Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 8

Morgunblaðið - 09.04.1992, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNULÍF FIMMTUDAGUR 9. APRÍL 1992 Verslun Erlent lánsfjármagn til bjargar Asiaco? Erfiðleikamir í rekstri fyrirtækisins raktir til samdráttar hjá sjávarútvegsfyrirtækjum Páll Þorgeirsson hefur gert skilyrtan kaupsamning við fyrrverandi eigendur Asiaco, Gunnar Óskarsson og Eyjólf Brynjólfsson, og er hann núverandi framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Kaupsamningurinn felur í sér að takist Páli að fá erlent lánsfjármagn til bjargar Asiaco þá kaupi hann fyrirtækið en annars ekki. Hvort það takist mun koma í ljós á næstu vikum. Eins og áður hefur komið fram í Morgunblaðinu fékk fyrirtækið greiðslustöðvun í lok mars sl. Undanfarið hafa miklar breytingar verið gerðar á starfsmannahaldi fyrirtækisins og t.d. hafa fimm fyrrverandi starfsmenn í góðum stöðum hætt hjá Asiaco á undan- förnum mánuðum. Þ.á.m. eru bæði fyrrverandi deildarstjóri veiðar- færa- og rekstrarvörudeildar, sem hafa stofnað sín eigin fyrirtæki og eru m.a. með umboð fyrir vörur sem Asiaco hafði áður. Gunnar og Eyjólfur eru ennþá skráðir eigendur Asiaco en þeir keyptu fyrirtækið af feðgunum Kjartani R. Jóhannssyni, stofnanda fyrirtækisins, og Kjartani Emi Kjartanssyni þann 1. október árið 1990. En Kjartan R. hafði rekið Asiaco í tugi ára. Starfsemi Asiaco er skipt í nokkrar deildir. Fyrst má nefna deild sem sér um sölu á veið- arfærum og öðrum vörum fyrir út- gerð, rekstrarvörudeild sem hefur verið umboð t.d. fyrir pappírs- og olíuvörur, fiskútflutningsdeild og fískvinnsluvéladeild. Einnig stofnaði Asiaco verslun í Hafnarfírði sl. sum- ar sem nú er búið að loka. Nú hefur öllum starfsmönnum fyrirtækisins verið sagt upp störfum og rennur uppsagnarfresturinn út í lok maí nk. Baldvin Hafsteinsson hdl. hefur tilsjón með greiðslustöðvun Asiaco og segir afkomu fyrirtækisins tengj- ast beint slæmri stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi. „Asiaco verslar mikið með sjávarútvegsvörur, net, troll, víra o.s.frv. og samdráttur í þeirri sölu hefur mikil áhrif á afkomu fyrir- tækisins. Viðræður við kröfuhafa og aðra aðila sem gætu komið til bjarg- ar eru nú að fara í gang. Ef þær aðgerðir sem fyrirhugaðar eru heppnast vel þá á fyrirtækið að geta staðið af sér frekari brotsjó." Bald- vin var spurður að því hvaða breyt- ingar væru fyrirhugaðar á starfsemi fyrirtækisins. Hann sagði að óhjá- kvæmilega fylgdi í kjölfar versnandi afkomu hjá fyrirtækinu einhver minnkun á umsvifum og hún hefði þegar átt sér stað. Aðspurður um hvort ekki yrði erfítt fyrir Asiaco að ná sinni fyrri markaðshlutdeild nú þegar fyrirtæk- ið hefði misst nokkur af þeim umboð- um sem það áður hafði sagði Páll Þorgeirsson að viðskiptahættir hefðu fcreyst það mikið að einkaumboð skiptu ekki jafn miklu máli og þau áður gerðu. „Við getum eftir sem áður keypt þær vörutegundir sem við höfum misst einkaumboð fyrir þó að aðrir aðilar á íslandi séu nú með umboð fyrir þær. Asiaco er í sambandi við erlenda aðila sem geta keypt vöruna fyrir okkur jafnvel á lægra verði en þeir sem hafa einka- umboð hérlendis fyrir hina sömu vöru. Vöruskortur kemur því ekki til með að verða fyrirtækinu fjötur um fót. Þetta hefur allt breyst með opnari mörkuðum í Evrópu. Enn er nóg til af vörum hjá Asiaco en greiðslustöðvun leiðir til þess að við getum ekki tekið á móti jafn stórum vörusendingum og annars. Rekstur- inn hefur vissulega gengið erfíðlega og við höfum misst út úr fyrirtækinu það sem er verðmætara en umboð. Það er fólk, þekking og reynsla. En við hefðum ekki fengið greiðslu- stöðvun nema ákveðin lausn væri í augsýn og það er m.a. hið erlenda 3GÖÐAR í námi, starfi og leik PS-BBOO TÖL VUVASABÓK • Rúmar upplýsingar sem fara á 40 A4 blöð (64 kb). • Lykilorð hindrar að aðrir komist i persónulegar upplýsingar. • Tengjanlegar við PC vélar* • Týnir ekki upplýsingum þegar skipt er um rafhlöður. • Leitarlykill gerir þér kleift að finna upplýsingar fljótt. • 6 Ifna gluggi, 32 stafir í línu. • 7 gagnahólf fyrir símanúmer, tímaskipulagningu, minnisatriði, dagatal, klukku, ýmsa staðatíma og reiknivél (10 stafir). PS-4500 SAMHEITATÖLVA • Geymir rétta ritun 97.000 enskra orða. • Sláðu orðið inn eftir framburði, hún gefur réttan rithátt. • Geymir 590.000 orð I samheitasafni. • ENDINGS lykill gefur þér allar algengustu endingar orða ef þú hefur orðstofninn. (Og orðstofninn hjálpar vélin þér að finna). TI-FIA FJÁRMÁLAGREINANOINN • Meðhöndlar 5 breytuf í einu. Breytirðu einni sjást áhrifin strax. • Núvirðisútreikningur, innri vextir og ávöxtun verðbréfa. • Reiknar kostnað, sölugengi, ágóðaprósentu og álagningu. • Öll gögn á vinnslusíðum geymd í minni, jafnvel þó slökkt sé á véiinni. • Breytir nafnvöxtum í afkastavexti. • Línuleg bestun, meðalgildi og staðalfrávik. ERFIÐLEIKAR —- Fyrirtæki sem selja rekstrarvörur til sjávar- útvegs hafa flest hver fundið fyrir samdrættinum í þessari undirstöðu atvinnugrein og Asiaco hefur ekki farið varhluta af því. lánsfjármagn." Páll sagði að ekki væri ætlunin að breyta áherslum í rekstri Asiaco heldur myndi fyrirtækið áfram ein- beita sér að því að vera fyrst og fremst þjónustuaðili fyrir sjávarút- veginn. „Það verður ekkert tómarúm þar sem Asiaco var við eigum aftur eftir að ná okkar hlut á markaðn- um.“ Útgjöld hærri en tekjur g-áfu tilefni til Nokkrir viðmælendur Morgun- blaðsins virtust sammála um að ekki hefði rekstur neinnar ákveðinnar deildar Asiaco gengið sérstaklega illa á síðastliðnu ári og því væri ekki hægt að rekja greiðslustöðvun- ina til einhvers ákveðins þáttar í rekstrinum. Einn aðili sagði t.d. að rekstrarvörudeildin hefði aukið veltu sína á sl. ári og að útflutningur á sjófrystum físki hefði ekki gengið illa. Greiðslustöðvunina mætti rékja til annarra þátta í rekstri fyrirtækis- ins. Annar sagði að hægt væri að rekja greiðslustöðvunina til þess að eigendur fyrirtækisins hefðu á sl. ári farið út í of miklar fjárfestingar, t.d. í bílum og tölvum, og einnig hefði fyrirtækið kostað meira í aug- lýsingar en áður. Þá hefðu þeir ekki haft nægilegt fjármagn til að borga fyrri eigendum, þeim Kjartani R. og Kjartani Erni. Því hefði fé verið tek- ið úr rekstrinum til að greiða fyrir Asiaco. Á endanum hefðu pening- amir verið uppurnir í fyrirtækinu, skuldir hafí safnast upp og erlendir birgjar hafí lokað á viðskipti við Asiaco. Aðspurður um hvort þessar full- yrðingar ættu við rök að styðjast sagði Gunnar Óskarsson svo ekki vera. Ekki sé hægt að rekja slæma afkomu fyrirtækisins til einhverra ákveðinna þátta líkt og þarna sé reynt að gera. „Bæði það að við höfum farið út í of miklar fjárfest- ingar og að eigið fé hafí ekki verið nægjanlegt í upphafi eru sögusagn- ir. Rekstrarerfíðleikana má fyrst og fremst rekja til samdráttar í sjávar- útvegi. Sum fyrirtæki hafa sterkari bakhjarl en önnur og ég hef heyrt að mjög mörg fyrirtæki sem hafa þjónað sjávarútvegi hafí rekið þær deildir sem að honum snúa með tapi. Sala allra þessara fyrirtækja var verulega mikið minni en hún hefur áður verið,“ segir Gunnar. Forsvarsmenn Asiaco segja gjald- þrot viðskiptavina fyrirtækisins hafa verið algengari en áður. Þá hafí ýmislegt annað orðið til að þyngja róður þess, t.d. hafí einn af stærstu viðskiptavinum fyrirtækisins, Skag- strendingur, sett togara sinn í við- gerð. „Gera má ráð fyrir að minni kvóti skili sér beint til fyrirtækja sem ein- beita sér að þjónustu við sjávar- útvegsfyrirtæki. Líklega þýðir 20% samdráttur í kvóta 40% samdrátt hjá þessum fyrirtækjum vegna þess að með minnkandi kvóta gera sjáv- arútvegsfyrirtæki allt sem þau geta til að hagræða, þ.á m. að skera nið- ur kostnað við veiðarfæri og aðrar vörur sem Asiaco hefur verið með,“ segir Gunnar Óskarsson. „Það má þó segja að þegar ástandið er orðið eins og hjá Asiaco þá sé greinilegt að útgjöldin hafí verið hærri en tekj- urnar gáfu tilefni til. Annars væri vandamálið ekki til staðar." ÁHB Ráðgjafi Óskum að ráða ráðgjafa til starfa í markaðsdeild hjá öflugu fjármálafyrirtæki í Reykjavík. Starfssvið: Kynning á þjónustu fyrirtækisins út á við með heimsóknum í fyrirtæki og viðtölum við einstak- linga og stjórnendur fyrirtækja. Einnig þarf viðkomandi að leggja mat á lánshæfni umsækjenda með skoðun ársreikninga og mati á greiðsluhæfni. Við leitum að viðskiptafræðingi/hagfræðingi með góða þekkingu á fjármagnsmarkaðnum. Starfið krefst þess að viðkomandi geti starfað sjálfstætt, sýnt frumkvæði og eigi auðvelt með mannleg samskipti. Einnig þarf viðkomandi að vera nákvæmur, talnaglöggur og hafa reynslu af helstu notendaforritum fyrir PC-tölvur. Þekk- ing, helst 2-3ja ára starfsreynsla í erlendum fjármálafyr- irtækjum, æskileg. Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson. Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til Ráðningar- þjónustu Hagvangs hf. merktar „Ráðgjafi 130“ fyrir 5. maí nk. Hagva ngurhf Skeifunni 19 Reykjavík | Sími 813666 Ráöningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoöanakannanir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.