Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 1
MENNING LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 BLAÐn Brennandi jörðin er þar, bítandi frostið — og hafið, svo eilítil mold og klettur, eða steinnybba — kannski heilt fjall. Hver veit? Það er svart. Og eldurinn og ísinn bregða á leik, og hafið; renna saman, rautt, hvítt og blátt. Svo hélar og vatnið gýs úr moldinni og grjótinu, dag- ijóst og ilmandi af leir. Það er bæði heitt og kalt og dimmt og bjart og moldin rýkur í logninu. Þetta er landið þitt — þín jörð — og þú getur snert hana; þessa fínlegu þræði sem liggja út um allt í mynd sem er ofin af mynd sem við eigum 811 af jörðinni sem gefur okkur allt um leið og hún tekur allt til baka þegar við sameinumst henni í moldinni: Lifið og dauðinn tveir svipir á sömu ásjónu. að eru þessir svipir lífs og dauða, andstæðurnar í nátt- úru landsins sem mótar okk- ur, sem Ásgerður Búadóttir hefur valið að binda í vef sinn. í dag opnar hún sýningu á verkum sínum í Galleríi Nýhöfn. Ásgerður má með sanni teljast frum- kvöðull veflistarinnar hér á landi. Strax í upphafi ferils hennar var ljóst að hún var mjög efnileg í sinni grein, því árið 1956 vann hún gullverðlaun á Alþjóðlegu list- og handiðnaðar- sýningunni í Miinchen fyrir tvo stíl- færða myndvefnaði sem hún kallaði „Stúlka með fugl“. ,;Ég hef aldrei lært að vefa,“ seg- ir Asgerður. „Eins og aðrir sem fara í myndlistarnám, ætlaði ég mér að verða málari. Eftir námið í Handíða- og myndlistarskólanum hér (nú MHÍ), hélt ég til frekara náms við Akademíuna í Kaupmannahöfn. Þegar líða tók á námið fór ég að efast um að verða meira en miðlungsmálari — og það var ekki góð tilfinning." í lok námstímans sá Ásgerður sýningu í Kaupmannahöfn á franskri veflist. „Það lá eitthvað í loftinu," segir hún, „sem varð til þess að _ég fór að hugsa um vefnað." Verk Ás- gerðar hafa alltaf verið mjög ma- lerísk og bera þess glöggt vitni að grunnur hennar er í málverkinu. „Ég hef alltaf litið á mig sem myndlistar- mann,“ segir Ásgerður, „án nánari skilgreiningar, þótt ég hafi valið þetta efni til að tjá það sem mig langar að segja. Ég byijaði eiginlega mjög seint að vinna og það var kannski tíminn sem rétti mér efnið upp í hendumar. Hefði ég byijað fyrr, er ekki víst að ég hefði fundið að þettaivar mitt efni til túlkunar." Þær eru ótal margar sögurnar, af konum í ritlist og myndlist, sem hafa byijað seint — þegar börnin eru uppkomin — eða gefist upp vegna anna á heimili. Ófáar þeirra eru af fyrirrennurum Ásgerðar. Þeg- ar ég spurði hvort eitthvað hefði þótt athugavert við að hún færi í myndlist, lítur hún undrandi á mig og segir: „Nei, þegar ég fór til Dan- merkur var fjöldi kvenna búinn að RÆTT VIÐ ÁSGERÐI BÚADÓTTUR MYNDLISTARMANN fara, og veistu, ég lít ekkert fremur á mig sem konu en mann, þegar list- in er annars vegar. Á þessum tíma var líka bara eitt stéttarfélag mynd- listarmanna; við vorum öll undir sama hatti og ég varð aldrei vör við að það væri gerður greinarmunur á okkur eftir kyni, né eftir efninu sem við unnum í. Énda hef ég aldrei fundið mig í sérstökum flokki og skilgreining hefur aldrei verið mér lífsspursmál. í myndlist velur maður sér bara efni og það er árangurinn sem skiptir mestu máli. Þessi grein- armunur á myndlistarkonu og mynd- listarmanni held ég hafi ekki komið fyrr en með kvennabaráttunni — og ég veit ekki hvort það var myndlist- arkonunum til góðs.“ - Ásgerður, þegar ég skoða myndirnar þínar fínnst mér alltaf eins og þú hafir verið einhvers stað- ar ein uppi á hálendi að vefa. Hún hlær. „Það er kannsi vegna þess að ég vinn í svo mikilli einangr- un, allt frá því á haustin og þar til fer að birta aftur af degi. Þá kemur í mig óeirð og ég þarf að ferðast; fara til útlanda, sjá menningu og Iistir annars staðar. Svo þegar ég kem til baka, finnst mér landið vera nýtt, svo miklu fallegra en mig minnti að það væri. Þetta er svo lif- andi land og ég hef alltaf viljað nálgast það sem slíkt. Ég eyði löng- um tíma í að velta því fyrir mér hvemig ég kem áhrifum þess og sambandi mínu við það inn í það stranga form sem veflistin er; ekki bara því sem ég sé, heldur það sem ég finn. Ég les kannski um elda fyrir norðan, þar sem jörðin brennur undir fótum og ég fer að vefa rautt... Þetta er kannski fremur spurning um að meðtaka náttúruna en óttast hana og það er ólýsanleg tilfinning þegar manni tekst það sem maður ætlar sér.“ VIÐTAL: SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.