Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 7
6 D
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUÐAGUR 21. FEBRÚAR 1992
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992
D 7
Eiga börn
og unglingar, sjö til
tuttugu ára, að fá vasapeninga?
BÖRN eru ekki orðin ýkja gömul þegar þau læra að segja „kaupa,
kaupa, kaupa...“, og benda í leiðinni á sælgæti, leikföng og ýmislegt
annað sem hugurinn girnist. Orga síðan af öllum kröftum ef ekki er
látið undan, foreldrunum til mikillar hrellingar. Útskýringar þess efn-
is að allir þurfi að vinna fyrir peningum og ef pabbi og mamma þurfi
alltaf að vera að vinna, þá hafi þau aldrei tíma fyrir börnin sín, duga
stundum skammt, því börnin hafa ráð undir rifi hverju. „Mamma, skrifa
bara á blaðið." „Pabbi, sýna konunni kortið," segja þau og finnst málið
ofureinfalt.
Verðmætamat bama og unglinga
er misjafnt og hlýtur að helgast að
miklu leyti af uppeldinu. í því sam-
bandi skiptir efnahagur heimilanna
ekki endilega mestu máli, heldur við-
horf foreldranna og það hversu mikla
áherslu þeir leggja á að biýna fyrir
börnunum sparsemi og nýtni.
Meðalvegurinn er oft vandrataður
og margar spurningar vakna um raun-
verulega fjárþörf barna og unglinga.
Eiga þau að fá ákveðna upphæð í
vasapeninga á viku? Hversu háa upp-
hæð? Við hvaða aldur á að miða? Er
betra að börn og unglingar biðji for-
eldra sína um peninga í hvert skipti
sem þau telja sig þurfa. Hafa foreldr-
ar þannig betri yfirsýn yfir eyðsluna
eða ber slíkt vott um vantaust ?
Trúlega er engum hollt veganesti
að fá allt fyrirhafnarlaust upp í hend-
urnar. Nú á tímum gera böm og ungi-
ingar almennt miklar kröfur til verald-
legra gæða. Þau vilja fara með
kunningjunum út að borða og gera
ýmislegt sem jafnvel foreidramir leyfa
sér ekki sjálfir. Það er ekkert eins-
dæmi að böm og unglingar eigi rán-
dýrar tölvur og tilheyrandi tölvuleiki,
ijaliahjól og geislaspilara. Hversu
langt á að ganga til þess að þau eign-
ist slíka hluti? Á að láta þau vinna
fyrir þeim, t.d. með ýmsum viðvikum
heima fyrir, eða er sjálfsagt mál að
þau hjálpi til á sínu eigin heimili án
þess að fá borgað fyrir?
Þótt unglingar verði sjálfráða sext-
án ára og geti þar af leiðandi ráðstaf-
að sjálfsaflafé sínu verða þeir ekki
fjárráða fyrr en átján ára. Eftir þann
aldur ber foreldrum, lögum sam-
kvæmt, ekki skylda til að sjá þeim
farborða. Samfara lengri skólagöngu
eru börn þó mun lengur á framfæri
foreldra sinna en áður tíðkaðist, sér-
staklega þar sem þau geta ekki leng-
ur gengið að því vísu að fá sumar-
vinnu.
Foreldrum er vandi á höndum þeg-
ar taka þarf ákvörðun um vasapen-
inga barna sinna. Til þess að fræðast
örlítið um viðhorf til þessara mála
fengum við Jafet Ólafsson, föður
þriggja barna á aldrinum eins, níu og
sautján ára, Gunnhildi Lýðsdóttur,
móður þriggja barna; átta mánaða,
ellefu og nítján ára, og Þórunni Jó-
hannsdóttur, einstæða móður þriggja
barna; sex, fjórtán og tuttugu og eins
árs, til þess að segja sína skoðun.
Fjórir krakkar á aldrinum tólf til átján
ára færðu fyrir okkur nákvæmt bók-
hald frá föstudeginum 7. febrúar til
fimmtudagsins 13. febrúar að báðum
dögum meðtöldum.
Vikubókhald íjögurra ungmenna
gefur vitaskuld enga heildarmynd af
neysluvenjum unglinga í landinu, það
hlýtur að fara eftir efnum og aðstæð-
um á hveiju heimili. ■
Valgerður Þ. Jónsdóttir
Morgunblaðið/Sverrir Vilhelmsson
Birta Rós Arnórsdóttir, 15 óra,
í 10. bekk Gerðaskóla í Garði
Núorðið
eyði ég mjög
litlu í gos og sælgæti
í GARÐINUM er nýbúið að opna
snókerstofu og Birta gat ekki
stillt sig um að spila nokkra leiki,
sem kostuðu samtals 526 krónur.
Hún á þó ekki von á að eyða
mikiu í snóker í framtíðinni, seg-
ist örugglega fá leið á leiknum.
Annars segir Birta að trúlega
myndi hún eyða meiri peningum
í bíó eða spilakassa ef hún byggi
í Reykjavík.
Birta fær ekki
ákveðna upphæð í
vasapeninga. Hún
biður foreldra sína
um peninga þegar
hún þarf á þeim að
halda og henni-
finnst það ágætis
fyrirkomulag. Seg-
ist alla jafna eyða mjög litlu og
foreldrar sínir viti alltaf í hvað pen-
ingarnir fari.
- Varstu að vinna síðastliðið
sumar?
„Ég vann í fiskverkun í rúmlega
tvo mánuði og þénaði eitt hundrað
og fjörutíu þúsund krónur. Þessum
peningum eyddi ég aðallega i föt
og gjaldeyri. Ég fór í sumarfrí með
foreldrum mínum til Portúgal, þau
borguðu ferð og hótel en ég vann
fyrir vasapeningunum og gat auk
þess keypt mér ýmislegt smáræði.
Ég býst við að fá vinnu í sumar,
það veitir víst ekki af, því ég fer í
framhaldsskóla í Reykjavík næsta
vetur og þá geri ég ráð fyrir að
þurfa á meiri peningum að halda.“
- Kaupir þú mikið af fötum?
„Ég keypti mér mikið í sumar,
en nú er algjör gallabuxnaskortur
hjá mér. Ég á afmæli í apríl og
gallabuxur eru auðvitað efstar á
óskalistanum."
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR
Náttföt..................kr. 790.
Snókerleikur.............kr. 146.
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR
Snókerleikur.............kr. 197
Fótboltaæfing............kr. 300.
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR
Eittstk.ToffieCrisp......kr. 105.
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR
Snókerleikur.............kr. 183.
Tyggjópakki..............kr. 50.
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR
..........................kr. 0.
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR
Grænn Extra-tyggjópakki..kr. 45.
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR
Snúðurog kókómjólk.......kr. 113.
Samtals kr.
1.929.
Að undanskíldum náttfötunum,
og greiðslum vegna snókerleikja og
fótboltaæfínga, eyddi Birta ekki
nema 313 krónum sem fóru í sæl-
gæti. Er það ekki óvenjulega lítið?
„Nú orðið eyði ég afskaplega^litlu
í sælgæti, var öllu duglegri við það
þegar ég var yngri, t.d. í áttunda
bekk. Hérna eru engar skemmtanir
fyrir unglinga nema skólaskemmt-
anir. Þar sem ég er í nemendaráði
þarf ég ekki að borga mig inn á
þær. Yfirleitt sleppi ég að fá mér
gos og sælgæti þegar „opin hús“
eru haldin í skólanum, fæ mér bara
vatn í staðinn og finnst það ágætt.
Ég held bara að ég sé frekar nægju-
samur unglingur, svei mér þá, seg-
ir Birta hlæjandi.
Þrátt fyrir fábrotið skemmtanalíf
í Garðinum segir Birta að þar sé
æðislegt að búa og hún vill hvergi
annars staðar eiga heima. Þó vildi
hún gjarnan koma oftar í bæinn
og Jieimsækja ættingja.
Á jólunum þegar Birta var
tveggja ára fékk hún ríkistryggð
skuldabréf frá afa sínum. Hún var
svo heppin að vinna eina milljón í
fyrsta útdrætti þar á eftir. Fyrir
þessa peninga ætlar hún að kaupa
sér bíl um leið og hún hefur aldur
til að taka bílpróf. í framtíðinni
ætti Birtu því ekki að verða skota-
skuld úr að bregða sér í heimsókn
til ættingjanna í Reykjavík.
Hannes Þórísson, 17 óra, í 1.
bekk Kvennaskólans í Reykjavík
Myndi
lokast af
félagslega með
2.000 kr. ámánuði
HANNES segir að foreldrar sínir
ræði stundum um að nú sé kominn
tími til að skammta syninum
ákveðna upphæð í vasapeninga á
viku. Sérstaklega ber þetta mál á
góma þegar þeir fara yfir ávísana-
heftin og ofbýður hversu nafnið
Hannes er oft skrifað á svuntu-
blöðin. Af einhverjum ástæðum
hefur lítið orðið úr þessum áform-
um og Hannes heldur áfram að
fá peninga eftir þörfum og að-
stæðum hverju sinni. En telur
Hannes sig eyða miklu miðað við
jafnaldra sína?
„Það er mjög al-
gengt að krakkar í
mínum vinahópi fái
u.þ.b. 5.000 krónur
á viku frá foreld-
rum sínum. Ég veit
þó dæmi um að
krakkar þurfa að
sjá sér sjálfir fyrir
vasapeningum,
annaðhvort með því að spara af sum-
arhýrunni eða með vinnu jafnhliða
skólanum. Ég held að ég kæmist af
með 5.000 krónur á viku, en þá þyrfti
ég líka að véra töluvert sparsamur.
Vikan, meðan ég færði bókhaldið,
var ósköp venjuleg í alla staði, ég
fór tvisvar í bíó, keypti mér mat í
hádeginu, spilaði billjard o.s.frv."
- Margir láta sér nægja mun
minni vasapeninga. Hvernig brygði
þér við að fá 1.500 til 2.000 krónur?
„Ég myndi lokast af félagslega.
Sú upphæð rétt dygði fyrir mat í
hádeginu og strætisvagnamiðum. Ég
yrði þá auðvitað að vera fyrirhyggju-
samari og spara meira á sumrin.“
Hannes telur sig heppinn að hafa
Jafet S. Ólafsson útibússtjóri í íslondsbanka
Allir foreldrar
ættu að gefa sér tíma
að ræða peningamál við börnin
Þórunn Jóhannsdóttir, sjúkraliði
Nauðsynlegt að
börn viti að peningar
koma ekki fyrirhafnarlaust
Gunnhildur Lýðsdóttir viðskiptaf ræðingur
9
Knappir vasapeningar
veita börnum og unglingum
aga sem knýr þau til að velja og hafna
SVAR MITT við spurningunni hvort
börn eigi að fá vasapeninga er já, en
skömmtun vasapeninga verður að
vera skipuleg og háð ákveðnum skil-
yrðum. Börn eiga ekki að fá of mikla
peninga en auðvitað aukast þarfirnar
eftir því sem barnið eldist. Þegar ég
ólst upp voru vasapeningar um átta
ára aldur miðaðir við það að þeir
dygðu fyrir bíói á sunnudögum og
einum poppkornspoka. Nú eru breytt-
ir tímar og spurningin er hvað eru
hæfílegir vasapeningar í dag og hvað
hafa börn þörf fyrir að hafa mikla
peninga handa á milli? Væri kannski
nær að láta börnin hafa peninga í
hvert skipti sem þau þarfnast þeirra?
Ef sú leið er valin er hætta á því að
foreldrar tapi yfirsýn yfir hve bamið
hefur fengið mikla peninga og barnið
fer að ganga að því sem nánast vísu
að fá peninga hvenær sem er.
Vasapeningar og meðferð peninga
eru hluti af uppeldinu. Böm verða
að læra að peningar eru takmarkaðir
og ekki er sjálfsagt að eyða hverri
krónu sem þau eignast. Það verður
að vinna fyrir peningum og því er
sjálfsagt að börn skili ákveðinni vinnu
á heimilinu gegn því að fá í hendur
ákveðna vasapeninga. Auðvitað þarf
að miða bæði kröfurnar sem gerðar
eru til barnsins og upphæðina sem
greidd er við aldur bamsins og skyn-
samlegt er að barn og foreldrar kom-
ist að samkomulagi um hvað sé sann-
gjörn og hæfileg upphæð. Gjaman
má upphæðin vera við það miðuð að
bamið geti lagt til hliðar eitthvað af
peningunum en ekki sé sjálfsagt að
eyða þeim öllum. Nú á tímum er
hægt að velja um margar leiðir til
að ávaxta peninga og mæli ég með
því að safna fé inn á bankabók. Gott
er að hafa eitthvert markmið að
keppa að, kaup á skautum, skíðum,
hjóli, tölvu o.s.frv. Má þá t.d. semja
um að barnið leggi ákveðna upphæð
af mörkum í kaupin á móti foreldrum
sínum. Þannig getur bamið með
auknum sparnaði flýtt fyrir hvenær
það eignast hlutinn og finnst það
raunverulega hafa unnið fyrir honum
og hugsar þá gjaman betur um hlut-
inn svo hann endist lengur.
Margt smátt gerir eitt stórt. Með
því að leggja til hliðar 50 kr. á dag
safnast 18.300 kr. yfír heilt ár. Þessi
upphæð ávöxtuð ásamt sama sparn-
aði ár hvert með 6% raunvöxtum í
10 ár miðað við 4% verðbólgu þýðir
að viðkomandi ætti kr. 305.000,00.
Það er t.d. álitleg upphæð upp í fyrstu
bílakaupin. Allir foreldrar ættu að
gefa sér tíma til að ræða peningamál
við börn sín. Sýnar þeim fram á að
það borgar sig að fara vel með pen-
inga og að litlar fjárhæðir geta vaxið
ef rétt er á haldið. Börn sem læra frá
unga aldri að fara með peninga eiga
auðveldara með að bjarga sér þegar
þau vaxa úr grasi en þau sem alltaf
fá peninga fyrirhafnarlaust upp í
hendurnar. ■
SPURNINGIN um vasapeninga fyrir
þennan aldurshóp er margslungin,
en persónulega finnst mér að mjög
ung böm hafi ekkert með vasapening
að gera. Aldurinn ellefu til tólf ára
gæti verið heppilegur til að byija á
aðlögun með að umgangast peninga.
Það þarf að gera börnum grein fyrir
að þau þurfa að láta peningana duga
svo og svo lengi, t.d. fyrir bíóferðum,
smá afmælisgjöfum og fleim sér til
gamans. Þetta er líka spurning um
kostnað í sambandi við nestiskaup í
skólanum, strætisvagnamiða og
fleira sem telja má nauðsyn. Þessa
hluti þarf að sjálfsögðu að vega og
meta út frá ýmsum þáttum t.d. aldri,
búsetu og fleiru.
Æskilegt væri að börn og ungling-
ar legðu sitt af mörkum á heimilinu
og fengju þá e.t.v. einhver laun fyr-
ir. Sumarvinnu fá þau flest, misjafn-
lega vel launaða. Finnst mér þá svo-
lítil spurning hvað á að láta þau
borga í fatakaup, skemmtanir og
annað. Skiptir þá miklu máli hvað
þau hafa í laun. Unglingar, sem
hafa gott kaup og búa á heimili for-
eldra sinna endurgjaldslaust, ættu
ekki að þurfa neina vasapeninga frá
foreldrum sínum. Ef unglingur er
hættur í skóla og kominn út á vinnu-
markaðinn er ekki ósanngjarnt að
hann leggi sitt af mörkum til rekst-
urs heimilisins t.d. með föstum mán-
aðargreiðslum.
Margir unglingar hafa ágætis
tekjur, oft eru þær ekki mikið lægri
en tekjur foreldranna. Það eru ágæt-
is rök að benda á hversu dýrt er að
framfleyta sér, því að ef unglingur-
inn býr ekki í foreldrahúsum þarf
hann að leigja sér herbergi úti í bæ
og það eitt kostar heilmikið.
Ef unglingur er í skóla þá verða
foreldrar að ákveða upphæð vasa-
peninga með tilliti til tekna, fjöl-
skyldustærðar og ótal annarra þátta.
Það er nauðsynlegt og þroskandi
fyrir börn og unglinga að hafa að-
hald í peningamálum. Foreldrar
þurfa að hafa vitneskju um helstu
útgjaldaliði, t.d. hvað nesti í skólann
kostar, hvað kostar í bíó, í strætó o.fl.
Mér finnst börn og unglingar fá
of mikla peninga til eigin neyslu —
þau blátt áfram krefjast þess og
beita þá oft fyrir sig þeim rökum
að vinir og kunningjar fái þetta og
þetta mikið. Til þess að uppfylla oft
óhóflegar kröfur barnanna, verða
foreldrar stundum að neita sér um
eitt og annað.
Nauðsynlegt er að gera börnum
grein fyrir því að peningarnir koma
ekki fyrirhafnarlaust, þá taka þau
e.t.v. á sig svolitla ábyrgð hvað varð-
ar útsjónarsemi vegna eigin eyðslu
og gæta þess að láta ráðstöfunarfé
duga, eins og við flest verðum að
gera. ■
VASAPENINGAR barna eru vin-
sælt umræðuefni á milli foreldra
og sitt sýnist hveijum enda bak-
grunnur og afstaða þeirra jafn mi-
sjöfn og þeir eru margir. Jafnframt
geta fjárhæðir sem hér um ræðir
orðið ærið misjafnar eftir aldri
barna og þá eru eftir ýmsir stærri
útgjaldaliðir eftir svo sem bækur,
fatnaður o.fl., sem geta vegið mjög
þungt, einkum þegar börnin eru
komin í framhaldsskóla. í mínum
huga verður hins vegar tæpast hjá
því komist að gefa börnum og ungl-
ingum einhverja vasapeninga til að
standa straum af ýmsu smáræði
sem fylgir því_ að vera ungur og
hafa langanir. í fyrsta lagi byggist
nútímaþjóðfélag upp á sívaxandi
neyslu og dægrastyttingu þar sem
lítið fæst nema peningar séu til
taks. í tímaleysi eða afskiptaleysi
foreldra hefur mörgum börnum
verið falið að velja og greiða sjálf
fyrir vöru og þjónustu af vasapen-
ingum sínum. Þeir foreldrar sem
vildu gjarnan hafa annan háttinn á
standa því frammi fyrir þeirri hættu
að börnunum þeirra finnist að þau
séu öðruvísi eða útundan í hinum
eilífa samanburðarheimi barnanna.
Það gæti í sumum tilvikum leitt til
minnimáttarkenndar eða að börnin
leiðist út í freistingar til að leysa
dæmið upp á eigin spýtur, oft með
ófyrirsjáanlegum afleiðingum. í
öðru lagi gefur úthlutun vasapen-
inga foreldrum mikilvægt tækifæri
á að kenna börnum sínum að meta
fé og þá vandmeðförnu list að fara
vel með fé en með því eru þau
undirbúin fyrir lífið síðar þegar sú
list verður enn þýðingarmeiri.
Vasapeningar þurfa því ekki endi-
lega að þýða höfðuverk fyrir for-
eldra þó að vissulega geti fyrir-
komulag við úthlutun þeirra,
undantekningar o.fl. skapað nokkra
armæðu og heit skoðanaskipti, sér-
staklega þegar börnin eldast og
hefja nám í framhaldsskólum.
Én hvernig fyrirkomulag er best
við ákvörðun og úthlutun vasapen-
inga? Eins og ég nefndi áðan eru
þarfirnir og aðstæður eflaust jafn
frábrugðnar og fólkið er margt og
því er engin algild lausn til í þessum
efnum. Eg hef þó með mínar hug-
myndir um það hvernig vel er að
þessum málum staðið, en þær byggi
ég á eigin reynslu:
1. Áður en vikulegir vasapening-
ar eru ákveðnir er rétt að fara yfir
í megin atriðum til hvaða útgjalda
þeir eigi að taka og hvenær viðbót-
arpeningar fást og hvenær ekki.
2. Vasapeningar eiga frekar að
ákveðast knappir en rúmir því að
það veitir meira aðhald og aga og
knýr bömin oftar til að velja og
hafna. Mikilvægt er að börnin geri
sér ljóst að eyðsla í fánýta og jafn-
vel skaðlega iðju eins og spilakassa
og sælgætisát rýrir möguleika á
að afla eða gera aðra áhugaverða
hluti. Því ætti að forðast að veita
viðbótarpeninga ef vötnun er til-
komin vegna þess háttar iðju.
3. Rétt er að brýna fyrir börnum
og unglingum að ef þau draga úr
eyðslu og leggja fyrir reglulega þá
gerir margt smátt eitt stórt og þvi
sé hægt að gera eða eignast ýmis-
legt með þolinmæði og sparnaði.
Hér er gott að hjálpa þeim við að
setja sér raunhæf markmið. Mikil-
vægi þessa verður enn meira þegar
börnin afla sér sjálf peninga, t.d.
með sumarvinnu eða útburði blaða.
4. Æskilegt er að börnin finni að
fylgst sé reglulega með eyðslu
þeirra. Þá er mikilvægt að þeim sé
hrósað fyrir það sem vel er gert
og fái uppbyggilega umvöndun fyr-
ir það sem miður fer.
Að lokum tel ég eðlilegt að börn-
um sé komið í skilning um að pen-
ingar vaxi ekki á tijánum heldur
að baki þeim sé vinna, ábyrgð og
álag sem foreldrarnir þurfa að axla
til þess að sjá fj'ölskyldunni far-
borða. Því er ekki ósanngjarnt að
búast við nokkru framlagi barn-
anna við sum hinna reglubundnu
heimilisstarfa fyrir þá vasapeninga
sem þau fá greidda. Ég tel það
hins vegar varhugaverð þróun ef
sá háttur kemst á að börnin ætlist
til að fá greitt fyrir hvert handtak
sem þau leggja af mörkum á heim-
ilinu. Slíkt fyrirkomulag gengur
nefnilega gegn hugmyndinni um
hina samhentu fjölskyldu þar sem
meðlimirnir eru reiðubúnir að styðja
hvern annan á öðrum forsendum
en peningum! ■
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR
Gos kr. 80.
Strætókort kr. 1.000.
Hamborgari kr. 595.
Kók kr. 95.
Pylsa kr. 140.
Gosog klaki kr. 340.
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR
Klipping kr. 800.
Billjard kr. 150.
Ris-súkkulaði kr. 30.
Keila kr. 350.
Franskarkartöflur kr. 250.
(s í Perlunni kr. 190.
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR
Gos kr. 220.
Rís-súkkulaði ,.kr. 30.
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR
...kr 100.
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR
kr 80
I bekkjarsjóð .: kr. 200.
Bíó kr. 300.
Poppog kók kr. 270.
Lánaði kr. 100.
MIÐVIKUDAGUR 12 .FEBRÚAR
Matur í mötuneyti skólans kr. 165.
Keila kr. 100.
Bió kr. 450.
Kók, súkkulaöi, popp.... kr. 305.
FIMMTUDAGUR 13 FEBRÚAR
kr 100
Matur i mötuneyti skólans kr. 200.
Kók fyrir fjölskylduna kr. 260.
Samtals kr.
fengið vinnu sl. sumar. Hann var
búinn að vera atvinnulaus í tæpan
mánuð er honum bauðst vinna hjá
borginni. Hann vann tíu tíma á dag
og segist alltaf hafa verið úrvinda
af þreytu þegar heim var komið. Á
þessum tíma hafi hann því nánast
engu eytt í skémmtanir. Hannes
viðurkennir með semingi að kannski
hafi hann bara verið nískari á sína
eigin peninga.
- í hyað fóru þá peningarnir?
„Ég keypti fullt af forritum í tölv-
una mína, borgaði skólagjöldin í
ökuskólann, en foreldrar mínir
höfðu áður gefið mér fyrir ökutím-
unum í afmælisgjöf. Ég vildi líka
eiga einhveija peninga, sem ég
gæti ekki seilst í hvenær sem væri,
svo ég keypti einingarbréf fyrir 60
þúsund og þau á ég enn.“
Hannes segist ekki vera mjög lið-
tækur við heimilisstörfin. Fyrir
nokkrum árum fékk hann vasapen-
inga fyrir að ryksuga. Nú tekur
hann bara einstaka sinnum til í eld-
húsinu og heldur herberginu sínu
sæmilega snyrtilegu. „Það er a.m.k.
alltaf hreint og fínt kringum tölvuna
mína,“ segir Hannes og er hinn
ánægðasti. Fatakaup eru ekki stór
útgjaldaliður, það er helst að systir
hans gauki að honum einhveijum
flíkum og einnig fær hann oft föt
í afmælis- og jólagjöf. ■
Jón Ari Helgason,
18 óra, í 5. bekk MR.
Nýbúinn
að fá útborgað,
og duglegur að eyða
„ÉG VILDI að ég hefði verið
beðinn um að halda bókhald ein-
hverja aðra viku en einmitt
þessa. Það er hræðilegt að sjá
þetta svona svart á hvítu. Fólk
fær örugglega áfall," stundi Jón
Ari um leið og hann skilaði
snyrtilegu, handskrifuðu bók-
haldi.
Jón Ari segir að
umrædd vika hafi
verið um margt
óvenjuleg og frá-
leitt að hann eyði
að jafnaði yfir 23
þúsund krónum á
viku. En hvað var
óvenjulegt?
„í fyrsta lagi
þurfti ég að að borga tólf þúsund
króna staðfestingargjald af ferð til
Portúgal, sem við fimmtubekkingar
ætlum að fara í vor. Ég greiddi
ennfremur 1.500 krónur fyrir fót-
boltatíma og þurfti nauðsynlega að
kaupa eina námsbók á 1.870 krón-
ur.“
- Þú nefndir ekki myndbandið..
Er ekki mikið að borga tólf hundruð
krónur fyrir eitt myndband?
„Þetta var nú svolítið sérstakt.
Við vinirnir höfum geysilegan
áhuga á amerískum fótbolta. Við
fengum því strák í Bandaríkjunum
til þess að taka upp fyrir okkur
úrslitaleikinn og senda okkur. Síðan
kom í ljós að amerísk myndbönd
passa ekki fyrir íslenskt mynd-
bandakerfi. Við þurftum því að láta
breyta spólunni, það var auðvitað
rándýrt, en þetta er minn hlutur í
þeim kostnaði. Ég verð að viður-
kenna að ég var ósköp örlátur við
sjálfan mig, enda var ég nýbúinn
að fá útborgað fyrir vinnu frá því
í jólafríinu. Ég borgaði líka ýmis-
legt, sem hafði dregist hjá mér eins
og t.d. fótboltatímana og svo veitti
mér ekki af að fá mér klippingu.“
Jón Ari var í ágætri vinnu sl.
sumar og segist ekki hafa þurft að
leita á náðir foreldra sinna með
vasapeninga fyrr en í desember.
Þó segist hann hafa keypt sér mik-
ið af fötum og skemmt sér reiðinn-
ar býsn í sumar. I bókhaldinu kem-
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR
Brauð kr. 150.
Jógúrt kr. 50.
Staðfestingargjald.. kr. 12.000.
Myndband kr. 1.200.
Hlöllabátur kr. 450.
Kók . . kr 80.
Pítsa kr. 500.
Lántil Dabba kr. 300.
LAUGARDAGUR8 FEBRÚAR
kr. 0.
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR
Nammi kr. 160.
Samloka kr. 250.
Trópí kr. 69.
Bíó kr. 450.
Kók kr. 80.
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR
Rúnstykki kr. 80.
■ Jógúrt kr. 60.
Lánfrá Agli kr. 530.
ÞRIÐJUDAGUR 11 FEBRÚAR
Brauö kr. 150.
Nammi kr. 60.
Pylsa og trópí kr. 175.
Fótboltatímar kr. 1.500.
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR
Strætó kr. 70.
Tróní kr 70
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR
Trópt kr. 70.
Enskubók kr. 1.870.
Klipping kr. 1.295.
Borgun í Ijósakort.. kr. 450.
kr 500
Bíó kr. 450.
s,m„„ „ 23.069
ur fram að Jón Ari greiðir 450 krón-
un fyrir ljósakort, en veitir hann sér
einhvað annað?
„Fyrir áramót var ég á myndlist-
arnámskeiði hjá Námsflokkum
Reykjavíkur, sem kostaði 15.000
kr. og frá áramótum hef ég verið
í líkamsrækt, sem kostar 7.000
krónur fyrir þijá mánuði. Mamma
borgaði hvort tveggja. Öðru man
ég ekki eftir í svipinn."
- Ertu eyðslukló?
„Stundum. Pabba fínnst það að
minnsta kosti. Hann er alltaf að
prédika yfir mér um sparsemi. Hann
hefur t.d. boðist til að klippa mig
sjálfur og í stað þess að borga of-
fjár í líkamsræktarstöð hefur hann
góðfúslega bent mér á að ærleg
tiltekt á heimilinu geri sama gagn.
Ég get hins vegar verið afar spar-
samur og ef ég ætti að fá ákveðna
upphæð í vasapeninga á viku er ég
viss um að mér dygðu tvö til þijú
þúsund krónur. Raunar eyddi ég
ekki meiru á viku í síðasta mánuði.
Ólafur Magnús Finnson
12 ára, í 7. bekk Melaskóla
að þurfa ekki
að biðja um peninga
ÓLAFUR á alltaf
varasjóð í spari-
bauknum sínum,
enda segist hann
sjaldnast eyða
þeim 800 krón-
um, sem hann fær
í vasapeninga á
viku. Varasjóður-
inn er þó fremur rýr um þessar
mundir því Ólafur þurfti að
greiða 1.128 krónur fyrir fram-
köllun á filmu. Hann tók myndir
í skólaferðalagi fyrir skömmu
og fannst sjálfsagt að borga
filmu og framköllun sjálfur.
Annars segir Ólafur að foreldrar
sínir sjái um öll stærri útgjöld,
svo sem skólabækur, æfinga-
gjöld fyrir fótboltann og fatnað.
Ef framköllun á filmunni er dreg-
in frá kemur í ljós að Ólafur eyddi
1.324 krónum. Kom eitthvað sér-
stakt upp á?
FÖSTUDAGUR 7. FEBRÚAR
Framköllunáfilmu.........kr. 1.128.
Snakk......................kr. 465.
Knk Ur 1QQ
LAUGARDAGUR 8. FEBRÚAR
I peningasíma.........kr. 10.
SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR
Bíó..................kr. 500.
MÁNUDAGUR 10. FEBRÚAR
Nammi................kr. 100.
ÞRIÐJUDAGUR 11. FEBRÚAR
.......................kr. 0.
MIÐVIKUDAGUR 12. FEBRÚAR
.......................kr. 0.
FIMMTUDAGUR 13. FEBRÚAR
Kókósbolla............kr. 50.
Samtals kr.
2.452.
„Ég sló upp smáveislu á föstu-
dagskvöldið. Mamma og pabbi fóru
út og ég bauð vini mínum heim til
að horfa á sjónvarpið. Veitingarn-
ar, snakk og kók, kostuðu samtals
664 krónur. Að öðru leyti held ég
að þetta sé ósköp venjuleg eyðsla.“
- Fá krakkar á þínum aldri yfir-
leitt ákveðna upphæð í vasapen-
inga?
„Það er trúlega misjafnt, annars
veit ég það ekki fyrir víst, krakkar
tala svo lítið um peninga. Vinum
mínum finnst ég fá mikið og sjálf-
um finnst mér ég fá alveg nóg. Ég
hef fengið vasapeninga í tvö ár,
fyrsta árið fékk ég 400 krónur, en
síðan gerðum við mamma sam-
komulag um að ég vaskaði upp
eftir kvöldmatinn og gengi frá í
eldhúsinu alla virka daga fyrir 800
krónur á viku. Okkur flnnst þetta
báðum ágætis fyrirkomulag,
mömmu hundleiðist að taka til í
eldhúsinu og mér finnst þægilegt
að þurfa ekki alltaf að biðja um
peninga fyrir einhveiju lítilræði.“
- Kemur stundum fyrir að þú !
eyðir öllu í sælgæti og spilakassa?
„Nei, ég borða ekki mjög mikið
sælgæti, kaupi stundum kókósboll-
ur, sérstaklega þegar þær eru á
tilboðsverði eins og núna. Fótbolta-
þjálfarinn minn leggur líka mikla
áherslu á að við borðum holla og
góða fæðu og þess vegna reyni ég
svolítið að passa mig. Mér finnst
ekkert gaman að leika mér í spila-
kössum, fer frekar í KR-húsið og
spila ókeypis billjard. Ég, ásamt
fullt af krökkum í mínum bekk, er
í æskulýðsfélagi Neskirkju. Þangað
förum við einu sinni í viku og spil-
um borðtennis, bobb og ýmislegt
fleira. Þar er allt ókeypis og rosa-
lega gaman.“
Ólaf langar til að fá vinnu í sum-
ar. Ef af því verður ætlar hann að
safna peningum og leggja inn á
bankabók, kaupa sér einhvern eigu-
legan hlut eins og t.d. gítar, tolvu
eða geislaspilara. „Kannski ég safni
í nokkur ár og kaupi mér svo bíl,“
segir Ólafur dreyminn á svip. ■