Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 B 9 Morgunblaðið/Sverrir SVEIGJAMLEIKI — Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Örtölvutækni og Jóhann Þ. Jóhannsson, verkefnisstjóri, segja það skipta meginmáli í starfsemi Örtölvutækni að fyrirtækið hafi sveigjanleika til að velja þann tölvubúnað sem best hentaði í hveiju verkefni. Tölvur Styrkur okkar tiggur ísölu netbúnaðar — segir Heimir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Örtölvutækni TÖLUVERÐ uppstokkun á sér stað hjá Örtölvutækni þessa dag- ana. Um síðustu áramót keypti fyrirtækið Tölvutækni Hans Peters- en, sem þessa dagana er að flytja starfsemi sína í Skeifuna 17 þar sem Örtölvutækni er til húsa. Fyrirtækið hefur fengið til umráða nýja hæð í húsinu þar sem komið verður fyrir skrifstofum og hluta af söludeild. Við þá breytingu eykst rými á 1. hæð sem notað verður til að auka við rekstrarvöru- og söludeild. Að sögn Heimis Sigurðs- sonar, framkvæmdastjóra Örtölvutækni, eiga sér einnig stað umtals- verðar breytingar í þjónustudeildinni þar sem verið er að hagræða með það fyrir augum að veita viðskiptavinum aukna og bætta þjón- ustu. Þá er verið að taka í notkun nýtt símkerfi sem miðar að því að stytta boðleiðir innan fyrirtækisins. Heildarvelta Örtölvutækni á síð- asta ári nam rúmum 400 milljónum króna, en árið þar áður var veltan um 250 milljónir. Á þessu ári gera áætlanir ráð fyrir því að veltan verði um 550 milljónir króna og að sögn Heimis var salan fyrstu þrjá mánuði ársins nokkuð yfir þeirri áætlun. „Reksturinn skilaði ágætum hagnaði á síðasta ári og það er bjart framundan. Þegar skoðað er hvern- ig velta sl. árs skiptist á milli sölu einmenningstölva, netbúnaðar, þjónustu og jaðartækja, sést að ein- menningstölvurnar eru ekki nema um 20% af heildarsölunni," sagði Heimir. „Netbúnaðurinn er hins vegar alltaf að verða stærri þáttur og þar liggur okkar helsti styrkur. Undanfarna mánuði höfum við náð mörgum góðum samningum varð- andi sölu slíks búnaðar til fyrir- tækja og stofnana þar sem við höf- um verið að bjóða svokallaðar heild- arlausnir í tölvuvæðingu." Frá sl. hausti hefur Örtölvutækni skrifað undir samninga að undan- gengnum útboðum við heilbrigði- og tryggingamálaráðuneyti, Arnar- hvol. Seðlabankann, Olíufélagið hf., Stöð 2, ráðhúsið o.fl. „Þessa dagana erum við að vinna í því að klára uppsetningu tölvubúnaðar í ráðhús- inu. Þá vorum við nýlega að ganga frá samningum við ríkisskattstjóra í samvinnu við HP og 1. apríl sl. skrifuðum við undir samning varð- andi uppsetningu tölvunets hjá dómsmálaráðuneytinu þar sem ætl- unin er m.a. að tölvuvæða sýslu- embættin úti á landi,“ sagði Heimir. Hafa fengið mikið af stórum verkefnum undanfarið Þau verkefni sem hér um ræðir eru flest tiltölulega stór að sögn Heimis. „í mörgum tilfellum er um að ræða svokallaðar heildarlausnir með uppsetningu kapalkerfa og netbúnaðar sem m.a. fela í sér sam- tengingu ólíkra tölvugrunna. Þessi verkefni ganga oft út á að færa vinnuna af meðalstórum tölvum yfir á nettengdar einmenningstölv- ur,“ sagði Heimir. Hann sagði ennfremur að það væri ekki tilviljun að Örtölvutækni hefði fengið þessi verkefni. „Undan- farið höfum við lagt mikla áherslu á að þjálfa upp mannskap og verða okkur úti um þá þekkingu og búnað sem þarf til að geta boðið heildarlausnir af því tagi sem hér er um að ræða. Þá höfum við reynt að bjóða lausnir sem hafa kosti umfram það sem aðrir eru að bjóða. í dag er t.d. eftir tillögum frá okkur verið að nóta háhraðanet Pósts og síma varðandi verkefnið í Arnarhvoli, en það gerir mönnum kleift að tengja net í net.“ Notendum tölvubúnaðar gefinn kostur á að nota eigin póstkerfi Að sögn Heimis virkar tengingin í gegnum háhraðanetið þannig að fjarlægðin skiptir ekki máli, heldur er eins og allir sitji á sama stað á sama neti. „Aðaltengimöguleiki að- ila í Arnarhvoli, Sölvhólsgötu 4 og 7 þar sem m.a. fjármála-, iðnaðar- og menntamálaráðuneyti eru til húsa ásamt ríkisbókhaldi, ríkisfé- hirði og starfsmannaskrifstofu fjár- málaráðuneytis er við Skýrsluvélar ríkisins. Þar er staðsettur sérstakur sameiginlegur tengibúnaður sem nefnist Gátt. Eftir tillögum okkar tengjast þessir aðilar í gegnum háhraðanetið og þessi útfærsla er líka notuð í lausn okkar fyrir dóms- málaráðuneytið.“ Jóhann Þ. Jóhannsson, verkefnis- stjóri hjá Örtölvutækni, sagði verk- lok í tölvuvæðingu dómsmálaráðu- neytisins vera fyrirhuguð í lok júní nk. Þar er jafnframt verið að festa kaup á hugbúnaði sem Tölvumynd- ir hf. er að skrifa. „í fyrsta áfanga munu 80 starfsmenn sýsluskrif- stofa tengjast inn á þessi net, en þegar upp er staðið er gert ráð fyrir að allar sýsluskrifstofurnar hafi þar aðgang,“ sagði Jóhann. Að sögn Heimis er ein þeirra nýjunga sem Örtölvutækni hefur verið að brydda upp á að undan- förnu sú að gefa notendum tölvu- búnaðar möguleika á að nota sín eigin póstkerfi. „Við höfum sett upp tölvupóstkerfi og X.400 póststöð til tilraunar fyrir notendur í Arnar- hvoli. Á þennan hátt geta notendur sent póst sín á milli. Ef hins vegar viðkomandi aðili vill senda póst á heimilisfang sem er fyrir utan Arn- arhvol getur hann sent póstinn á X.400 póststöðina sem sér um að koma honum á réttan áfangastað í gegnum almenna gagnaflutnings- netið skv. X.400 staðli. Tölvupóst- kerfi og X.400 póststöð er einnig verið að setja upp í ráðhúsinu,“ sagði Heimir. „Notfærum okkur kosti annarra þar sem það á við“ Heimir benti á að notendur tölvu- póstkerfa gætu á ofangreindan hátt nýtt sér X.400 þjónustu Pósts og síma. Hann sagði að Örtölvutækni hefði riðið á vaðið með því að gefa viðskiptavinum sínum möguleika á að notafæra sér þessi póstkerfi og þannig opnað gífurlega möguleika í samskiptum. Jóhann tók í sama streng og sagði það skipta megin- máli ( starfsemi Örtölvutækni að fyrirtækið hefði sveigjanleika til að geta valið þann búnað sem best hentaði hveiju verkefni. „Við erum ekki bundnir af einum ákveðnum framleiðanda hvernig við setjum upp lausnirnar, heldur leitum eftir búnaði sem leysir nákvæmlega þau verkefni sem við erum að fást við hveiju sinni. Við getum þannig notfært okkur kosti annarra þar sem við á,“ sagði Jóhann. HKF [LÉMScíéíDŒie DD Œ SUŒ B'= K1 ® ffiíD DD OÖ 0,0 K1 ® 0 veitir lán til raunhæfra framfaraverkefna í öllum atvinnugreinum • Sjóðurinn veitir gengistryggð lán með hag- stæðum greiðslukjörum. • Trygging fyrir láni skal vera veð í fasteign eða bankaábyrgð. • Starfsmenn sjóðsins meta arðsemi verkefna í samvinnu við umsækjendur. • Lán frá sjóðnum geta að hluta verið skilyrt í upphafi. Lánasjóðurinn er í eigu Norðurlandanna allra. Athafnasvæði hans eru Vestur-Norðurlönd, þ.e. Færeyjar, Grænland og ísland. Samvinnuverkefni milli landa eru æskileg en ekki skilyrði. HAFÐU SAMBAND VIÐ SKRIFSTOFU OKKAR OG FÁÐU NÁNARI UPPLÝSINGAR. Lánasjóöur Vestur-Norðurlanda hefur aðsetur á Rauðarárstíg 25, annarri hæð, pósthólf 5410,125 Reykjavík, sími (91) 605400, Telefax: (91) 29044. ________________________u_____________:-------------------------- VIKULEGIR FLUTNINGAR VIKULEGA TIL ÍSLANDS FRÁ MÖRKUÐUM 1 ÞÝSKALANDI Heildarþjónusta á sviði flutninga er mikilvæg fyrir innflytjendur, svo og öflugt umboðsmannakerfi um heim allan. SAMSKIP flytja vörur þínar frá upprunastað, hvar sem er í heiminum, heim til þin fljótt og örugglega. Vikulegar siglingar til Hamborgar tryggja þér ferskar vörur. TvSAMSKIP Traustur valkostur Holtabakka við Holtavcg • 104 Rcykjavlk ■ Siini (91) 69 83 00

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.