Morgunblaðið - 21.03.1992, Side 5

Morgunblaðið - 21.03.1992, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. MARZ 1992 B 5 áhrif á Finn. Hann er aðeins tvo mánuði í Berlín, sér þó sýningu á framúrstefnulist í Sturm-gallerí- inu sem hann hrífst mikið af, en flyst síðan til Dresden sem um þær mundir var miðstöð myndlist- armanna sem vildu stefna nýjar leiðir. Finnur stundaði um skeið > nám við Akademíið í borginni og var hinn kunni expressjónisti Osk- ar Kokoschka meðal kennaranna og kynntust þeir vel. Finnur flutti sig síðan um set, yfir í nýjan skóla sem nefndist Der Weg, Vegurinn, og var í honum næstu veturna. Á þeim tíma sótti hann einnig mikið sýningar og fyrirlestra. Sumarið 1924 dvaldist Finnur heima á ís- landi en fór aftur um haustið til Dresden og kynntist þá Kurt Schwitters, sem var þá fyrirlesari við skólann. Schwitters ráðlagði honum að fara til Berlínar og sýna ráðamönnum Der Sturm verk sín. Der Sturm var alþjóðlegur sýning- arsalur og útgáfuforlag í Berlín, sem hafði að markmiði að kynna framúrstefnulist þess tíma. Á þessum árum voru aðsópsmiklir listamenn í hópnum, af mörgum þjóðernum, en aðal driffjöðurin var listfræðingurinn Herwart Walden. Vorið 1925 fór Finnur til Berlínar, og hitti þar Walden og listmálar- ann Kandinsky sem völdu átta myndir Finns á vorsýningu Der Sturm sem var opnuð daginn eftir. Finnur fór að skoða sýninguna en var kominn í tímahrak því hann þurfti að fara til Kaupmannahafn- ar og ná skipi til íslands. Hann gat ekki skilið eftir heimilisfang hjá Der Sturm, skrifaði aðeins nafn sitt og starfsheiti á blað, og síðan: Reykjavík, ísland. Það var svo ekki fyrr en löngu síðar sem Finnur frétti um afdrif þessarar sýningar, en í framhaldi af þessu voru nokkrar myndanna sýndar á alþjóðlegri sýningu í Brooklyn ÞRJÁR SÓLIR, 1967. Museum og söfnum í New York, Buffalo og Toronto. Á UNDAN SINNI SAMTÍÐ Finnur flytur heim sumarið 1925 og heldur um veturinn sýn- ingu í Reykjavík, sýnir þar verk frá Þýskalandsárunum, alls 50 til 60 myndir: abstraktverk, expressj- ónísk verk, landslags- og sjávar- myndir. Þó að skilningur almenn- ings væri lítill á framúrstefnuverk- unum voru margir listdómar í blöð- unum jákvæðir, en aðrir gagn- rýndu hana óspart, og stóð Finnur um hríð í ritdeilum um myndir sínar og gildi og tilgang Der Sturm. Nokkur verkanna seldi hann þó, en öll með hefðbundnu myndefni. Bera Nordal segir að eftir sýn- inguna hafí Finnur aðlagað list- sköpun sína að þeim markaði sem þá var að mótast í Reykjavík, hann virtist átta sig á því að markaður- inn væri ekki tilbúinn og því ekki tímabært að halda áfram á sömu braut. Hátt í þijátíu ár hætti Finn- ur því að mála óhlutlægar myndir, og einbeitti sér að því að mála landslags- og þjóðlífsmyndir með expressjónískum einkennum. Það myndefni stóð honum líka alla tíð nærri; alinn upp i sveit og við sjó- sókn, og því eðlilegt að íslensk náttúra og hafíð leituðu á hugann. Auk þess hafði Finnur brennandi áhuga á bókmenntaarfí þjóðarinn- ar. En það hvernig hann túlkar hefðbundið myndefni veldur þó því að hann verður ómeðvitað fulltrúi þjóðlegrar myndlistar, þó hann ætti í raun mun meira sameigin- legt með yngri kynslóð lista- manna. Seinni abstraktverkin, sem hann virðist mála fyrst á fimmta áratugnum og síðan aftur á þeim sjöunda, komu of seint fram á sjónarsviðið til að hafa áhrif á samtíð hans. Á sjöunda áratugnum fer einnig að bera á kröftugum expressjónískum verk- um sem hafa beina skírskotun til eldri verka. Þó þessi verk væru að mörgu leyti ótrúlega fersk, en Finnur var kominn um sjötugt er hann hóf að mála þau, munu ab- straktverkin frá þriðja áratugnum halda nafni hans á lofti. Þau voru þó ekki sýnd í langan tíma og það' var ekki fyrr en 1970 sem á ný var minnt á þau og framlag Finns var almennt metið að verðleikum, en þá voru tvö af verkum hans meðal annars á sýningunni „Evr- ópa 1925“; voru þar við hlið verka listamanna á borð við Picasso, Braque, Kandinsky og Kokoschka. - efi FRA ÞINGVOLLUM, 1926. \ ¥ i- 1 ! *! * I f

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.