Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992
Aðalfundur
Samþykktað skipta KASK upp
í tvær sjálfstæðar einingar
HEILDARTAP á rekstri Kaupfélags Austur-Skaftfellinga (KASK) á
Höfn í Hornafirði og dótturfélaga varð 245 miiljónir kr. á síðasta ári.
Arið áður skilaði félagið 53 milljóna króna rekstrarhagnaði. A aðal-
fundi félagsins sem haldinn var um síðustu helgi var samþykkt tiilaga
stjórnar um að unnið verði að samruna fiskiðjuvers félagsins og útgerð-
arfélagsins Borgeyjar hf. Stefnt er að aukningu hlutafjár í nýja fisk-
vinnslufyrirtækinu um 150 milljónir og endurskipulagningu ails rekstr-
ar KASK.
Að sögn Einars Sveins Ingólfsson-
ar fulltrúa kaupfélagsstjóra KASK
varð tap af reglulegri starfsemi
kaupfélagsins 84,5 milljónir kr. en
65 milljóna króna hagnaður var af
rekstrinum árið áður. Þessu til við-
bótar kemur tap kaupfélagsins af
viðskiptum við Fiskimjölsverksmiðju
Hornafjarðar hf. þar sem afskrifuð
var rúmlega 30 milljóna kr. inneign
þannig að 115 milljóna króna tap
varð af eigin starfsemi KASK. Þar
fyrir utan varð tap af fyrirtækjum
sem KASK á stóran hluta í, svo sem
útgerðarfélögunum Samstöðu, Borg-
ey og Hrísey og Fiskimjölsverk-
smiðju Hornaljarðar. Hlutdeiid
KASK í rekstrartapi þessarra félaga
var 130 milljónir kr. á síðasta ári
þannig að heildartap félagsins varð
245 milljónir kr. Árið 1990 var hagn-
aður KASK og dótturfélaga 53 millj-
ónir kr.
Einar Sveinn sagði að reksturinn
hefði verið þungur allt árið en þó
hefði keyrt um þverbak fjóra síðustu
mánuðina. Litlar tekjur hefðu komið
inn vegna lítils afla, gæftaleysis og
slipptöku báta. Þá hafi síldarvertíð
verið léleg og vaxtakostnaður orðið
mikill vegna skuldsetningar fyrir-
tækjanna.
Á aðalfundinum var samþykkt til-
laga stjórnar KASK um að unnið
verði að samruna fiskiðjuvers félags-
ins við útgerðarfélagið Borgey hf.
Útgerðarfélagið Samstaða hf. og
Borgey hf. hafa þegar verið samein-
uð undir nafni Borgeyjar hf. í aðal-
fundarsamþykktinni kemur fram að
markmiðið er að safna 150 milljóna
króna hlutafé áður en þessar breyt-
ingar verða gerðar. Hefur verið leitað
til bæjarfélagsins með 100 milljóna
króna hlutafjárframlag í því sam-
bandi. Þá á að gera áætlun um rekst-
ur KASK og nýja sjávarútvegsfyrir-
tækisins og verður að vera hægt að
sýna fram á að bæði félögin geti
borið sig áður en til þessarra breyt-
inga kemur, að sögn Einars Sveins.
Þá verður unnið að endurskipulagn-
ingu alls rekstrar. Ef félaginu verður
skipt þannig upp í tvær sjálfstæðar
rekstrareiningar verður eftir í sjálfu
kaupfélaginu afurðasala, búvöru-
vinnsla, verslun og þjónusta ýmis
konar.
Annar togari Hornfirðinga, Þór-
hallur Daníelsson, hefur verið aug-
lýstur til sölu og tilboð borist í hann
en ekki hefur verið gengið frá söl-
unni, að sögn Einars.
Á aðalfundinum var kosin sjö
manna stjórn KASK, þar af eru fjór-
ir nýir stjórnarmenn. Þeir sem voru
fyrir í stjórninni eru Ingólfur Bjöms-
son á Grænahrauni sem verið hefur
formaður kaupfélagsstjórnar, Þóra
Jónsdóttir á Skálafelli og Örn Bergs-
son á Hofi. Nýju stjórnarmennimir
eru Halldór Ásgrímsson alþingismað-
ur, Már Karlsson á Djúpavogi, Páll
Kristjánsson á Höfn og Sigfinnur
Gunnarsson á Höfn. Stjórnin hefur
ekki skipt með sér verkum. Hermann
Hannsson kaupfélagsstjóri hefur
sagt upp starfi sínu. A aðalfundinum
kom fram áskorun til hans um endur-
skoða uppsögnina.
BESTTEL: Símkerfi fyrir heimili og smærri fyrirtæki á verði sem allir ráða við
SV
MSTÖÐM'TW
S\W\TÆW
312
t\lboð
Tekur á móti 3 bæjarlínum.
Hægt er aö hafa 12 símtæki við stöðina.
Símtæki eru með hátalara.
Kallkerfi innanhúss.
Langlínulás á hverju tæki.
Hentar vel til símafunda.
Tónlist meðan beðið er.
M/VSK.
Kerfið er einfalt og ódýrt í uppsetningu.
Símtækin eru sérbyggð hátalaratæki með
18númeraminni.
Við bjóðum svo sannarlega betur
- Símkerfi á verði fyrir alla
og þjónusta sem hægt er að treysta.
*
Heimilistæki hf
Tæknideild, Sætúni 8 SÍMI6915 00
scmungum/
Morgunblaðið/Árni Sæberg.
VERSLUN — Frá opnun ráðstefnu og sýningar Kaupmanna-
samtaka Islands, Verslun ’92. Þar kynntu fjölmörg fyrirtæki margvís-
legan búnað og þjónustu fyrir verslanir. Á myndinni er Bjarni Finns-
son, formaður Kaupmannasamtakanna.
Verslun
Búðarþjófum sagt
stríð á hendur
KAUPMANNASAMTÖKIN hafa hafið undirbúning að sérstöku
átaki sem iniðar að því að stemma stigu við búðarhnupli. Hafa
samtökin í hyggju að efna til fundar með fyrirtækjum í verslun
í maí þar sem rætt verður um hvernig unnt sá að taka þessi mál
föstum tökum. I framhaldi af því er ætlunin að skapa umræðu
um þetta vandamál.
Á ráðstefnu og sýningu Kaup-
mannasamtakanna sl. laugardag
var fjallað um rýrnun í verslun.
Þar kynnti m.a. fyrirtækið Vöru-
vernd hf. vörueftirlitskerfi sem
tekin hafa verið upp hjá fjölda
verslana, aðallega vegna þjófnaða
viðskiptavina.
I kynningarriti fyrirtækisins
kemur fram að áætlað er að rýrn-
un í verslun í sérvöruverslunum
sé á bilinu 4-7% en í matvöruversl-
unum 2-4% og er það miðað við
heildarveltu. Reiknað er með að
um helmingur heildarrýrnunar sé
vegna búðarhnupls. Vörurýrnun
er skipt í ytri rýrnun og innri rýrn-
un. Með ytri rýrnun er átt við t.d.
búðarhnupl. Með innri rýrnun er
t.d. átt við vöruskemmdir, rýrnun
við vinnslu vörunnar, bókhaldsvill-
ur og afbrot starfsmanna.
Samkvæmt upplýsingum Kaup-
mannasamtakanna nemur heildar-
velta í smásöluverslun að frátal-
inni byggingavöruverslun um 100
milljörðum. Ef gert er ráð fyrir
að rýrnun nemi 2-3% gæti það
samsvarað um 2-3 milljörðum en
þá er bæði átt við þjófnað við-
skiptavina og innri rýrnun sem
m.a. má rekja til starfsfólks og
sölumanna.
Fyrirtæki
Hagnaður Pósts og
síma 373 milljónir
HAGNAÐUR af rekstri Pósts
og síma á síðasta ári varð rétt
rúmar 373 milljónir króna sam-
anborið við um 541 milljón árið
áður. Framlög á afskriftar-
reikning urðu um 225 milljónum
meiri á síðasta ári en árið 1990
og skýrir það að miklu leyti
þann mun sem varð á rekstrar-
afkomunni milli áranna.
Eigið fé í árslok 1991 var um
10.273 milljónir. Eiginfjárhlutfall-
ið var þá 88% samanborið við 90%
árið áður.
Rekstrartekjur Pósts og síma
án fjármagnstekna voru á síðasta
ári 7.188 milljónir og rekstrargjöld
rúmar 6.903 milljónir króna.
Fjármunatekjur umfram fjár-
magnsgjöld voru um 88 milljónir.
Skv. fjárlögum greiddi fyrirtækið
550 milljónir króna í ríkissjóð.
Veltufjárhlutfall í árslok 1991 var
1,62 samanborið við 1,76 árið
áður.
Á síðasta ári voru 1.399 milljón-
ir króna bókaðar í afskriftarreikn-
ing samanborið við 1.174 milljónir
árið áður.
Samkeppnismál
Kvartað und-
an sölusynjun
HEILDSALI í grænmetisdreif-
ingu hefur skrifað Verðlags-
stofnun bréf og kvartað undan
sölusynjun á sveppum frá eina
sveppaframleiðanda landsins og
dreifingarfyrirtæki hans.
Erindið var kynnt á fundi
verðlagsráðs í vikunni.
Verðlagsstofnun hefur nú skrif-
að framleiðandanum bréf og óskað
skýringa hans. Bannað er að flytja
inn sveppi þegar innlend fram-
leiðsla annar eftirspurn en um-
ræddur grænmetisheildsali segist
ekki hafa fengið framleiðsluna til
sölumeðferðar nema með afar-
kostum.
IÐNLÁNASJÓÐUR
fyrir íslenskt atvinnulíf
ÁRMÚLA 13A 155 REYKJAVÍK SÍMI 680400 TELEX 3084 ILFUND TELEFAX 680950
,l
Þjónusta
anna
Sœvcir Kctrl Óhson
Bankastræti 9.
s í mi 1 3 4 7 0