Morgunblaðið - 21.02.1992, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 1992
D 9
klæddar suðrænum gróðri. Ef litið
er til suðausturs má hins vegar
sjá, í 130 og 150 km fjarlægð, eld-
fjöllin Mauna Kea og Mauna Loa
á stærstu eyjunni, Hawaii. Á öðrum
stað á gígbarminum, skammt frá
útsýnisstaðnum, stendur þyrping
húsa og fjarskiptaspegla af ýmsum
gerðum og er það svæði lokað al-
menningi. Þar eru stundaðar ýmsar
rannsóknir, meðal annars í stjarn-
vísindum, geimvísindum, og jarð-
fræði.
Hitabeltissólin var fljót að koma
yl í mannskapinn og eftir að menn
höfðu jafnað sig var haldið af stað
niður af fjallinu, en stansað aftur
neðar á gígbarminum til frekari
myndatöku. Var þar einnig salern-
isaðstaða sem skort hafði efst á
gígbarminum.
Þama sáum við líka sérkennilega
ferðahópa sem komu með rútum
upp til að hjóla til baka niður á
jafnsléttu. Vom hjólin flutt upp á
vögnum en síðan vom þátttakend-
ur, sem vora á ýmsum aldri, klædd-
ir í skærgula samfestinga. Svo var
hjólað niður í einfaldri röð, um 15
manns í hverjum hópi með farar-
stjóra fremst og aftast. Létu farar-
stjóramir alla staðnæmast og færa
sig út í vegarkant í hvert sinn sem
rúta á niðurleið fór fram úr, en lít-
ið hefur þurft að stfga hjólin þessa
leið.
Gígurinn og svæðið umhverfis
og austuraf er þjóðgarður og má
þar sjá fágætar plöntur, eins og
silfursverðsplöntuna sem blómstrar
aðeins einu sinni, sérkennilegri og
stórri blómakórónu, en deyr svo.
Einnig má þarna sjá fulga eins og
Hawaii-gæsina sem er þjóðfugl
eyjarskeggja.
Þegar við komum í þjóðgarðinn
vora starfsmenn að byija vinnu-
daginn. Við miðstöðina hafa verið
gróðursett ýmis fágæt tré og jurt-
ir, sem þrífast vel í gjóskujarðvegi
eldfjallsins.
Á heimleiðinni mátti sjá reykjar-
kóf stefna til lofts frá sykurreyrs-
ekra á jafnsléttunni, en kveikt er
í hverri spildu þegar reyrinn hefur
náð fu.llum þroska. Það er gert til
að losna við blöðin af stönglunum
áður en þeir eru sendir til vinnslu
í sykurverksmiðjunum.
Ferðin sem farin var til að sjá
sólarapprásina er aðeins ein af fjöl-
mörgum slíkum sérferðum, sem að
mínu mati era einn af þeim þáttum
sem gera sumarleyfisferðir eftir-
minnilegar. Möguleikarnir eru nán-
ast óþijótandi, og fara fyrst og
fremst eftir vilja og getu hvers og
eins. ■
Birgir Óskarsson
Ávextir í
innanlandsflugi
AFAR misjöfn þjónusta er I boði
í innanlandsflugi. Hjá Flugleiðum
er til dæmis hægt að kaupa kaffi-
bolla, gos og súkkulaðistykki, en
hjá sumum flugfélögum eru slíkar
veigar innifaldar í verði farseðils-
ins. SAS jók nýverið þjónustu af
þessu tagi í innanlandsflugi í Svi-
þjóð og Noregi.
„Stutt en sætt“ er kjörorð SAS-
manna í innanlandsflugi í Noregi og
Svíþjóð. Nýverið var sú nýbreytni
tekin upp að bjóða farþegum á þess-
um flugleiðum ferska ávexti, óáfenga
drykki og samlokur. Að auki hefur
sætarýmið verið aukið í DC-9 þotum
félagsins sem notaðar eru í innan-
landsflugi í Noregi. Þess má geta
varðandi sætarými að í könnun sem
gerð var nýlega á sætarými hinna
ýmsu flugfélaga, komu Flugleiðir
afar vel út og reyndust hafa hvað
mest rými milli sætaraða. ■
Hvar er sjússin dýrastur og hvar ódýrastur?
920
Dýrustu 10 I öndin
680 g7o
640 630 rtnkróri^1,
£ & 57» 560 f “slan“i
Ódýrustu
c 10 löndin
C?
73 Sv
CT3 O)
.3 5 CO -SL V.
c -Q 'c W _ ‘5- (B
3 -2> ;S: § -a 5
„ Koð s S « S .-Q
o S n
ilí££# 175 170
ÖOOOöDöO
Ct3
1 5
2 » i
O C 'í
O 0Q ,5 &
150 145
Hvað kostar
ÞÓTT VIÐ íslendingar kvörtum einatt yfir verð-
lagi, bæði á nauðsynjavörum og lúxusvörum, er
verð á áfengjum drykkjum á íslenskum veitinga-
húsum langt frá því að vera með því hæsta sem
þekkist. Kann það að koma ýmsum á óvart, en
samkvæmt heimildum Ferðablaðsins kostar einn
hjá heim?
einfaldur í gosi 420 krónur á íslensku veitinga-
húsi, en í Svíþjóð, sem slær öll met, kostar slíkur
drykkur 920 krónur. í meðfylgjandi töflum er
stuðst við upplýsingar frá Englandi, en þar í landi
gerði Employment Conditions Abroad verðkönnun
í öllum löndum heims. ■
Nýtl og betra
tjaldsvæði
á Hólmavlk
„TJALDSVÆÐIÐ sem hér hefur
verið í notkun stóð í vegi fyrir
væntanlegri íbúðabyggð. Við er-
um því að útbúa nýtt tjaldsvæði
við nýja félagsheimilið sem hér
er í byggingu, þar sem komið er
inn í bæinn,“ segir Stefán Gísla-
son, sveitarstjóri á Hólmavík.
Arkitekt var fenginn til að hanna
svæðið og hefur þegar verið útbúinn
jarðvegsgarður í kringum það sem
ætlað er að veita skjól. Bílastæði
við félagsheimilið mun einnig nýt-
ast tjaldsvæðinu. „Þetta tjaldsvæði
er ekki stærra en hið gamla, en það
er miklu notalegra. Garðurinn, sem
gerður hefur verið umhverfis það,
liggur í hlykkjum og býður það upp
á að fólk getur verið meira út af
fyrir sig en áður. Við höfum einnig
byijað aðeins að gróðursetja plönt-
ur,“ segir Stefán.
Ráðgert er að færa hreinlætisað-
stöðuna af gamla svæðinu yfir á
það nýja í vor. Að sögn Stefáns er
ætlunin að koma þar upp miklu
betri aðbúnaði en áður var, þó því
verði ekki lokið á þessu ári. Til
dæmis á að bæta þvottaaðstöðu,
bæði fyrir fólk og fatnað, og setja
upp tengingar fyrir hjólhýsi. ■
AJFríka bíður ferð-
alangsins með dul-
úð, fegurð og
framandlegri lífs-
háttu en annars
staðar. Efsta
myndin sýnir tré-
skurðarmann í
Mali. Myndinar þar
fyrir neðan: vefari
í Ghana til vinstri
og applíkerað
teppi frá Benin til
hægri, en neðst
sést maður við fat-
alitun í Kanó í
Nígeríu.
görðum og landslagi munu án efa
leggja leið sína til Austur-Afríku
og suðurhlutans. Þar er veðurlag
þægilega fyrir Bandaríkjamenn og
Evrópubúa en í Vestur-Afríku. Til
þess.hluta munu þeir leita sem eru
áfjáðari í að kynnast mannlífi og
upprunalegri Afríkutónlist og út-
skurði. Og til Norður-Afríku fara
þeir sem hafa hug á að kynnast
undrum pýramída og gamalii
menningu. Og Saharaeyðimörkin
er svo enn eitt svæðið. Þeim sem
fara yfir Saharaeyðimörkina ber
saman um að viðbrögðin séu ann-
aðhvort þau að þeir hafi upplifað
ævintýri lífs síns og verði upp frá
því haldnir þörf fyrir að leita þang-
að aftur og aftur. Eða þeir sjái
rautt og ruglist þegar um eyði-
mörk er talað.
Trúlega verður þess æði langt
að bíða að ferðamannastraumur
til Afríkulanda nálgist það sem er
víða annars staðar í heiminum.
Samt er þetta án efa það heims-
svæði sem heillar til sín „hinn
nýja ferðalang 21. aldarinnar" í
ríkara mæli. ■
Jólianna Kristjónsdóttir
ekki gert átak í þess-
um efnum. Stjórnarf-
ar er sömuleiðis
þannig í ýmsum lönd-
um að menn vilja alls
ekki fjölda ferða-
manna.
Það er auðsýnilega
vaxandi áhugi á Afr-
íku en fráleitt er þó
að setja þar allt undir
sama hatt. Þeir sem
hafa áhuga á þjóð-
MÖRG Afríkulönd hafa undanfarin ár verið að skipuleggja ferða-
mannaþjónustu og gera heilmargt til að fá til sín ferðamenn. í
New African Yearbook 1991-92 er að finna upplýsingar um tölu
ferðalanga í allmörgum þeirra. Mörg lönd hafa þó enn ekki gengið
í leikinn, meðal annars vegna stjórnmálaókyrrðar, hungursneyðar
og hvers kyns erfiðleika. Flest ríkin munu stefna að því í auknum
mæli að efla þessa atvinnugrein.
Nokkur Afríkulönd skera sig úr
hvað það snertir að þau eru prýði-
lega sett til að taka á móti ferða-
mönnum. Væntanlega er Egypta-
land þar fremst, en einnig hafa
Túnis og Marokkó orðið æ vin-
sælli ferðamannastaðir. Líbýa hef-
ur verið ferðamönnum lokað land
að kalla en Alsíringar voru komn-
ir nokkuð á veg með að fá ferða-
menn. Óvissa í stjórnmálaþróun
þar þessar vikurnar getur sjálfsagt
haft veruleg áhrif hvert ákveðið
verður að stefna.
Suður-Afríka hefur fengið mik-
inn ijölda ferðamanna enda nátt-
úrufegurð mikil og spáð er vax-
andi ásókn þangað eftir að kyn-
þáttaaðskilnaðarstefna Pretoriu-
stjórnar heyrir nú vonandi sögunni
senn til.
Kenýa og Tanzanía eru svo þau
lönd svörtu Afríku sem Evrópu-
menn, Bandaríkjamenn og Japanir
hafa mikinn áhuga á. Ferðamenn
í Tanzaníu ættu ekki að láta hjá
líða að fara til eyjarinnar Zanzi-
bar. Zimbabwe kemur trúlega þar
á eftir.
Skandinavíuferðaskrifstofur
hafa nokkrar haft ferðir til Gamb-
íu í boði og árið 1988 komu 80
þúsund ferðamenn þangað og
hafði fjölgað til muna á örfáum
árum. Seychelleseyjar fengu 72
þúsund ferðamenn 1987 og eyjan
Mauritíus leggur nú kapp á að
auka sinn hlut og mun eflaust
takast það.
Allmargar ferðaskrifstofur í
Bretlandi og Þýskalandi skipu-
leggja ævintýraferðir til nokkurra
Afríkulanda sem ekki hafa fram
að þessu verið í alfaraleið, og má
nefna Botswana, Lesotho, Rú-
anda, en þar eru það górillurnar
frægu sem hvað mest aðdráttarafi
hafa, og vegna stjórnmálaóvissu í
Zaire og Zambíu er eins víst að
górilluunnendur fari á næstu árum
frekar til Rúanda þar sem kyrrð
er nú komin á að sinni.
Lönd á Vesturströnd Afríku, svo
sem Fílabeinsströndin, Togo, Ben-
ín og Sierra Leone, hafa bætt
aðstöðu fyrir gesti og hyggjast
halda því áfram á næstu árum.
Ríkisferðaskrifstofa Ghana sendi
Ferðablaðinu skýrslu fyrir nokkru
þar sem fram kom að Ghanar
hafa það markmið að fá 200 þús-
und ferðamenn um aldamótin.
Mörg Afríkulönd, eins og Ang-
óla, Mósambik, Líbería og Sómal-
ía, hafa af skiljanlegum ástæðum