Morgunblaðið - 14.04.1992, Qupperneq 12
fatimR
FOLK
■ ÞRÍR leikmenn Fram mættu til
leiks í gær eftir all hressilega klipp-
ingu. Davíð B. Sigurðsson, Jason
Ólafsson og Karl Karlsson voru
allir með krúnurakað höfuð.
■ GUNNAR Gunnarsson leik-
stjórnandi Víkinga lék aðeins í
vörninni undir lok leiksins. Hann
fékk högg á bakið og því treysti
sér ekki til að leika í sókninni.
Hann sagði meiðslin þó ekki alvar-
leg.
■ ÞAÐ er með ólíkindum hvað
áhorfendur geta æst-sig á íþrótta-
kappleikjum. í Víkinni verða blaða-
menn meira varir við það en í flest-
um öðrum húsum þar sem áhorf-
endur og blaðamenn sitja næstum
hlið við hlið. Munnsöfnuður sumra
þeirra, en sem betur fer fárra, er
með ólíkindum og það hlýtur að
koma þeirra liði betur að vera hvatt
áfram á annan hátt en skíta mót-
herjana út með fúkyrðum.
■ VALGEIR Guðjónsson sá um
kynningu á leikmönnum Víkings
og Fram í gær. Hann stóð sig vel
en það kom óneitanlega flatt uppá
marga þegar hann hóf upp rausn
sína í miðjum leik og hvatti sitt lið,
Víking óspart. Slíkt hefur ekki
tíðkast hér á landi og hefur verið
þegjandi samkomulag um að slíkt
sé ekki gert, en það stendur hvergi
svart á hvítu að þetta sé bannað.
■ TALSVERT fór fyrir lúðra-
blæstri í Víkinni. I mörgum íþrótta-
húsum eru slík hljóðfæri bönnuð
en greinilega ekki í Víkinni.
■ ÞORBERGUR Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari, var á meðal áhorf-
enda á Akureyri í gærkvöldi.
■ LÚÐRASVEIT Eyjamanna,
sem oft hefur yljað handboltaá-
hugamönnum á leikjum, var mætt
til Akureyrar og lét vel í sér heyra.
■ GUNNAR Beinteinsson gerði
tvö mörk fyrir FH í gærkvöldi.
Annð mark hans var 100. mark
hornamannsins í Islandsmótinu í
vetur.
■ STJARNAN lék 10 æfingaleiki
fyrir úrslitakeppnina, þar af þtjá
erlendis.
■ MARKVERÐIR Sijörnunnar
skiptu hálfleikjunum bróðurlega á
milli sín.
■ MAGNÚS Teitsson var á
skýrslu hjá Stjörnunni í fyrsta sinn
í tvö ár.
■ PATREKUR Jóhannesson
gerði fimm mörk fyrir Stjörnuna
og öll í seinni hálfleik.
■ KOMI til þriðja leiks FH og
Stjörnunnar verður liann í Kapla-
krika kl. 20 laugardaginn fyrir
páska.
■ ENGIN auglýsing var á miðju
vallarins í Kaplakrika eins og verið
hefur. Og seinni hálfleik var sjón-
varpað beint hjá RÚV!
Yfirburðir Selfyssinga
„ÞAÐ er ekki spurning, við gef-
um þeim ekki færi á neinu á
miðvikudaginn," sagði Sigurð-
ur Sveinsson eftir að Selfossl-
iðið hafði gjörsigrað Hauka á
Selfossi í gær með 34 mörkum
gegn 27. Staðan í hálfleik var
13:11 fyrir Selfoss. Frá miðjum
fyrri hálfleik var ekki spurning
um hvort liðið myndi sigra.
Örugg markvarsla hjá Selfossl-
iðinu, traust vörn og góð sókn-
arnýting skópu sigur Selfoss.
Leikur Hauka varð ráðleysis-
legur þegar þeir reyndu að
vinna upp forskot Selfoss sem
varð mest niu mörk. Mikil
ÍÞRÚmR
FOLK
■ MIKIL stemmning var fyrir
leiknum á Selfossi. Stuðnings-
menn Selfossliðsins óku um bæinn
á bíl með gjallarhorni - og hvöttu
menn til að ijölmenna á leikinn.
I MENN biðu spenntir eftir því
hvort Sigurður Bjarnason mætti
til leiks, en hann og eiginkona hans,
Díana Óskarsdóttir eiga von á
sínu fyrsta barni á hverri stundu.
Selfyssingum létti því þegar þau
hjónin mættu til leiks, hann niðri á
gólfinu en hún á pöliunum.
Éi VIGGÓ Sigurðsson þjálfari
Hauka og Páll Olafsson stöldruðu
ekki lengi við eftir leik. Rúmum
fimm mínútum eftir að leiknum
lauk voru þeir horfnir.
■ DÓMARARNIR sögðu að það
hefði veirð gaman að dæma leikinn.
„Þetta var „brosleikur". Leikmenn
tóku öllum dómum með bros á vör,“
sögðu þeir Rögnvald og Stefán.
H SIGURÐUR Sveinsson fékk
rautt spjald. Fyrst var honum vikið
af velli fyrir að gera kúnstir með
knöttinn þegar Haukar ætluðu að
byija á miðju. Þá klappaði Sigurð-
ur og fékk að sjá rauða spajdlið.
■ DÓMARARNIR misskildu
þetta eitthvað. Ég var að klappa
fyrir górði dómgæslu þeirra. Rögn-
vald veit alltaf hvað hann er að
gera,“ sagði Sigurður kampakátur
eftir leikinn.
stemmning var í íþróttahúsinu
þar sem 540 Selfyssingar
hvöttu heimamenn.
Leikurinn einkenndist af mikilli
spennu og það sást greinilega
hversu mikilvægur hann var enda
eru allir leikir í úrsli-
Sigurður takeppninni hreinir
Jónsson úrslitaleikir. Við
sknfarfrá komum til með að
Selfossi spila okkar bolta
áfram en leikurinn á miðvikudaginn
er óljós og erfitt að segja nokkuð
um hann. Ég er sáttur við mína
menn. Það var mikil stemmning í
húsinu og áhorfendur frábærir og
ég vona sannarlega að þeir komi
með okkur til Hafnarfjarðar," sagði
Einar Þorvarðarson þjálfari Selfyss-
inga eftir leikinn.
„Við vorum einfaldlega lélegir i
þessum leik en við getum miklu
meira. Við gáfumst allt of fljótt upp
og það var of mikið ráðleysi í leik
okkar þegar við reyndum að vinna
upp forskotið hjá Selfyssingum. Það
er engin spurning að við ætlum að
vinna á miðvikudaginn. Næsti leik-
ur leggst vel í mig, við spilum ekki
tvo lélega leiki í röð,“ sagði Halldór
Ingólfsson Ieikmaður Hauka.
I byrjun leiksins var -auðséð að
nokkurrar spennu gætti í leik lið-
anna. Þau fóru sér rólega og útlit
var fyrir lága markatölu. Greinilegt
var að Haukar áttu í erfiðleikum
með að láta sóknirnar ganga upp
gegn öflugri vörn Selfoss.
I síðari hálfleik keyrðu Selfyss-
ingar hreinlega yfir Hauka sem
áttu aldrei möguleika. Sóknarleikur
Hauka var í rúst og þeir brugðu þá
á það ráð á tímabili að taka Sigurð
Sveinsson, Einar Guðmundson og
Einar Gunnar Sigurðsson úr umferð
en við það opnaðist vörn þeirra enn
meira. Undir lokin lá Haukum mik-
ið á og voru á eftír boltanum um
allan völl. Þá var leikurinn hreinlega
líkastur sirkus og hvert hraðaupp-
hlaupið tók við af öðru hjá báðum
liðum.
Markverðir Selfoss, Einar Þor-
varðarson og Gísli Felix Bjarnason
vörðu mjög vel í leiknum. Sigurður
Sveinsson og Einar Gunnar Sig-
urðsson voru atkvæðamestir í sókn-
inni.
Burðarásinn í slöku iiði Hauka
var Páll Ólafsson sem reyndi eftir
mætti að stýra sóknarleik sinna
manna.
Morgublaðiö/Júlíus
Sigurður Sveinsson var með rétt styllta fallbyssuna í gærkvöldi og skor-
aði 12 mörk gegn Haukum á Selfossi.
KNATTSPYRNA
Fram gegn
Brondby
Framliðið í knattspymu heldur í
æfinga- og keppnisferð til
Danmerkur á morgun. Framliðið
leikur gegn danska meistaraliðinu
Bröndby á fimmtudaginn á
Bröndby-vellinum og á laugardag-
inn leikur Fram gegn Avarta.
Bröndby er eitt sterkasta lið
Dana og leikurinn tilvalin æfing
fyrir félagið, sem tekur nú þátt í
úrslitakeppninni um Danmerkur-
meistaratitilinn.
Avidesa taplaust í Evrópukeppni bikarhafa:
Ætlum að halda fengnum hlut
sagði GeirSveinsson, sem er 60 mínútum frá Evrópumeistaratitli
Geir Sveinsson, fyrirliði lands-
liðsins í handknattleik, gerði
tvö mörk fyrir Avidesa í 25:22
sigri gegn Wallau Massenheim á
sunnudaginn. Þetta var fyrri leik-
ur liðanna í úrslitum Evrópu-
keppni bikarhafa, en seinni leikur-
inn verður í Þýskalandi á páska-
dag. „Við ætlum að halda fengn-
um hlut og förum til Þýskalands
til að sigra,“ sagði Geir við Morg-
unblaðið.
Avidesa byrjaði mjög illa á
heimavelli sínum og Þjóðverjarnir
komust í 6:1. Á þessum tíma fékk
Vasili Stinga að sjá rauða spjaldið
fyrir að gefa Finnanum Kjellmann
olnbogaskot og sagði Geir að
þetta hefði sett liðið út af laginu.
Það náði samt að rétta úr kútnum
og var sex mörkum yfir í hálfleik,
14:8.
Byijun Avidesa í seinni hálfleik
var ámóta og fyrir hlé. Gestimir
nýttu sér það, jöfnuðu 18:18 og
komust yfir, 19:18. En heima-
menn rifu sig upp úr lægðinni og
náðu að sigra með þriggja marka
mun. En nægir það? „Ég ætla
ekki að fullyrða um það, því víst
er að útileikurinn verður erfiður,"
sagði Geir. „Gert er ráð fyrir sex
til sjö þúsund áhorfendum, sem
allir verða á bandi heimamanna,
en við höfum ekki tapað leik í
keppninni og ætlum ekki að byija
á því í síðasta leik.“
Geir var lítið með í sókninrii í
fyrri hálfleik, en lék lengst af eft-
ir hlé. Hann sagðist enn vera í
rannsókn vegna hugsanlegra inn-
. vortis meiðsla frá B-keppninni,
en talið væri að álagið hefði einn-
ig tekið sinn toll. „Einkennin eru
meira áberandi eftir æfíngar og
leiki og því er ljóst að ég verð að
hvíla mig vel eftir Evrópuleikinn."
HANDKNATTLEIKUR