Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 4

Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 4
I 4 D MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992 ÁDUR cn tölvur komu til sögunnar var eiginkon- gn eini aóilinn sem geymdi yfirsjénir_____ mannsins í minnis- banka. PAULSWEENEY T alkennarar við grunnskólana eru ekki nógu margir til að sinna öllum börnum sem þurfa aðstoð TALKENNARAR við grunnskóla Reykjavíkur eru tíu talsins. Þetta þýðir þrátt fyrir að flestir þeirra anni frá tveimur og upp í fjórum skólum að ekki eru starfandi talkennarar i öllum grunnskólum fræðsiu umdæmisins. Víða úti á landi og í heilu umdæmunum eru engir talkennarar starf- andi. Ekki er unnt fyrir foreldra að fá niðurgreidda þjónustu hjá talmeinafræðingi eða talkennara úti í bæ ef barnið er á grunnskólaaldri nema i undantekningartilvikum. A landinu eru starfandi rúmlega 50 talkennarar og talmeinafræðingar. Astæðan fyrir því að fleiri vinna ekki við grunnskóla landsins er bæði slæm vinnuskilyrði og launakjör óviðunandi. Þessar upplýsingar komu í ljós þegar farið var að kanna aðbúnað barna sem stama en þær eiga líka við ef um einhverskonar öðruvísi mál og talörðugleika er að ræða sem þarfnast meðferðar hjá talkennara. Nauðsynlegt að koma upp öryggisneti fyrir þau börn sem stama „MÖRG börn stama einhvern tíma, það er eðlilegur hluti málþroska," segir Friðrik Rúnar Guðmundsson talmeinafræðingur. Þá lýsir stamið sér sem léttar endurteknigar eða lengingar á einstökum hljóðum. Þetta er partur af því að temja talfærin segir Friðrik. „Barnið hefur kannski byggt upp innra mál en notar tveggja til þriggja orða setning- ar í nokkurn tíma. Skyndilega hefur það þörf fyrir að tjá sig með fimm til átta orða setningunum og á meðan það er að raða orðum í setningar er eðilegt að það þurfi að endurtaka hljóð og orð.“ Talið er að um 1% skólabarna stami. Sum hver hætta staminu eft- ir einhvem tíma en hjá öðrum versn- ar það eftir því sem á líður. Því ríð- ur einmitt á að veita bömunum að- stoð á meðan þau eru ung til að hjálpa þeim við að ná tökum á stam- inu. Líklegt getur talist að fjögur til fímm prósent fólks hafi stamað ein- hvern tíma á ævinni. Eitt af því sem vitað er fyrir víst um stam er að miklu fleiri drengir stama en stúlkur. Stam verður æ erfíðari baggi að bera eftir því sem árin líða og á unglingsárum er það sálarkvöl og getur orðið til þess að táningar ein- angrist og verði útundan. Þeir fyrir- verða sig fyrir stamið og sjálfstraust- ið er oft í molum. Þyrftum aö geta vísað á meðferðaraðila Hjá Dagvist bama er starfandi Nokkur ráð til foreldra barna sem stama 1. Látið bamið ekki fmna að þið séuð óróleg ynr því hvemig það talar. 2. Ekki segja við barnið eða þegar það heyrir til að það stami. Það getur haft í för með sér að það haldi að það sé eitthvað afbrigði- legt. Látið bamið fínna að það hafí eðlilegt mál en eigi einung- is í erfiðleikum með talið. 3. Horfið á bamið þegar það talar og sýnið með andlitssvip að þið hafíð áhuga á því sem barnið er að segja. 4. Ekki gefa baminu „góð ráð“ um að anda djúpt og hugsa áður en það tali o.s.frv. Það eykur aðeins óöryggi og gerir einungis illt verra: 5. Reynið heldur að vera barninu góð fyrirmynd með því að tala hægt og rólega. 6. Ef einhver ókunndgur er í heim- sókn látið þá vera að þröngva barninu til að tala nema það sjálft vijji. 7. Ekki spyija barnið spuminga sem krefjast langra svara heldur spyijið þannig að bamið geti svarað með stuttum og ákveðn- um svörúm. 8. Þröngvið - baminu ekki til að tala nema nauðsynlegt sé ef það er þreytt og ergilegt. 9. Truflið ekki barnið þegar það er að segja frá. 10. Ef bamið er ergilegt og leitt yfír hversu erfiðlega gengur hjá því að tala er nauðsynlegt að fullvissa barnið um að allir, bæði fullorðnir og börn, geta stundum átt í erfiðleikum með að tala reiprennandi. 11. Ef þið eruð foreldrar sem stöð- ugt emð að setja út á og skipa barninu fyrir eins og „sittu al- mennilega“, „borðaðu fallega", „hættu“, „slökktu ljósið“, „farðu að sofa“, „hversu oft á ég að segja“, þá hættið því strax. Fengið að láni úr bók Elmars Þórðarsonar sem heitir STAM. ■ einn talmeinafræðingur, Jóhanna Einarsdóttir. Hún segir að yfirleitt sé stam ekki algengt hjá forskóla- börnum. „Við fáum mjög fá böm sem stama hingað til okkar. Smábarna- stam er hinsvegar mjög algengt og í flestum tilfellum eðlilegt og mörg smáböm stama á einhveiju tímabili. Þegar börnin hafa hinsvegar verið lengi í sama farinu eða stamið versn- að mjög mikið er ástæða til að leita eftir ráðgjöf." Jóhanna segir að á meðan börn séu á forskólaaldri þá geri þau sér enga grein fyrir því að þau stami. Stamið á sér því ekki sálrænar orsak- ir þegar börn eru lítil og ástæðan hlýtur þá að vera af líffræðilegum toga. Jóhanna sinnir ekki eingöngu bömum sem stama heldur öllum þeim börnum sem eiga við einhveija málörðugleika að etja. Hún kemst því ekki yfír að taka börn í tal- kennslu heldur sinnir nær eingöngu ráðgjöf fyrir fóstrur, börn og að- standendur þeirra. Hjá Dagvist barna hefur ekki verið boðið upp á beina talkennslu. Það þyrfti að sögn Jóhönnu að vera hægt að vísa for- eldrum á meðferðaraðila. Hinsvegar eru forskólaböm ekki eins illa á vegi stödd og grunnskóla- böm því að sögn Ingibjargar Sigríks- dóttur vísar Tryggingastofnun ríkis- ins börnum til menntamálaráðuneyt- isins eftir að þau hafa verið greind með stam og greiðir þá ráðuneytið að hluta niður þann kostnað sem foreldrar þurfa að borga talmeina- fræðingum fyrir meðferð. Að sögn Kristjáns Guðjónssonar hjá Tryggingastofnun ríkisins hefur málum verið þannig háttað hingað til að talkennurum og talmeinafræð- ingum hefur verið greitt fast gjald og þeim síðan í sjálfsvald sett hversu mikið þeir taka fyrir tíma sinn af sjúklingnum. Hinsvegar standa yfir samningaviðræður milli talkennara og talmeinafræðingáfélagsins og Tryggingastofnunar og í samnings- drögum er þar ekki gert ráð fyrir að Tryggingastofnun taki þátt í kostnaði nema ef um er að ræða afleiðingar sjúkdóma og slysa. Að sögn Bryndísar Guðmunds- dóttur talmeinafræðings hyggst samninganefnd félags talkennara og talmeinafræðinga setja fram þá kröfu að þeir skjólstæðingar talmein- afræðinga sem stama fái greitt fyrir meðferð, enda sýni meðferð greini- legan árangur. Þessu til stuðnings segir Bryndís að nýjar rannsóknir bendi til fleiri tenglsa við ákveðna líkamlega þætti en áður var haldið. „Það virðist einnig vera vilji ákveð- inna aðila í heilbrigðisráðuneytinu að eitthvað sé gert fyrir þá sem stama." Verði af þessu þá standa eftir sem áður úti í kuldanum þau grunnskóla- börn sem ekki hljóta aðstoð talkenn- ara í sínum skóla. Aliir skjóta sér undan ábyrgð Heyrnar- og talmeinastöð Islands tekur á móti bömum sem heilsugæsl- ustöðvar vísa til þeirra og reyndar geta foreldrar leitað beint þangað með bömin sín. Friðrik Rúnar Guð- mundsson talmeinafræðingur hjá heymar- og talmeinastöðinni segir að það sé ekki mikið um að komið sé með böm til þeirra sem stami. Hinsvegar segir hann að þeir hafi Friðrik Rúnar telur eðlilegt að þetta komi fram á aldrinum tveggja til fímm ára og það getur varað í mislangan tíma. Þegar stamið er orðið fast og börnin eldri var sú kenning allsráð- andi að sniðganga ætti stam og ekki nefna það við nokkurn mann. Stamið átti að ijara út með þroska barnsins. Stundum gerðist það en ekki alltaf. Það er alltaf nokkur hópur sem heldur áfram að stama. Undanfarin ár hafa nýjar kenn- ingar verið að ryðja sér til rúms og að sögn Friðriks Rúnars á nú að viðurkenna stam og ræða um það bæði innan veggja heimilisns og ut- an. „Það segir sig sjálft að það hlýt- ur að vera mikil pína fyrir barn að vera eitt og innilokað með þetta vandamál sitt, sem enginn vill tala um og það myndar sér allskonar hugmyndir um. Það sama hlýur að eiga við um foreldrana, sem vilja barninu vel.“ - Er hægt að lækna stam? „Það er ekki hægt að fjarlægja stam með áhlaupi. Fjölskyldan þarf að vera með í ráðum ef góður árangur á að nást. Það er vænlegra en að vinna með barnið eingöngu. Öll spenna og óreglulegur lífstíll hentar börnum illa sem stama. Und- irbúningur jólanna og jólin sjálf eru til dærnis mjög erfiður tími fyrir þau. Óöryggi er líka mjög óhag- stætt stami." Friðrik Rúnar telur að ein árang- ursrík leið væri að fá börn sem stama saman í sumarbúðir og vinna með. þau þar. „Það er alltaf erfítt að láta börn finna að þau séu meðhöndluð á sérstakan hátt eins og til dæmis þegar talkennarinn birtist í kennslu- dyrunum til að sækja viðkomandi barn. Þjálfun í dag gengur mikið út á hópvinnu og að kenna fólki að ná tökum á staminu frekar en lækna það. ■ "T

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.