn- ir aðeins með annað augað á teikniborðinu, en hitt á samkeppn- isbílunum. Iðnaðarnjósnirnar ganga að óskum og þeir virðast alltaf vita, hvað verið er að bralla á næsta bæ. Þessvegna verða nýir bílar eins og Mazda 626 og Toyota Camry afar áþekkir. Hönnuðirnir hjá báðum virðast hafa tekið töluvert mið af Honda Accord og Legend, enda hefur Honda haft forustu í hönnun með- al japanskra bílasmiða. Nú finnst mér hinsvegar, að Camry sé orð- inn enn betur hannaður bíll en Accord, - svona gengur þetta. Formið á Camry er „flughált" og klýfur loftið vel; vindstuðullinn er 0,32. Hönnun og frágangur að innan er ekki síður eftir ströngum staðli, en allt eftir nótum ríkjandi tízku, sem gerir ráð fyrir þýzkætt- uðum einfaldleika í mælaborðinu. Leðurklæðningin er viðhafnarleg, gallalaus í útfærslu og ekki skemmir lyktin. Sumum fellur þó betur að hafa tau- eða plussá- klæði, því leðrið er dálítið sleipt. Hvert einasta smáatriði er hér unnið af stakri alúð. í auglýsingum segir umboðið, að Camry sé „einn hljóðasti bíll í veröldinni". Það er víst ekki orð- um aukið; ég hef ekki ekið öllu hljóðari bíl, nema kannski Lexus, sem einnig er framúrskarandi að þessu leyti. Til að ná þessu tak- marki hafa m.a. verið auknar styrkingar á öllum samskeytum í boddýinu, en kannski munar mest um sérstakan ramma undir vél og sjálfskiptingu, sem festur er með púðum. Á rammann er síðan vélin og sjálfskiptingin fest með öðrum púðum og felst í því mikil hljóð- og titringseinangrun. Einn- ig er hjólabiti að aftan festur með púðum. Þróaðir hafa verið sér- stakir vökvafylltir mótorpúðar, sem betur dempa hljóð og titring en þeir sem áður hafa verið þekkt- ir. Ennfremur má nefna styrking- ar í hurðum, sem bæði eru örygg- isatriði, pn minnka um leið titring, og á ijögurra strokka vélina hafa verið settir jafnvægisásar, sem eyða lóðréttri titringshreyfingu frá vélinni. í botni, við hjólskálar og hvalbak hafa verið sett tvöföld og allt uppí fimmföld einangrun- arlög. Sérstakur hljóðkútur eykur hljóðdempun eftir álagi vélar og ný útfærsla á viftuspöðum dregur úr hvin. Kæliviftan er vökvaknúin, sem einnig dregur úr hávaða. Camry er að minnsta kosti á malbiki afar mjúkur á fjöðrum og líður áfram nánast hljóðlaust, en ég hafði ekki tækifæri til að reyna hann á malarvegi; skyndileg hálka kom í veg fyrir það. Maður finnur afskaplega vel fyrir þessum 188 hestöflum, en öll eru þau átök mjúk, nema þegar gefið er „spark“ - þá finnst vel að Camry er ekki afls fátt. Það er m.a. þessi gnægð afls, sem skipar Camry í gæðingaflokkinn. Camry er með hárnákvæmt tannstangarstýri og ABS hemla- læsivörn. Á bak við leðurklæddan skjöldinn á stýrinu bíður loftpúð- inn og vonandi þarf hann aldri að spretta fram. En það er ekki verra að vita af honum þarna. Vélin er 3 lítrar að rúmtaki, 6 strokka með 24 ventlum. Hröðun frá kyrrstöðu í 100 km. á klst. tekur 8,8 sek. Vélin er búin því sem nefnt er AAS-kerfi, sem ger- ir blöndún eldsneytis betri en áður hefur þekkst með inntöku lofts beint inná sp'íssa. Nýr aflvaki felst og í ACIS-kerfi, sem verkar á soggreinina svo hún getur orðið „af breytilegri lengd“. Hljóðlát tök þessa bíls eru eftir- minnilegust og vegna þess nýtur geislaspilarinn sín til fulls. I þeirri hávaðamengun, sem er „undir og yfir og allt um kring“ í nútíman- um, fannst mér þó jafnvel bezt að láta bæði spilarann og útvarp- ið þegja og njóta þess hvað bíllinn er hljóður. ■ Gísli Sigurðsson. D 11 Renault með 10% markaðar í Evrópu RENAULT verksmiðjurnar frönsku náðu markmiði sínu á síð- asta ári sem var 10% markaðshlut- deild í Evrópu fyrir fólksbíla. Salan jókst um 4,4% frá árinu 1990 þrátt fyrir minni sölu á tveimur helstu mörkuðum sínum, Frakklandi þar sem salan minnkaði um 10% og Spáni, 12%. ■ Markmið Renault fyrir þetta ár eru að komast yfir 10% markaðs- hlutdeild í Vestur-Evrópu. Á heimamarkaði er ætlunin að ná 28% fólksbílamarkaðarins og 41% hlutdeild í slagnum um atvinnubíla af minni gerðinni. Þýðir þetta um 29,9% heildarmarkaðarins en í fyrra náðu verksmiðjurnar 28% af heildar bílasölu í landinu. Heildarsala Renault í fyrra jókst úr 1.806.000 bílum í 1.868.000 sem þýðir 3,4% aukningu. Lítil bílasala í Svíþjóð BÍLASALA í Svíþjóð minnkaði á síðasta ári úr 229.899 bílum í 187.739 sem þýðir 18,3% sam- drátt. Volvo á metið þar í landi með 15.726 selda bíla úr 900 lín- unni. ■ Ál frekar en króm á drifhúsið ÞEIR SEM þurfa að breyta drifi í bílum ættu að hugsa sig tvisvar uni áður en þeir fá sér krómað lok á drifhúsið. Króm einangrar vel og þá er hættara við að drif- ið hitni, sérstaklega í lang- keyrslu. Það er ekki óalgengt að menn kaupi krómað lok á drifhúsið, það er fallegt að sjá húsið krómað og slíkt lok gefur undirvagninum óneitanlega glæsilegt útlit. En þeir sem til þekkja mæla frekar með ál- loki á hásing- una. Ástæðurnar eru fyrst og fremst tvær. I fyrsta lagi er"ál- lokið kúptara og því er meira rúm fyrir olíu á drif- inu. í öðru lagi gefur álið betri kælingu en króm. Á1 leiðir betur og því kólnar olían frekar en ef krómlok er not- að. Ef állokið er með raufum, eins og á myndinni, þá myndast stærri flötur og það gefur einnig aukna kælingu. Það er reyndar ekki algengt að upp komi vandamál vegna hita í hásingum. Slíkt er mun algengara í gírkössum. Snúningurinn í drifinu er mun hægari en í gírkassanum, þar eru fleiri tannhjól og meira álag er á kassanum. í akstri á þjóð- Allok og krómlok. Állokið gefur betri kælingu auk þess sem meiri olía kemst á drifið sé það notað. vegum, þar sem ekið er í hæsta gír, er drifið á fullum snúningi og þá getur drifið hitnað. Ef farið er yfir á eftir að talsvert hefur verið ekið þornar drifkúlan alltaf fyrst. Þetta stafar af hitanum á drifkúl- unni. Ef menn vilja hafa drifkúluna glansandi fína þá er hægt að pússa állokið þannig að það glansi, en um leið verða kælieiginleikar álsins minm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.