Morgunblaðið - 21.02.1992, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 21.02.1992, Qupperneq 2
2 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 Y Tónlistarbandalag íslands og framkvæmdanefnd um Ár söngsins gaf út söngbækurnar „Hvað er svo glatt“ í tilefni samstarfsvikunnar. Markmiðið með samstarfsvikunni er að glæða áhuga á söng og hljóðfæraleik UM ÞESSAR mundir er verið að leggja siðustu hönd á undir- búning samstarfsviku grunn- skóla- og tónlistarskóla, sem verður fyrstu vikuna í mars. Markmiðið er að glæða áhuga grunnskólanema á söng og hljóðfæraleik. Tónlistarbanda- lag Islands stendur fyrir Ari söngsins og síðastliðið vor leit- aði framkvæmdanefndin um Ár söngsins eftir samstarfi við fræðsluyfirvöld, skólastjóra grunnskóla og tónlistarskóla, tónmenntakennara, fóstrur, kóra o.fl. I framhaldi af því var ákveðið að efna til samstarf- sviku grunnskóla og tónlistar- skóla. María ívarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Árs söngsins, segir að undirtektir hafi alls staðar ver- ið mjög góðar og skólastjórar og kennarar sýnt framtakinu mikinn áhuga. Að sögn Maríu var skipulag samstarfsins öllu flóknara í Reykjavík en í dreifbýlinu. Sum- staðar úti á landi er aðeins einn grunnskóli og einn tónlistarskóli, oft undir sama þaki. í Reykjavík eru hins vegar tíu tónlistarskólar á móti þrjátíu og tveimur grunn- skólum. Hver tónlistarskóli í Reykjavík er því með nokkra grunnskóla á sínum snærum, víðs vegar um borgina. Tónskóli Sigursveins mun starfa með sjö grunnskólum. Þar eru kennarar og nemendur nú í óða önn að æfa sig og bera saman bækur sínar um með hvaða hætti tónlistin verður flutt. Sigursveinn Magnússon segir að tónlist ætti ^1991-1992 Morgunblaðið/KGA í Tónskóla Sigursveins er und- irbúningur samstarfsvikunnar í fullum gangi eins og í öðrum tónlistarskólum og grunnskól- um landsins. að vera eðlilegur þáttur í skóla- starfinu, en á því sé þó víða mis- brestur vegna skorts á tónmennta- kennurum. í sumum grunnskólum sé tónlistarlíf með miklum blóma meðan lítil sem engin tónmennta- kennsia sé í öðrum. Hann segir það sjálfsögð mannréttindi barna að þeim sé gert aðgengilegt að stunda tónlistarnám og vonast til að samstarfsvikan verði til þess að nánari tengsl takist milli tón- listarskóla og grunnskóla í fram- tíðinni. í tilefni af Ári söngsins voru gefnar út tvær söngbækur; Hvað er svo glatt, og voru kynningarein- tök send í alla grunnskóla og tón- listarskóla landsins. Söngbækurn- ar eiga að efla söngiðkun í skólum og auðvelda nemendum í tónlistar- skólum að leika undir söng grunn- skólabarna. Framkvæmdanefnd um Ár söngsins lagði fram eftirfarandi tillögur að samstarfínu: í grunn- skólum verði sérstök áhersla lögð á að kenna sönglög og ljóð. Al- mennir kennarar leiði söng í byij- un hverrar kennslustundar og nemendur tónlistarskóla komi í heimsókn, styðji við söng, leiki á hljóðfæri og kynni þau. Grunn- skólanemum gefíst einnig kostur á að heimsækja tónlistarskólanna og kynna sér það sem þar stendur til boða. Þeir geti m.a. fylgst með einkakennslu á ýmis hljóðfæri, hlýtt á söng og verið með í hóp- kennslu á hljóðfæri, í tónfræði, tónlistarsögu o.fl. Grunnskólar og tónlistarskólar verði einnig með sameiginlegar æfingar og í lok samstarfsvikunnar verði söng- skemmtanir nemenda með þátt- töku foreldra, kennara, kóra skól- anna og hljóðfæraleikara. María segir að samstarf verði haft við íþrótta- og tómstundaráð vegna öskudagsins 4. mars til þess að hafa sönginn meira í há- vegum á útihátíðinni á Lækjart- orgi, ennfremur verði haldin „upp- skeruhátíð" vikuna 2.-9. maí um land allt. Um er að ræða svæðis- bundnar sönghátíðir með þátttöku skóla og söngáhugafólks meðal almennings. María segist vonast til að samstarfsvikan verði nem- endum hvatning til að taka þátt í hátíðarhöldunum. ■ Sðlarlandaferðir halda vinsældum MEGINAHERSLAN virðist vera lögð á ferðir til sólarlanda næsta sumar. Því má segja að sólarlandaferðirnar haldi vinsældum sínum þrátt fyrir sífelldar breytingar á ferðahögum íslendinga. Ferðaskrif- stofurnar hafa á undanförnum dögum kynnt bæklinga sína og áætlan- ir, og tvær stærstu ferðaskrifstofurnar, Urval-Útsýn og Samvinnuferð- ir-Landsýn, veðja á sólarstrendurnar í ár. Flug, bíll og sumarhús er ferða- máti sem sífellt fleiri kjósa og eru möguleikarnir á slíkum ferðum nán- ast óteljandi, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Hinar svoköliuðu pakkaferðir, tveggja eða þriggja vikna ferðir á sólarstrandir, virðast hins vegar orðnar sígildar. Hjá þeim ferðaskrifstofum sem Ferðablaðið hafði samband við, voru flestir sam- mála um að Islendingar væru ferðaglöð þjóð og ekkert útlit væri fyrir samdrátt á ferðalögum. Sumir sögðust hafa orðið þess varir að fólk færi á eigin vegum eitt eða tvö ár í röð, en færi síðan í skipulagða hópferð á sólarströnd þriðja árið. „Fólk vill líka slappa af,“ var við- kvæðið. í bæklingum ferðaskrifstofanna sést að töluverð áhersla er lögð á heimssýninguna í Sevilla, Expo 92, sem hefst 20. apríl næstkomandi og stendur farm í október. Verð á gist- ingu í Sevilla er himinhátt á þessum tíma og því ekki gert ráð fyrir að íslenskir ferðamenn gisti í borginni. Hins vegar munu nokkrir aðilar bjóða uppá dagsferðir til borgarinn- ar. Euro Disney Euro Disney-skemmtigarðurinn, sem opnaður verður 12. apríl næst- komandi, er einnig gerður að um- fjöllunarefni í bæklingum frá Úrval- Útsýn og Samvinnuferðum-Land- sýn. Fyrmefnda ferðaskrifstofan hefur gert samning við skemmti- garðinn um gistingu á hóteli innan garðsins og til að gefa. lesendum verðhugmynd, kostar vikudvöl á hóteli í miðlungs gæðaflokki um 33 þúsund krónur. Lágmarksdvöl á hót- elinu er tvær nætur og þurfa hótel- gestir að greiða sérstaklega að- göngumiða í skemmtigarðinn. Euro Disney-garðurinn er í um 30 km. ijarlægð frá París, en neðan- jarðarlest kemur til með að ganga frá borginni að skemmtigarðinum. Auk afþreyinga í garðinum sjálfum, eru kynnisferðir þaðan daglega til Parísar, Versala og Champagne-vín- ræktarhéraðsins svo eitthvað sé nefnt. Portúgal Portúgal er sólarstaður sem margar ferðaskrifstofur veðja á í ár. Hjá ferðaskrifstofunni Evrópuferð- um var okkur tjáð að verð fyrir 15 daga ferð til Algarve væri milli 55 og 65 þúsund krónum eftir því hver gististaðurinn væri. í ferðum þeirra er gist í Lissabon í tvær nætur áður en haldið er til Algarve. íslenskur fararstjóri, hjúkrunarfræðingur og Margír skipta um tryggingafélag EFTIR þær sviptingar sem urðu á tryggingamarkaðnum þegár Skan- dia Island tilkynnti um breytingar á iðgjöldum virðist sem nokkuð sé um að bifreiðaeigendur hafi skipt um tryggingafélag. Samkvæmt upplýsingum Skandia Island hafa 1.300 bif- reiðaeigendur tilkynnt skipti yfir til félags- ins og á hveij- um degi berast 20 til 30 nýjar tryggingatil- kynningar. Að auki var félagið með 300 manns áður þannig að heildartalan er 1.600 tryggingar. „Við erum ánægð með hvernig fólk hefur tekið okkur. Ég bjóst við að vera með um 2.000 manns í ár og nú erum við komin hátt í þá tölu,“ sagði Gísli Lárusson hjá Skandia Island. Félagið býður félögum í Félagi íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) 10% afslátt af öllum tryggingum hjá fé- laginu og að sögn framkvæmda- stjóra FIB gengumargir í félagið fyrst eftir að samningarnir voru gerðir. Þegar mest var gengu um 20-30 manns í félagið daglega. Dregið hefur úr skráningu nýrra félaga en þó er enn talsvert um að menn gangi í FÍB og taldi fram- kvæmdastjórinn að flestir gerðu það vegna trygginganna. ■ Þegar mest var gengu um 20-30 manns í félagiö dag- lega. Eiginmenn og elskhugar, munið konudaginn á sunnudag ÞAÐ FINNST öllum notalegt að láta stjana við sig af og til og á sunnudaginn er konudagur og því tilvalið fyrir eiginmenn og elskhuga að dekra dálít- ið við sína heittelskuðu. Fyrir utan morgunverð í rúmið, pínulítinn pakka á koddann og blóm á náttborðið er hægt að gera ýmis- legt annað þar sem daginn ber upp á frídag. Hvernig væri að bjóða frúnni út að borða eða senda hana í ljós og gufu og púla á meðan við að taka húsið í gegn. Það er hægt að tjá henni ást sína með ótal aðferð- um og ekki þarf að kosta mikiu til. Það dugar að telja upp alla kostina í fari hennar, elda uppáhaldsmatinn hennar, nudda hana, sleppa ítalska fótboltanum og Ieyfa henni að sofa út og slappa af þennan dag. Það hittir beint í mark. ■ Víða samdróttur SAMDRÁTTUR virðist vera í sölu bíla víða um heim og virðist sam- drátturinn helst koma niður á innfluttum bilum. í Bandaríkjunum er markaðurinn veikari en nokkru sinni fyrr og sam- drátturinn hefur ekki hvað síst kom- ið niður á þýskum bílum. Þeir hafa verið í öðru sæti á eftir japönskum bílum hvað innflutning varðar. Fyrstu tíu mánuði síðasta árs dróst salan saman um 50% hjá Porsche, um 43% hjá Audi, 28% hjá Volkswagen og um 21% hjá Merc- edes. Ljósi punkturinn fyrir þýska bíla í Bandaríkjunum virðist vera BMW en samdrátturinn hjá þeim var aðeins 15%. Líka í Sviss Það varð einnig samdráttur á inn- flutningi nýrra bíla til Sviss í fyrra. Nýskráningar voru 314.824 oghafði fækkað um 3,9% frá árinu áður en búist var við allt að 10% samdrætti. Þýskir bílar eru vinsælastir í Sviss en japanskir bílar sækja á og juku hlutdeild sína. Það sama á við um þá framieiðendur sem flytja fáa bíla til Sviss, þeir juku innflutninginn en hjá mörgum stórum framleiðend- um dróst saman. Mestur varð samdrátturinn á enskum og ítölskum bílum, um 20% hjá hvorum um sig, og ekki var eins mikið selt af frönskum bílum og áður. Samdráttur hjá þeim um 10% en Renault er þó undanskilinn því samdrátturinn þar á bæ var aðeins um 1%. ■

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.