Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 8

Morgunblaðið - 21.02.1992, Side 8
8 D ÞAD ER ekki ómaksins ver* oð fara hringinn i kringum hnöttínn *il þess eins aó teljq kett- ino í Znnsibnr. THOREU MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRUAR 1992 SOLARUPPRAS Á ELDFJALLIÁ HAWAII BÍLSTJÓRAR á Hawaii sem aka ferðafólki á eyjunum tala nær við- stöðulaust til farþeganna meðan á akstrinum stendur. Þeir eru fróð- leiksbrunnar um þjóðhætti, sögu, náttúrulíf og jarðfræði eyjanna og hafa að auki ýmsar skopsögur og brandara á takteinum. Hann var hins vegar þögull til að byrja með, ekillinn sem klukkan rúmlega tvö að næturlagi sótti okkur á hótelið, er við lögðum af stað í sólarupp- rásarferð upp á topp hins mikla eldijalls Haleakala. Með nokkrum niðurfellingum á bókstöfum er þetta fjall auðvitað Hekla þeirra eyjar- skeggja. Ég var staddur á eyjunni Maui í júnímánuði síðastliðn- ■■■ um. Maui er ein af Hawaii- I eyjunum og sú næstyngsta í Sklasanum. Eldfjallið Haleak- ala er á eyjunni og er talið virkt því aðeins 200 ár eru liðin frá seinasta gosi. Fjallið ■dl rís 3.055 metra yfir sjávar- mál, sem er um tvöföld hæð Snæfellsjökuls, en um níu þúsund metrar frá sjávar- botninum. H? Þeir sem hugðust sjá sól- m9 arupprásina á toppi Haleak- ala voru sóttir á hótel sín uppúr klukkan 02. Enn einn dagur á þess- um unaðslegu eyjum var í þann mund að hefjast með ógleymanlegri ferð. Litla rútan var fullset- in þegar lagt var á brattann. Vegurinn er malbikaður alla leið upp, en mjög hlykk- jóttur, því hækkunin er nær 2.000 metrar síðustu kílómetrana upp hlíð eldfjallsins. í myrkrinu sáum við ljós margra bifreiða sem voru á uppleið sömu erinda og við. Þegar upp var kom- ið, var síðasti spölur- svo flestir settust í rauða malar- skriðu við skýlið, sumir vafðir í teppi. Bílstjórinn hafði minnt okkur á að stranglega væri bannað að taka hraunmola eða annan jarðveg með sér frá eyjunum. Liggja ströng við- urlög veraldlegra yfirvalda við jarð- vegstöku af þessu tagi ef upp kemst. Einnig verða þeir er slíkt gera fyrir miklu annars konar óláni . KAUI OAHU HAWAII Horft yfir Mauna Loa inn genginn upp á gígbarminn, en þar hefur verið reyst skýli, með gluggum til allra átta, til skjóls fyrir ferðamenn. Þama er oft vindasamt og frost að „vetrarlagi" en nú var um 5 gráðu hiti og logn, gíginn. Elfjöllin Mauna Kea og í fjarlægð í morgunmistri Hawaii. samkvæmt trú heimamanna. Væri enda vísast að fjallið lækkaði smám saman ef allir tækju með sér hraun- mola til minja. Kvað bílstjórinn þess mörg dæmi að þjóðgarðamið- stöðinni hefðu borist hraunmolar í pósti frá ýmsum löndum, þegar menn hefðu viljað létta af sér bölv- un ijallsins. Skýjum ofar Um klukkan 5.30 var farið að birta og sást þá að við vorum ofar skýjum er umluktu eyjaklasann skammt frá ströndinni. Við sáum sólina því ekki koma upp fyrir haf- flötinn, heldur upp fyrir skýjahafið. Morgunblaðið/B.Ó. Sólarupprás, skýjum ofar, á toppi eldfjalis- ins Haleakala klukkan 5.43. Fólkið skrafaði saman í iiálfum hljóðum þama í nepjunni, en 10 mínútum síðar var allt orðið hljótt af eftirvæntingu. Þegar klukkan var 05.43 braust fyrsti sólargeisl- inn gegnum skýjahafið og sló rauð- leitum bjarma á fólk og fold. Var sem álögum hefði verið létt af öllum og áttu fáir nægilega hástemmd orð til að lýsa ánægju sinni með að hafa séð þessa ógleymanlegu sólarupprás. Það var fyrst eftir birtingu að við gátum virt fyrir okkur gíginn. Aðalgígurinn er um 7 ferkílómetrar að flatarmáli og í honum eru marg- ir smærri gígar. Landslag þar er mjög svo kunnuglegt fyrir okkur Islendinga. Þarna af barminum er víðsýnt og sést vel yfir norðvesturhluta eyjunnar með eldfjallið Puu Kukui (1.764 m) og sundurskomar hlíðar Frá Tíbet. Kínverjar auglýsa Tíbet sem ferðamannaland KÍNVERJAR vinna um þessar mundir mikið að því að laða ferðamcnn til landsins. Alþjóðleg ferðaráðstefna verður haldin í Peking í júni, og ennfremur hefur skipulögðum ferðum um fíína og Tíbet fjölgað tölu- vert. í Tíbet verður árið 1992 tileinkað ferðamönnum og verða ýmiskonar hátíðahöid tengd því. Kínveijar aug- lýsa ýmsa viðburði í Tíbet fyrir ferða- menn á sumri komanda, en Tíbet hefur verið undir stjórn kínveija frá árinu 1959, er þeir hemámu lándið. Frá þeim tíma hefur leiðtogi Tíbeta, Dalai Lama XIV, verið landflótta, en hann fékk friðarverðlaun Nóbels 1990, meðal ar.nars í virðingarskyni fyrir friðsamlegar leiðir í baráttu Tíbets fyrir sjálfstæði. I frétt frá kínversku ríkisferða- skrifstofunni er greint frá ýmsum uppákomum fyrir ferðamenn vítt og breitt um Tíbet. Meðal annars sýn- ingum á tíbétskum þjóðbúningum, kappreiðum, útimörkuðum og fleiru fyrir ferðamenn, en ekki kemur fram hvort Tíbetbúar sjálfir standa að þessum viðburðum eða Kínverjar. Sérstaka vegabréfsáritun þarf frá kínverskum yfirvöldum til að komast inn í Tíbet, og samkvæmt heimildum Ferðablaðsins þurfa ferðamenn á eigin vegum að greiða 7-10 þúsund krónur fyrir hvern sólarhring sem þeir dvelja í landinu. Eru þá hótel- gisting og fæði innifalin, og auk þess eru ferðamenn skyldugir til að ferðast ásamt fararstjóra á vegum kínverska alþýðulýðveldisins. ■ Mantegnaí London SÝNING á verkum ítalska meistarans Andrea Mantegna í Royal Academy við Piccadilly hefur verið kölluð stórviðburður þessa sýningartímabils í London. Fjöldi teikninga og prentmynda eru á sýningunni en átta af níu málverkum um sigurför Sesars inn í Róm þykja merkustu verk sýningarinnar. Þau eru í eigu Elísábet- ar Bretadrottningar og hanga venjulega illa upplýst í Ilampton Court. Sýningin, sem stendur til 5. ™ apríl næstkomandi, kemur á aZI óvart, meðal annars vegna þess að Mantegna er fyrst og fremst þekktur fyrir fresk- _ ur og altaristöflur sem prýða j hallir og kirkjur á Norður- Italíu. Myndirnar á sýning- unni gefa góða hugmynd um m stíl hans. Hann var einn af fremstu málurum 15. aldar- jfg innar á Norður-Ítalíu og í JP hópi helstu meistgra endur- P reisnartímans. Ul Mantegna fæddist um 1431 skammt frá Padóva, sem þá var mikill menningar- bær, og var sendur þangað í læri. Hann lauk við eitt fyrsta sannkall- aða listaverk sitt í byijun 1457, þá aðeins 26 ára gamall. Það var ferska í Ovetari-kapellunni í Er- emitani kirkju í Padóva. Flugher Bandamanna sprengdi óvart kap- elluna í mars 1944 og olli þar með einum mesta listaverkaskaða heimsstyijaldarinnar síðari. Man- tegna flutti til Mantóva 1460 og varð málari við hirð Ludovicos Gonzagas. ■ a b GENGIS SKRANING 14. febrúar 1992 Bahamas dollar 57,5500 Benin CFA-franki 0,2130 Costa Rica colon 0,4130 Egyptaland pund 17,6200 Ghana cedi 0,1490 Líbýa dinar 210,0200 Nígería naira 6,1560 Perú ný-sol 59,4170 Sýrland pund 2,8660 Tyrkland líra 0,0105 Yemen rial 4,4820 Zambía kwacha 0,6280

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.