Morgunblaðið - 09.04.1992, Blaðsíða 6
6 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNVLÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992
Fréttaskýring
Stríðsvindar
blása um Stöð 2
eftir Kristin Briem og Björn Vigni Sigurpálsson
BARÁTTAN um yfirráðin yfir Stöð 2 eða íslenska útvarpsfélaginu,
eins og félagið sem annast útvarpsreksturinn heitir nú, er að verða
eins og Sagan endalausa, sápuópera með öllum þeim leikfléttum sam-
særa og gagnsamsæra sem sæmir hinu æsilegasta sjónvarpsefni. Vart
fer á milli mála að niðurstaða aðalfunda'r félagsins sem boðaður var
í skyndingu á dögunum hefur veikt stöðu þeirra sem ráðið hafa ríkjum
innan stjórnarinnar. í þeim slag sem fram fór dagana fyrir aðalfund-
inn voru miklir fjármunir lagðir undir og stór orð látin falla, enda
vildu sumir þátttakenda meina að miklu meira væri í húfi heldur en
jrfirráðin yfir sjónvarps- og útvarpsrásum — í reynd væri tekist á um
siðferðið í íslenskum viðskiptum.
Stærstu hluthafar íslenska út-
varpsfélagsins eru blanda af eignar-
haldsfélögum, einstaklingum og fyr-
irtækjum sem tengjast með ýmsum
hætti. Stærsti hluthafinn Fjölmiðlun
sf. á um 27,1% hlutafjár eða um 150
milljónir að nafnverði. Aðilar að því
félagi eru nokkuð á annan tug kaup-
sýslumanna. Þar á meðal eru Jóhann
J. Ólafsson, Jón Ólafsson, Haraldur
Haraldsson og Jóhann Óli Guð-
mundsson sem setið hafa í stjórn
útvarpsfélagsins og mynduðu þar
áður meirihluta. Næst stærsti hlut-
hafinn er Eignarhaldsfélag Verslun-
arbankans með 18,1% eða 100 millj-
ónir en þriðji stærsti hluthafinn er
Fjórmenningar sf. sem þeir þrír
fyrsttöldu eiga ásamt Guðjóni Odds-
syni, kaupmanni. Jafnframt eiga
sumir þessara manna hlut í félaginu
persónulega þannig að hlutur þeirra
er nokkuð dreifður.
Átökin innan stjórnar íslenska
útvarpsfélagsins sem komu upp á
yfirborðið í kringum aðalfundinn í
si. viku virðast að nokkru leyti eiga
rætur sínar að rekja til hins svokall-
aða blaðamáls. Haraldur Haraldsson
í Andra sótti þá mjög fast að félag-
ið yrði þátttakandi í tilraunum Ný-
mælis hf. til stofnunar nýs dag-
blaðs. Meðan viðræðurnar snerust
fyrst og fremst um það að félagið
legði blaðinu til Sjónvarpsvísinn
hafði hann stuðning allrar stjórnar-
innar en eftir því sem Haraldur dróst
lengra inn í viðræðurnar minnkaði
stuðningurinn við hann. Lengst naut
hann þó liðstyrks þeirra Jóhanns J.
Ólafssonar og Jón Ólafssonar, þótt
þeim snerist einnig hugur að lokum.
Jóhann Óli Guðmundsson varð fljót-
lega algjörlega fráhverfur að ráðast
í slíkt stórvirki sem blaðstofnunin
var á sama tíma og menn mættu
hafa sig alla við í endurreisn fjár-
hags Stöðvar 2. Andaði þar eftir
köldu milli Jóhanns Óla og Haraldar
og sá ágreiningur og eftirmálar sem
síðar urðu leiddu með tímanum til
þess að fullkominn trúnaðarbrestur
varð milli Jóhanns Óla og þre-
menninganna en fram að því höfðu
þeir átt góða samvinnu sín á milli.
Óánægja magnast vegna
innherjaviðskipta
Á sama tíma magnaðist óánægja
meðal fyrrum félaga Jóns Ólafssonar
innan Fjölmiðlunar sf., þeirra Ás-
geirs Bolla Kristinssonar í Sautján,
Skúla i Tékkknstal, Garðars í Herra-
garðinum og Ólafs Njáls Sigurðsson-
ar í Alþjóða líftryggingafélaginu
með háttarfag svonefndra fjórmenn-
inga í skiptum þeirra við Stöð 2,
einkanlega þó með viðskipti Jóns
Ólafssonar í Skífunni við stöðina og
veðleigutekjur sem þeir höfðu hjá
félaginu. Lyktir þess máls urðu þær
/
„Eg hef mjög
einfaldan smekk...
*
ScevarKcui Olason
að ákveðið var ekki alls fyrir löngu
að setja sérstakar starfsreglur
stjórnar um viðskipti stjórnarmanna
við féiagið. Jóhann Óli mun hafa
kallað þetta plagg „minnislista í al-
mennum mannasiðum".
Því er haldið fram að þremenning-
arnir hafi fljótlega ákveðið að freista
þess að koma Jóhanni Óla út úr
stjórninni. Jóhann Óli var þá að
vinna að því að safna saman mönn-
um til að kaupa hlut eignarhalds-
félagsins. Ræddi hann m.a. við Jó-
hann J. Ólafsson, Sigurð Guðjóns-
son, Ólaf Njál Sigurðsson, en fyrr
þann dag sem stjórnarfundurinn
margfrægi var haldinn hitti hann
þá Páll Kr. Pálsson, forstjóra Vífil-
fells, sem jafnframt hefur verið full-
trúi Eignarhaldsfélagsins í stjórn
íslenska útvarpsfélagsins og Sigurð
Gísla Pálmason, stjórnarformánn
Hagkaups í þessum erindum. Þessar
viðræður Jóhanns Óla við Pál og
Sigurð Gísla virðast seinna hafa
verið túlkaðar þannig af þremenn-
ingunum að verið væri að reyna að
fá hina svokölluðu Áramótamenn,
þ.e. Ingimund Sigfússon í Heklu,
Árna Samúelsson, Sigurð Gísla
Pálmason, Vífilfells-menn og Þor-
geir Baldursson í Odda til að kaupa
hlut eignarhaldsfélagsins. Þótt Jó-
hann Oli muni telja þetta fyrirslátt
er þetta engu að síður talin undirrót
þess að þremenningarnir, Jóhann J.
Ólafsson, Haraldur Haraldsson og
Jón Ólafsson gripu til þess örþrifar-
áðs að fá aðalfundi félagsins flýtt,
svo sem frægt er orðið. I gildi hafði
verið samkomulag milli Fjölmiðlunar
sf. þar sem Fjórmenningar svö-
nefndir höfðu orðið töglin og hagld-
irnar, og Eignarhaldsfélagsins um
skipan manna í stjórninni, en sam-
komulag þetta átti að renna út hinn
1. maí eða um sama leyti að ráð-
gert var að halda aðalfundinn. Hafi
þremenningarnir því talið að fram-
angreindar viðræður Jóhanns Óla
táknuðu að í undirbúningi væri
„valdarán" innan stjórnarinnar, eins
og einn þeirra hefur orðað það.
Það mun hafa verið skoðun Jó-
hanns J. Ólafssonar, stjórnarfor-
manns, að réttast væri að fá hrær-
ingar í hluthafahópnum upp á yfir-
borðið sem fyrst en þær höfðu stað-
ið yfir alit frá síðasta hausti. Sagt
er að hann hafi viljað knýja fram
úrslit í stjórnarkosningum til að fá
vinnufrið fyrir fyrirtækið. Þegar
samstarfi Eignarhaldsfélagsins og
Fjölmiðlunar lýkur skapast óvissu-
ástand sem hann mun hafa talið að
gæti skaðað uppbyggingarstarf
stjórnarinnar og félagsins. Ennfrem-
ur lýsti Jóhann því yfir í Morgun-
blaðinu á sínum tíma að órói væri
fyrirsjáanlegur í sambandi við
stjórnarkjör hjá Eignarhaldsfélagi
Verslunarbankans. Sá órói kom hins
vegar aldrei upp á yfirborið.
Aðalfundi flýtt til 1. apríl
Á stjórnarfundinum í íslenska
útvarpsfélaginu þriðjudaginn 24.
mars sauð endanlega upp úr. Þann
dag var Gunnsteinn Skúlason í
fjögurra daga golfferð í útlöndum
og varamaður hans og bandamaður
þremenninganna Sigurður Guðjóns-
son sat því fundinn. F'undurinn var
boðaður til að kynna ársuppgjör
félagsins fyrir stjórnarmönnum. Þre-
menningarnir knúðu það í gegn á
þessum fundi með stuðningi Sigurð-
ar að ákvörðun yrði tekin um aðal-
fund og að hann skyldi haldinn —
ekki um mánaðamótin apríl-maí eins
og alltaf hafði verið miðað við —
heldur aðeins viku síðar eða þann
1. apríl en sama dag var einmitt
aðalfundur Eignarhaldsfélags
Verslunarbankans. Aðrir stjórnar-
menn brugðust ókvæða við. Jóhann
Óli yfirgaf fundinn í mótmælaskyni
við þessi vinnubrögð og hóf síðan
ákafa baráttu til að ná undir sig
eins miklu atkvæðamagni og mögu-
legt var. Jóhann Óli var dyggilega
studdur af þeim Valsmönnum Stef-
áni og Gunnsteini sem einnig töldu
sér misboðið með því hvernig
breytinguna á aðalfundartímanum
bar að, og einnig af ýmsum félögum
sínum innan Fjölmiðlunar, svo sem
Ásgeiri Bolla Kristinssyni í Sautján.
Boðið var í allt það hlutafé í ís-
lenska útvarpsfélaginu sem unnt var
að kaupa og seldust m.a. hiutabréf
fyrir 350 þúsund kr. hjá Kaupþingi
einungis um klukkustund fyrir aðal-
fundinn á genginu 1,5. Skömmu
áður höfðu verið seld bréf á tilboðs-
markaði fyrirtækisins fyrir 8,5 millj-
ónir að nafnverði á genginu 1,07 og
raunar áttu sér einnig stað viðskipti
á aðalfundardeginum með bréf að
nafnvirði 5,5 milljónir á genginu
1,21.
Segja má að umboð hafi verið
fengin með öllum tiltækum ráðum.
Var raunar leitað út fyrir landstein-
ana eftir umboðum fyrir smáar upp-
hæðir og þegar aðalfundurinn rann
upp var staðan sú að þar voru mætt-
ir fulltrúar fyrir 99,6% hlutafjár sem
er líklega einsdæmi í 200 manna
almenningshlutafélagi.
Kosningunni lyktaði með því að
Eignarhaldsfélag Verslunarbankans
fékk tvo menn í stjórnina en mjög
mjótt varð á mununum. Fdest at-
kvæði hlaut Haraldur Haraldsson,
eða sem svaraði til 470 milljóna hlut-
afjár, Stefán Gunnarsson hlaut
452,5 milljónir, Jóhann Óli
Guðmundsson, 451,5 milljónir, Jó-
hann J. Ólafsson, 446,8 milljónir,
Jón Ólafsson, 446,8 milljónir, Páll
Kr. Pálsson, 444,7 milljónir og Pétur
Guðmundarson, 444,6 milljónir.
Mynda þeir því stjórnina. F'rambjóð-
andi gamla meirihlutans Sigurður
Guðjónsson fékk hins vegar 443,2
milljónir og var þá ljóst að tilfærsla
hafði orðið á valdahlutföllum innan
stjórnarinnar.
Misreiknuðu sig við
atkvæðagreiðslu
Samkvæmt upplýsingum Morgun-
blaðsins mun hafa komið í ljós að
einn af hluthöfunum eyðilagði áform
um kosningu Sigurðar Guðjónssonar
í stjórnina. Gert hafði verið ráð fyr-
ir að þessi hluthafi myndi dreifa sín-
um atkvæðum jafnt á sex frambjóð-
endur en í stað þess setti hann of
mörg atkvæði á Harald Haraldsson.
Bent er á að Tryggingamiðstöðin
hafi látið um þriðjung af sínum at-
kvæðum á Harald. Þau hefðu hins
vegar getað riðið baggamuninn fyrir
Sigurð en höfðu enga þýðingu fyrir
Harald.
Sömuleiðis er því haldið fram að
eignarhaldsfélagið hafi brotið samn-
ing við Fjölmiðlun um sameiginlega
tilnefningu í stjórn. Þetta hafi komið
fram í ósk félagsins um margfeldis-
kosningu með öðrum aðila og enn-
fremur að það hafi ekki staðið með
Fjölmiðlun í stjórnarkjörinu.
Þrátt fyrir úrslitin í stjórnarkjör-
inu var Jóhann J. Ólafsson kosinn
stjórnarformaður félagsins að
afloknum aðalfundinum. Hann seg-
ist sjálfur alls ekki líta þannig á að
nýr meirihluti hafi myndast innan
stjórnarinnar enda hafi hann sem
formaður verið einróma endurkjör-
inn. „Ef að nýr meirihluti hefði
myndast þá væri nýr formaður.
Þetta er samstillt stjórn sem vinnur
að heill félagsins. Einungis ein breyt-
ing varð á stjórninni, Gunnsteinn
Skúlason fór út og Pétur Guðmund-
arson kom í staðinn. Ég á ekki von
á öðru en að eignarhaldsfélagið beri
hag félagsins fyrir brjósti eins og
aðrir og það studdi mig í formanns-
kjörinu eins og aðrir,“ sagði Jóhann.
Sýnt er þó að hluti stjórnarmanna
lítur málið öðrum augum. Ekki fer
milli mála að algjör trúnaðarbrestur
hefur annarsvegar orðið milli Jó-
hanns Óla og Stefáns og hins vegar
stjórnarformannsins. Hins vegar
hefur Morgunblaðið upplýsingar um
að eignarhaldsfélagið mun styðja
stjórnarformanninn meðan fulltrúar
þess sitja í stjórninni. Hann er þvi
traustur í sessi a.m.k. meðan eignar-
haldsfélagsins nýtur við þannig að
engrar hallarbyltingar innan stjórn-
arinnar er að vænta að sinni.
Sala á hlutabréfum
eignarhaldsfélagsins
Ljóst er að eignarhaldsfélagið
þurfti að stíga mikinn línudans í
samskiptum sínum við hina hluthaf-
ana. Félagið er með samning við
Fjölmiðlun, þar sem eigendur Fjór-
menninga eru í meirihluta, um sam-
eiginlega tilnefningu í stjórn út-
varpsfélagsins. Hins vegar vildi
félagið ekki láta beita sig þvingun-
um. Til þess að koma að tveimur
mönnum hafði félagið ekki nægjan-
legt atkvæðamagn á bak við sig.
Það þáði því framboðinn stuðning
Jóhanns Óla, Stefáns Gunnarssonar
og félaga í stjórnarkjörinu.
Þegar samningur félagsins við
Fjölmiðlun sf. rennur út þann 1. maí
getur það þá ráðstafað sínum hlutum
eins og því sýnist. í framhaldi af
því mun félagið bjóða hlutabréf sín
til sölu enda stendur til að leysa það
upp og sameina íslandsbanka á
þessu ári.
„Það hefur ekki gefið sig fram
neinn kaupandi enn sem komið er
en ég á frekar von á því að eftir
því sem hagur félagsins batnar þá
aukist áhugi manna í þá veru að
eignast þessi bréf,“ segir Einar
Sveinsson, stjórnarformaður Eignar-
haldsfélagsins. „Mér kæmi það ekki
á óvart að núna á næstu mánuðum
myndu þau skipta um eigendur. Það
hefur alla tíð verið ljóst í okkar huga
að við vildum selja þessi bréf. Þær
ástæður sem lágu að baki því að
eignarhaldsfélagið var þarna inni
voru þær að félagið vildi taka þátt
í fjárhagslegri endurskipulagningu
stöðvarinnar á sínum tíma með nýj-
um og eldri hluthöfum sem í félag-
inu voru. Þetta átti aldrei að standa
nema tímabundið og ég held að það
ætlunarverk sé komið á lokastig.
Auk þess liggja fyrir yfirlýsingar hjá
eignarhaldsfélaginu um það að
ganga tiþupplausnar á því með sam-
runa við íslandsbanka, helst á þessu
ári.“
Eignarhaldsfélagið hefur einnig
veitt íslenska útvarpsfélaginu
ábyrgð fyrir um 100 milljóna króna
láni hjá íslandsbanka og þarf að
leysa eignarhaldsfélagið frá henni
áður en til sameiningar við íslands-
banka kemur.
Sá möguleiki er talinn koma til
greina að breyta henni í hlutafé eða
að útvarpsfélagið leggi sjálft til nýj-
ar tryggingar eftir því sem staða
þess batnar sem komi í stað ábyrgð-
arinnar. Þá hefur sú hugmynd einn-
ig verið nefnd að kaupandi bréfanna
yfirtæki ábyrgðina fyrir eignar-
haldsfélagið. Loks er sá möguleiki
fyrir hendi að deila bréfunum út til
hluthafa eignarhaldsfélagsins.
Einar Sveinsson sagði að leitað
yrði allra leiða að selja bréf félagsins
í einu lagi en litið væri svo á að
þannig væru langmest verðmæti
bundin í bréfunum. Ljóst er að tals-
verðar þreifingar hafa farið fram
að undanförnu um hugsanleg kaup
á þessum hlut eignarhaldsfélagsins.
Eins og nefnt hefur verið er félagið
Áramót mjög orðað við þessi hluta-
bréfakaup en eins og menn ef til
vill minnast varð sá félagsskapur
einmitt til þegar fulltrúar nokkurra
stórra fyrirtækja voru kallaðir í
Verslunarbankann á gamlársdag
fyrir um þremur árum til að gera
tilboð í Stöð 2. Þegar á reyndi var
. tilboði þeirra ekki tekið en þeir hafa
Islenska
útvarpsfélagsins 1987-91
verðlag 1991, þús. kr. 1987 1988 1989 1990 1991
Rekstrartekjur samtals 633.796 1.107.481 1.177.205 1.301.056 1.337.669
Hagnaður (tap) ársins (331.907) (183.973) (277.932) 20.863 104.037
Veltufé frá rekstri (351.918) (186.881) (247.120) 127.872 246.149
Eigið fé (395.285) (471.827) (403.451) (246.101) (165.550)
Eiginfjárhlutfaii > (93,9%) (67,1%) (38,5%) (21,5%) (14,7%)