Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 25.04.1992, Blaðsíða 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. APRÍL 1992 MENNING/LISTIR TÓNLEIKAR f MAÍ LAUGARDAGINN 2. MAÍ Gerðuberg kl. 16.00 Tónleikar: Kuran — Swing Kirkjuhvoli Garðabæ kl. 17.00 EPTA-píanótónleikar. Steinunn Birna Ragnars- dóttir. Verk eftir Scarlatti, Schubert, Schumann, Chopin Bústaðakirkja kl. 17.00 Tónlistarskólinn í Reykja- vík. Tónfræðideild, frum- flutt verk nemenda. 3.-17. MAÍ: Listahátíð í Seltjarnarnes- kirkju „Vorið og sköpunar- verkið“ SUNNUDAGINN 3. MAÍ Seltjarnarneskirkja kl. 17.00 Listahátíð í Seltjarnarnes- kirkju. „Vorið og sköpunar- verkið“, Tónlist, upplestur, ballett. Gunnar Kvaran, selló, Gísli Magnússon, píanó, Elísabet F. Eiríks- dóttir, söngur, Vilhelmína Ólafsdóttir, píanó, Njörður P. Njarðvík, upplestur, Barnakór Seltjarnarnes- kirkju og Barnakór Tónlist- arskóla Seltjarnarness, As- dís Magnúsdóttir, Birgitte Heide, Ingibjörg Pálsdóttir, dansarar, Páll Eyjólfsson, gítar, Kolbeinn Bjarnason, flauta. Borgarleikhúsið kl. 20.00 Óperusmiðjan og Leikfélag Reykjavíkur: La Boheme eftir Puccini. MÁNUDAGINN 4. MAÍ • Norræna húsið kl. 20.30 Tónlistarskólinn í Reykja- vík. Vortónleikar ÞRIÐJUDAGINN 5. MAÍ Listasafn íslands, kl. 20.30 Trio Borealis: Einar Jóhann- ■ esson, klarinett, Richard Talkowsky, selló, Beth Lev- in, píanó. Verk eftir Bruch, Debussy, Þorkel Sigur- björnsson, Poulenc, Hart- mann. MIÐVIKUDAGINN 6. MAÍ Borgarleikhúsið kl. 20.00 Óperusmiðjan og Leikfélag Reykjavíkur: La Boheme eftir Puccini. FIMMTUDAGINN 7. MAÍ Háskólabíó kl. 20.00 Sinfóníuhljómsveit Islands (Grænir) Stj. Örn Óskarsson. Einl. Peter Maté. Á steppum Mið- Asíu e. Borodin, Píanókons- ert nr. 1 e. Tsjajkovskíj, Sin- fónía Frá nýja heiminum e. Dvorák. FÖSTUDAGINN 8. MAÍ Listasafn íslands, kl. 20.30 Píanótónleikar: Beth Levin. Verk eftir Mozart, Beethov- en, Ravel, Schumann. - SUNNUDAGINN 10. MAÍ Islenska óperan kl. 14.00 Tónlistarskólinn í Reykjavík — próftónleikar. íma Þöll Jónsdóttir, fiðla, Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanó. Seltjarnarneskirkja kl. 17.00 Listahátíð í Seltjarnarnes- kirkju. „Vorið og sköpunar- verkið". Tónlist og upplest- ur . Sigrún V. Gestsdóttir, söngur, Einar Kr. Einars- son, gítar, Guðmundur Magnússon, píanó, Sigríður Hagalín leikkona, upplestur, Hólmfríður Þóroddsdóttir, óbó, Sólveig Anna Jónsdótt- ir, píanó, Þóra Einarsdóttir, söngur, Kolbrún Sæmunds- dóttir, Jón Aðalsteinn Þor- geirsson, klarinett. Borgarleikhúsið kl. 20.00 Óperusmiðjan og Leikfélag Reykjavíkur: La Boheme eftir Puccini. MÁNUDAGINN 11. MAÍ íslenska óperan kl. 20.30 Tónlistarskólinn í Reykjavík — próftónleikar. Heiðrún G. Heiðarsdóttir, fiðla, Snorri Sigfús Birgisson, píanó. ÞRIÐJUDAGINN 12. MAÍ íslenska óperan kl. 20.30 Tónlistarskólinn í Reykjavík — próftónleikar. Kristín Benediktsdóttir, fiðla, Kristinn Örn Kristinsson, píanó. MIÐVIKUDAGINN 13. MAÍ Borgarleikhúsið kl. 20.00 Óperusmiðjan og Leikfélag Reykjavíkur: La Boheme eftir Puccini. FIMMTUDAGINN 14. MAÍ Háskólabíó kl. 20.00 Sinfóníuhljómsveit íslands (Gulir) Stj. Petri Sakari. Sinfónía nr. 2 e. Madetoja, Nýtt verk e. Karólínu Eiríksdóttur, Rosenkavalier valsar e. Strauss. MÁNUDAGINN 18. MAÍ íslenska óperan kl. 20.30 Tónlistarskólinn í Reykjavík — próftónleikar. Þórhildur H. Jónsdóttir, selló, Stein- unn Birna Ragnarsdóttir, píanó.. Gerðuberg kl. 20.30 Tónleikar: KK og hljóm- sveit. SUNNUDAGINN 24. MAÍ Salur FÍH, Rauðagerði 27, kl. 17.00 Haydnfélagið: Verk eftir Michaél og Josef Haydn. Hafnarborg kl. 20.00 Tríó Reykjavíkur og Sigrún Eðvaldsdóttir, fiðla, Þór- hallur Birgisson, fiðla, Guð- mundur Kristmundsson, lágfiðla, Michael Rudiakof, selló. Verk eftir Hándel, Boccherini og Brahms. MIÐVIKUDAGINN 27. MAÍ Norræna húsið kl. 20.30 Lisa Ponton, lágfiðluleikari. Sólveig Anna Jónsdóttir, píanóleikari. Laugardalshöll Listahátíð í Reykjavík. Gipsy Kings. LAUGARDAGINN 30. MAÍ Háskólabíó kl. 17.00 Listahátíð í Reykjavík. Gösta Winberg, tenor. Sin- fóníuhljómsveit íslands. Stj. Mats Liljefors. Heillast af einfaldleika VIÐTAL: RÚNAR HELGI VIGNISSON. „ÉG ER AÐ taka törn við að mála núna. Ég hélt síðast málverkasýningu 1983, þeg- ar ég var borgarlistamaður, og ætlaði alltaf að mála meira, en hef haft svo mikið af verkefnum í grafíkinni að ég hef ekki séð mér fært að mála fyrr, enda er grafík- in alveg ótrúlega tímafrek.“ Ingunn Eydal er þekktust sem grafíklistamaður, en í dag opnar hún sýningu í Hafnarborg í Hafnarfirði þar sem málverk eru fyrirferðarmest. Þar gefur þó einnig að líta grafíkverk og teikningar. MEIRITILFINNINGAR Í MÁLVERKINU „Það var mjög erfitt að byrja að mála aftur, ég gerði flest annað,“ segir Ingunn. „En síðan ég komst loks í gang hef ég ekki getað hætt. Grafíkin heldur manni á vissan hátt í böndum, til dæmis hvað hraða snertir, því maður þarf að taka svo mikið tillit til efnisins. í grafíkinni lærir maður reyndar líka að gera hluti sem alls ekki er hægt að gera í málverki. En til að koma mér í gang við að mála hafði ég hugsað mér að útfæra í málverki eitthvað sem ég hafði gert í grafík. Það var ekki hægt.“ Við höldum áfram að velta fyrir okkur muninum á grafík og mál- verki. Ingunn segir: „Það eru mörg eintök af grafíkmynd, en á móti kemur að maður er tíu sinnum fljót- ari að búa til málverk. Allt í einu gat maður framkvæmt hugmyndir sínar á augabragði og fengið útrás í að gera miklu stærri verk. Kannski koma tilfinningar meira fram í mál- verkinu fyrir vikið. Grafík er yfirveg- aðra form, maður þaulhugsar hana frekar því það er dýrt að gera mis- tök. í málverkinu getur maður bara málað yfir ef manni mistekst. Graf- íkin hefur það aftur á móti til síns ágætis að maður veit aldrei ná- kvæmlega hvað kemur út.“ ÞRÍHYRNINGAR EÐA PÝRAMÍDAR Ingunn segist hafa einfaldað formin mjög mikið á undanförnum árum og í rauninni hafi hún alltaf heillast af einfaldleika. í framhaldi af því berst talið að þríhyrningunum sem sett hafa svo mikinn svip á verk hennar undanfarin ár. „Þríhyrningarnir eru í mínum huga ekki endilega þríhyrningar heldur pýramídar. I mínum skilningi er alltaf eitthvað heilagt, eitthvað upphafið, við pýramída. Með mynd- unum núna er ég að vissu leyti að reyna að túlka þennan skilning og innri manninn um leið. Sjáðu til, beinar línur finnur maður varla í náttúrunni, meira að segja sjóndeild- arhringurinn er ekki beinn. Sam- settu myndir mínar byijuðu til dæm- is sem gluggar, bilin á milli mynd- anna voru gluggapóstarnir. Það var þá kannski mín sýn á náttúruna. Gluggar eru líka af manna völdum og það má ef til vill segja að ég sé að bera saman mann og náttúru í þessum verkum, pýramída og gróð- ur. Svo er það annað í sambandi við þríhyrninginn. Mér er svo illa við að láta loka mig inni. Málverk eiga að vera ferhymingar og þess vegna freistast ég til að brjótast úr viðjum ferhyrningsins — ég hef líka gert kringlóttar myndir! Ferhyrningurinn er í rauninni hlutlaus, en það er þríhyrningurinn ekki, hann stefnir alltaf eitthvert og raskar þannig allri ró. Það skal tekið fram að ég settist ekki niður að yfirlögðu ráði til að útfæra þessar hugmýndir, heldur kom hugsunin líka fram í miðju kafi.“ Ingunn segist stefna frá þrí- hyrningnum, hún sé búin að þur- rausa þann brunn. „En eins og sjá má í minni málverkunum er ég farin að mýkja þríhyrninginn býsna mikið. Mér fínnst ég alltaf þurfa að vinna mig til hlítar frá ákveðnu viðfangs- efni. Kannski eru það líka áhrif frá grafíkinni vegna þess hvað hún er seinunnin. Ef maður er að vinna með ákveðið atriði kemur gjarnan mjög keimlík hugmynd í framhaldi af því. Það er einmitt mjög algengt að gera raðmyndir í grafík." GRAFÍKIN SEM UPPALANDI Talið berst að þeim góða ár- angri sem náðst hefur við að koma grafíkverkum á framfæri, á skömmum tíma séu þau orðin al- menningseign. „Það er nú fyrst og fremst verðið sem gerir það,“ segir Ingunn. „Aðr- ir listamenn eru oft svolítið súrir út í grafíkina, en ég held að það sé misskilningur. Ég held að grafík taki alls ekki frá öðrum listgreinum, heldur stuðli að auknum áhuga á list. Þeir sem kaupa grafík hafa oft ekki efni á stærri verkum. íslenskir listamenn ættu líka að hafa í huga að erlendis sér maður ekki listaverk MYIMDLIST I EVROPU MANUÐINA APRIL, MAI, JUNI Einar Guðmundsson, frá Miinchen Tími sumarsýninganna fer að nálgast og þá eru öll söfn með sýningar handa ferðalöngum, en myndlistargalleríin taka sér sum- arfrí þegar kemur fram í júní. Af sýningum, sem sérstök athygli er vakin á, eru þessar; Toulouse Lautrec í París, Rembrandt í Lond- on og Leonardo da Vinci í Fen- eyjum. Af listamessum er helzt að nefna Art-Basel. Meintur stórviðburður ársins er svo Dokumenta-sýningin í Kassel. Um 200 myndlistarmenn hvað- anæva að úr heiminum hafa verið valdir til þátttöku — helmingurinn lítt eða nánast óþékkt nöfn. Hefur ýmsum „föstum liðum eins og venjulega" verið ýtttil hliðartil að skapa pláss fyrir mögulegar endumýjungar. Er óhætt að segja, að þessa viðburðar, Dokumenta IX, er beðið með mikilli eftirvæntingu. Kostnaðaráætlun hjóðar upp á 15,6 milljón mörk, en ef að líkum lætur í ljósi fyrri reynslu, verður ugglaust farið langt fram úr áætl- uninni. Amsterdam: Kunst RAI, 3. til 8. júnf; þetta er hollenzka útgáfan af listamessu. Rijksmuseum: „Japönsk áhrif á hollenzka myndlist,“ frá 25. apríl til 26. júlí. Basel. ART’23,17.-22. júní; ásamt Art-Cologne leiðandi lista- messa í heiminum. Berlín. Altes Museum: Til 31. maí, „Entartete Kunst — Örlög framúrstefnunnar í Þýzkalandi nazismans." Bremen. Neues Museum Wes- erburg: Til 31. maí, Ulises Carrión, „Other Books & so“. Til 8. júní, Roman Opalka. Búdapest. Ernst Múzeum: Gil- bert & George, „The Cosmological Pictures," ll.júnítil 17. júlí. Den Haag. Haags Gemeente- museum: Jörg Immendorf, 29. maí til 19. júlí. Dusseldorf. Kunstsammlung Nordrhein-Westfalen: Til 10. maí, Kandinsky, vatnslitamyndir og teikningar. Frá 30. maí til 28. ágúst, „Alþjóðlegur konstrúktí- vismi 1922-27; útópíur fyrir evr- ópskan kúltúr“. Stádtische Kunsthalle: „Vision- áre Schweiz," 27. júní til 6. sept- ember. Feneyjar. Palazzo Grassi: „Leonardo da Vinci og Feneyjar", til 13. júlí. Frankfurt am Main. Portikus: OttoMuhl, 16. júní til 12. júlí. Schim-Kunsthalle: „Rússneska

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.