Morgunblaðið - 04.04.1992, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 4. APRÍL 1992
B 3
kvöldkulinu. Rudolfo og Mimi koma
að, en dveljast fyrir utan tískubúð,
fara þar inn og hann kaupir henni
höfuðfat. Schaunard er að kaupa
sér hljóðfæri, sem hann reyndar
kveður vera falskt. Colline hefur
fengið augastað á forláta frakka
og einnig gamalli bók með rúna-
letri. Marcello er að gantast við
hispursmeyjar, sem þarna eru að
spássera með stúdentum. Þeir finna
sér loks borð og panta sér kónga-
máltíð. Leikfangasalinn Parpign,
þekktur um allt hverfið, leggur
þarna leið sína og ærir börn. Rud-
olfo og Mimi koma því að borði
þeirra félagá og skáldið kynnir
Mimi fyrir þeim sem skáldagyðjuna
sjálfa. Þegar þau eru að snæða ber
þar að Musettu, fyrrum ástkonu
Marcellos, og ríkan vonbiðil hennar,
Alcindoro de Mittonneaux. Hún er
ekki lengi að snara sér niður við
næsta borð. Þar lætur hún all ófrið-
lega í því skyni að vekja athygli
Marcellos á sér, Alcindoro til mikill-
ar hrellingar. Marcello er tregur
til, en þá syngur hún Musettu-vals-
inn „Quando mi en vo“ og þá fer
hjartað að bráðna. Hún gerir sér
upp að annar skórinn meiði sig og
varla er Alcindoro lagður af stað í
skóleit en þau eru komin í faðmlög,
Musetta og Marcello. Hergöngu-
hljómsveit veldur nokkru uppnámi
þarna á torginu og þjónarnir koma
með reikningana í öryggisskyni.
En það kemur þeim félögum ekki
sérlega vel: þeir eru allir búnir að
eyða hýrunni hans Schaunards í
annað og þarfara og allir vasar
tómir. En Musetta deyr ekki ráða-
laus, hún lætur setja allt á reikning
og sendir Alcindoro hann að skiin-
aði, en öll þramma þau síðan af
stað með öðrum göngupörum á eft-
ir hljómsveitinni, en Alcindoro fær
aðra kveðju en hann átti von á,
þegar hann kemur aftur með nýja
skó.
:■{. þáttur
Við borgarhliðin á leiðinni til
Orleans. Þetta er mildur vetrar-
morgunn, tollverðir við störf sín,
kanna hvað fólk flytur með sér inn
og út, götusóparar fara þarna um
frá vinnu sinni, mjólkursölukonur
og sveitakonur með varning sinn á
leið á markað og mæla sér mót að
honum loknum. Á krá er enn gleð-
skapur, þar inni er Musetta að
kenna gestum að syngja, en Marc-
ello er að mála skilti, sem reyndar
er hvorki meira né minna en Rauða
hafið, sem hann var að glíma við,
þegar við kynntumst honum fyrst;
þannig hafa þau hjúin haft ofan
af fyrir sér um mánaðartíma.
Þarna kemur Mimi og er að leita
uppi Rudolfo, en þau höfðu skilið í
reiði. Hún spyr þó fyrst eftir Marc-
ello og biður hann ráða, Rudolfo
elski sig, en geri sér erfitt fyrir
vegna afbrýðisemi. Þegar Rudolfo
kemur út úr kránni þar sem hann
hefur hallað sér í morgunsárið, Iæt-
ur hún sem hún fari leiðar sinnar,
að ráðum Marcellos, en í rauninni
felur hún sig og verður áheyrandi
að samtali þeirra Rudolfos og Marc-
ellos, sem einmitt snýst um hagi
þeirra elskendanna. Rudolfo segir
í fyrstu að hann verði að yfirgefa
Mimi vegna þess hve lauslát hún
sé og hversu illa þeim komi saman
af þeim sökum. En Marcello gengur
á vin sinn og þá játar Rudolfo að
hin raunverulega ástæða sé sú, að
tæringarveiki Mimiar hafi ágerst
og við þau kjör sem hann geti búið
henni, sé henni dauðinn vís, vegna
þess verði þau að skilja svo hún
megi lifa og komast til heilsu á ný.
Grátur kemur upp um felur Mim-
iar og Rudolfo flýtir sér að slá úr
og í, sér hætti svo til að taka sterkt
til orða. Skyndilega verður hann
var við að hún er að kveðja hann
(arían: „Donde lieta“). Hann má
ekki til þess hugsa þegar á hólminn
er komið og enn ná þau saman í
ástarsælu í eina stund. Þau ætla
að vera saman veturinn, en skilja
þegar vorar. Megi þessi vetur vara
að éilífu, segir Mimi.
En meðan á þessu stendur hefur
Marcello heyrt hlátur Musettu inni
á kránni og af reynslunni veit hann
að nú er eitthvað á seyði. Það
snarfýkur í hann og hann þýtur
inn, en litlu síðar koma þau skötu-
hjúin út í háarifrildi. Rifrildi þeirra
blandast saman ástarjátningar
hinna og á þessum fræga kvartett
lýkur þriðja þætti.
4. þáttur
Við erum aftur komin í þakíbúð
þeirra félaga. Rudolfo og Marcello
eru að myndast við að vinna að list
sinni, en það eru nú lítið annað en
tilburðirnir einir. Rudolfo er að
segja Marcello frá því að hann hafi
séð Musettu í hestvagni með þjóna
og hann hafi átt við hana orðastað.
„Hjartað í mér,“ sagði hún, „það
slær ekki lengur, því það slær ekki
lengur að því,“ sagðj hún og benti
á loðfeldinn. Marcello borgar fyrir
sig og segist hafa séð Mimi klædda
eins og drottningu, enda sé hún
ástmey einhvers varagreifa. „Verði
þeim að góðu, sama er mér,“ tauta
þeir báðir, en syngja síðan dúettinn
fræga „0, Mimi,“ þar sem Rudolfo
handfjatlar húfuna góðu, sem hann
hafði gefið Mimi kvöldið sem þau
hittust fyrst, en hún síðan gefið
honum til minningar um sig að
skilnaði. Og þó að liðnir séu margir
mánuðir síðan þeir sögðu skilið við
lagskonur sínar, er ástin og söknuð-
urinn samur við sig.
Shaunard og Colline koma með
nokkrar brauðkollur og eina litla
síld — og upp á vatn og brauð
bregða þeir á leik eins og þeirra
er vandi, þykjast vera í innsta hring
við kóngahirðir, bregða á dans —
og þegar þá greinir á um leikregl-
umar, er heiðurinn í veði og varinn
vopnum.
Allt í einu er Musetta komin og
segist vera með Mimi með sér
frammi í stiga, hún hafi leitað hana
uppi og fundið hana nær dauða en
lífi. Þeir félagar draga fram legu-
bekk og Rudolfo sest hjá henni og
reynir að hlýja henni. Musetta send-
ir Marcello til að selja eyrnalokkana
sína og kaupa lyf fyrir og biður
hann að kalla á lækni, en sjálf fer
hún að leita uppi handskjólið sitt.
Colline kveður gamla frakkann sinn
í rómaðri aríu „Vecchia zimarra,
senti,“ og fer af stað að koma hon-
um í verð, svo hægt sé að greiða
lækninum. Hann tekur Shaunard
með sér svo elskendurnir megi vera
einir; öllum er ljóst að hún á ekki
langt eftir, nema einna helst Rud-
olfo.
Þau eiga þarna saman litla stund
sársauka og sælu, þar sem hún
segir honum að allt það sem hafí
skipt máli í lífinu sé ást þeirra, hún
sé það sem hafi gefið lífi sínu gildi
og gert það þess virði að lifa því.
Þau rifja upp þá stund þegar þau
fyrst kynntust; Mimi trúir Rudolfo
fyrir því að hún hafi reyndar séð
þegar hann fann lykilinn löngu fyrr
en hann þóttist, en látið sem ekk-
ert væri — þegar hann var að fikra
sig nær henni.
Hin koma aftur en verður fljótt
ljóst, að hér kemur allt fyrir ekki.
Rudolfo verður síðastur til að gera
sér grein fyrir því hvernig komið
er — og lýkur óperunni á saknað-
arópum hans, „Mimi, Mimi“.
La Bohéme var frumflutt í júní
1955 í samvinnu Tónlistarfélagsins
og Félags íslenskra einsöngvara.
Önnur uppfærsla var í Þjóðleikhús-
inu 1980-1981.
Upptökur.
Óhætt er að mæla með nokkrum
upptökum ef áhugi er á að nálgast
verkið á geisladiskum.
1. EMI, mono CD57 47235-8(2)
[Ang. CDCB 47235] De los Angel-
es, Björling, Merrit, Reardon, Tozzi,
Amara, RCA Victor Ch.& 0, Beac-
ham.
2. EMI, mono CD57 47475-8(2)
[Ang. CDCB 47475] Callas, Di
Stefano, Moffo, Panerai, Zaccaria,
La Scala, Milano, Ch. & 0, Votto.
3. RCA RD 80371 [RCD2
03719] Chaballé, Domingo, Milnes,
Sardinero, Raimondi, Blegen, Alldis
Ch., Wandsworth School Boy’s Ch.,
LPO, Solti.
Athugasemd: Efnisatriði óper-
unnar eru fengin béint úr leikskrá
Þjóðleikhússins frá 1980-1981.
Höfundur er S.E.
Haraldur G. Blöndal
bankafulltrúi, íslands-
banka.
LJÓSTÝRA í MYRKRINU
Þær eru allar að fást við sitt stærsta hlutverk á óperusviðinu
til þessa, bakgrunnurinn ólíkur en þær eru á einu máli um að vinn-
an við La Bohéme hafi verið dásamleg reynsla. Þetta eru þær Ingi-
björg Guðjónsdóttir, Inga Backman, Jóhanna Linnet og Ásdís Krist-
insdóttir. Ingibjörg og Inga fara með hlutverk Mimi og Jóhanna
og Ásdis deila hlutverki Musette. Við komum okkur fyrir í holinu
fyrir framan búningsklefana í Borgarleikhúsinu. Þær eru spenntar
því framundan er lokaæfing fyrir þéttsetnum sal.
n hveijar eru þessar persónur,
Mimi og Mussetta?
Ingibjörg: „Mimi er ósköp
indæl stúlka um tvítugt og þjáist
af berklum en það kemur þó ekki
í ljós í fyrstu þáttunum. Hún hitt-
ir Rodolfo og þau verða ástfangin
við fyrstu sýn. Þau eru bæði mjög
innilegar persónur, hún frekar
saklaus, finnst mér.“
Inga: „Ég er ekki svo viss um
að hún sé svo saklaus en hún er
mjög spennandi persóna. Hún býr
yfír sköpunargáfu sem hún nýtir
til að sjá sér farborða." Og Ingi-
björg bætir við: „Hún er yndisleg
og ég held að þetta hljóti að vera
draumahlutverkið fyrir lýrískan
sópran. Þetta er að minnsta kosti
draumahlutverkið mitt og mér
finnst hreint alveg ótrúlegt að
geta byijað á því. La Bohéme er
líka fyrsta óperan sem ég virkilega
hlustaði á og hún heillaði mig al-
veg.“
Ásdís: „Musetta er töluvert
hressari en Mimi og voða fín í
tauinu. Hún er oftast með gamlan
mann í eftirdragi í öðrum þætti
og hann dressar hana upp. En hún
er ástfangin af Marcello, sem er
vinur Rodolfo, og þau taka saman
en það verður svona haltu mér,
slepptu mér samband."
Jóhanna: „Innst inni er Musetta
voða ljúf og trygg, með stórt
hjarta. Hún er líka mjög skemmti-
leg og mig langaði persónulega
meira í hennar hlutverk.“
Ingibjörg: „La Bohéme er svo
sniðug ópera að því leyti að hún
gefur svo mörgum tækifæri. Hún
deilist nokkuð jafnt niður á sex
hlutverk, þannig að það eru ekki
bara eitt eða tvö stjörnuhlutverk.
Það er svo mikilvægt fyrir okkur
sem erum að byija að fá svona
karakterhlutverk en ekki bara
hlutverk með einni setningu.“
Þær stöllur eru á því að að þetta
fyrirkomulag, að tveir deili hlut-
verki, hafí gefist mjög vel og
myndast hafí séi-staklega sterk
tengsl í hópnum. Söngvararnir
læri hver að öðrum og samkeppn-
in sé hæfileg enda geri hún ekk-
ert nema gott. Þær segjast vera
orðnar svo samtvinnaðar sýning-
unni að þær geti ekki gert sér
grein fyrir því hvort um mjög ólík-
ar túlkanir sé að ræða en eflaust
verði gaman fyrir fólk að bera það
saman.
Það er á þeim að heyra að það
hafí verið „rúmlega spennandi",
eins og Ásdís orðaði það, að fást
við þessa uppfærslu á La Bohéme.
Jóhanna og Inga hafa báðar tals-
verða reynslu af leikhússtarfí en
hvernig var að glíma við leiktúlk-
unina?
Ásdís: „Ég hef alltaf þráð að
vera á sviði og mér líður voða vel
þegar ég er komin í búninginn.
Maður gleymir sér einhvern veg-
inn þegar maður er komin í gerv-
ið.“
Jóhanna. „Þetta er kúnstin, að
komast út fyrir sjálfa sig, og ég
held að það sé ekki öllum gefið."
Veturinn hefur horfið
Þær eru sammála um að það
hafí komið þeim á óvart hversu
mikill tími hafi farið í æfingar en
það er ekki eins og þær sjái eftir
honum, öðru nær. Ásdís: „Maður
var í þessu af lífi og sál og fannst
einhvern veginn ekki að maður
væri að vinna, þetta var allt svo
skemmtilegt." Ingibjörg tekur
undir þetta: „Þetta er ljóstýran í
þessu öllu. Hérna hefur maður
verið lokaður inni í Borgarleikhús-
inu í dimmasta skammdeginu og
veturinn hefur bara horfið."
Inga: „Þetta hefur verið svo
skemmtilegur hópur, einn heimur
sem maður fer inn í og glímir við
þangað tii hann er fullskapaður
og gleymir öllu öðru á meðan.“
Þær eru svo hamingjusamar
með starfið í La Bohéme að það
gengur erfiðlega að fá eitthvað frá
þeim um hvað hafi verið erfiðast.
Ásdís: „Það voru viðbrigði að
fá hljómsveitina og þurfa að stilla
sig inn á hana, eins þurfti maður
að átta sig vel á salnum, stærð
hans og hljómburði.“
Inga: Ég held að það hafi verið
erfiðast að glíma við að fínna
þessa persónu sem maður er að
leita að og vinna hana áfram að
einhveijum lokapunkti sem maður
er ánægður með.“
Það er ár síðan þær Ásdís og
Ingibjörg komu heim úr námi og
stundum er talað um að sé áfall
fyrir ungt listafólk að snúa heim
eftir að hafa dvalist erlendis í
vernduðu skólaumhverfí en þær
eru ekkert á því.
Ásdís: „Mér fannst alls ekki
allt vera voða vonlaust þegar ég
kom heim og maður þarf ekkert
að leggja árar í bát. Maður þarf
hins vegar að vera tilbúinn til
þess að leggja á sig vinnu og
mæta þar sem eitthvað er að ger-
ast þá smá kemur þetta allt. Nú
og svo hefði ég aldrei trúað því
að það væri svona skemmtilegt
að kenna, ég vildi helst geta gert
stórsöngvara úr öllum nemendun-
um mínum." Ingibjörg tekur undir
orð Ásdísar um kennsluna og seg-
ir það hafa verið gott að koma
heim og rnelt-a námið en hins veg-
ar hafí verið dýrmætt að fá að
lifa og hrærast í þessum heimi í
nokkur ár og námsárin séu
ógleymanlegur tími. Þær eru þó
allar sammála um að ekki gangi
til lengdar að fólk þurfí að hafa
sönginn sem áhugamál.
Jóhanna: „Það er til háborinnar
skammar í þessu menningar-
þjóðfélagi að enginn söngvari skuli
vera á föstum launum, þetta eru
allt áhugamenn. Ég veit ekki
hversu lengi er hægt að bjóða fólki
upp á þessi kjör.“
Frumraun allra
En frumsýningardagurinn nálg-
ast og reyndar var hátíðarsýning
í gærkvöldi, hvað skyldi standa
upp úr eftir langan og strangan
æfíngatíma?
Jóhanna og Ásdís nefna strax
þessa yndislegu tónlist sem er í
verkinu og gleði yfír að vera þátt-
takendur í þessari vinnu.
Ingibjörg: „Það sem mér fínnst
merkilegast er að þetta sé orðið
að veruleika. Það var ekki fyrr en
hljómsveitin kom að maður fann
að þetta var alvara. Mér fannst
ótrúlega gaman að taka þátt í
þessu því þetta er svo mikil frum-
raun fyrir alla, ekki bara okkur
heldur lika hljómsveitarstjórann
og svo er þetta frumraun í þessu
húsi og það hefur svo sannarlega
verið stjanað við okkur hérna.“
Inga: „Það var mikill léttir að
fínna að allir höfðu vald á því sem
þeir voru að gera. Og þegar hljóm-
sveitin var komin og allt fór að
smella saman í einn lokapunkt þá
fann maður allt í einu mikla gleði
og stolt. Okkur þykir mjög vænt
um þessa sýningu og við höfum
verið svo heppin með Guðmund
Óla, Bríeti og ekki má gleyma
Messíönu sem hefur hannað þessa
dásamlegu leikmynd og búninga.
Eins vil ég þakka gott samstarf
við Leikfélag Reykjavíkur ekki
hvað síst GG sviðstjóra.“
Óperuna La Bohéme þekkja lík-
lega margir en þær stöllur segja
að ef það er einhver ópera sem
maður eigi að kynnast öðrum
fremur þá sé það La Bohéme og
lokaorðin á Inga: „Puccini hefur
svo fallegar laglínur, hann túlkar
svo fallega gamansemi og sorg,
það er hans sterka hlið. Hann
hefur mikla tónræna sköpunar-
gáfu og það hjálpai' mikið við túlk-
un á persónunum. Það er frábært
að fá að syngja þessa tónlist."
gþg