Morgunblaðið - 09.04.1992, Side 4
4 B
MORGUNBLAÐIÐ VIDSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992
Verslun
j
I
I
l
Mikill samdráttur í bygginga-
vöruverslun og óvissa framundan
Aukin áhersla á viðhaldsvörur fyrir eldri hús vegna samdráttar í nýbyggingum
BYGGINGAVORUVERSLANIR hafa fundið fyrir samdrætti í bygg-
ingariðnaði og svo virðist sem margar þeirra hyggist nú leggja
aukna áherslu á vörur til viðhalds á eldri húsum í stað vöruúrvals
fyrir nýbyggingar. Samdrátturinn fór stigvaxandi í fyrra og sum-
ir segja ástandið þó aldrei hafa verið verra en nú þegar fólk ætti
að vera farið að huga að híbýlum sínum fyrir vorið. Ofan á slæmt
ástand í byggingariðnaði bætist óvissa í kjaramálum og því haldi
menn að sér höndum. Einn forsvarsmaður byggingavöruverslunar
sagði að svo virtist sem einhveijir verktakar væru farnir að leita
tilboða erlendis frá og það hefði líklega í för með sér enn meiri
samkeppni og jafnvel frekari samdrátt hjá íslenskum byggingavöru-
verslunum. Nokkur útþensla átti sér stað hjá þessum verslunum
árið 1988 og nokkrar juku umfang starfsemi sinnar og bættu sitt
húsnæði. Nú hefur hins vegar dregist saman og nýverið sameinuð-
ust tvær byggingarvöruverslanir í Reykjavík, Jón Þorláksson &
Norðmann og K.Auðunsson, undir nafninu K.Auðunsson og Nor-
mann hf, eftir mikla erfiðleika í
íbúðir sem byggingameistarar
kláruðu í fyrra standa margar enn
óseldar og á meðan fara þeir ekki
út í umfangsmiklar nýbyggingar.
Þetta hefur mikil áhrif á bygginga-
vöruverslun en þar hefur verið
samfelldur samdráttur frá árinu
1988.
Birgir Bernhöft eigandi Bygg-
ingavöruverslunarinnar BB segir
mikið hafa dregið saman í verslun-
inni á síðastliðnu ári en sam-
drátturinn hafi verið mestur frá
áramótum í kjölfar vaxandi atvinn-
uleysis iðnaðarmanna frá desem-
R A B B
rekstri beggja þeirra.
ber á si. ári. „Almennt virðist vera
samdráttur á höfuðborgarsvæð-
ingu en það má ekki gleyma því
að ástandið hefur verið ágætt víðs
vegar um landið því má kannski
kalla þetta staðbundið vandamál.
Það sem farið hefur verst með
byggingavöruverslun undanfarin
4-5 ár eru endalaus gjaldþrot verk-
taka og einstaklinga. Til að taka
á móti skakkaföllunum höfum við
reynt að draga úr kostnaði og t.d.
er mannahald í versluninni í lág-
marki.“
Yfirvofandi gjaldþrot
Bergur Hjaltason sem átti hlut
í K.Auðunsson tók yfir rekstur
verslunarinnar og keypti rekstur
Normann byggingavörur af
A.Jóhannsson & Smith, sem áður
hét J.Þorláksson & Norðmann.
Áður hefur komið fram í Morgun-
blaðinu að K.Auðunsson hafi átt í
rekstrarerfiðleikum síðustu ár og
útlit fyrir að fyrirtækið yrði gjald-
þrota. Ákveðið hefði verið að bjóða
lánadrottnum greiðslu sem næmi
25% af skuldum og gekk það eft-
ir. Bergur segir lægð hafa verið
hjá byggingavöruverslunum síðan
árið 1988, en frá fyrrihluta árs
1991 hafí samdrátturinn verið enn
meiri en áður. „Nú eru menn frek-
ar að endurnýja eldri hús en dreg-
ist hefur saman í nýbyggingum.
Það er sá markaður sem margar
byggingavöruverslanir hyggjast
nú leggja meiri áherslu á. Umferð
fólks um verslunina hefur aukist
með hækkandi sól en þó er ekki
mikið keypt e.t.v. vegna óvissu um
kjarasamninga.
Nú starfa 3 í fullu starfi hjá
K.Auðunsson & Normann og einn
starfskraftur er í hálfsdagsstarfi
en áður voru starfsmenn hjá
K.Auðunsson og Jón Þorláksson &
Norðmann samtals á bilinu 7-8.
í DAG...KL.17:15...
„ Ur ríkisrekstri í arbbært
almenningshlutafélag“
RÓBERT GUÐFINNSSON
framkvæmdastjóri Þormóðs
ramma hf. á Siglufirði.
Fundurinn er öllum opinn.
Ármúla 13a, 1. hæö.
BYGGINGAVÖRUVERSLANIR — Mikill samdráttur
hefur verið í byggingavöruverslun á sl. ári en þó virðist sem hann
hafi verið enn meiri fyrstu mánuði þessa árs. Færri nýbyggingar hafa
kallað á breytta áherslu í greininni og nú virðist sem æ fleiri verslan-
ir leggi meiri áherslu á að vera með vöruúrval fyrir endurnýjun eldri
húsa.
Áður voru verslanirnar með hús-
næði á tveimur stöðum en nú starf-
rækir fyrirtækið einungis verslun
að Suðurlandsbraut. Það er augljós
samdráttur en ég hef trú á að með
vorinu glæðist markaðurinn. Gerist
það ekki þá veit ég ekki hvert
stefnir fyrir byggingavöruverslan-
ir,“ segir Bergur Hjaltason.
íbúðir fengnar sem greiðsla
á skuld
Húsasmiðjan hefur á sl. ári tekið
5 íbúðir upp í skuldir frá
verktökum og enn eru tvær þeirra
óseldar. „Bærilega hefur gengið
að fá greitt upp í skuldir en þó
hefur róðurinn verið þyngri en
áður. Smærri verktakar sem hafa
verið að byggja og selja
íbúðarhúsnæði hafa átt við
erfiðleika að stríða en stærri aðilar
sem frekar hafa byggt fyrir hið
opinbera hafa staðið eitthvað
betur. Við höfum forðast það að
taka íbúðir upp í viðskipti nema í
neyð til til að koma í veg fyrir að
tapa því sem við eigum inni hjá
verktökum. Nú er mun meira um
það að verktakar fari fram á að
skipti séu höfð á vöru og íbúðum
sem þeim ekki hefur tekist að selja.
En það er ekki skynsamlegur
kostur fyrir okkur almennt.
Sala hjá Byggingavöruverslun
ísleifs Jónssonar var svipuð á sl.
ári og fyrr en að sögn Leifs ísleifs-
sonar, annars eiganda verslunar-
innar, þurfti verslunin að taka íbúð
upp í skuld frá undirverktaka til
að tryggja greiðslu og auka veltu.
Vegna mikils framboð af nýbyggð-
um íbúðum verður hins vegar ef
til ekki hægt að selja íbúðina á
næstunni. Að sögn Leifs gæti það
tekið hálf ár. „Verð íbúðarinnar
er sjö og hálf milljón og það er
erfitt fyrir lítið fyrirtæki að eiga
peninga bundna í íbúð í mjög lang-
an tíma. Samdrátturinn krefst hins
vegar óvenjulegir viðskiptahættir
tíðkist. Við tókum við íbúðinni og
skuld undii’verktakans við verslun-
ina gekk upp í. Jafnframt gerðum
við samning við verktakann um
að hann skipti við okkur þangað
til hann hefur fengið vörur að fullu
upp í verð íbúðarinnar,“ segir Leif-
ur ísleifsson en verð íbúðarinnar
er um 4% af árlegri veltu fyrir-
tækisins. Að sögn Leifs hefur
ástandið heldur versnað á þessu
ári og mars mánuður í árs sé verri
en áður. Menn fari ekki út í fram-
kvæmdir fyrr en gengið hafi verið
frá kjarasamningum. „Fólk er enn
að gera upp reikninga sína við
greiðslukortafyrirtæki eftir jólin
og á meðan hefur það ekki peninga
aflögu til að dytta að húsum sín-
um.“
Færra starfsfólk og reiknað
með samdrætti
Jón Helgi Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri BYKO hf. segist
ekki hafa orðið var við samdrátt í
sölu fyrr en seinni hluta ársins í
fyrra en í heildina hafi orðið ein-
hver aukning á veltu. Aðspurður
um hvort BYKO hefði tekið ný-
byggðar íbúðir upp í skuldir sagði
Jón Helgi svo ekki vera. „Ég hef
heyrt um aðrar verslanir sem hafa
þurft að gera slíkt og það hefur
verið þrýstingur á okkur frá verk-
tökum um að taka íbúðir upp í
skuldir. Við höfum ekki gert það
en hins vegar er betra að taka
íbúð upp í skuld en að tapa pening-
unum. Skipulagsbreyingar hafa
ekki ennþá verið hjá BYKO og
vöruúrval hefur ekki minnkað. Að
vísu höfum við fækkað starfsfólki
og erum nú með færri starfsmenn
en að meðaltali í fyrra, en starfs-
mannafjöldi er þó alltaf árstíða-
bundinn. Þrátt fyrir að ég sé
þokkalega ánægður nú þá er reikn-
að með samdrætti á næstunni og
við komum til með að mæta honum
með almennu rekstraraðhaldi."
Jón Snorrason í Húsasmiðjunni
segir almenna viðskiptaaukningu
hafa verið hjá versluninni í fyrra
en minni sala sé á hefðbundnum
byggingarvörum fyrstu mánuði
þessa árs en árið áður. “Á fyrstu
mánuðum sl. árs var meiri eyðsla
en nú. Þá voru kosningar framund-
an, vextir lágir og væntingar um
álver. Við breytum áherslum í
vöruúrvali okkar eftir því sem
markaðurinn breytist og nú höfum
við minnkað framboð af þungavör-
um, t.d. stálvörum og grófu timbri,
en leggjum nú frekar áherslu á
innréttingar og heimilistæki.
Verslunum, sem lagt hafa áherslu
á þyngri vöru, hefur fækkað. Yfir
vetrarmánuðina er starfsfólki allt-
af fækkað en nú höfum við fækkað
meira en vanalega. Nú vinna í
Húsasmiðjunni um 170 manns en
á sumrin eru þeir um 200. í sumar
verður gætt hófs í því að ráða
starfsfólk til að draga úr kostn-
aði,“ segir Jón Snorrason.
ÁHB
r
Morgunverðarfundur föstudaginn 10. apríl nk. kl. 8.00 á Holiday Inn, Hvammi.
ÍSLENSK FISKVEIÐISTJÓRNUN: VEIÐIGJALD EÐA EKKI?
Framsögumenn verða:
Ragnar Árnason, prófessor við viðskipta- og hagfræðideild H.í.
Rögnvaldur Hannesson, prófessor við Verslunarháskólann í Bergen.
Sveinn Hjörtur Hjartarson, hagfræðingur L.I.Ú.
Félagsmenn og aðrir áhugamenn um efnið eru hvattir til að mæta.
FÉLAG VIÐSKIPTAFRÆÐINGA
OG HAGFRÆÐINGA
Málmmarkaðir
Framleiðendur bera
ábyrgð á offramboðinu
Álframleiðendur geta aðeins sjálfum sér um kennt offramboðið,
mikla birgðasöfnun og lágt verð. Kom þetta nýlega fram hjá Ivor
Kirman, markaðssljóra Inco Europe, mesta nikkelframleiðanda á
Vesturlöndum.
Kirman sagði, að málmvinnslufyr-
irtækjunum mætti'í grófum dráttum
skipta í tvo flokka — þann, sem
væri stjórnað af bjartsýnismönnum,
og hinn, sem væri í höndunum á
raunsæismönnum. „Það er dæmigert
fyrir bjartsýnismennina, að þeir hafa
aukið framleiðslugetuna allt of hratt.
Þess vegna sitja þeir nú uppi með
30% umframgetu og miklar birgðir.
Á þetta til dæmis við um ál og járn-
króm. Framleiðslugeta fyrirtækj-
anna, sem raunsæismenn ráða, er
hins vegar aðeins litlu meiri en eftir-
spurnin og birgðir litlar. Dæmi um
þetta er aðallega að finna í kopar-
og nikkelframleiðslunni," sagði Kir-
man á ráðstefnu í London.
Kirman sagði, að það hefði
stefnt í offramleiðslu á áli áður
en allt keyrði um koll vegna upp-
lausnar Sovétríkjanna og stórauk-
ins útflutnings þaðan. Sagði hann
reynsluna sýna, að væru birgðir
ekki meiri en svaraði til sex vikna
notkunar, væru góðar horfur á
verðhækkun ef eftirspurnin ykist.
Svöruðu birgðirnar aftur á móti
til þriggja eða fjögurra mánaða
notkunar segði nokkur eftir-
spurnaraukning seint til sín í
hærra verði.